Íslendingur - 22.06.1928, Page 2
2
ISLENDINGUR.
Til þess að rýma fyrir nýjum vörum, sel jeg
frá deginum í dag fyrir nm 20,000 kr.
ýmsar fráteknar vörur með frá
25-60% afslætti.
Mjer skal tilgreint
Um 100 kven- og teipu-kápur, kjólar, dragtir og pils.
75 herra-, dömu-, drengja- og telpu-regnkápur.
50 herra-, ungiinga- og drengja-^föt, frakkar, og stórtreyjur.
400 mtr. fata-, kápu-, dragta- og ullarkjóla-tau.
500 mtr. sumarkjóla-, blássu- og tvíst-tau og sirz.
Ennfremur: Dömu- og barnasvuntur, ullar- og silki-
jumpers Og peysur, herra-, dömu- og barna-sköhllfar og
strigaskór. Herra- og dömu-skinn- og jersy-hanskar,
herra- og drengja-skyrtur, flibba, bindi og slaufur,
drengja- og herra-hattar o. fl. Barna-filthattar seljast á kr.
í.oo stykkið. Ná er gott tœkifœri tilþess að kaupa
góðar vörur fyrir gjafverð. Bald. Ryel.
þenna atvinnurekstur öfundaraugum
og fundu honum ýmislegt til foráttu,
meðal annars það, að hann drægi
um of vinnuaflið frá sveitunum. Af-
leiðing þessarar öfundar og óánægju
virðist helst koma fram í undarlegu
fálmi í skattalöggjöí og amiari lög-
gjöf, er sjerstaklega snertir þennan
atvinnurekstur.
Af 751,498 kr., sem samanlagt
útflutningsgjald og verðhækkunar-
tollur gaf í landssjóðinn 1916 af
öllum íslenskum vörum, voru 443,-
728 kr. af síldinni.
1917 keyptu Englendingar alla
síld landsmanna og greiddu hana
contant mót mats- og vigtarvottorð-
um á tilteknum tíma. Yfirleitt voru
menn ánægðir með þau viðskiftí.
Kaupandinn var reyndar ekki nema
einn, en seljendur allir, er síld sölt-
uðu.
1918 var öll síld seld fyrir milli-
göngu útflutningsnefndar. Aflinn
brást þá að miklu leyti og var ekki
helmingur á við meðal aflaár, svo
að menn höfðu yfirieitt sórskaða á
útgerðinnii
Árið 1919 var síldarverslunin
gefin frjáls. í vertíðarbyrjun bjugg-
ust menn við góðum árangri af
síldveiðunum og síldarversluninni.
í byrjun vertíðarinnar var verðið
65 aura kílóið og hækkaði stöðugt
og komst upp í 95 aura kílóið í
byrjun októbermánaðar, en þá varð
síldin alt í einu óseljanleg, bæði
hjer á landi og annarsstaðar. Ástæð-
an til þessa voru afskifti stjórnmála-
mannanna í ríkjum þeim, er sigruðu
í ófriðnum. Peir vildu hafa hönd
í bagga með fjármálum þeirra þjóða,
er undir urðu, og fyrir því urðu
aðrir að beygja sig.
í stríðinu og eftir stríðið áífu
fiskveiðarnar erfitt uppdráttar í öll-
um löndum Evrópu. Prátt fyrir
fiskleysið 1918 munu árin 1919 og
1920 hafa orðið ísleriskum síldveið-
armönnum einna erfiðust, sem or-
sakaðist af sjerstaklega miklum eif-
iðleikum með söluna eins og áíti
sjer (stað líka erlendis, en sá var
munurinn á, að þar hlupu ríkissjóð-
irnir undir baggann með atvinnu-
veginum, en hjer varð honum íþyngt
með sköttum og allskonar hringl-
andahætti í löggjöfinni.
í Noregi styrkti ríkið síldarútveg-
inn með tugum milj. króna, þegar
erfiðleikarnir voru mestir eftir stríð-
ið. Enska sijórnin keypti eða sá
um sölu á síldinni fyrir skosku og
ensku síldarkaupmennina, þegar þeir
gátu ekki orðið af með hana á við-
unandi hátt á árunum 1919 og
1920, og skaðaðist enski ríkissjóð-
urinn við það um 1,7 milj. sterl-
ingspunda. Hjer hafði íslenski rík-
issjóðurinn rúmlega 2 milj. kr. tekj-
ur af útflutningsgjaldi af síld og
innflutningsgjaldi af tómum síldar-
tunnum, og nam sá skattur rúml.
6 krónum á hverja tunnu af útfluttri
síld bæði árin.
1921 voru í lög leidd heimildar-
lög fyrir ríkisstjórnina, að takast á
hendur einkasölu á síldinni og 1922
komu fiskiveiðaiögin í gildi, sem
svo voru misskilin af öllum þorra
manna á fyrsta árinu, sem þau voru
í gildi, að útgerðarmenn nafa eflaust
skaðast um upphæð, sem nema
mun framt að miljón króna. Menn
álitu sem sje, að útlendingum væri
ekki leyfilegt að leggja ? land afia
sinn til söltunar eða kryddunar,
hvorki til sölu eða á annan hátt.
Reynslan sýndi, að þannig átti ekki
Hjer með tilkynnist vinum og
vandamönnum, að Helgi, bróðir
okkar, ljest á Heilsuhælinu í Krist-
nesi 20. þ. m. Jarðarförin er
ákveðin fimtudaginn 28. þ. m. og
hefst kl. 1 e. h. í kirkjunni.
Systkinin.
Hjartans þakkir til ailra þeirra,
sem auðsýndu samúð og hiuttekn-
ingu við andlát og jarðarför konu
minnar, Guðnýjar Marteinsdóttur,
og veittu mjer aðstoð á einn og
annan hátt.
Akureyri, 19. júní 1928.
Hallgrímur Einarsson.
að skilja lögin, heldur á einhvein
annan veg, sem varð þess vaidandi,
að nálægt 50,000 tunnur af síld
voru saltaðar hjer á landi það ár,
sem veiddar voru á erlend skip.
(Framh.).
■ B
Símskeyti.
(Frá Fréttasfofu Islands.)
Rvik 21. júní 1928.
(Jtlend:
Frá Oslo: Á mánudaginn fiaug
Ríiser Larsen, sem sendur var að
leita að Nobile og fjelögum hans,
yfir Foyneyju, þar sem fregn frá
Nobile hafði hermt þá vera, en varð
þeirra ekki var, en skeyti barst frá
Nobile að þeir fjelagar hefðu sjeð
fiugvjelina. Aðra leitartilraun gerði
Riiser Larsen á miðvikudaginn og
flaug þá sama svæði að nýju, en
varð einskis var, — Aftur hepn-
aðist ítalska flugmanninum Madda-
lena að finna Nobile-flokkinn. —
Flaug hann yfir staðinn í 50 metra
hæð, en gat ekki Ient. — Kastaði
niður rnavælum, skotfærum og
gummíbátum. — Frá Nobile hafa
engin skeyti borist síðan á þriðju-
dag. — Roald Amundsen flaug frá
Tromsö í fyrradag til þess að leita
að Nobile, en síðan hefir ekkert til
hans spurst, og eru menn orðnir
hræddir um afdrif hans.
Frá Berlín. Miklar æsingar í rík-
isþinginu í Jugo-Slavíu út af mót-
spyrnu kroatiska bændaflokksins
gegn stjórninni út af áformaði sam-
þykt Nettuno-samningsins við ítali.
Pingmaðurinn Racic úr flokki stjórn-
arinnar vaið svo æstur, að hann
tók upp skammbyssu og skaut á
þingmenn bændaflokksins í þing-
salnum, tveir þingmenn, fyrv. ráð-
herra, Poul Raditch, og dr. Basa-
ritch biðu bana, en bændaforinginn
Stefán Raditch og 3 aðrir bænda-
flokksþingmenn særðust hættulega.
Racic var handtekinn.
Frá Berlín: Stjórnarmyndun Her-
manns Muller gengur erfiðlega.
Frá London: Neðri málstofan
hefir felt helgisiðabókina. Kvenrjett-
indakonan Pankhurst er látin.
Frá Khöfn: Orsök flugslysins
er talin hvirfilbylur.
Nankings-stjómin segir samein-
ingu Kínverja fullkomnaða.
Innlend:
Löggjafarnefndin hefir lokið stöif-
urn sínum. Hafði mörg mál til með-
ferðar, snertu þau helstu landhelgi
og fiskiveiðar, og samtiing umgerða-
dóm milli íslands og Danmerkur.
Ennfremur ýms atriði er snerta
iramkvæmdir síldareinkasölunnar.
Miðstjórn íhaldsflokksins hefir
skorað á Magnús Jónsson alþm.
að fá úr því skorið með dómi,
hvort hann eða Bjarni Ásgeirsson
eigi löglegt sæti í bankaráðinu. Jón
Porláksson segir í Morgunblaðinu,
að af rjettarfarslegum ástæðum sje
ekki unt að 'höfða þetta mál á ann-
an veg en þann, að Magnús geri
kröfu á hendur Landsbankanum til
fullra launa sjer ti| handa sem
bankaráðsmanns. Magnús hefir
orðið við áskoruninni og höfðað
mál.
Samningatilraunir um kaupgreiðsl-
ur fyrir vinnu við síldveiðar á tog-
urum og Hnubátum hafa strandað.
Stjórnin hefir sett Georg Ólafsson
sem sáttasemjarara í stað Björns
Pórðarsonar, sem er erlendis.
Pingi Alþýðusambandsins er lok-
ið. Jón Baldvinsson var kosinn
forseti sambandsins,
Aðalfundur Sís er úti. í stjórn
þess voru endurkosnir Sigurður
Bjarklind og Porsteinn Jónsson á
Reyðarfirði.
■■
Forsetakosningar í Bandaríkjunum.
Á næsta hausti eiga að fara fram for-
setakosningar í Bandaríkjununr, og þótt
all-langt sje til þeirrar stefnu, er undirbún-
ingur hafinn af mesta kappi. Hafa farið
fram kjörmannakosningar til forsetaefna-
vals aðalflokkanna í öllum ríkjunum, og
hefir annar flokkurinn, „t e p u b 1 i k a r“,
nýlega haldið flokksþing sitt og valið sjer
forsetaefnið. Varð fyrir valinu Herbert C.
Hoover, verslunarráðherra núverandi stjórn-
ar og einn af mætustu stjórnmálamönnum
Bandaríkjanna. Þykir flokkurinn hafa val-
ið ve! og viíurlega, en mest kvað hafa
ráðið um valið, að flokkurinn mun hafa
talið sig vonlausan um að sigra við kosn-
ingarnar með öðrum manni en Hoover
sem merkisbera, — ef sigur-líkurnar hefðu
veriö góðar fyrir »republika< hvort sem
var, hefði Hoover sennilega aldrei verið
útnefndur; til þess er hann of mikilhæfur
og sjálfstæður, en þeir menn eru sjaldn-
ast litnir hýru auga bjá þeim, sem hafa
tög’in og hagldirnar híá s,óru flokkunum
vestur þar, — þess vegna hafa flestir for-
setar Bandaríkjanua verið meinhagir miðl-
ungsmenn.
Flestir af forsetuiu Bandaríkjanna hafa
verið lögfræðingar. Woodrow Wilson,
hinn ágætasti forseti, sem Bandaríkin hafa
átt, síðan Lincoln leið, var bæði Iögfræð-
ingur og sagnfræðingur, — aftur er Hoover
verkfræðingur, og verði hann kosinn í haust
verður hann fyrsti verkfræðingurinn, sem
ríkir í forsetahöllinni, »Hvíta húsinu*.
Alla æfina hefir hann verið einhver helsti
maður iðnaðarins í Bandaríkjunum. Hann
er fæddur í ríkinu Iowa og var faðir hans
járnsmiður. Hann er uppallnn í vestur-
ríkjunum og ber meira keim af hinum
áræðnu dugnaðarmönnum þar, heldur en
af austur-ríkjamönnum, sem hneigjastfrekar
að kyrstöðu. — Hann vann sjer heimsfrægð
á ófriðarárunum bæði sem formaður belg-
isku hjálparnefndarinnar og sem matvæla-
ráðherra hjá Wilson forseta. Hoöver átti
kost á því að vera forsetaefni »demokrata«
1920 á eftir Wilson, en vildi ekki og valdi
þá þann kostinn að telja sig til >repubiika«,
áður hafði hann ekki gefið upp pólitiskan
lit. Er repúblikkar sigruðu og náðu völd-
unum 1920 varð Hoover versiunarmála-
ráðherra hjá Harding og hjelt síðan því
embælti hjá Coolidge, sem nú er að enda
forsetatímabii sitt. Þeir Harding og Cool-
idge hafa verið tæpir rniðlungsmenn og
hafa stórkostleg hneyksli komið upp í
stjórnartíð þeirra, er steinolíuhneykslið
þeirra nafnkunnasf, þar sem 3 af ráðherr-
um stjórnarinnar urðu uppvísir að hafa
þegið mútur af olíuhákörlunum tveimur
er Sinclair og Doheny nefnast, fyrir að
láta af höndum til þeirra auðugar olíu-
lindir, sem voru ríkiseign. Meginið af
þessu mútufje gekk í kosningasjóð repu-
blikka. — Hoover og Mellon fjármálaráð-
herra eru þeir einu af ráðherrunum, senr
enginu blettur fjell á í sambandi við þetta
hneykslismál, en fyrir flokknurn hefir það
vafalaust spilt stórkosílega meðal þjóðar-
innar óg kemur hann nú til að súpaseyð-
ið af því við kosningarnar í haust.
Enn þá er ekki afráðið hver sækir á
móti Hoover af hálfu »dernokrata«, en
sénnilegast er talið að það verði Alfreð E.
Smith ríkisstjóri í New York. Erhanntal-
inn glæsilegasti stjórnmálamaður flokks
síns, og einn allra mælskasti niaður Banda-
ríkjanna. En sá er Ijóður á ráði hatis, að
hann er andbanningur og kaþólskur, og
hefir það hvorttveggja mikið að segja
gegn honum, því mótmælendakirkjan og
bannmenn hafa mikið að segja í Banda-
ríkjunum. Hefir aldrei kaþólskur maðnr
vcrið forseti Bandaríkjauna. — Flokksþing
»demokrata« stendur nú yfir.