Íslendingur


Íslendingur - 31.05.1929, Side 1

Íslendingur - 31.05.1929, Side 1
ISLENDINGUR Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XV. árgangur. Akureyri, 31. maí 1929. 22. tölubl. Akureyrar Bíó Sjálístæðisflokkur. | Auglýsingin á 3 íhaldsflokkurinn og Frjálslyndiflokkurinn sameinast undir einu merki. Jslatid fyrír íslendinga." Rað hefir orðið að samkomulagi milli þingmanna íhaldsflokks- ins og Frjálslyndaflokksins að ganga saman í einn flokk, er beri nafnið Sjdlfstœðisflokkur. — Aðal-stefnumál flokksins eru: 1. Að vinna að því, að ísland taki að fullu öll sín mál í sín- ar eigin hendur og gæði jandsins til afnota og umbóta fyrir landsmenn eina, jafnskjótt og 25 ára samningstíma- bil sambandslaganna endar. 2. Að vinna í innaniandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbóíastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnu- frelsis, með hagsmuni allra stjetta fyrir augurn. Flokkurinn hefir fyrirfram trygt sjer stuðning fjölmargra áhrifa- manna utan þings úr Frjálslyndaflokknum og íhaldsflokknum og leyfir sjer að óska eftir, að þeir kjósendur úr báðum flokkum, sem ekki hefir náðst til, vilji veita Sjálfstæðisflokknum stuðning sinn. Málefnum flokksins milli þinga stýrir sjö manna miðstjórn, og skipa hana: Jakob Möller, Jón Olafsson, Jón Porláksson, Magnús Guðmundsson, Magnús Jónsson, Ólafur Thors, Sigurð- ur Eggerz. — Innan miðstjórnarinnar starfar þriggja manna framkvæmdarráð, þeir: Jón Þorláksson, Magnús Guðmundsson, Sigurður Eggerz. Reykjavík, 25. maí 1929. Björn Kristjánsson Einar Jónsson Halld. Steinsson 1. þm. GuIIbr. & Kjós. 1. þm. Rang. þm. Snæfellinga. Ingibjörg H. Bjarnason Hákon Kristófersson 2. landskjörinn. þm. Barðstrendinga. Jakob Möller Jóh. P. Jósefsson Jóh. Jóhannesson bankaeftirlitsm. þm. Vestmannaeyja. þm. Seyðfirðinga. Jón Auðunn Jónsson Jón Ólafsson Jón Sigurðsson þm. N.-ísf. 3. þm. Reykv. 2. þm. Skagf. Jón Þorláksson Jónas Kristjánsson 3. landskjörinn. 5. landskjörinn. Magnús Guðmundsson Magnús Jónsson Ólafur Thors 1. þm. Skagf. 1. þm. Reykv. 2 þm. G. & Kjós. Sigurður Eggerz Pjetur Ottesen þm. Dalamanna. þm. Borgfirðinga. Eins og getið hefir verið um hjer í blaðinu áður, samþykti Landsfund- ur fhaldsmanna að breyta um nafn á íhaldsflokknum, en fól að öðru leyti miðstjórn flokksins að annast málið. Var helst búist við, að nafnbreytingin gæti ekki komist í framkvæmd fyr en á næsta Lands- fundi flokksins, en eins og tilkynn- ingin að ofan ber með sjer, hefir þetta orðið fyr en varði — og á þann hátt sein best mátti verða: sameining flokksins við Frjálslynda- flokkinn undir nafninu Sjálfstæðis- flokkur. ísl. er það óblandin ánægja að þessi urðu málalokin — sameining- in og nafnið. Undanfarið hafa það frekar verið mennirnir en málefnin, sem skildu flokkana, og er það vissulega vel farið, að gamlar vær- ingar hafa verjð látnar falla niður fyrir nauðsyninni til samtaka, — og nafnið g?t ekki verið ákjósanlegra. — Sjátfstæðisflokkurinn gamli barð- ist fyrir pólitísku sjálfstæði þjóðar- innar, Sjálfstæðisflokkurinn nýi berst jafnframt fyrir sjálfstœði einstakling- anna í þjóðfjelaginu. Flokkurinn vill að Iandsmenn fái notið sem fullkomasts frelsis til verslunar og hverskonar annars lögmæts atvinnu- reksturs og að einstaklingsframtak-- ið fái að geta notið sín sem best, en þær stefnur vaða nú uppi í land- inu, sem gera einstaklingana ómynd- uga og ófrjálsa í þessum efnum, verði þær ofan á. — Á móti þeim ófagnaði berst Sjálfstæðisflokkurinn. Hann vill að hjer búi frjálsir og sjálfstæðir menn í frjálsu og sjálf- stæðu landi, en ekki ófrjáls og ó- myndug hjú eða þý, er lúti ríkis- forsjóninni í öllu og alveg upp á hana komin, eins og er vilji þjóð- nýtingarmanna, — jafnaðarmanna- burgeisanna. Verkamanninum er meinilla við flokkasameininguna og þó einkum nafn flokksins. Óskapast blaðið mjög út af því og segir, að nafnið sje »stolið« og að flokkurinn hafi framið »Iíkrán«, er hann tók sjer það. — Framsóknarflokkurinn tók sjer nafn er gömlu Valtýingarnir báru. Eftir kenningu Vkm. hefir flokkurinn við nafntökuna framið bæði »stuld« og »Iíkrán« og hefir þó enginn orðið þess var, að það hafi orðið flokkn- um til álitshnekkis, en nú hefir Sjálfstæðisflokkurinn hvorki »stolið« eða »rænt« nafni sínu, heldur hafði til þess fylsta rjett, svo að Vkm. hefir enga átillu fyrir brigslyrðum sínum. Pví það er ekki einasta að nafn- ið er rjettnefni á flokknum, sakir stefnu hans, heldur er honum gefið það af þeim mönnum, er umráða- rjettinn höfðu yfir því, foringjum Sjálfstæðisflokksins gamla. Sigurður Eggerz var leiðtogi flokksins um 10 ára tímabil, og Jakob Möller einn af helstu mönnum flokksins frá stofnun hans; 10 af þeim 18 mönn- um, er undirrita tilkynninguna hjer að ofan, eru gamlir Sjálfstæðismenn. Pess utan má benda á það, að af hinum kjördæmakosnu þingmönn- um flokksins sitja allir, nema einn, á þingi fyrir gömul Sjálfstæðiskjör- dæmi. Sjálfstæðisflokkurinn er því rjettilega borinn til nafnsins. Pá heldur Vkm. þeim staðlausu ósannindum fram, að flokkurinn sje myndaður af fámennri »yfirstjettar«- klíku f Reykjavík. Allur þingflokk- ur íhaldsins og fulltrúar Frjálslynda- flokksins standa að flokksmyndun- inni, eins og tilkynningin ber með sjer, og fjöldi áhrifamanna úr báð- um flokkunum út um land hafa verið í vitorði og ráðum með, í því er gerðist. — Sjálfstæðisflokkurinn ber hagsmuni allra stjetta þjóðar- innar fyrir augum; ekki einnar eða neinnar sjerstakrar klíku. Og þess þykist ísl. fullviss, að þjóðin íslenska fagnar þessari flokks- myndun. Hún veit, að þar er merki reist og borið fram, sem hún getur örugg fylkt sjer undir, gegn þeirri skaðsemdarstefnu, sem siglir undir hinum rauða fána byltingarinnar og — ófrelsisins. Vertíðarlok. Yfirlit yfir þingstörfin. (Framh.) Fjárlögin fyrir árið 1930 sýna að nafninu til kr. 22,175,00 tekjuafgang. Eru tekjurnar reiknaðar kr. 11,929,- 600,05, gjöldin kr. 11,907,424,05, en raunverulega er gjaldabálkurinn miklu hærri, því að í 23. gr. fjár- laganna eru ýmsar upphæðir heim- ilaðar til útborgunar, sem ekki eru teknar með í niðurstöðutölunum, nema þær um 600 þús. kr., og þar sem gera má ráð fyrir að þær flest- ar verði notaðar, er raunverulegur tekjuhalli á fjárlögum sem nemur um V2 milj. kr. — Á fjárlögunum, sem nú eru í giidi, voru tekjurnar áætlaðar kr. 10,883,600,00, en gjöld- in kr. 10,850,957,92, er því um fullr- ar miljón króna hækkun að ræða bæði á gjöldum og tekjum. Pannig hafa lækkunar-efndir Framsóknar- stjórnarinnar reynst. Tekjuáœtlun fjárlaganna lýtur þannig út: Fasteignaskattur kr. 250,000,00 Tekju- og eignaskattur — 1,200,000,00 Lestagjald af skipum — 40,000,00 Aukatekjur — 450,000,00 Erfðafjárskattur — 30,000,00 Vitagjald — 350,000,00 Leyfisbrjefagjöld — 10,00,00 Stimpilgjald — 325,000,00 Skólagjöld — 15,000,00 Bifreiðaskattur — 60,000,00 Útflutningsgjald — 1,075,000,00 Áfengis- og öltollur — 350,000,00 NÝJA BÍÓ Laugardagskvöld kl. 8V2 og Sunnudagskvöldið kl. 8V2S Kátarsystur Gamanmynd í 6 löngum þáttum. Leikin af svenskum og þýskum úrvals leikurum. í aðalhluverkunum: Ivan Hedquist, Betty Balfour, Willy Fritsch, Anna Lísa Ryding og STINA BERG. Hugþekk og skemtileg mynd. BarnaleikvöIIurinn verður opnaður á morgun. Eru öll börn í bænuin, 4—12 ára, velkomin þangað. Völlurinn opinn frá kl. 9 f. h. til 6 s.d. Sunnud. kl. 5: Alþýðusýningl Harald Lloyd í ATVINNULEIT. Sprenghlægileg mvnd.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.