Íslendingur


Íslendingur - 12.07.1929, Qupperneq 1

Íslendingur - 12.07.1929, Qupperneq 1
\ Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XV. árgangur. Síldin 09 Einar. Oft ber svo við, að fyrir dóm- stólunum eru afbrotamenn sýknaðir, sakir þess, að sannanir hafa ekki fengist nægilegar til að sakfella þá, þó hinsvegar sektargrunurinn sem á þeim hvílir, sje ríkur. — Einar Olgeirsson var af útflutnings- nefnd Síldareinkasölunnar sýknaður af kærum útgerðarmanna, sakir þess, að meirihluti hennar taldi ekki sannað, að hann, vegna ann- ara starfa, hefði vanrækt starfa sinn við Einkasöluna. — Hann slapp því frá frávikningu á sama hátt og afbrotamennirnir, sem ekki verða sakfeldir vegna ófullnægjandi sann- ana, sleppa við tugthúsið. Og nú er Einar farinn utan á þann vettvang, sem hann á að vera á. En áður en hann stje á skips- fjöl sendi hann frá sjer kveðju ti! útgerðarmanna og íslendings. Hafi nokkur áður verið í vafa um hvaða hug Einar beri til útgerðarmanna, þá ætti sá vafi að vera nú á burtu. í þessum kveðjuskrifum hans lýsir sjer svo megn fjandskapur í þeirra garð, að heita má að eitruðum örf- um sje að þeim stefnt í hverri línu, og þó fæstar þeirra hitti markið er hugarþelið hið sama. Og hann lýsir það ásetning sinn, að vera ekki í rónni fyr en hann hafi geng- ið milli bols og höfuðs á atvinnu- rekstri þeirra. Er þetta.ekki drengi- leg yfirlýsing hjá manni, senr út- gerðin hefir hálaunaðan í brauði sínu? En innræti sínu fær enginn breytt. — Aftur er það óþarfa sjálfs- álit hjá E. O, að halda að útgerð- armenn leggi á hann hatur; frekar hitt, að þeir hafi sumpart meðaum- kun með honum og sumpart fyrir- litningu, sakir framkomu hans; — haturs þeirra er hann ekki verður. Væmið er sjálfshól E. O. um vináttu sína við sjómennina og af- rek sín í þeirra þágu. Honum ætti þó að geta skilist það, að sje hann til einhvers nýtur ytra, skeð- ur sjómönnum ekki síður gott af því en útgerðarmönnum, og að þeir tapa ekki síður en útgerðarmenn, tapist markaður fyrir heimadvöl hans. Þó má vera, og ekki ósenni- legt, að Einar geti fært rök fyrir því, að með því að þrjóskast við að fara utan, hafi verið komist hjá slysum í sölumálum og minni af- glöp gerð en ef hann hefði verið á sínum skikkaða vettvang, og að á þann hátt hafi hahn orðið sjómönn- um að liði, m. ö. o.: affarasælla að liafa engan á verði eða vinnandi ytra, heldur en að hafa hann þar. Hann um það. Með orðagjálfri og útúrsnúning- um reynir E. O. að vinda sig út úr þeim ásökunum, að markaðir hafi gengið úr greipum íslendinga, með- an hann hefir dvalið heima. Hann ber ekki á móti því, að Norðmenn Akureyri, 12. júlí 1929. 28. tölubl. AKUREYRAR BIO Laugardagskvöldið kl. 8x/a: JAPÖNSK ÁST. Kvikmjmd í '6 þáttum. —- Aöalhlutvericin leika: Sessue Híiy&- kawa Og Huguette Duflos.'— Þessi mynd fjallar um efni úr líli yfirstjettanna í París. — Inn í það efni lljettast örlög ungs Japána, hann er þunglvndur, ltljóður listamaður, setn heíir mist alt sitt í jarðskjálfta. Fórnfúsri, þögulli ;ist þessa unga Austur- landamanns er lýst af snild í myndinni, og hlutv. er afarvel leikið. Sunnudagskvöldið kl. S1/^: W OLGA-W OLGA. Hin stórfenglega 10 þátta kvikmynd um þjóðsagnár-hetjuna Stenka Rasin, lcikin af allra fremstu leikcndum Rússlands. Hjer heíir sjaldan sjest betri eða áhrifameiri mynd, nje með mcira listagildi. Stenka Rasin er ölluni ógleymanlegur, sem sjá hann í myndinni. hafi selt Svíum 20—30 þús. tunn- ur af krydd- og sykursíld — fylt sölusamband er ísl. áður höfðu — en er svo óskammfeilinn að halda því fram, að þar sem Einkaslan hafi nú selt Svíum ámóta mikið af samskonar síid sje enginn markað- ur tapaður; en sá markaður var einnig íslendinga áður. Auðvitað má vel vera, að E. O. hafi aldrei búist við að ná þessari sölu, sem hinir sfyrirlitlegu síldarspekúlantar® höfðu áður haft, meðan hið frjálsa fyrirkomulag ríkti, en þá er það því að kenna, að hann skortir þekkingu, dugnað, vilja eða vit til að rækja það staif, sem hann nú hefir með höndum. Þá stendur einnig óhrakin sú á- giskun ísl., að Einkasalan væri bú- in að fyrirgera öllum sölusambönd- um við Finnland, og má það telj- ast sjerkennilegt fyrir E. O. að koma með svo ósvífnar blekkingar, að staðhæfa, að Einkasalan hafi trygt sölu til Finnlands, vitandi það, að hafa sjálfur snúið markaðinum úr höndum Einkasölunnar í hendur Amelns bræðra í Stokkhólmi. Mætti ef til vill spyrja E. O. hvaða fríð- indi hafa þar kotnið á móti, eða er það klaufaháttur einn, sem því veldur ? Um sölu til Þýskalands mintist ísl. ekki á, en E. O. er grobbinn yfir forsöiu þeirri er Einkasalan hafi gert þangað og sem sje 4 sinn- um meiri en í fyrra. — Ekki var salan stór, sem gerð var til Þýska- lands í fyrra, svo að ekki er af miklu að státa, þó meiri sje, en svo er nú frá sölu þessari gengið að síldin er dæmd undir sjálfsmat kaupenda og leiðir því tíminn einn í Ijós, hve hagkvæmleg reynist; kaupendurnir hafa sjálfdæmi og geta hagað sjer eins og þeim sýn- ist; heíir slíkt aldrei þótt hyggin söluaðferð. Það er því síður en svo að E. O. hafi hreinsað sig af þeitn sök- um er á hann voru bornar og frá- vikningarkrafan var bygð á, og þótt meirihluti útflutningsnefndar teldi þær ekki nægilegar til burtreksturs, voru það þær sem lágu til grund- vallar fyrir frávikningarkröfunni, en ekki hin pólitíska starfsemi tram- kvæmdarstjórans. Hún var aukaat- riði, þó það verði hinsvegar að telj- ast óviðkunnanlegt af framkvæmd- arstjóra Síldareinkasölunnar, að vinna á alla lund að ófarnaði útgerðarinn- ar, því þar skaðar hann hagsmuni sjómannanna, sem hann þykist vera að vinna gagn, engu síður en út- gerðarmannanna. — E. O. er óvin- urinn í herbúðunum, og hann er launaður þar með 12 þús. kr. á ári. Er það ekki nöpur kaldhæðni, sem felst í þeirri ráðstöfun? Erlingur Friðjónsson staglast enn þá einu sinni á síldarsölunni til Rússa og þeirri þakklætisskuld, sem útgerðarmenn standi í við E.O fyrir hana. Það eina jjakklæti, sem E. O. á skilið í því sambandi, er, að hann skrifaði nokkrar greinar um sölu-Iíkur til Rússa, þar sem viðskiftasarnbandi rpilli . þeirra og Breta væii slitið. Þess vegna var það að nokkrir útgerðarmenn tóku sig saman og sendu hann út haust- ið 1927 til Khafnar í söluerindum. En áður en þangað kom, hafði verslunarskrifstofa Rússa tilkynt ísl. sendiherranum, að Rússar hefðu ákveðið að kaupa síld hjeðan. Ein- ar hafði því ekkert annað að gera en að vera við samningsgerðina, því að um alt annað fjekk hann skipanir og upplýsingar að heiman, er hann hagaði sjer eftir í öllu. En svo varð það sendiherrann, sem að síðustu varð að hafa veg og vanda af samningnum- — Salan og samn- ingurinn hefði því tekist engu að síður þó E. O. hefði aldrei til Dan- merkur farið. Annars eru öll plögg, þessari sölu viðvíkjandi, hjá útgerð- armanni hjer á staðnum, og er það aðeins af góðvild við E.. O. að hann hefir ekki viljað birta þau, þegar E. F. og aðrir ámóta blaðr- arar hafa verið að ausa yfir piltinn lofdýrðarvellunni. Síldareinkasalan og Norðmenn. Nýkomin norsk blöð skýra frá því, að stjórn Síldareinkasölunnar hafi boðið fulltrúum norskra síld- veiðimanna á fund á Akureyri, til þess m. a. að ræða um aðgang Norðtnanna að bræðsluverksmiðjum á íslandi og í íslenskri landhelgi. Flytur þannig Björgvinar-blaðið »Morgenavisen« þann 20. f. m. svolátandi símskeyti frá Haugasundi: Haugasundi, 19. júní. »Eins og áður hefir verið skýrt frá, bauð Síldareinkasala íslands norskum síldveiði- mönnum við ísland að taka þátt ífundi á Akureyri, þar sem ræða skyldi um tak- niörkun á síldarframleiðslu og lágmarks- verð. — Norðmenn svöruðu boðinu á þá IeiÖ, að þeir hefðu alls engan áhuga fyrir þátt- töku í slíkum fundi, ef ekki yrði þar jafn- framt rætt um miklu þýðingarmeira atriði, sem sje um rjett Norðmanna til þess að leggja bræðslusíld á land eða í íslenskri landhelgi. Síldareinkasalan hefir nú á- kveðið, að þetta atriði skuli einnig vera rætt á fundinum. Eftir þessa tilkynningu hafa norskir síld* veiðimenn við ísland ákveðið að senda fjóra fulltrúa á fundinn, tvo frá Hauga- sundi og tvo frá Álasundi.« Á þinginu í vor varð mikill styr út af því, að þá fluttu norsk blöð fregnir um það að 2 af fram- kvæmdastjórum Einkasölunnarhefðu HBBEBB nýja bíó HHBB Laugardagskvöld kl. 8>/2 og Drotning spílavítisins Paramount mynd í 8 þúttum Afar tilkomumikil og spennandi. Aðalhlutverk: POLA NEGRI. Sunnud. kl. 5. Niðursett verð! ARNARHREIORIO Kvikmynd í 8 þáttum. Aðalhlut- verkin leiká þau hjónin Milton Sills og Doris Kenyon-Sills. > Sunnudagskvöldið kl. 8V2: Móðirin. Sjónleikur í 7 þáttum eftir hinni slórfrægu sögu MAXlM’s GORKI. Aðalhlutverkin leika: B. Baranovskaja og N. Bacshajev. Sagan gerist í Rússlandi á hinum nýjustu byltingatímum, og segir frá smið einum, konu háns og syni. Lýsir myndin afburðavel sfórborga- lífi Rússlands, verkföllum og bar- áttu fátæklinganna fyrir bættum kjörum. Og gegnum alla myndina lýsir eins og geisli hin fórnfúsa MÓÐURÁST.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.