Íslendingur


Íslendingur - 16.08.1929, Page 2

Íslendingur - 16.08.1929, Page 2
% ÍSLENDINGUR T-I'M'B'D'R fæst hjá Tómasi Björnssyni. Hjer og þar. Mikill er Erlingur. Vkm. segir að Síldareinkasalan sje verk Erlings Friðjónssonar — »þessi óbreytti alþýðumaður« hali knúð hana fram »gegnum alla boða og brim«, og að Alþingi hafi verið svo hrifið af honum fyrir dugnað- inn, að það hafi lagt viðreisn síldar- útvegsins í hans hendur, en Ólafur Thors og hans líkar dæmdir óhæfir til að hafa afskifti af þeim málum. Já, það er ekki oísögum sagt af því, hvílíkt mikilmenni við eigum i þing- manninum okkar — að sjálís hans dómi. Tunnuleysið. Erlingur »síldarútvegsbjargvætt- ur« lætur Vkm. lýsa það uppspuna einan, að tunnuskortur hafi orðið hjá Einkasölunni, og færir því til sönnunar, að Pjetur Ólafsson hafi gefið upp, að komnar væru inn í landið — »með því, er til var fyrir í landinu* — yjir 140 þús. tunn- ur, og von sje á 8 þús. tunnum næsta dag, — sem raunar er ekki nema eins dags forði, að því er blaðið segir — og 27 þús. tunnum síðar í mánuöinum. Nú segir blað- ið að búið sje að salta um 90 þús. tunnur. Eftir því hefðu um 50 þús. tunnur átt aö vera ónotaðar í landi á þriðjudaginn, þegar blaðið kom út. En hvar eru tunnurnar? Hjer í Akureyrarumdæmi hefir verið tunnuskortur í viku hjá flestum síld- arsöltunarstöðvunum. Skip hafa þess vegna neyðst til að fara með síld sína í bræðslu, og sum talið þýðing- arlaust að fara út. Einn síldarsaltari varð að kaupa 1000 saltfullar tunn- ur hjá Kaupfjelagi Eyfiröinga og annar 500 tunnur, losa úr þeim salt- ið og baka sjer með því óþarfa ó- þægindi og útgjöld. Á Siglufirði hefir einnig verið tunnuskortur hjá flestum, og hafa síldarverksmiðjurn- ar notað sjer það til að lælcka síld- arverðið á bræðslusíld niður í 3 kr. málið. Ekki hafa þessar 50 þús. tómu tunnur Einkasölunnar verið sýnilegar þar. Má vera, að »síldar- útvegsbjargvætturinn« geymi þær í pakkhúsi verslunar sinnar og telji það »bjargráð« fyrir útveginn að fela þær — eða lýgur hann að les- endum blaðs síns? En víst er það, að þessi tunnu-ráðsmenska Síldar- einkasölunnar mælist illa fyrir, og ekki síst hjá sjómönnunum, því þeim þykir lítill fengur í því, freknr en útgerðarmönnum, að geta ekki kom- ið veiðinni af höndum sjcr, þegar þeir koma með hana í höfn. Og ekki fara horfurnar batnandi á næst- unni, fyr en þá að þessar 27 þús. tunnur koma eða 50 þús. »földu« tunnurnar eru dregnar fram í dags- ljósið. Leiguþý auövaldsins. Vkm. segir að socilademokratar sjeu leiguþý auðvaldsins. — Jón Baldvinsson og Hjeðinn hafa báðir lýst því yfir, að þeir væru social- demokratar, — og Erlingur skinnið jafnvel lika. Frá Halldóri Kiljan Laxness. Eins og fregn frá FB hermdi í vor, reis deila í ísl. blöðunum vestra út af smágrein, sem H. K. L. birti í Alþýðublaðinu, Reykjavík, í janúar A T V I N N A . Ungur maöur, sem hefur starf- að að járnsmíði, getur fengið fram- tíðaratvinnu við að setja upp mið- stöðvareldavjelar. Þarf að fara til Danmerkur og læra hjá verksmiðj- unni, sem býr til eldavjelarnar, og fær hann styrk til þess. Verslunarmaður getur fengið atvinnu við heildsölu og skrifstofu- störf. Lysthafendur snúi sjer til undirritaðs. Jón Stefánsson. Akureyri. — Sími 23. s. 1. um Upton Sinclair. Gegn H. K. L. skriíuðu þeir O- T. Johnsson, Richard Bcck, G. T. Athelstan og ýmsir fleiri. En þegar H. K. L. ætlaði að svara fyrir sig, var dálk- um beggja ísl. blaðanna í Winnipeg lokað fyrir honum, samkvæmt skip- un frá eigendum þeirra. Síðan tóku ýmsir Vestur-íslendingar sig saman og kærðu H. K. L. íyrir yfirvöldun- um í Washington; sýndu fram á, að hann væri hættulegur maður fyrir frið og viðgang Norður-Ameríku, og heimtuðu að honum yrði refsað fyr- ir greinina um Upton Sinclair, ell- cgar vísar úr landi. Sem afleiðing af kærum þessum voru lögreglu- menn settir til höfuðs H. K. L., og honum skipað að gefa skýrslu af ritum sínum. H. K. L. fjekk einn af frægustu lögmönnum Los Angeles-borgar, John Beardsley, til þess að annast fyrir sig varnir, og eru riú allar lík- ur á, að málið muni detta niður. Los Angeles-blöðin hafa haft viðtöl við H. K. L. í sambandi við þetta mál, sum þeirra birta mynd hans og æfiágrip, en kærur Vestur-íslend- inga á hendur honum mælast held- ur illa fyrir. Upton Sinclair segir svo í brjefi til H. K. L., dags. 29. júní: »Jeg hefi pantað nokkur hundruð eintök af greininni um mál yðar í Open Forum, sem jeg læt klippa út og senda til blaða um all- an heim. öruggasta ráðið til að berja Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, sem sýndu oklc- ur samúð við fráfall og jarð- arför föðurs og tengdaföðurs okkar, Jónasar Sigurðssonar. Húsavík, 14. ágúst 1929. Guðlaug Porkelsdóttir. Jón Jónasson. niður slíkan málarekstur eru víðtæk- ar, opinberar umræður.« H. K. L. hefur tilkjmt, að hann muni skrifa nákvæma tímaritsgrein til Islands um ofsóknir þessar innan skamms. Símskeyti. (Frá Fróttasfofu (slands). Rvik 15. ágúst 1929. Útlend: Frá Khöfn: Fregnir frá Moskva herma að hvítagardistar (keisara- sinnar) studdir af Kínaher hafi ráð- ist inn á rússneskt landsvæði við ós Sungarfljóts og Amurfljóts í Síberíu og hafi rússneski herinn hörfað undan.'— Fregnir frá Tokio herma að Kínverjum og Rússum hafi lent saman nálægt Manchuli. Frá London: Verkamannafjelagið og fjelög atvinnurekenda hafa kom- ið sjer saman um að leggja launa- deiluna í baðmullariðnaðinum í geiðadóm. Frá Berlín: Loftskipið Zeppelin greifi lagði af stað í hnaltflug í morgun. Búast menn að loftskip- ið verði 5 daga á leiðinni til Tokio, yfir Siberíu. — 20 farþegar taka þátt í fluginu. Frá Haag: Fulltrúar stórveldanna gera tilraunir til þess á einkafund- um, að jafna ágreiningsmálin, sem standa í sambandi við Young-sam- þyktina, einkanlega skiftingu skaða- „K 0 D A K1‘ IjósmyndavBrur eru pað sem við er miðað um allan heim. ,,Velox“ Fyrsti gasljósapappírinn. Aftan á hverju blaði er nafnið >Velox«. Hver einasta örk er reynd til hlítar í Kodak-verksmiðjum. I þremur gerðum, eftir því sem á við um gagnsæi frumplötunnar (nega- tívplötunnar.. Kodak“ filma Fyrsta spóiufilman. Um hverja einustu spólu er þannig búið í lokuðum umbúðum, að hún þoli loftslag hitabeltisins. Biðjið um Kodak-filmu, í gulri pappaöskju. Það er filman, sem þjer getið treyst á. Þjer getið reitt yður á Kodakvörur. Orðstírinn, reynslan og bestu efnasmiðjur heimsins, þær er búa til Ijósmyndavörur, eru trygging fyrir því. Miljónasægurinn, sem hefir notað þær, ber vitni um gæði þeirr?. Kodak Limited, Kingsway, London England.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.