Íslendingur


Íslendingur - 16.08.1929, Page 3

Íslendingur - 16.08.1929, Page 3
ÍSLENDINGUR 3 Netastykki flestar tegundir. Sfldarnet fyrirliggjandi. sími 36 Pórsteinn Sigvaldason. sími 36 Húsmæður! Ef þjer viljið fá þvottinn hvítan og fallegan þá notið Flik-Flak jivottaM. Fæst alstaðar. bótanna og skipun eftirlitsnefndar með Rínarbygðum. Verður engu spáð um árangurinn af þeim sam- komulagstilraunum enn sem komið er. Briand virðist tilleiðanlegur til þess að semja um breytingar á Young-samþyktinni. Frá London: Bresk blöð segja, að setulið Breta í Rínarlöndum verði kallað heim fyrir áramót, án tillits til úrslita Haag-fundarins. Frá Moskva: Flugvjelin »Soviet- Iand«, sem flugmennirnir Chesta- kof og Bolotof stjórna, er á leið- inni frá Moskva til New York yfir Síberíu; er verið að rannsaka skil- yrði fyrir reglubundnum flugferð- um á þessari leið. Frá London: Englendingurinn Baird hefir fundið upp tæki, sem gera mönnum kleift, þrátt fyrir þoku, að uppgötva annars ósýnileg ljós, í alt að 3 enskra mílna fjarlægð. Uppfundningin er talin þýðingar- mikil fyrir siglingar. Frá New York: Bannlagayfirvöld- in í Bandaríkjunum eru ákveðin í að láta ölbruggun og vínbruggun í heimahúsum til heimaneytslu af- skiftalausa. Frá Dover: Englendingurinn Berry hefir farið yfir Ermarsund á vatns-mótorhjóli. Hann var rúm- lega 7 klukkustundir á leiðinni. ínnlend: Úr Borgarnesi: Brúin yfir Brák- arsund er vel á veg komin. Dýpk- unarskipið Uffe er hjer enn og mun verða hjer þangað til í lok mánað- arins. Vegna þess hve botninn er leirkendur nálægt bryggjunni, verð- ur að fá hingað mokstursvjel. Bryggjusmíðinni miðar nú vel áfram. Frá Vestmannaeyjum : Óðinn tók enskan togara í landhelgi; var hann sektaður um 13 þús. kr. og alt gert upptækt. Dómnum áfrýjað. lír heimahðgnm. Kirkjan. Messað kl. 11 !. h. á sunnu- daginn, Vjelbátar farast. Síðla á þriðjudaginn koin vjelbáturinn „Hakion“ til Siglufjarð- ar sökkvandi. Hafði hann lent i hafís á Húnaflóa, mist mestöll veiðarfæri sín og laskast mikið. Komust skipverjar naum- lega til Siglufjarðar, með pvi að dæla í sifellu og sökk báturinn pvlnær strax eftir þangað komuna. Annar vjelbátur „Mardöll" var á veiðum á Húnaflóa á miðvikudagsnóttina. Alt i einu urðu menn þess varir, að eldur var kominn upp í bátnum og fyrirsjáanlegt var, að hann yrði eigi slöktur. Náði báturinn sambandi við norska eftirlitsskipið „Mic- hael Sars“, og dró skipið bátinn inn i Kálfshamarsvík. Þar sökk báturinn, en skipverjar björguðust. Báturinn var vá- trygður hjá ,Danske Lloyd' og hefur komið til orða, að bjarga honum, en liklegast er þó talið, að það sje einskis vert. U. M. F. A. fer skemtiför austur í Vaglaskóg næstkomandi sunnudag ef veður leyfir. — Lagt verður af stað frá „Bifröst“ kl. 8 f. h. stundvislega. Lyfjafrœðisprófi hefur Eyþór Thoraren- sen, úr Lyfjabúð Akureyrar, lokið nýlega í Rvík með I. einkunn. Sjera Kristinn K. Ólafsson, forseti lútherska Kirkjufjelagsins — i Vesturheimi — er gestkomandi hjer í bænum. Hann er prestur íslendinga í Argyle-bygðinni. Síldveiðin. Búið en að salta og krydda á öllum söltunarstöðum 92 þús. tunnur. Riddari Fálkaorðurinar er Tönnes Wathne nýlega orðinn. Jónas Þorbcrgsson ritstjóri hefir nýlega fyrir undirrjetti Reykjavikur verið dæmd- ur í 150 kr. sekt og 50 kr. málskostnaðfyrir skrif i Tímanum um hið svokallaða Ár- bæjarmál. Greinarnar eru taldar skrif- aðar af dómsmálaráðherra, en þar sem þær voru nafnlausar ber ritstjórinn á- byrgðina. Steingrimur Matthiasson hjeraðslæknir kom heim úr utanför sinni með íslandi á föstudaginn var. Um sama leyfi kom frú hans heim með „Veiðibjöllunni“. Hef- ir frúin dvalið syðra sjer til heilsubótar, en er nú við góða heilsu. Hjúskapur. Á laugardaginn voru gef- in saman i hjónaband hjer í bænum ungfrú Hermina Sigurgeirsdóttir, söng- kennara, og Björn Kristjánsson heildsali frá Hamborg. Opinberun. Ungfrú María Einarsdótt- ir, Gunnarssonar konsúls, og Einar Malmquist útgerðarmaður, hafa nýlega birt trúlofun sína. Árni Kristjánsson, kaupmanns Árna- sonar, píanoleikari kom hingað heim með Goðafossi síðast. Hefir hann verið langdvölum erlendis við nám og er tal- inn ágætur pianóleikari. Leikfjelag Akureyrar hjelt þessa árs aðalfund sinn á þriðjudagskvöldið. í stjórn voru kosin: Hallgrímur Valde- marsson, Sigurður Hlíðar og Þóra Hav- steen. Fimtugsafmœli átti A. Holdö fram- kvæmdastjóri Krossanesverksmiðju í gær. „Stefnir“ heitir nýtt þjóðmála- og frjettatimarit sem Magnús Jónsson pró- fessor og alþingismaður er farinn að gefa út í Reykjavjk — 6 stór hefti á ári. Árgangurinn 10 kr. Kvikmyndahúsin. Nýja Bíó sýnir á laugardagskvöldið frábærlega góða mynd „Þegar ættiörðin kallar“. Leikur Richard Barthelmess aðalhlutverkið af snild. — Akureyrar-Bíó sýnir á laugardagskvöldið mynd sem einnig hefur hlotið ágæta dóma, og heitir „HJónal]ands-öhamlngJa“. Standlampar og borðlampar íneð fallegum silkiskermum nýkomnir. Guðjón & Aðalbjörn. Bókafregnir. i. Jón Dúason: Grönlands Statsretslige Stilling í Middelalderen. Oslo 1928. Pelta er hin tnjög umtalaða dokt- orsritgerð Jóns Dúasonar er Oslo há- skóM sæmdi hann doktorsgráðunni fyrir. Er þetta í rauninni allmikið rit, 216 blaðsíður í 4 bl. broti, og að frágangi öllum hið vandaðasta. Er þar samankominn fróðleikur mikill um Grænland, og telur dr. Ragnar Lundborg ritið að mörgu leyti hina merkilegustu bók, og skrifuð er hún þannig, að allir sem dönsku skilja hafa ánægju af lestri hennar. Útsölu- maður hennar hjer á staðnum er Porsteinn M. Jónsson. II. Passlusálmar Hallgríms Pjeturssonar. Hjer er komin á bókamarkaðinn ódýr alþýðuútgáfa af Passíusálmun- um, gefin út samhljóða vísindaútgáfu hins fslenska frœðafjelags í Kaup- mannahöfn er kom út 1924. Er frá- gangur hinn besti, og ætti þetta að reynast vinsæl útgáfa. Bókaverslunin »Emausr í Reykjavík er útgefandinn. Pá hafa ísl. verið sendar »Fremstir í röð*, smásögur frá Kristniboðinu fyr og síðar, *Harpa Guðs«, »Meira ijós« og nokkrar fleiri bækur guð- irækilegs efnis. Manchettskyrtur Flibbar Bindi Slaufur Treflar, ull og silki Hanskar, herra og dömu Herrahattar, linir&harðir Kasketter Sporthúfur Nærföt, ull og baðmull Kven-nærföt, ull & silki Verkamannaföt Herra- og unglingaföt Regnkápur allskonar Reiðbuxur Sportsokkar Herrasokkar, margar teg. Barnasokkar,. — — Kvensokkar, — — Handklæði Handklæðadregill Ljereft 32 þuml. br. 0,95 m. Tvisttau tvíbreið, 1,40 m. Do — 1,00 m. Sængurvera ta u Boldang Fiðurhelt ljereft m. t. Kjólatau allskonar Silki í svuntur Kasmírsjöl, ýmsar stærðir og margar fl. vörutegundir. Veröið alstaðar samkepisfært! Verslun t. Kristjánssonar. Auglýsið í ÍSLENDINGI,

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.