Íslendingur

Útgáva

Íslendingur - 10.01.1930, Síða 1

Íslendingur - 10.01.1930, Síða 1
& 4» Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XVI. árgangur. Akureyri, 10. janúar 1930 2. tölubl. 7* milj. kr. ábyrgðar krafist af bænum. í ráði er að stofna hjer í bæn- um »Samvinnufjelag s/'ómanna á Akuteyri« og er tilgangur þess ráð- gerður sá, að koma upp skipastól og reka hjer útgerð. Forspiiið fyrir þessari ráðgerðu fjelagsstofnun gafst að heyra á síð- asta bæjarstjórnarfundi. Sá Einar Olgeirsson fyrir því. Kom hann þessari ráðgerðu fjelagsstofnun inn á fundinn og hafði margt og mikið um hana að segja og stórtækar kröfur að flytja. — Jú, hjer var svo sem hagsmunamál sjómannanna á ferðinni. — Ætlun fjelagsins — þeg- ar það væri komið á laggirnar -- væri að byrja með 5 skipum að minsta kosti, er yrðu látin stunda bæði þorsk- og síldveiðar — en þar sem engir peningar væru fyrir hendi, yrði bærinn að hlaupa und- ir bagga og bjarga við fjárhagslegu hliðinni. Bæjarstjórnin yrði að skora Alþingi að veita ríkisábyrgð fyrir lántöku, er næmi 85% af andvirði skipanna, veiðarfæra og annars út- búnaðar, en bærinn yrði svo aftyr að taka á sig ábyrgð gagnvart rík- inu, — það yrði svona í kringum 7* milj. kr., sem bærinn kæmi til að standa í ábyrgð fyrir. — Og^ hjer varð að hafa hraðan á, þing- maðurinn væri að fara suður á þing og hann yrði að hafa ábyrgðina upp á vasann, er hann legði af stað. Ekki minsta ástæða fyrir bæjarstjórn- ina að kynna sjer málið frekar, bara að samþykkja áskorunina til þings- ins og ábyrgð bæjarins með það sama — áhættan væri engin, bær- inn fengi 1. veðrjett í skipunum! En bæjarfulltrúarnir voru nú ekki allir .sömu skoðunar og Einar Ol- geirsson. — Fyrstur til andmæla var Tómas Björnsson. Kvað hann sjer það gleðiefni, að sjómenn ætluðu nú að bindast samtökum til útgerð- ar, en áleit hinsvegar varhugavert, að draga bæinn inn í ábyrgð þá, sem farið væri fram á, — Menn þeir, sem hjer rækju útgerð nú, hefðu byrjað með tvær hendur tómar, en með hjálp kunningja sinna og vina og einstaklingsábyrgð- um, hefði þeim tekist að koma undir sig fótunum. — Fyrir fáum árum hefðu nokkrir ungir menn hjer í bænum gengið í fjelag og leigt skip til síldveiða; fjelagsskapnum hefði verið haldið áfram, og nú ættu þessir menn 3 skip. — Sýndi þetta hvað framtak og dugur gæti áork- að. Áleit Tómas að hið ráðgerða samvinnufjelag sjómanna ætli að fara líkt að og af eigin ramleik að reyna brjótast áfram — því ósenni- lega yrði því síður til um lántökur en einstaklingum. — Var þó ekki mótfallinn því, að bærinn hlypi að einhverju leyti undir bagga með fje- laginu — en ekki væri viðlit að afgreiða málið eins og það nú lægi fyrir. Hjer væri heimtuð af bænum stórfeld ábyrgð, að algerlega órann- sökuðu máli. Vildi vísa málinu til sjerstakrar ^nefndar. — Brynleifui Tobiasson var hlyntur málinu í »principinu« en taldi með öliu ó- forsvaranlegt að afgreiða það þá á fundinum. Var sammáia Tómasi að vfsa því í nefnd. — Sig. Ein. Hlíðar vildi einnig vísa málinu til nefndar, og taldi það ljelega ástæðu að flýta þyrfti afgreiðslu þess, vegna þess að þingmaðurinn væri á för- um suður; skipsferðir færu úr þessu að verða tíðar suður, og vandalítið að koma erindum til þingsins með þeim. Nefndarkosning var feld; greiddu auðvitað allir jaínaðarmannafulltrú- arnir atkvæði á móti henni — og ennfremur Ingimar Eydal. — Gerði hann þá grein fyrir atkvæði sinu, að hann væri málinu fylgjandi. — Bæjarstjóri kvaðst einnig vera mál- inu fylgjandi, en kvað algerlega <5- löglegt að afgreiða það þá á fund inum, því um öll fjárhagsmál er bæinn snerti, yrðu að fara fram 2 umræður. Formaður bæjarstjórnar- innar, herra Erlingur, áleit það ekki fjárhagsmái, þó bærinn gengi í V* milj. kr. ábyrgð, og úrskurðaði, að 1 umræða nægði um málið. — Hallgr. Davíðsson lýsti sig alger- lega mótfallinn því, að bærinn færi að taka á sig jafn stórfelda ábyrgð og hjer væri farið fram á, og kvað það fjarstæðu hina mestu að halda því fram, að bænum stafaði engin hætta af ábyrgðinni, þar sem hon- um væri trygður 1. veðrjettur í skipunum. Veðrjettur í skipum væri altaf ótryggur, pví sjó- veð gæti hvenær sem væri gert hann einskisverðan. Og ósæmandi með öllu væri framkoma jafnaðarmanna í málinu, er þeir ætluðust til að bæjarstjórnin sam- þykti yfirvegunarlaust stórfelda á- byrgð fyrir fjelag — sem ekki einu sinni væri til. — Brynleifur kom næst með tillögu um að málinu væri vísað til fjárhagsnefndar og studdi Ólafur Jónsson hana. Lýsti hann sig að sumu leyti hlyntan tilgangi hins ráðgerða fjelags, þó hann gæti ekki fylgt málinu á því stigi, sem það nú lægi fyrir á, eða verið með jafn hárri ábyrgð og far- ið væri fram á. Kvað sjálfsagt að nefnd fjallaði um málið, og það kæmi til annarar umræðu; gæti það breyst í þeirri mBÖferð í viðunan- legra horf. — Ingimar lýsti því þessu næst yfir, að þó hann hefði verið á móti skipun sjerstakrar nefndar til að yfirvega málið, gæti hann verið með því að vísa því til fjárhagsnefndar, því hún væri skip- uð mönnum, sem hann vissi að væru málinu hlyntir, en óvíst hvern- ig að sjerstök nefnd hefði litið á það. — Þessi yfirlýsing Ingimars kom jafnaðarmönnum mjög á óvart, AKUREYRAR BIO Laugardagskvöldið kl. 8lh: Maciste í undirheimum. Áhrifamikill kvikmyndasjónleikur í 7 þáttum, þar sem hinn vin- sæli og heimafrægi MACISTE' leikur aðalhlutverkið af sinni vcnju- legu snild. í þessari mynd kemur hinn sterki og glæsilegi MACISTE fram sem boðberi hins góða, og þar sem Maciste er, þar er ávalt sigur, þrátt h-rir mikla erfiðleika og dularfull fyrirbrygði. Sunnud. kl. 5: Alpýðusýning! Niðursett verð! í hinni fögru og skemtilegu mynd Auk hennar leika í aðalhlutv.: Fred Solm og Warwick Ward. Sunnudagskv. kl. 8l/2: NY MYND! M A D O N N A. Stórfenglegur kvikmyndasjónleikur í 10 þáttum, eftir hinni heims- írægu skáldsögu »Sovevognens Madonna«. Höfundurinn Maurice Dekobra hefir sjálfur undirbúið og stjórnað myndatökunni. Sagan »Sovevognens Madonna« vakti strax afarmikla hrifningu og hefir hún verið gefin út í miklu stærra upplagi heldur en nokkur önn- ur nútíma skáldsaga og þýdd á mörg tungumál. — Myndin íjallar um enska aðalsfrú, sem ekki getur átt samleið með enska aðilnum, en vill njóta gaeða lífsins-. með aðstoð peninga sinna. — Aðalhlut- verkin leika: Claude France, Olaf Fjord og Boris De Fas. NÝJA B í O Laugardagskvöldið kl. 81/2: Úkunni maðurinn. Kvikmynd í 7 þáttum frá Metro Goldwyn, tekin undir^stjórn TOD BROWNING. Með hina ágætu leikendur í aðalhlutverkunum: Lon Chaney — Norman K/erry — Joan Grawford. — Leikstjórinn Tod Browning segir um þessa mynd, að sjer hafi tekist að gera hana. svo úr garði, að hún veiti áhorfendunum ósvikna ánægjustund. Sunnudaginn kl. 51/2 Alþýðusýning. Niðursett verð. Þepr klukkurnar kalla. 7 þátta mynd. Leikstjóri George Fitzmaurice. — Aðalhlutverkin leika: Gilbert Roland og Mary Astor. — Spánverjinn Gilbert Roland er maður, sem gengur í augun á kvenfólkinu — Skínandi falleg mynd! Sunnudagskvöldið kl. 872: Undra-læknirinnn. Kvikmynd í 8 þáttum frá Metro Goldwyn, tekin eftir skáldverki eftir W. Sommerset Maughun og hefir REX INGRAM stjórnað upptöku myndarinnar. — Aðalleikendur eru: Ivan Petrowitsch — Alice Terry — Paul Wegner. — Listavel leikin og á- hrifamikil mynd. Börn fá ekki aðgang. þeir höfðu gert ráð íyrir, að hann mundi hjálpa þeim til þess að drífa málið í gegti á fundinum og þröngva XU milj. kr. ábyrgðinni yfir á bæinn að órannsökuðu máli, því fylgi sínu hafði hann heitið og felt tillöguna um nefndarskipun — en Ingimar er háll og sveigjanlegur sem állinn, því höfðu þeir gleymt. — Var því samþykt að vísa málinu til fjár- hagsnefndar og 2. umræðu með 6 atkv. gegn 5 — og hvílist það þar fram yfir kosningar. Frekja og óskammfeilni jafnaðar- manna í tnáli þessu er dæmafá. — Þeir dirfast að koma fram með kröfu um, að bærinn taki á sig lU milj. kr. ábyrgð fyrir fjelag, sem ekki einu sinni er stofnað, og berj- ast með hnúum og hnefum gegn

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.