Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 10.01.1930, Side 3

Íslendingur - 10.01.1930, Side 3
ÍSLENDINGU& 3 0. Nilssen & Sön (Bergens Notforretning) BERGEN, er besta veiöafæra verksmiðja á Norðurlöndum. Bj?r til m. a. hinar viðurkendu »Geysis«-fiskilínur, af öllum stærðum, bikaðar og óbikaðar. Einnig tauma, kaðla, netagarn, net, herpinætur, nætur smáar og stórar. Enn- fremur dufi, lóðarbelgi, kork, flár, neta- og nótasteina og yfir höfuð alt, er að veiðarfærum lýtur. Sjerstaklega skal vakin athygli á hinum ágætu síldarnetáslöngum okkar. Umboðsmaður verksmiðjunnar á Norðurlandi er: Þórsteinn Sigvaldason. Á Seyöisfiröi á að kjósa þann 16 þ. m. Þar eru etnnig 3 listar í kjöri, enginn þó írá Framsókn. Er þriðji listinn »sprengilisti« og eru á honum menn úr öllum fiokkum. Á lista Sjálfstæðismanna eru þessir 5 eístir: Eyjólfur Jónsson fyrv. útbússtjóri, Sveinn Árnason yfirfiskimatsmaður, Sigurður Arngrímsson ritstjóri, Jón Jónsson í Firði, Theodór Blöndal- sýslusk rifari og Þórarinn Benediktsson bankaritari. — Á lista verkamanna Karl Finnbogason skólastjóri, Sig. Baldvinsson póstmeistari, Gunnlaug- ur Jónasson verslunarmaður, Brynj- ólfur Eiríksson verkstjóri og Guðm. Benediktsson gullsmiður. Á »sprengi- listanum* eru þessir 3 efstir: Jón Waage kaupmaður, Sigmar Frið- riksson bakari og Guðfinnur Jónsson smiður. — 9 fulltrúa á að kjósa og er gamla bæjarstjórnin skipuð 5 jafnaðarmönnum og 4 Sjálfstæðis- mönnum. / Reykjavik verður Jcosið 25. þ. m. Þar verða kosnir 15 fulltrúar. — 3 listar eru í kjöri. Á lista Sjálf- stæðismanna eru þessir 7 efstir:Jón Ólafsson alþm., Jakob Möller, Guðm. Ásbjörnsson, Guðrún Björnsdóttir, Pjetur Halldórsson, Guðm. Eiríksson og Pjetur Hafstein cand. jur. Úr heimahögum. Kirkjan. Messað á Akureyri, sunnu- daginn kl. 1 e. h. Bókasafniö. — Davíð Stefánsson skáld og bókavörður flutti fyrirlestur í Sam- komuhúsinu á sunnudaginn og nefndi hann „Ein af skyldum Akureyrarbúa“. Efni fyrirlestursins var Amtsbókasafnið hjer f bænum. Þótti bókaverði bærinn hafa sýnt því litla ræktarsemi og ráðandi menn hans ekki skilið hvaða menningar- gildi gott bókasafn í góðum húskynnum hefði að færa. Gaf hann gagnorða lýs- ingu á því ófermdarástandi er bókasafnið væri, í og hvað það skyldu bæjarins að bæta úr því, bæði með auknu fjárframlagi til bókakaupa og svo með bættum hús- kynnum. — Núverandi húsnæði væri ó- viðunandi og á næstuiini ætti safnið að missa það — en ekki væru ráðgerð betri húskynni í staðinn; væri í ráði að flytja safnið í gamla barnaskólann — en það væri að fara úr öskunni í eldinn. — Slíkt mætti ekki ske. Það yrði að reisa þegar á þessu ári veglega og eldtrygga bók- hlöðu, sem sæmandi væri höfuðstað Norðurlands. Áleit bókavörður litinn vafa á því, að Alþingi mundi hlaupa undir bagga með bænum, hvað kostnað snerti. En menn yrðu þegar að hefjast handa og hrinda málinu áleiðis. — Var fyrirlestur Daviðs hinn snjallasti og var gerður að þonutn hinn besti rómur. Launanefnd. A fundi bæjarstjórnarinn- ar á þriðjudaginn var kosin 3ja manna nefnd til að rannsaka launakjör starfs- manna bæjarins og korna fram með til- lögur þeim viðvikjandi. í nefndina voru kosnir Hallgr. Davíðsson, Einar Olgeirsson og Steinþór Guðmundsson. Kjörstjórn. Kosnir voru 9 menn í með- kjörstjórnir við bæjarstjórnarkosningarnar á þriðjudaginn: Steingr. Jónsson, Böðvar Bjarkan, Lárus Thorarensen, Kristján Árna- son, Guðm. Pjetursson, Jón Steingrímsson, fulltrúi, Jón Kristjánsson útgerðarmaður, Hailgr. Jónsson og Lártts J. Rist. — í yf- irkjörstjórn eru: Ingimar Eydal og Stein- þór Guðmundsson. Opinberunarbókin. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Þórhildur Sfeingrímsdóltir og Herinann Stefánsson fitnlcikakennati frá Grenivík. Hljómleikar. Á þriðjudagskvöldið hjelt lúðrasveitin „Hekla" og „Hljómsveit Ak- uteyrar“ hljóntleika í Nýja-Bió. Þótti mikið til þeirra koma, og er þess að vænta að þeir verði endurteknir bráðlega. „Geysir“ söng fyrir sjúklingana á Krist- neshæli á sunnudagskvöldið. Þótti hann góður gestur. Bitreiðastöð Akureyrar flutti söngflokkinn ókeypis fram og aftur. Axel Ásgeirsson hefir verið ráðinn fast- ur lögregluþjónn hjer í bætiutn, frá ára- mótum að telja. Þorsteinn M. fónsson kennari heiir fengið hálfsmánaðarfrí frá kennsluslörfum sakir hæsi. Gegnir Aslcell Snorrason kennslustörfum lians á meðan. Berklarannsókn ú kúm. Bæjarstjórnin samþykti á síðasta futtdi, tillögu frá heil- brigðisnefnd, um berklaranusókn á kúm, í Akureyrarumdæmi, skyldi fara fratn á þessu ári, og dýralækni falið að annast hana. Eru 9 ár síðan að hún fór siðast fratn. Samþykt var tillaga frá Einari Olgeirssyni að hjer eftir fari slík rann- sókn frant annaðhvort ár. Bœjargjaldkerastaðan. LI rnsækjendur um hana urðu fjórir, gat ísl. 3ja þeirra síðast, en sá fjórði er Árni Olafsson sýslusktifati. Votu allar umsóknir lagðar fyrir síðasta bæjarstjórnarfund en veitingu frestað til næsta fundar. Hriðárveður hefir verið siðustu dagana og fannkoma mikil. Þingmálafund auglýsir þingnta.ðttr baej- arins i Satukomuhúsinu annað kvöld. t, Samningar hafa tekist syðra ttm kjör sjómanna á línuveiðurutn. Oskilahross er gcýmt hjá mjcr undirrituðum. Stcingrá hryssa, flat- járnuð. Mark: Fjöður aftan hægra, húfbiti framan vinstra. Er rjettur eigandi beðinn að vitja hennar nú þegar og greiða áfallinn kostnað á- samt auglýsingu þessari. Mýrarlóni, 9. jan. 1930. Guðmundur Jónssou. ATHUGIÐ! Þeir, sem ætla sjer að fá srníðað hjá mjer til UPPHLUTS eða SKAUT- BÚNINGS fyrir Alþingishátíðina í sumar, geri pantanir sínar sem allra fyrst. — Stæi^ri stylcki, t. d. BELTI, með eða án sprota, og K O F F U R verða verða að vera pöntuð í síðasta lagi fyrir marsmánaðarlok. Akureyri, 9. jan. 1930. Virðingarfylst. Guðjón Bernharðsson, gullsmiður. Kosningaskrifstofa borgaraflokksins, (J-listans, verður fyrst um sinn í verslun- armannafjelagshúsinu; opin frá 8—10 e. h. hvern virkan dag. — Simi 237. Kosninganefndin. i--------------------------> ISLENDINGUR keniur út á föstudögum. Árgangurinn kostar 6 kr. innanlands, 8 kr. i útlöndum. Gjalddagi 15. júní. Afgreiðslu og innheimtu annast: Hallgr. Valdemarsson, Hafnarstrœti 45. t—---------------——————3 Sjöunda fjórðunsspins Fiskifélagsdeilda Norðurlands. 9. Suudkcnnsla og sundlaugar. Úessar tvær tillögur voru samþ. með öllum atkvæðum. 1. „F'jórðungsþingið mælir með því, að Ólafsfirðingum verði veittur allt að 1000 kr. styrkur af Fiski- fiélagssjóði til byggingar sund- laugar; ennfremur að Svarfdæl- inguni verði N’eittur svo ríflegur styrkur, sem unt er, upp í sund- skálabyggingu þeirra. Loks, að styrkur sá, er Fiskiþingið síðasta veitti Svalbarðsstrendingum til sundlaugarbyggingar, 500 lcr., verði greiddur þeim á árinu 1930, samlcv. umsókn þeirra." 2. „Fjórðungþingið leyfir sér að vekja athygli Fiskiþingsins á því, hvort eklct sé tímabært aö að íá það lögboðið, að öilum piltum innan 14 ára aldurs sé lcennt sund.“ 10. Sildarcinkasalan. Þessi tillaga var borin upp af Karli Nikulássyni: „Fjórðungsþingið mótmælir alger- lega þcirri ráðstöfun, að tveir bænd- ur ofan úr sveit séu skipaðir endur- skoðendur einkasölunnar — með öllu ókunnir þessari atvinnugrein, og telur sjálfsagt að síldareigendur fái að útnefna annan endtirskoðand- ann að minnsta lcosti, þar sem ver- ið er að ráðstafa þeirra eigin íé; AUGLYSIN G. Jeg undirritaður tilkynni hjermeð, að eyrna- og brennimark mitt, sem af mistökum eklci lcomst í síðustu márkabók, er: Stíft hægra, og gat vinstra. Brennimarkið er: J. 1886. Grimsey 12 des. 1929. fósep Þorsteinsson. óskar íjórðungsþingið að Fiskiþingið komi þessum mótmælum áleiðis til stjórnarinnar." Samþ. í einu hljóði. 11. Sdmvinna niiUifiskifél.deildanna. J*essi tillaga var borin upp af Páli Halldórssyni: „Fjórðungsþingið ályktar, að bezta' leiðin til þess að efla samvinnu meðal liskideildanna innbj'rðis,- sé, að deildirnar' haldi sameiginlega fulltrúaíundi, til þess að ræða um sameiginlegt félagsupplag aflans, sameiginlega verkun, samsölu afurð- anna í stærri stíl og samkaup nauð-- synja, er til útgerðarinnar heyra, á- samt mörgu fieiru, er útvegmn varð- ar og skorar á deildir fjórðungsins að talca þessa ályktun til íhugunar og framvæmdar nú þegar.“ Samþ. tneð öllum atkvæðum.* 12. Frysting og frystihús. Lessi tillaga var samþ. í einu hlj.: „Fjórðungsþingið beinir þeirri áslcor- un til Fiskiþingsins, að rannsaka, hvort eklci sé útlit fyrir, að mark- aður geti, áður en Jangt um líður, opnast í stórum stíl fyrir harðfryst- an fisk, og hvort íslendingar geti elclci notfært sér þann markað, og ef svo sé, þá að fræða almenning sem fyrst og bezt í þessum efn- um.“ Úá var eftírfarandi tillaga borin upp og samþylckt: „Fjórðungsþingið beinir þeirri áskor- un til fiskideildanna við Eyjafjörð, að íhuga hvort eklci væri tiltækilegt að þær slái sér saman um byggingu og starfrækslu fullkomins frystihúss- til þess að tryggja sig íyrir beitu*

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.