Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 17.01.1930, Blaðsíða 1

Íslendingur - 17.01.1930, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XVI ^ árgangur. Akureyri, 17. janúar 1930 4. tölubl. Kosningar. Akureyri — Seyðisfjörður. Bæjarstjórnarkosningin hjer á Ak- ureyri, er fram fór þriðjudaginn 14. þ. m., verður mörgum minnisstæð. Var veður hið versta alian fyrri hluta dagsins, hríð og kafald. En er Ieið undir kvöld, slotaði veðrinu, en þá höfðu flestir kosið, er ætl- uðu sjer það, og er ekki sýnilegt að hin óhagstæða veðrátia hafi dregið nokkuð að ráði úr kjörfund- arsókn. — Af um 2020, sem kosn- ingarjett höfðu, greiddu 1532 atkv. — Urðu úrslitin þannig: A-listinn 400 atkv. — 3 fulltrúar B-listinn 488 — — 3 — C-listinn 620 — - 5 — 24 atkvæðaseðlar reyndust ógiidir. Kosnir voru á listunum sem að- alfulltrúar: Sig. Ein. Hlíðar með 6I3’/22 atkv. Hallgr. Davíðsson — 5867« — Ólafur Jónsson — 55510/22 — Tómas Björnsson — 525u/22 — Gísli R. Magnúss. — 506l8/23 — allir af C-lista. Erl. Friðjónsson með 48410/22 — Elísabet Eiríksd. — 4613/a2 — Einar Olgeirsson — 438y/22 — af B-lista. Ingimar Eydal með 38418/22 — Brynleifur Tobiass.— 36316/22 — Jón Guðlaugsson — 363'/22 — af A-lista. Varamenn C-listans: Páll Einarsson með 480 atkv. Stefán Jónasson — 453 — Jón Guðmundsson — 423 — Jón Jónatansson — 365 — Bened. Steingrímss. — 367 — Varamenn B-listans: Karl Magnússon með 413 atkv. Stþ. Guðmundss. — 403 — Þorst. Porsteinss. — 380 — Varamenn A-listans: Böðvar Bjarkan með 348 atkv. Jóhannes Jónasson — 327 — Har. Þorvaldsson — 309 — Hjer er brotatölu slept við at- kvæðatölu varamannanna. Úrslitin hafa þá orðið þau, að jafnaðarmenn hafa tapað tveimur scetum í bæjarstjórninni og hafa Framsóknarmenn unnið annað og Sjálfstæðisflosksmenn — eða »Borg- araflokkurinn* — hitt. Við bæjar- stjórnarkosningarnar í fyrra fengu sömu flokkar, er þá höfðu einnig sömu lista bókstafi og nú, þessa atkvæðatölu á lista sína: A listinn 303 atkvæði B-listinn 456 atkvæði C-listinn 563 atkvæði Hefir því A-listaatkvæðunum fjölgað um 97 síðan, C lista-atkv. um 57 og B-lista-atkvæðunum um 32 — og þó munu aðstandendur hans — jafnaðarmennirnir — hafa búist við mestri aukning honum til hand, sakir ungu kjósendanna, sem nýju kosriingalögin gerðu að kjós- endum, töidu jafnaðarmenn að þeir mundu koma undir merki þeirra — en ekki er að sjá að svo hafi reynst. — Hið aukna fylgi A-listans getur Framsókn þakkað Jóni Guðiaugs- syni; kusu margir listann aöeins hans vegna, án tillits til stjórnmála- skoðana. — Sjest það ljósast af því að hann var næstum orðinn ofjarl öðrum manni listans — Brynleifi Tobiassyni; var aðeins broti úr at- kvæði lægri. Hrakfarir jafnaðarmanna, eða öliu heldur kommúnista, í þessum kosn- ingum, eru hinar verstu — en verð- skuldaðar. Einar Olgeirsson lærir vonandi af úrslitunum að hjá verlca- lýð þessa bæjar fær hann ekki frjósaman jarðveg fyrir kommúnista- kenningar sínar — og að hann er döluð stjarna á hinum pólitíska himni. — Starfhæfasta rnann sinn — Steinþór Guðmundsson — hafa jafnaðarmenn mist úr bæjarstjórn- inni, við þessar kosningar; — mega þeir sjálfum sjer um kenna, því furðulegt er að Eiísabet og Karl Magnússon skuli hafa verið látin silja í fyrirrúmi fyrir honum á list- anum. Jafnaðarmenn hóía að kæra yfir kosningunni, fyrir þá sök að Fram- sókn bieytti um lista. En senni- lega fær sú kæra lítinn byr hjá atvinnumálaráðherra, þar sem að listaskiftin fóru fram innan þess tíma er skila átti listunum til kjör- stjórnarinnar. — Það eina, sem þeir kæmu til að hafa upp úr því að klaga, yrði það að hinum nýkosnu bæjarfulltrúum væri meinað að taka sæti sín í bæjarstjórninni, hálfsmán- aðartíma eða svo. — En litla svöl- un ætti það að veita kærendum. II. í gær var kosið á Seyðisfirði, — Listarnir 3 eins og hjer: frá jafn- aðarmönnum, Sjálfstæðismönnum og flokksleysingjum. Listi jafnaðarmanna fjekk 244 at- kvæði og kom 5 að: Karli Finn- bogasyni skólastj., Sigurði Bald- vinssyni póstmeistara, Gunnlaugi Jónassyni verslunarmanni, Brynjólfi Eiríkssyni símaverksíjóra og Guðm. Benediktssyni gullsmið. Listi Sjálfstæðismanna fjekk 180 atkv. og kom 4 fulltrúum að: Eyjólfi Jónssyni fyrv. útbússtjóra, Sveini Árnasyni yfirfiskimatsmanni, Sigurði Arngrímssyni riísljóra og Jóni Jónssyni í Firði. Flokksleysingja-listinn — eða »sprengilistinn« — fjekk 25 aíkv. og kom engum að, Hlutföllin í bæjarstjórninn hald- ast óbreytt. Á morgun á að kjósa í Hafnar- firði. — Þar eru tveir listar í vali, frá Sjálfstæðismönnum og jafnað- aðarmönnum. AKUREYRAR BIÓ Laugardagskvöldið kl. S1 /2; M A D O A N A. Stórfenglegnr kvikmyridasjónleikur í 10 þáttum, eftir hinni heims- frægu skúldsögu iSovevognens Madonn^. Höf. Mauric Dekobra hefir sjálfur undirbúið og stjórnað myndatökunni. Sagan »Sovevognens Madonna« vakti strax afarmikla lirifningu og hefir hún verið gcfin út í miklu stærra upplagi heldur en nokkur önn- ur nútíma skáldsaga og þýdd á rnörg tungumál. — Myndin fjallar urn enska aðalsfrú, sem ekki getur átt samleið méð enska aðilnum, .en vill njóta gæða lífsins með aðstoð periinga sinna. — Aðalhlut- verffin leika: Ciaude France, Olaf Fford og Boris De Fas Sunnud. kl. 5: Alþýðusýning! Niðursett verð! „JEG KY8SI H0ND YflAR, FAGRA FRÖ“ Kvíkmynd í 7 þáttum, tekin af Superfilm undir stjórn Robert Land. Aðalhlutverkin leika: Harry Liedkte og Marlene Dietrich Pessari ágætu mynd fylgja hinar vinsælu íallegu vísur, sem allir kannast við hjer: »|eg kysser Deres Haand, Madame« og sungnar verða af hr. Gunnari Magnússyni. Sunnudagskv. kl. 8 '/2: NY MYND! Daiismeyjaii úr klaustrinu. United Artists Stórfilm í 8 þáttum, tekin undir stjórn hins.heims- fræga FRED NIBLO. Aðalhlutverkin leika: Gilda Gray og Clive Brook. — Aðaleíni myndarinnar cr um unga stúlku, sem er alin upp í Lamá-klaustri í Tíbet, cn strýkur þaðan með ungum manrii, sem varð, ástfanginn a£ henni, en þrátt fyrir ást þeirra beggja lendir hún í mörgum æfintýrum og miklum erfiðleilcum. Myndin er afarspennandi og vel ieikin. N Y J A B 1 O Laugardagskvöldið kl. 81/2: Ókunni maðurinn. Kvikmynd í 7 þáttum frá Metro Goldwyn, tekin undir stjórn TOD BRQWNING. Með hina ágætu leikendur í aðalhlutverkunum: Lon Chaney —- Nortnan Kerry — Joan Grawford. — Norman Kerry leikúr í þessari mynd ungan mann, sem gengur undir nafninu »sterkasti maður heimsins*. Leikur hans og hinnar fögru Joan Crawford er víða með afbrigðum góður. Sunnudaginn kl. 51/2 Alþýðusýning. Niðursett verð. Undra-læknirinn. Kvikmynd í 8 þáttum. — Aðalleikendur eru: Ivan Petrowitsch — Alice Terry — Paul Wegener. — Fjallar myridin urn löfrá, dáleiðslu og marga hlufi yfirnáttúrlega. Frábærlega vel leikin mynd. Sunnudagskvöldið kl. 872: H JÓHETJURNAR Kvikmynd i 7 þáttum frá Metro Goldvvyn, bygð á sögu eftir Joseph Gonrad. Leikstjóri ROBERT S. ROBERTSSON. í aðal- hlutverkinu: RAMON NOVARRO, sem ' leikur spénnandi hlutverk, spánskan sjóliðsfoyingja, sém lendir í k'asti við' sjóræn- ingja í lvarabiskahafinu og kemst í þeirri viðureign í ótal mörg rómantfsk æfintýri,. en vinnur síðast sigur. 1 Frá því hefir áður verið skýrt hjer í blaðinu hvernig að Alþýðu- flokkurinn í Vestmannaeyjum klofn- aði í socialdemokrata og kommún- ista. Fulltrúaráð flokksins var því- nær eingöngu skipað kommúnist- um og vildi það hafa lista flokks- ins við bæjarstjórnatkosningarnar skipaðan þvínær einvörðungu komm-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.