Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 05.12.1930, Blaðsíða 1

Íslendingur - 05.12.1930, Blaðsíða 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XVI. árgangur. Akureyri, 5. des. 1930. 58. tölubl. AKUREYRAR BIO Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 8]/„. NÝ MYNDt LIFANDI T,tK. Kvikmyndasjónleikur í 9 þáttum, gerður eftir hinum heimsfræga sjónleik Leo Tolstoís. — Aðalhlutverkin leika: W. Pudowkin — Maria Jacobine — Gustav Diszl. Mynd þessi er gerð eftir einu af þektustu verkum Tolstois. Heíir það þótt svo áhrifamikið, að þrjú kvikmyndafjelög hafa, svo að segja samtímis, gert myndir út af því, en þessi mynd er talin þeirra langbest, enda standa að henni alfrægustu leikarar Rússa. Efnið er margbreytt og umhugsunarvert og því má treysta að myndin skilur eftir í hugum 'manna áhrif og endurminningar, því slík stórmynd sem þessi hefir ekki verið sýnd hjer lengi, N Ý J A B í Ó Föstudagskvöld kl. 872: Ný mynd Kötturinn og Kanarífuglinn. Cat and Canary. — Kvikmynd í 8 þáttum. Aðalhlutverkið leikur: Laura La Plante. Þessi einkennilega og stórkostlega spennandi mynd verður sýnd aðeins þetta eina skifti. Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 872 Anrtlit djofulsins. I I Ný mynd. Afar tilkomumikill kvikmyndasjón- leikur í 8 þáttum, gerður af snillingnum Victor Sjöström. — Aðalhlutverkin leika: John Gilbert og Eva von Berne. fohn Gilbert leikur þarna samviskulausan kvennaflagara, sem engin stúlka getur staðist. Spillir hann hjónabörídum og veldur sjálfsmorðum. Siðast ætlar hann að tæla unnustu besta vinar síns frá lionum, í fjarveru hans. En er hann sjer sakleysi hennar og hreinleik, opnast augu hans og hann sjer sjálfan sig með — and/it djöfulsins. — Mynd þessi er talin með bestu myndum, sem SJÖSTRÖM heíir gert í Ameríku. Sjerstaklega er hún ein- kennileg að því leyti, að áhorfendurnir sjá á tjaldinu hugsanir persónanna — hvað gjörólílcar þær oft eru framkvæmdunum. AUKAMYND: Litandi frjettablað. Sunnudaginn kl. 5: Alþýðusýning. Niðursett verð. ' Wienarblóð. Lántakan. Dagur — sá næst síðasti — ger- ir hina nýju lántöku Framsóknar- stjórnarinnar að umræðuefni og er drjúgur mjög yfir, hversu giftusam- lega hún hafi tekist, það sje þó einhver munur á þessu láni eða enska láninu frá 1921 er fyrv. stjórn hafi tekið. Raunveruiegir vextir þess hafi nærfell verið 10%^ en raun- veruiegir vextir þessa nýja láns sjeu líklega tæplega 6%. — Hjer sje ekki vandi fyrir almenning að gera upp á milli. Víst ekki, ef litið er á þessar töl- ur Dags — en þær eru hvorug sannleikanum samkvæm. Að bera þessi tvö lán saman er barnaskapur, nema með svofeld- um móti að bera báðar iántökurn- ar sarnan við önnur lán, tekinn á sama tíma af nokkumvegiíin sam- bærilegum lántakendum; aðstöðu- munurinn getur stórbreyst á þess- um tíma og svo hefir hjer orðið raunin á. Er enska lánið frá 1921 var tekið var peningamarkaðurinn langtum erfiðari en hann hefir nú verið um all-langt skeið. Öll lán, er þá fengust, máttu heita rándýr, en þeim kjörum varð að sæta eða verða af láninu. Lánið, sem við fengum, var engu iakara en lán er bæði Danir og Norðmenn fengu um sama ieytið- Við vorum þá metnir líkt og þeir. Ósannindi eru það hjá Degi, að vextirnir hafi nær- felt verið 10% með útboðsgengi. Vextirnir voru, þegar öil afföll eru talin með, 8,996% eða númu 1% iægri en Dagur segir, munar um þó minna sje á 10 milj. kr. upphæð. Pá er nýja lánið — Framsóknar. stjórnarinnar. Er það að nafnverði 540 þús. sterlingspund, eða 11 milj. 961 þús. ísl. krónur. Er lánið með 57s% vöxtum og T/«% afföllum, útborgað 92727o- Lánstíminn er 40 ár, en rjettur til að greiða það eftir 10 ár og með nafnverði. Raunverulegir vextir af láninu eru því 6,18°/0, ef lánstíminn er allur notaöur, en 6,66°/0, ef lánið verður greitt að 10 árum liðnum. — Nú hafa norskir og danskir bœir fe/ig- ið útlend lán með 5% vöxtum af 98°lo útborgun og bæði danska og norska ríkið afjallalaus lán með 5% vöxtum. Pannig hefir þá okk- ur hrakað á peningamarkaðinum síðan 1921, þá vorum við jafningj- ar Norðmanna og Dana, nú settir áberandi skör iægra- Sje miðað við kjör danska og norska ríkisins nemur tap okkar í ajföllum og óliagstœðum vöxtum 62,856 pundum, eða 1 milj. 392 þús. 260 ísl krónum. Ef fúlga þessi lægi í sjóði alt iánstímabilið, yrði hún í iok þess, með 57° vöxtum, nærfeit 10 milj. kr. og kæmi hátt upp í að greiða lánsupphæðina. Fer nú mönnum ekki að sýnast mesti ijóminn kominn af þessari lántöku Framsóknar og sæmd stjórn- arinnar næsta lítil af henni? II. Stjórnin hefir látið blöð sín ljúga því að þjóðinni, að mestur hiuti þessa láns færi í Búnaðarbankann — væri þetta »landbúnaðarlán«. — Aldrei hafa bændur verið ver biektir. Um 8 miljónir af láninu munu aldrei til landsins koma. Lántökukostnaðurinn, sem dregst frá við útborgun nemur um 900 þús. kr., og 7 miljóna kr. lausar skuldir, sem stjórnin hefir stofnað til við 2 enska banka, verða að borgast af láninu. — Koma þá til landsins aðeins rúmar 4 milj. og þar af á Landsbankinn heimtingu á 17« milj. — Er þá aðeins eftir rúm 27* milj., sem er það allra mesta sem Búnaðarbankinn gstur fengið af öllu »landbúnaðarláninu«, og óvíst þó að har.n geti fengið svo mikið, því fleiri kvaðir munu liggja á stjórninni, er hún verður að miðla af láninu. — En það voru nærfelt 12 milj. kr., sem stjórnin átti að út- vega bankanum — svo ekki skakk- ar miklu. En hvort nú að Búnaðarbankinn fær einni miljóninni meira eða minna af láninu í sinn hlut, skiftir raunar* minstu eins og nú horfir. Með þeim ókjörum sem lánið er fengið getur bankinn ekki notað það, nema með því að hækka útiánsvexti sína. — Ríkisstjórnin hefir með reglu- gerð dags. 30. apríl 1930 ákveðið útlánsvexti bankans þannig: Veð- deild bankans 57°, Búnaðarstofns- lánadeild 67o> Smábýlalánadeild 67°. — Pó ríkið borgaði nú allan kostn- að af láninu, annan en aíföllin, yrðu þó raunverulegir vextir er bankinn tæki við fjenu 6,187« — það hefir jafnvél Tíminn viðurkent. Er það því ógerningur fyrir bank- ann að lána það út aftur með hin- um tilskyldu vöxtum reglugerðar- innar. — Noti bankinn lánshluta sinn, er vaxtahœkkun óumflýjanleg. Siík er biessunin, sem þetta nýja lán færir íslenskum bændum. III. Jónas ráðherra er nú kominn heim og farinn að skrifa í Tímann um lántökuna. — Skrifar hann þar 29. f. m. 14 dálka langa grein, er hann nefnir »Tvö ríkislán«. — Lán Magnúsar Guðmundssonar, er hann kallar lánið frá 1921, og lán Einars Árnasonar, setn hann kallar þetta nýja lán. Ummælin um fyrra lánið er endursögn úr fyrri skrifum hans og ræðum, sem hefir verið marg- hrakin lið fyrir lið og sem jafnvel hreinræktaðar Tímasálir eru orðnar hundleiðar á. — Aftur eru ummæl- in um lántöku Einars ráðherra ný- mæli. Menn vissu ekki til, að E. Á. hefði »framkvæmt« þá lántöku, en svo segir Jónas nú berum orðum og bætir síðan við: »Lánið 1930, sem núverandi fjár- málaráðlierra hefir undirbúið með gœtni og festu, mun reynast bænda- stjett þessa lands giftudrjúgt.«7 Pað er á allra vitorði, að núver- andi fjármálaráðherra hefir ekki nærri lántökunni komið, og fjekk svo lítið að fylgjast með því er gerðist, að tveim dögum eftir að gengið hafði verið frá lántökunni og fregnin hafði verið birt í dönsk- um blöðum, og borist hingað með skipi, er fengið hafði hana gegnum frjettasamband sitt, hafði Einar ráð- herra enga vitneskju fengið um lán- ið — og ljet Frjettastofuna lýsa fregnina ósanna. Er því næsta bros- legt, að sjá það á prenti eftir dóms- *) Leturbreyting ísl. málaráðherra að lántakan sje fram- kvæmd af E. Á. og hann hafi und- irbúið hana með »gætni og festu*. — En hlálegt er það af Jónasi að vera draga dár að meðráðherra sínum, þó hann hafi ekki af miklu að má. Hjer og þar. Alþýðusambandsþingið. Á undan Alþýðusambandsþinginu, sem háð var í Reykjavík dagana 25,-29. f. m., var haldin þar verk- lýðsráðstefna og henni ætlað að und- irbúa mál og tillögur fyrir þingið. Stóð hún yfir í fjóra daga og var hin háværasta. Lenti jafnvel í »slags- málum* milli íulltrúanna, svo hjart- fólgið var bræðralagið. Kommúnist-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.