Íslendingur

Útgáva

Íslendingur - 05.12.1930, Síða 2

Íslendingur - 05.12.1930, Síða 2
2 ISLENDINODR ar voru í minni hluta á ráðsteín- unni og komu engu af áhugamálum sínum fram. Var f^ld tillaga þeirra um stofnun óháðs verklýðssambands, en samþvkt tillaga-- frá sósíal-demó- krötum um að lýsa vantrausti og. fordæmingu á málgagni þeirra Verklýðsblaðinu. Varð árangur ráðstefnunnar enginn. T’ingið var svo sett þann 25. og lauk um mið- nætti þess 29. —■ Kommúnistar þar einnig í miklum minni hluta. Samt bar E. Olgeirsson fram vantrausts- yfirlýsingu á stjórn sambandsins. — Urðu um hana langar og heitar um- ræður. Fjellu óþvegin orð frá kommúnistum i garð Sambands- stjórnarinnar, sjerstaklega þeirrajóns Baldvinssonar og Hjeðins. Jvallaði Ingólfur Jónsson Hjeðinn »leiguþý breska heimsveldsins« og fleira svip- að og Einar jós sjer yfir Jón Bald. og kallaði hann »auðvaldsþý«' Sagði m. a, að þótt þeir báðir ynnu fyrir auðvaldshringi, þá væri munurinn sá, að hann ynni fyrir verkalýðinn en Jón kappkostaði að viðhalda auð- valdsskipulaginu. Vantraustsyfirlýs- ingin var að lokum feld með 53 gegn 15 atkv. Eftir ófarir þeirra, bæði við vantraustsyfirlýsinguna og í andstöðunni gegn upptöku fjelags- ins »Þórshamar« úr Vestmannaeyj- um í Sambandið, gengu kommúnist- ar af fundi, og var haldið að þeir mundu ekki sýna sig á þinginu aft- ur, en svo var þó ekki. Þeir komu aftur en ljetu úr því lítið á sjer bæra. Samþyktar voru á þinginu ýmsar tillögur, er styrkja vald Sam- bandsstjórnarinnar og draga úr á- hrifum kommúnista innan flokksins. Geta þeir nú aðcins íengiö að hýr- ast í flokknum, að þeir hlýðnist flokksaganum og stefnuskrá Alþýðu- flokksins. Öllu þessu urðu þeir Ein- ar og íjelagar hans að finna sig í eða fara — og þeir kusu heldur að sitja, þótt þeir væru sviftir öllum völdum í flokknum. Eftirtektarverð- asta tillagan, sem samþykt var á þinginu, var að segja upp hlutleys- inu við núv. ríkisstjórn. Var það gert með 47 gegn 1 atkv. — Hvort þingið ætlast til með þessu, að al- þingismenn flokksins snúist til and- stöðu við stjórnina eöa hjer sje að- eins um klókindabragð að ræða, til þess að knýja stjórnina til að launa flokknum enn þá betur en hún hefir gert, vita menn ógerla, en fult eins má búast við því síðara — að þing- mennirnir eigi kaupslaga við stjórn- ina á ný, Á þinginu var samþykt að Sambandsstjórnin skyldi skipuð 8 mönnum fleira en áður, og að viðbótin skyldi vera úr kaupstöðum landsins utan Reykjavíkur. Lenti því Erling- ur í stjórninni. Er honum ætlað að hafa gætur á Einari og rauð- skinnum hans hjer. Formaður Sam- bandsstjórnarinnar er Jón Bald. og varaformaður Hjeðinn — báðir end- urkosnir, og allir helstu burgeisar flokksins hafa þar sæti. Einar Olgeirsson kvað hafa lýst því yfir á Alþýðu- sambandsþinginu, að hann ætlaöi sjer að íara frá Síldareinkasölunni við lok yfirstandandi starfsárs hennar. Fer sijórnin? Sú ósennilega frjett hefir borist hingað, að Framsóknarstjórnin muni ætla segja af sjer, þegar þing kem- ur saman — eða fyrri — sviíti Al- þýðuflokkurinn hana »lilufleysi« því, er hún hefir verið aðnjótandi frá honum. Naumast þarf að gera ráð fyrir slíku. Stjórninni eru völdin svo kær að hún gefur þau ekki frá sjer fyr en hún er neydd til — og hver býst við því að Erlingur Frið- jónsson, Jón Bald. og Hjeðinn verði henni örðugir, þegar til alvörunnar kemur? Að minsta kosti ekki hann Jónas frá Hriflu — og þekkja fáir þá betur. »Jáfning Magn. Gnðmundssonar. Dagur, í gær, er mjög kampa- gleiður yfir því að Magnús Guð- mundsson hafi nýlega játað það í Morgunblaðinu, að öVs milj, króna bráðabirgðalánið hjá Barcleys Bank væri hluti af 12 miljóna króna lán- inu — en Morgunblaðið sjálft hafi áður haldið því gagnstæða fram. — Það hefir Morgunblaðið alls ckki gert. Páð hefir jafnan sagt skýrt og skilmerkilega að þetta Barcleys- bankalán væri bráðabirgðalán, sem greiðast yrði er 12 milj. króna lán- takan fengist, og ætíð dregið það frá ríkisskuldunum í tilfelli af töku 12 milj. kr. lánsins; en ekki talið það jafnframt eins og Dagur heldur íram. — En eins. og málstað núv. stjórnar er komið, hentar það henni ekki, að sanníeikurinn sje sagður— og Dagur hagar sjer þar eftir, trútt hjú sem hann er. Samband vinnuveitenda. Fjelag ísl. botnvörpuskipaeigenda í Reykjavík hefir ákveðið að gang- ast fyrir því, að stofnað verði sam- band vinnuveitenda hjer á landi. — Aðaltilgangurinn með stofnun slíks sambands, er að auka samvinnu og fjelagsþroskavinnuveitenda, hvar sem þeir starfa á landinu. Vinna að því að tryggja vinnufriðinn og reyna að koma í veg fyrir verkföll, verk- bönn og aðrar vinnutafir, mcð samn- ingum í vinnudeilum og yíirhöfuð á allan hátt stuðla að því, að at- vinnurekstur landsmanna verði rek- inn á sem heilbrigðustum og ör- uggustum grundvelii í framtíðinni. Málinu er þegar komið það áleiðis, að bráðlega mun verða leitað full- tingis manna út um land, og sam- bandið stofnað innan skams. , Frjettir úr N.-Þlnyeyjarsíslu. Árið 1930 verður altaf talið viðburða- ríkt í sögu þessa lattds. Og veldur því hin margumrædda Alþingishátíð. Og i öðru lagi árferðið bæði til lands og sjávar. Við hjer í Norður-Pingeyjarsýslu höfum ekki farið varhluta af viðburðum þessa Herrans árs. Árferðið 1930. — Árið byrjaði með fannkomu mikilli. Og þar af leiðandi urðu bændur hjer i sýslu að gefa mikið af heybirgðum sínum. En þrátt fyrir alt þá björguðust skepnur manna vel af, því bændur yfirleitt voru vel undir þann vetur búnir. En nú horfir öðruvisí við fyrir bændum. — Veðráttan síðastliðið sumar var afar óhagstæð til heyskapar. Sífeldir óþurkar og grasspretta í lakara meðallagi, sjerstaklega á útengjum. Svo heyfengur manna hjer í sýslu er afar rir, og getur þvi með rjettu talist, að bændur sjeu illa við því búnir að mæta hörðum vetri. Enda ekki laust við kvíða í mönnum, því þessi vetur er ýlgdur á brún það sem af honum er liðið. Verslunarhorfur. — Pá horfir verslun ekki vel við. Ullin liggur óseld ennþá, eins og ðllum er kunnugt, gærur lítt seljanlegar og verðið frámunalega lágt. Kjötverð er áætlað um kr. 0,90 kg., eða likt og í fyrra. Útgerðin. — Um útgerðina er það að segja, að það hefir aflast í meðallagi. En aftur á móti er afar tvlsýnt um, hvernig muni ganga að koma sjávaraf- urðunum í það verð, að úgerðin geti borið sig, þvl kaupgjald var algerlega I ósamræmi 'við verð afurðanna. Og þar á ofan bætist að inikið af fiski liggur óselt ennþá, og væri óskandi að það rættist úr sölu með haiin bráðlega, ann- ars stendur útgerðinni dauði fyrir dyrum. Framkvœmdir. — En þrátt fyrir aila erfiðleika höfuin við orðið stórfeldra framkvæinda aðnjótandi, sein að vísu liafa verið kostaðar af því opinbera. Skal jeg þar tilnefna brú á á, þar sein skilur hreppana Langanes og Þistilfjörð, og heitir Hafralónsá. Er brúin talin vera annað mesta mannvirki hjer í sýslu, enda afburða vel gerð. Ennfremur voru 2 smærri brýr snúðaðar i sambandi við hana, á Fossi á Langanesi og Laxá í Pistilfirði. Einnig hefir verið unnið ósleitiiega að vegngerð fra Fossá og að Hafralónsá, eins og reyndar víðar hjer í sýslunni. Brúarvígsla. — Þann 12. okt. síðasti. fór fram vígsla á hinni margþráðu Hafra- lónsárbrú, að viðstöddu fjölmenni, þrátt fyrir óhagstætt veður. Vigsluria fram- kvæmdi forseti neðri deildar Ajþingis, Bencdikt Sveinsson, alþingismaöur kjör- dæmisins. Samkomuna setti brúarsmið- ur Sigurður Jónsson nieð nokkrum vel- völdum orðum. Pá flutti sjera Þórður Oddgeirsson á Sauðárkróki guðsþjón- ustu. Að því loknu stje forseti í ræðu- stólinn og hjelt langa og snjaila ræðu, er tekið var með dynjandi lófaklappi. Næstur honum talaði sýslunefndarmaður Jón Björnsson, og sagðist honum vel að vanda. Þá talaði Jón hreppstjóri Guð- mundsson i Garði, og var gerður góður róinur að máli hans. Næstur honum talaði Guðmundur Vilhjálmsson kaupfjel- agsstj. á Syðra-Lóni, og hafði hann þau orð I endir ræðu sinnar, sem hæglega hefðu getað spilt veisiugleði manna, ef tekin hefðu verið í alvöru sögð. Honum fórust þannig orð: „Lengi lifi sú fram- kvæmdasamasta og besta stjórn sem verið hefir á íslandi", og bað að hrópa húrra, og ætlaði að segja eitthvað fleira, en þá kvað við þys mikill ineðal mann- fjöldans, svo hann varð að hætta tali sínu, en húrrahrópin voru ekki heyran- leg. Pað hefði ekkert verið við það að athuga þó hann hefði komist svona að orði á pólitískum fundi, en það virðist óheppilegt á gleðisainkomu. Enda þótti mörgum súrt að mega ekki svara lioiium með viðeigandi orðum, þvl allir vita hug manna til núverandi stjórnar. Pað getur þvi engum dulist, að það hefir verið á- setningur kaupfjelagsstjórans, að etja mönnuin sanian i pólitískt rlfrildi. — Þar næst flutti Jóhannes bóndi Jóhannesson kvæði sem hann hafði ort við þetta tækifæri, og var þvi vel fagnað. — Enn- fremur var -þarna söngflokkur undir stjórn Ara Jóhannessonar. Brúarvígslu- ljóð eftir þá Jón Guðmundsson hrepps- stjóra í Garði og Jón Jónsson frá Giis- bakka i Borgarfirði (syðra) voru sungin. Þá töluðu jóhannes bóndi Árnason, Jón Jónsson, Jóhannes Jóhannesson og Guð- mundur Kristjánsson fyrv. póstur frá Vopnafirði. Milli ræðuhaldanna voru sungin ýms ættjarðarljóð. Að endingu stje forseti aftur í ræðustól og jiakkaði mönnum komuna ineð snjallri ræðu, og fjekk dúndrandi húrrahróp að skilnaði. Hjerineö tilkynnist vinum og vanclamönnuin, aö okkar elsku- lega eiginkona, dóttir og systir, Ingibjörg Porláksdóttir, andaöist á sjúkraliúsi Akureyrar þriöjud. 2. des. Jarðaríörin ákveöin síðar. Aöstandendur. Samsœti. — Nú fyrir skömmu hjeldu hjeraðsbúar i læknishjeraði Pistilfjarðar, samsæti Eggert lækni Einarssyni og frú, í tilefni af vel unnu starfi í þágu hjer- aðsins í 6 ár, sem þau hafa verið hier, og færðu þeim að gjöf málverk mjög vandað, eftir Jón Stefánsson listmálara. Slys. — Pann 7. nóv. varð drengur úti frá Eldjárnsstöðum á Langanesi. Var hann að ganga við kindur ásamt hús- bónda sínum, Jónasi Aðalmundssyni, og var mjög skaint á milli þeirra. Svo hvesti mjög snögglega með mikilli fann- komu. Hljóp Jónas strax þangað sem hann vissi að drengurinn átti að vera, og kallaði og leitaði sein best hann gat en alt kom fyrir ekki. Svo fór hann að ná í menn, og var leit hafin sama dag og næstu daga, en drengurinn fanst ekki og er ófundinn enn. Hann hjet Þórður, og var sonur Sigurðar Jónssonar skó- srniðs á Þórshöfn. YÖRÐUR — fjelag ungra Sjálfstæðismanna — heldur fund sunnudaginn 7. þ. rn. kl. 1,30 e h, í Verslunarm.fjel húsinu, DAGSKRÁ: Inntaka nýrra fjelaga Framhaldsumr. frá síðasta fundi. Málefnanefnd. Áríðandi er að menn mæti stund- víslega, þar sem fundartíminn er takmarkaður. STIÓRNIN. J. S. KVARÁN, Akureyri, sem fer utan með einhverri af fyrstu ferðum eftir áramót og dvelur alls nokkra mánuði í Þýskalandi, Hol- landi, Sviss, Wien og Prag, tekur að sjer kaup og sölu á flestum al- gengum vörutegundum. Einkum vildi jeg ná tali af þeim, sem eiga refaskinn, selskinn og notuð íslensk frímerki, sein allra fyrst. Verslanir mínar á Akureyri og Eski- firði geta gefið upplýsingar um veru- stað minn ytra, þegar þar að kemur. Efri hæð^tr^, sölu og laus til íbúar 14. maí. — Benedikt Pjetursson. Útvarpskenslan. Bækur þær, sem notaðar verða við »Enskukenslu útvarpsins* hefi jeg nú til sölu bæði fyrir byrjendur og þá. sem lengra eru komnir. F. H. Berg, IKfe.27- Gott Ijós gleður á hvíldarstundum og gerir vinnuna auðveldari. Sparið eigi gott ljós.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.