Íslendingur - 05.12.1930, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR
3
Jörðin „H0FÐI“
í Höfðahverfi er lil sölu og ábúðar frá næstkomandi fardögum. —
Túnið gefur af sjer 350—400 hesta á meðal ári, óvanalega gott og auð-
unnið túnstæði svo hundraða dagsláttum skiftir, liggur suður frá túninu
— einnig liggja engjar alt út frá túninu. Æðarvarp 80—90 pund. Gott
og stórt íbúðarhús er á jörðinni og frítt uppsátur á Kljáströnd fyrir 1
mótorbát. — Mjög aðgengilegir greiðsluskilmálar. Semja ber við
Björn Líndal eða Þórsiein Sigvaldason
Svalbarði. Akureyri.
300 GRAMMOFÓNPLÖTUR
söngur, fiðla, orkester, dans o.fl. verða seldar meðan endast, fyrir
Jj HMfr aðeins krónur 3,00—3,25 stykkið.
Aður kr. 4,00 og 4,50 stk. Petta er einstætt tækifæri til að eign-
ast góðar plötur fyrir lágt verð. Altaf mest úrv. af allsk. plötum fyrirl.
HLfÓÐFÆRAHÚS AK UREYRAR.
Kr. Halldórsson. Þ. Thorlacius.
Símskeyti. Úr beimahðguin. 1 \/ r\ r A I cd Íc V 11 n i
(Frá Frjettastofu Islands). /. O. O F. 1121258*/. H V C I U I GC/ l\ i\ U I I !
(Frá Frjettastofu (slands).
Rvík 4. des. 1930.
Utlend:
Frá London: Kolanámuvinnudeila
stendur nú yíir í Englandi. Hætt við
verkialli. — Henderson utanríkisráð-
herra hefir falið enska sendiherran-
um í Moskva að mótmæla tilkynn-
ingum er útvarpað var á cnslcu
frá Moskva, eggjandi breska verka
menn til byltingar.
Frá Vín: Stjórnarskifti í Austur-
ríki. Hefir dr. Endei' myndað miðfl.
stjórn. — Schober fyrverandi íor-
sætisráðherra varakanslari.
Frá London : Ósigrar Mcdonald-
stjórnarinnar í nýafstöðnum auka-
kosningum áberandi. Tapað 3 en
haldið einu þingsætinu mcð stór-
kostlega minni yfirburðum. Höfðu í
aðalkosningum 9180 atkv. yíirburði,
nú aðeins 1099.
VlS
Frá London: Námamenn hafa
felt tillögu um verkfall, í öllum kola-
námum landsins.
Innlend.
Menn eru orðnir hræddir um tog-
arann Apríl. Var á heimleið frá
Engl.andi og var á sunndðaginn 80
kvartmílur undan Vestmannaeyjum
en síðan liefir ekkert til hans spurst.
— 17 manns á skipinu.
Aðfaranótt 1. des. var fárviðri í
Skaftafellssýslu. Símstöðin á Flögu
í Skaftártungu brann þá nótt til
kaldra kola. Eldingu laust niður í
skiítiborðið og klauf þaö. Húsið stóð
þegar í Ijósum loga, og fólk komst
nauðulega út og misti alt sitt innan
húss, óvátrygt. Ifúsið var vátrygt,
Skeði þetta um miðja nótt í ofviðri.
ÚTSALA.
Mikil verðlækkun á gluggatjöldum,
dívanateppum, borðteppum og gólf-
dreglum. Ennfremur gefinn 10—30
prc. af allri álnavöru og mörgu fl.
Útsalan hefst á raorgun,
6. DES.
Anna & Freyja.
Sykur og hveiti
sel jeg með lægra verði til jóla. —
Einnig fæst alt annað til bökunar.
Gerið því innkaup í jólabaksturinn í
Versl. Esjur
JQ77 trtn K. Runólfss. spil-
ILF ar á Hó{e| Akur.
eyri á sunnudaginn kl. 3 — 5 e. h.
Barnasokkar
fást langtum ódýrastir í
Versl. Esju.
Spyrjist fyrir um verð.
I. O. O F. 11212581/'!.
%
Kirkjan: Messað í Lögmannshlíð kl.
12 á h. d. á sunnudaginn.
Sjdlfstœðisjjclagsfundur verður haldinn
í Verslunarmannafjeiagshúsinu kl. 4 e. h.
á sunnudaginn.
Fultveldisdagurinn. — Stúdentafjelagið
mintist hans með samkomu í Ráðhúsi
bæjarins. Ræður hjeldu Brynieyfur Tob-
iasson, mintist fuliveldisins, Steindór Stein-
dórsson kennari, um náltúrugæði landsins
og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi um
áhrif skáldanna á frelsisbaráttu þjóðar-
innar. — Lúðrasveitin ljek nokkur lög. —
Um kvöldið hjelt Stúdentafjelagið sam-
sæti í Skjaldborg og Framtíðin dans-
skemtun í Ráðhúsinu og eru þá minn-
ingarathafnirnar taldar er hjer fóru fram.
Afspyrnuveður var hjer lengst af 1. des.
og fram á næsta dag. — Urðu skemdir
víða á símalínum og Ijósaleiðslum.
Bœjarstjórnarfundur var á þriðjudag-
inn. Lágu fyrir fjárhagsáætlanir rafveit-
uunar, hafnarsjóðs og vatnsveitunnar til
fyrri umræðu. — Sú nýlunda á fundinum
að liann sáfu 5 varafulltrúar. — Hefir
slíkt aldrei borið við áður.
Opinberunarbókin. Nýlega liafa opin-
berað trúlofun sína í Reykjavík ungfrú
Aðalbjörg Halldórsdóttir, hjeðan úr bæn-
um, og Christian M. Nielssen verslunar-
maður við Jacobsens-verslun í Rvik.
Atlsherjarmanntal fór fram um land alt
2. des.
Bæjarbruni. — Aðfararnótt 1. þ. m.
brann bærinn Fagraneskot í Aðaldal til
kaldra kola. — Komst fólkið nauðlega úr
brnnanum og gat litlu sem engu bjargað.
— Fjós var áfast við bæinn og brann það
og tvær kýr. — Upptök eldsins talin þau
að kviknar út frá röri. Bærinn mun hafa
verið óvátrygður og bíður bóndinn, er
Garðar Jónsson heitir, því tjón mikið.
F. V. S. A. Framhaldsstofnfundur verð-
ur haldinn i Skjaldborg sunnudaginn 7.
des. kl. 1 ‘/a e. h.
Frá Ameriku er nýkomin ungfrú Bogga
Freemann, eftir tveggja ára veru í Winni-
peg. Kom hún heim vegna aldraðs föð-
ur, til þess að geta verið hjá honum hans
slðustu æfistundir.
10 stiga hiti var hjer í bænum kl. 11 á
miðvikudagskvöldið.
Jólatrje,
■ jólakerti,
Jólatrjesskraut,
Jólatrjeskerti,
Jóla- og nýárskort
í miklu úrvali hjá
Bened. Benediktssyni.
NÝKOMIÐ.
Maismjöl og hœnsna-
fóður. Mjög ódýrt.
Benel Benediktsson.
með Ijósi og hita lil leigu
k-,*''JIílábestaStaðíbænum. Rvá
Alt sem eftir er af Kven-vetrarkápum og Karlm.frökkum.selstnú með
10-40 prc. afslætti.
Ennfremur seljum við ca. 30 sett karlm.föt með
25-50 prc. afslætti.
Notið tækifærið.
BRAUNS VERSLUN.
Páll Sigurgeirsson.
i(^_*i,uiiiift>>"|uiiii(i* •'',iiiiiii',',,iiiiiii'’"|iij|iii* ■,',iiiiiii'' ...............................................
1!
1
*
S'!
'i'
%
V
æ
o
CD
09
>■
Ö
09
S-«
ö
>->
09
CQ
xO
5-1
09
>-
CÖ
A
ö
*
æ
t+—i
xO
09
09
xO
C3
w
H0M0C0RD
Grammofðnar
99
'‘S káp
Borð
Tösku
eru nýkomnir, — f’essir grammafónar eru mjög rómaðir
fyrir gæði og eru þó mun ódýrari en aðrar
sambærilegar tegundir.
Skápfónar frá 185 kr.
Býður nokkur betur!
„8TEINWAY & $UN“
PIANO n FLYGEL
eru fræg um allan lieim, sem hin fullkomnustu. Meítu
pianosnillingar mæla með þeim.
„MANNBORGÍÉ'Hariiii
eru hljómfegurri og vandaðri en flestar aörar teg.,
sem enn þekkjast og miklu betri en ílestar aðrar
tegundir, er hingað flytjast.
Greiðsluskilmálar hinir aðgengilegustu,
Nokkur harmonium eru fyrirliggjandi.
Fáið nánari upplýsingar — þær kosta ekkert.
Tómas Björnsson, Akureyn.
iii; ......................................................... ......................uiniF ...........■•"iim„,—>iij!i„..„'iiiiii,......................■ujiin.r e
Ddnardœgur. 2. þ. m. andaðist hjer á
sjúkrahúsinu Ingibjörg þorláksdóstir frá
Kotá, eiginkona Ingólfs Árnasonar frá
Skálpagerði. — Þá er nýlátin Lilja Stef-
ánsdóttir, húsfreyja að Melgerði í Eyja-
firði. — Báðar dóu þær úr berklum. —
þá er látin hjer í bænum öldruð kona,
Þorbjörg Björnsdóttir, hafði hún verið
blind síðustu árin.
Bókasafn guðspekistúkunnar hjer í bæ
verður framvegis opið til útlána fyrir al-
menning á miðvikudögum frá kl. 6—8
síðdegis. Bókaútlán annast Sigurgeir
Jónsson, Spítalaveg 15, þar heima.
Kvöldskemlun til ágóða fyrir bókasafn9-
sjóð Kristneshælis, verður haldin í Sam-
komuhúsinu annnað kvöld kl. 8'/a. Fjöl-
breytt skemtiskrá.