Íslendingur

Útgáva

Íslendingur - 20.03.1931, Síða 1

Íslendingur - 20.03.1931, Síða 1
AIÍUREYRAR BIO Laugardags og sunnudagskvöld kl. 8'/«: Ný mynd. 1 í’yzkur kvikmynda- sjónleikur í 8 þáttum. Aðallilutverkið leikur: , Brigitte Helm. Þetta er gamla sagan úr líflnu. Ung falleg kona giftist. Henni finst maðurinn meta meíra vinnu sína en samveruna með henni, og þar skiljast leiðir. Konan fer ein ut að skemia sér og lendir í misjöfnum félagsskap. Vin- konum og aðdáendum íjölgar og heimilið verður samkomustaður með víni og dans, og þegar husbóndinn kemur þreyttur lieim frá vinnu sinni, finnur hann eigi hvíld ú heimili sínu. Hvernig endar svo þessi leikur ? Er leið til að byrja lífið á öðrum grund- velli? Myndin leysir úr þeirri spurningu. N Ý J A B í Ó Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 81/2 3 4'- Grlnmklæddi hjargvættnrinn. Afarhlægileg þýsk Operettu-kvikmynd í 8 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Harry Liedtke — Vera Schmitterlöv — H. Junkermann. Mynd þessi er eins og margar þýskar Operetfu-myndir, full af fjöri og gletni. Má óhætt fullyrða, að allir sem sjá hana, geta kom- ist \ í gott skap, því að jafnframt því að vera leikin aí ágætustu leikurum Ljóðverja, er eínið margbreytilegt og spennandi. Má telja þefta með beztu myndum, sem hér liafa sézt af þessari gerð. Sunnudaginn kl. 5: Alþýðusýning, Niðursett verð! Rauða akurliljan. Spenaandi og vel leikin mynd. — Sýnd í síðasta sinn. Fjárhagurinn. i. Þegar Jónas Jónsson dómsmála- ráðherra tók mikla lánið hjá Bret- um síðastliðið haust, gaf hann þá yfirlýsingu, að skuldir íslenzka rík- isins væru, með því láni meðtöldu, um 26 miljónir ísl. krónur. Er fjármálaráðherra landsins, Ein- ar frá Eyrarlandi, fiytur fjárlaga- ræðu sína á Alþingi, rúmlega þrem- ur mánuðurn eftir að dómsmálaráð- herra í umboði hans hefir gefið Bretum þetta skuldaframtal, lýsir hann því yfir, að heildarskuldir hiris íslenzka ríkis séu um 40,2 miij. kr. Annarhvor lýgur. Skuldaframtal fjármálaráðherra er með öðrum hætti en venjan hefir verið. Hún hefir til þessa verið sú, að telja skuldir ríkissjóðs þær láns- fjárhæðir, sem orðið hafa eyðslufé ríkisins eða ríkissjóður greiðir með afborgunum og vöxium. Þessar fjárhæðir einar hafa verið taldar skuldir ríkisins og hefir Alþingi lagt á það samþykki sitt, hvernig sem flokkaskiftingin hefir þar verið. Þannig mun og dómsmálaráðherra hafa hagað skuldaframtalinu, er hann lét Bretum í té, þó að hon- um hafi láðst að telja 2 eða 3 milj. Nú hverfur fjártnálaráðherra frá þessari föstu reglu og tekur inn í skuldadálk ríkissjóðs allar lántökur, sem sérstakar stofnanir hafa samið um, ef ríkisstjórnin hefir haft þar milligöngu, þó hann standi að engu leyti straum af þeim. Jafnvel er gengið svo langt að telja veðdeild- arlán Landsbankans sem skuldir ríkissjóðs. RíkisSjóður hefir aldrei skift sér neitt af þeim lánum, en veðdeildin auðvitað staðið af þeim allan straum. Er óhugsanlegt að afborgun eða vaxtagreiðsla slíkra lána falli á hann, þar sem fyrir þeim lánum stendur örugt fasteignaveð, sem mjög gætilega er lánað út á. — Sama er með lán bankanna í Englandi frá 1921- Þeir settu fyrir þeim örugt veð og guldu af þeim vexti og afborganir. Þetta skulda- framtal fjármálaráðherra er ekkert annað en blekkingarvefur. Stjórnin er orðin hrædd um sig vegna eyðslusemi sinnar og fjármálaafglapa og gerir nú tilraun til að slá ryki í augu landsmanna og villa þeim sýn á hinu raunverulega ástandi. Sér- staklega er henni umhugað uin að rugla landsmenn í þessu tvennu: Hverjar skuldir íslenzka ríkisins hafi verið við síðustu stjórnar- skifti og hverjar séu nú raun- verulegar skuldir ríkissjóðs. — Fjár- málaráðherra er því látinn segja skuldir ríkissjóðs miklu hærri en þær raunverulega eru, og að þær hafi, þar til nú, verið taldar miklu lægri en þaer hafi í rauninni verið. Ætl- ast ráðherrann til með^, þessu að koma þeirri skoðun inn hjá mönn- um, að fjárhag ríkisins hafi engan vegin hrakað eins mikið og and- stæðingar stjórnarinnar hafi haldið fram, og hann kórónar þennan reikningssamsetning sinn með því að segja að skuldir ríkisins hafi aðeins aukist um 1,2 mil. kr. síðan 1927 að stjórnarskiftin urðu, en þá voru þær samkv. landsreikn- ingnum taldar 11,3 milj. kr. — En ráðherranum tekst ekki vel feluleik- urinn. — Vextirnir og afborganir af lánum koma upp um hann. Þeg- ar fyrverandi stjórn skilaði af sér nægði tæplega 1 milj. kr. til greiðslu vaxta og afborgana af samnings- bundnum skuldum ríkissjóðs en nú er sú upphæð rúmlega tvöfölduð í fjárlagafrumvarpinu fyrir 1932 og er þó sú áætlun sýnilega of lág, og þegar svo kemur að því að greiða verður afborganir af »Einars- láninu« frá í haust, verða afborgan- ir og vextir af skuldum ríkisins um 3 milj. kr. á ári. Er það þreföld sú upphæð, sem greidd var til þessa fyrir síðustu stjórnarskifti og sannar það, að skuldirnar hafa þrefaldast í tíð núverandi stjórnar. Og ekki nóg með það. Á þeim þremur árum, sem núverandi stjórn hefir farið með vöidin í landinu, hafa tekjur. ríkissjóðs farið um 18 miljónir kióna fram úr áætlun. Öllu þessu hefir verið eytt og í algerðu heimildarleysi Alþingis. Árið sem leið hafa útgjöld rjkisins farið yfir 21 milj. kr., en Álþingi heimilað út- gjöld fyrir tæpar 12 miljónir, hefir stjórnin þannig eytt rúmurn 9 miij, í heimildarleysi. Nú eftir öll göö- ærin er ástandið þannig, að stjórn- in sér sér ekki annað fært en að »skera niður« verklegar framkvæmd- ir að mestu, á næsta fjárhagsári. Tekjuafgangarnir allir uppétnir og ríkið kornið í botnlausar skuldir, Þannig hefir reyndin orðið á bú- skap Framsóknar. Fjárlagaræða Einars Árnasonar er að þessu sinni fræg að endem- um. Þaðerekki einasta skuldaframtal- ið ogreikningsfærslan, sem því valda, heldur jafnframt sú bíræfni ráð- herrans að segja ósatt til um af- komu þjóðarbúsins árið sem leið. — Hann telur, að tekjuafgangur hafi orðið, þó ekki stór, rúmar 80 þúsundir, en þessa upphæð fær hann með því að vantelja ýms út- gjöld um fleiri miljónir. Slíkt hefir engin ráðherra leyft sér hér á landi fyr. 1!.' Jón Þorláksson hefir í sambandi við fjárlagaræðu ráðherrans borið fram fyrirspurn til hans í Ed. Er hún í 4 liðum og svohljóðandi: Hvers vegna hefir fjármálaráð- herra í bráðabirgðauppgerð þeirri á tekjum og gjöldum ríkissjóðs 193J, sem hann lagði fram við 1. umræðu fjárlaganna 21. f. m.: 1. Talið gjöld til vega- og síma- mála 550 þús. kr. Iægri en þau vitanlega hafa orðið. 2. Undanfelt með öllu að telja gjaldamegin kostnaðinn við nokkrar verklegar frainkvæmdir ríkissjóðs 1930, er virðast hafa kostað um 4V2 milj. kr. samtals. Þar á meðal fjárhæðir til bygging- ar Síldarbræðslustöðvar, lands- spítala, landssímastöðvar, út- varpsstöðvar, skrífstofubygging- ar og til að kaupa strandferða- skipið Súðin. 3. Undanfelt einnig með öllu að telja til útgjalda það fé, sem var- ið var á árinu til að kaupa hlutabréf í Útvegsbanka íslands, þar á meðal sérstaklega l.Va milj. kr. sem beinlínis var út- borgað vegna . þessara þluta- bréfakaupa — og 4. Talið tekjuafgang 81,933 kr. í stað þess að greiðsluhalli hefir sjáanlega orðið yfir 6V2 milj. kr., sem jafnaður hefir verið niður með lántökum. Fyrirspurnin hefir ekki enn þá komið til umræðu, en fróðlegt verð- ur að vita hvernig fjármálaráðherra svarar. Feluleikurinn dugir honum ekki lengur. Frá Alþingi. Mál eru nú sem óðast að koma úr nefndum. Búist við að fjárlögin komi úr nefnd úr helginni og eld- húsdagsumræðurnar komi til að standa yfir mestan hluta næstu viku. Vaxtalækkun, Mestar hafa umræður orðið upp til þessa um þingsályktunartillögu um lækkun vaxta, er Magnús Torfa- son og 4 þingmenn aðrir báru fram í neðri deild og hefir nú verið sam- þjiikt þar. Hljóðar tillagan svo: »Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina, að gera allt hvað í hennar vaidi stendur til þess, að Landsbanki íslands lækki íor- vexti hið allra bráðasta,« Fjármálaráðherra gaf þá yfirlýs- ingu, að ekki mætti búast við, að stjórnin fengi nokkru áorkað í þessu efni, en tillöguna skyldi hann færa bankastjórunum, Magnús Torfason hvað bankastjórana heldur »vildu láta drepa sig en lækka vextina«, en áleit þó að stjórnin gæti pínt þá til að fara að óskum þingsins. Sjálfstæðismenn sýndu

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.