Íslendingur - 20.03.1931, Page 2
2
ÍSLENDINGUR
fram á að núverandi ráðherrar o»-
ýmsir fylgismenn þeirra hefðu hald-
ið því fast fram fyrir stjórnarskiftin,
að það væri alveg á valdi ríkis-
stjórnarinnar, hvaða vexti bankarnir
tækju. Hefðu Framsókn og banda-
menn hennar þá kennt fyrv. stjórn
um hina háu útlánsvexti og notað
það sem kosningaagn. Loks hefði
stjórnin í fyrra lofað vaxtalækkun
— en úr þeim loforðum hefði orðið
vaxtahækkun í öllum bönkunum.
— Leiddist talið allmjög út í með-
ferð þings og stjórnar á bankamál-
um. Átaldi Sigurður Eggerz m. a.
það harðlega, að stjórnin skyldi
veita stærzta skuldunaut tveggja
bankanna, æðstu yfirráð yfir þessum
bönkum, þar sem Jón Árnason, for-
stjóri Sambandsins, væri stjórnskip-
aður formaður í bankaráði Lands-
bankans, og Svafar Guðmundsson,
starfsmaður Sambandsins, formaður
bankaráðs Útvegsbankans. Og strax
þegar Búnaðarbankinn hefði hafið
starfsemi sína, hafi Sambandið feng-
ið IY2 milj. kr., eða nálægt helming
þess fjár, er bankinn hafi fengið af
»Einars-láninu« og átt hefði að
lána bændum landsius.
Ýms mál.
Meiri hluti fjárhagsnefndar efri
deildar, jón Bald. og Ingvar leggja
til að frv. um einkasölu 'á tóbaki
og eldspítum verði samþykkt. —
Minnihlutinn, J. f’orl. vill aítur á
móti fella það.
Snarpar umræður hafa orðið í
Ed. um fimtardómsfrumvarp dóms-
málaráðherra, sem hann hefir látið
In§var fiytja að þessu sinni fyrir
sína hönd. Urðu deilurnar aðallega
milli dómsmálaráðherra annarsvegar
og Péturs Magnússonar og J. Þorl.
hinsvegar. — Frumvarpinu vísað til
allsherjarneíndar.
Páll Halldórsaon skólastjóri Stýri-
mannaskólans hefir skrifað efri deild
bréf og beðið um leyíi til að mega
stefna dómsmálaráðherra, eða til
vara Ingvavi Pálmasyni, fyrir um-
mæli í greinargerð fimtardémsfrum-
varpsins.
Sveinn Ólafsson flytur í Nd., fyrir
tilmæli dómsmálaráðherra, írv. um
eftirlit með loftskeytum togara. —
Er það »ömmu«-frumvarpið sem nú
kemur í þriðja sinn fyrir þingið.
Héðinn og Sigurjón flytja frumv.
um að fjölga þingmönnum ^Reykja-
víkur úr 4 upp í 9.
F álækrallutningur.
Frú Guðrún Lárusdóltir flytur
svohljóðandi viðauka við 58. gr. fá-
tækralaganna:
»Fó má engan flytja fátækraflutn-
ingi, sem orðinn er fullra 65 ára,
nema samþykki hans komi til, Enn-
fremur má atvinnumálaráðherra veita
undanþágu frá lögmæltum fátækra-
flutningi, ef sérstaklega stendur á,
svo sem þegar í hlut á ekkja með
börn. — Fann kostnaðarauka, sem
framfaerslusveit sannar, að hún hafi
af því, að flutningur er ekki fram-
kvæmdur, skal greiða úr ríkissjóði.«
V esturfarar!
Hér með er skorað á alla þá, er ferðast
hafa ti! Ameríku, og dvalið þar um Iengri
eða skemmri tíma; en eru nú búsetiir á
Akureyri eða í nágrenninu, að gefa sig
fram til þáttöku í vesfur-íslensku kaffi-
kvöldi, sem haldið verður bráðlega, ef
naeg þáttaka fæst. Þeir, sem eiga vilja
hlutdeild í kaffikvöldinu, ættu að skrifa
nöfn sín á lista, sem liggja frammi hjá
Jóni Rögnvaldssynf í Bókav. Kr. Guð-
mundssonar, eða hjá F. H. Berg, Strand-
götu 27, og hafa gert það fyrir 1. april
n. k.
Hér og þar.
Kaupfélagsritið.
Tíminn og Dagur gera mikið veð-
ur út af því að Ólafur Thors hafi
nú á þinginu riíið í sundur og kast-
að í bréfakörfuna lofriti því er rík-
isstjórnin gaf nýlega út um Kaup-
félag Eyfirðinga. Telja blöðin, að
Ólafur hafi með þessu sýnt bændum
landsins fyrirlitningu og Ijóstrað því
upp hvern hug hann bæri til Kaup-
félags Eyfirðinga og samvinnuhreyf-
ingarinnar yfirleitt. — Ólafur svar-
ar nýlega Tímagreininni í Morgun-
blaðinu. Bendir hann þar á, að það
sé með öllu óeðlilegt að pólitísk
verzlunarstarfsemi sé loísungin á
kostnað ríkissjóðs eins og forsætis-
ráðherra hafi með riti þessu leyít
sér að gera. Og þetta sé meira en
óeðlilegt, það sé hrein og bein ó-
skammfeilni, sem sýni glögglega þá
spillingu, sem ríki í meðferð stjórn-
arinnar á alþjóðafé. — Með því að
henda frá scr ríkissjóðsritinu um
Kaupfélag Eyfirðinga haíi hann í
engu fjandskapast við eyfirska Fram-
sóknarmenn eða samvinnuhreyfing-
una, heldur aðeins sýnt verðskuld-
aða andslygð á þeim gripdeildar-
mönnum, sem ekki kunni skil á rík-
issjóði og fiokkssjóði — og kunni
þó skil, því — segir Thors — „ég
fullyrði óhikað, að bók þessi um
Kaupfélag Eyíirðinga væri óprentuð
ef flokkssjóður Framsóknarflokksins
hefði mátt leysa hana út með 20 —
30 þúsundum króna,«
Skuldaframfalið.
Einar fjármálaráðherra sagði í
fjárhagsræðu sinni á dögunum, að
árin 1926—1927 heföu skuldir rík-
issjóð verið rangt taldar um á ann-
an tug miljóna. Nú er það þáver-
andi ráðherra Framsóknarílokksins,
Magnús heitinn Kristjánsson, sem
samdi landsreikningana fyrir bæði
þessi ár. Er fyrri reikningurinn
undirskriíaður af honum 25. okt.
1927 en hinn 27, okt, 1928. Báðir
eru reikningarnir úrskurðaðir réttir
aí Alþingi, þar sem núverandi stjórn-
arflokkur er þá ráðandi, og sjálfur
Einar Árnason, sem nú kemur fram
fyrir þingið og segir reikningana
ranga, samþykkir þá báða með at-
kvæði sínu. Það er slysalegt margt
um Einar ráðherra,* síðan hann varð
að lúta ráðum og fyrirskipunum sér
verri manna, og annað ætti minning
Magnúsar Kristjánssonar skilið af
Framsóknarforingjunum en að á hann
væri borið það illmæli, að hafa lagt
ranga landsreikninga fyrir Alþingi.
33 miljónirnar.
Framsóknarblöðin hafa nú fengið
skipun um að gera töp bankanna
síðustu 15 árin að veganesti flokks-
ins í komandi kosningabaráttu og
reyna að vega á þann hátt upp á
móti fjársukki núverandi ríkisstjórn-
ar í þjóðarbúskapnum — að leggja
töpin að dyrum »braskaranna í í-
haldsflokknum«. Töpin nemi 33
miljónum og þeim hafi þessi »brask-
aralýður« komið í lóg, svo að þeirra
sjái ekki stað, þær lent í óhófseyðslu
og í útgáfukostnað »íhaldsblaða«,
Lygin hefir löngum verið Framsókn-
arhöfðingjunum töm. Töpin eru, eins
og Framsóknarhöfðingjunum er
kunnugt, mest að kenna aíleiðing-
um stríðsins, óviðráðanlegum verð-
breytingum og að borgað hefir ver-
ið meira fyrir framleiðsluna en fyr-
Maðurinn minn, ltaupm. Jakob Björnsson, andaðist á heiinili
sínu á Svalbarðseyri þ. 17, þ. m.
Jarðarförin verður ákveðin síðar.
Sigríður Björnsson.
ir hana fékst aftur, það er til’ þjóð-
arinnar sjálfrar, sem þessar miljónir
hafa runnið, í ríkissjóðinn og önnur
opinber gjöld, í vinnulaun og verk-
legar framkvæmdir. — Fi'amsóknar-
blöðin þegja vendilega um það, aö
nærfelt s/s af tekjum ríkissjóðs hafa
runnið frá »braskaralýðnum« síðustu
2 áratugina og að atvinnulíí lands-
manna og framfarir til lands og
sjávar heíir átt þar aðallíftaug sína.
Hvar værti framfarir landbúnaðarins
ef atorkumennirnir, er rekið hafa
sjávarútveginn, hefðu ekki verið að
verki og hver hefði afkoma ríkis-
sjóðsins- orðið án þeirra. Fær milj.
sem bankarnir hafa tapað á óhöpp-
um einstöku manna — þ. á m.
nokkurra Framsóknarmánna — lief-
ir þjóðin margfalt grætt á sjálfum
þeim og öðrum er rekið hafa þann
atvinnuveg, sem Tíminn og Dagur
ber nú rógi og illmælum. Bænda-
stéttin og allur almenningur stend-
ur í þakklætisskuld við »braskarana«,
öörum fremur, fyrir góða afkomu
sína og heildarframfarir lands og
þjóðar. Án þeirra væri þjóðin að
hjakka í sama farinu og hún var
í við síðustu aldamót.
Hérmeð tilliynnist vinuin og
vandamönnum, að móðir okkar,
Jónína G. Jónsdóttir, lézt liér á
Sjúkrahúsinu 17. þ. m. Jarðar-
l’örin er ákveðin föstudaginn 25.
þ. m. kl. 1 e. h. frá kirkjunni.
Lára Gísladóttir,
Gísli Kristinnsson.
VÖRÐUR
— fjelag ungra Sjálfstæðismanna —
heldur fund
í Verzlunarmannafélagshúsinn
sunnud. 22. marz kl. 1,30 e.h.
Fastlega skorað á félagsmenn
að mæta.
STJÓRNIN.
fg
orbát á Siglufirði
j get skaffað 4
stúlkum at-
vinnu við mót-
vor fram að síld.
Talið við mig fyrir lok þessa mán-
Ingimar Jónsson,
Gránufélagsgötu 22.
Símskeyti.
(Frá Fróttastofu Islands).
Rvík 19. mars 1931.
(Jt/end:
Frá Helsingfors: Ettir að Kallio,
foringi bændaílokksins, hafði árang-
urslaust í viku reynt að mynda stjórn
hefir hann horfið írá því, og Svinhu-
fud forseti falið Eunila forseta land-
búnaðarráösins stjórnarmyndun.
Frá Glasgow : Eimskipið Citrine
strandaði í fyrradag við Isle oí Man
(Manareyju). 9 druknuðu.
Frá London : Tala atvinnulausra
í Énglandi hefir aukist um 56 þús.
síðan í byrjun mánaðarins.
Úr beimahOgum.
I. O. O. F. 1123208'/2.
Kirkjan: Messað á sunnudaginn kl. 2
á Akureyri.
Gamanvisur söng Jón Norðfjörð í Nýja
Bíó í gærkvöldi fyrir fullu húsi. Allir
voru bragirnir nýir og um margskonar
efni en misjafnir að kostum og í með-
ferðinnni. Þó var að heyra á áheyrend-
tinum að þeir skemtu sér vel. Beztur
þótti bragurinn um >Sóttvarnirnar« og um
»Saurbæjarkálfinn«. — Jón endurtekur
skemtun þessa aftur á sunnudagskvöldið,
en þá í Samkomuhúsfnu.
Islendingur er 6 sfður i dag.
/nnlend:
Enskur botnvörpungur Lord Bea-
konsfield strandaði í gærkvöldi á
söndunum austan Kúðaíljóts. —
Mannbjörg varð.
Togararnir eru nú sem óðast að
búast á saltfiskveiðar. Fara sumir
út í kvöld og nótt.
lnnfiutt í febrúarmánuði fyrir
2,309,755 kr., þar af til Rvíkur fyr-
ir 1,800,598 kr.
vantar okkur til sendiferða og
og fleiri starfa frá 14. maí n.k.
Umsóknum sé skilað fyrir 25, þ.m,
Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
H.f, Smjörlíkisgerð Akureyrar.
Ódýrt herbergi ,etr;
bærum frá 14. maí n. k. Jpplýs-
ingar í síma 83.
Svarfdœlingamót var haldið hér á laug-
ardagskvöldið. Sátu það um 150 manns,
og fór allt hið bezta fram.
Seladrdp. 12 selir voru drepnir hér
innarlega á firðinum á sunnudaginn var.
Skemmtun halda skólabörnin annað
kvöld. Verður þar til skemtunar söngur,
upplestur og smáleikur., allt sýnt og sagt
af börnum. Barnaskólinn nýtur ágóðans.
Látinn er á Svalbarðseyri Jakob Björns-
son fyrv. yfirsíldarmatsmaður, hálf áttræð-
ur að aldri. Var hann um allmörg ár
kaupmaður á Svalbarðseyri og þar áður í
mörg ár við verzlunarstörf hér í bænum.
Vinsæll maður og hið mesta prúðmenni.
Dansskemtun Verður haldin í Verklýðs-
húsinu annað kvöid og byrjar kl. 9. —■
Fyrir dansinum verður spilað á harmoniku.
— Aðgangseyrir 1 kr. og gengur hann
til styrktar ekkju Arngríms Jónssonar.
X-bandið spilar á Hótel Akureyri í
kvöld og fyrst um sinn á hverju þriðju-
dags- og föstudagskvöldi.
HEMPEL’S
skipamálning.
Hempel’s Skipsfarvefabrik
Kaupmannahöfn.