Íslendingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - 08.05.1931, Qupperneq 1

Íslendingur - 08.05.1931, Qupperneq 1
Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. XVII. árgangur. Akureyri, 8. maí 1931. Strandgata 29. 19. tölubl. A K U R E Y R A K BIO La.uga.rdag,s og sunnudagskvöld kl SV2: Ný mynd. Franskir flnggarpar. Kvikmyndasjónleikur í 8 þáUum eftir hinni heimsfrægu skáldsögu J. KESSELS: »L’ E Q U I P A G E«. Aðalhlutverkin leika : Georges Charlia — C/aire de Lorez, sem er fegursta og glæsilegasta leikkona Frakklands. Þcssi ágæta saga, sem Frakkar hafa nú kvikmyndað, gerist 1917. Segir hún frá viðburðum úr heimsstríðinu, sérstaklega flugstríðinu. Sjást í myndinni stórfenglegir bardagar rnilli fjölda flugvéla. Framúrskarandi hreysti, hugrekki og fórnfýsi franskra flugmanna, er lýst með afbrigðum og ekkert til sparað að gera myndina sem bezta, enda er hún tekin af Societe Génerale de Films í París. Sunnudaginn kl. 5: Alþýðusýning. Niðursett verð! Stúlkan frá Michigai. Mjög spennandi kvikmynd, sem gerist í Alaska, þegar gullæðið var sem mest þar. N Ý J A B í Ó §f Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 8'/2: í fjötrum. Stór-fenglegur þýzkur kvikmjmdasjónleikur í 7 þáttum. Aðalhlutverkin leika: — Fritz Kortner og Renee Heribel. — Fiestir muna eftir hinni framúrskarandi góðu rnynd »SÍÐASTA FYRIRSKIPJ'JIN* með EMIL JANNINGS í aðalhlutverkinu. — Myndin »í FJÖTRUM* er talin lílqast henni nokkuð í efni og leik. Efni hennar er tekið frá tim ibili keisaraveldisins í Rússlandi, og gerist hún bæði þar og í Síberíu. — FRITZ KORTNER, sem leikur aðalhlutverkið, er með frægustu leikurum Ljóðverja. Halda margir því Eram, að hann sé Emil Jannings fremri í snildarlegri list sinni. Hjá honum sé meiri festa og heilsteyptari leikur. — Myndin *í FJÖTRUM« er ógleymanlegt listaverk, enda er eíni hennar stórfenglegt, viðburðaríkt og spennandi. I Hólmpngan. Stjórniiiálaumræðiiriiar í útvaniinu. Þrjú kvöld vikunnar, mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöldið, létu stjórnmálaflokkarnir lil sín heyra í útvarpið. Stóðu ræðuhöldin yfir írá kl. 8 til kl. rúmlega 11 öll kvöld- in og töluðu flokkarnir þrisvar sinn- um hver um kvöldið, í fyrsta sinil í 35 mínútur, næst 15 mín. og að síð- ustu í 5 mínútur. — Ræðuhöldunum var hagað eftir stafroLsröð flokk- anna, þannig, að Alþýðuflokkurinn hóf umræðurnar íyrsta kvöldið, Framsóknarflokkurinn annað kvöldið, og Sjálfstæðisfiokkurinn þriðja kvöld- ið. — Kommúnistaflokknum hafði ekki verið gefinn kostur á að taka þátt í umræðunum, þar sem hann hefir ekkert haft með þingmálin að sýsla, en á miðvikudagskvöldið var fulltrúa frá honum leyft að halda 7s> tíma ræðu samkvæmt ósk flokksins. Mánudagskvöldið. Jón Baldvinsson, formaður Al- þýðuílokksins, lióí umræður á mánu- dagskvöldið. — Skýrði hann fyrst frá hlutleysi því, sem Alþýðullokk- urinn heíði, um ótiltekinn tíma, lofað stjórn Tryggva Lórhallssonar, er hún var mynduð í ágústmánuði 1927, og ástæðunum fyrir því, að flokkurinn hefði afturkallað það á hinu nýrofna þingi. Því nær hvert mál, sem Alþýðuflokkurinn hefði borið fram á tveimur síðustu þing- um, hafði Framsóknarstjórnin og flokkur hennar hundsað. Raunar væri það ekki nema eðlilegt, að þjóðnýtingannálin mættu þannig lag- aðri meðferð hjá llokkum þeim, sem halda vildu uppi núverandi þjóðskipu- lagi, en að ganga á móti fretnur smávægilegum umbótamálutn og sjálí- sögðutn mannréttindamálum, eins og Framsókn hefði gert, væri meira en Alþýðuflokkurinn gæti sætt sig við, Helsti maður Framsóknar, Jónas frá Hriflu, hefði t. d. risið öndverður gegn því, að þeir, sem þægju aí sveit, fengju kosningarrétt, það hefði þó Sjálfstæðisflokkurinn getað að- hylst — Eins væri Framsókn gegn því, að réltlátara kjórdæmaskipulag kæinist á í landinu, jafnvel að bætt yrði nokkuð úr því stórkosdega ranglæti, sem nú ætti sér stað í þeim efnum. ITefði Jónas frá Hriflu m- a. lýst því yfir, að Framsókn V£eri á móti því að bæta einu einasta þ'ngsæti við Reykjavík, þó hún hefði fylstu sanngirniskröfu til 5 til 6 úýrra þingsæta. Annars hcfði engin Bfeyting á kjördæmaskipuninni legið fýrir síðasta þingi og lægi held- ur ekki fyrir kjósendunum nú, að- eins um það, að ræða að koma þeirri ^heimildHnn í stjórnarskrána, að gera megi breytingar á kjör- dæmaskipuninni með sérstökum lög- um, þessi heimiid heíði verið í stjórnarskránni áður, en verið tekin þaðan er landskjörið var lögleitt. Nú, er ráðgert væri að leggja það niður, væri farið fratn á að taka þessa heimild upp aftur, — annað viðvíkjandi kjördæmaskipuninni lægi ekki fyrir við þessar kosningar. — Að síðustu mintist ræðumaður nokk- uð á íjármálabúskap Framsóknar og kvað Alþýðuflokkinn vera ó- ánægðan með hann, væru h'til bú- hýggindi í því að eyða í fyrirhyggju- lej^si á góðærisárunum, en verða svo að skera niður verklegar frain- kvæmdir strax og kreppa gerði vart við sig, vegna þess að ekkert hefði verið hugsað fyrir morgundeginum. Tryggvi Þórhallsson forsætis- ráðheTa og íormaður Framsóknar- flokksins var næsti ræðumaður. Var ræða hans mest glamur- og gífuryrði, satnfara því næst samíeld- utn ósannindavef. — Hann byrjaði ræðu sína með því að segja, að við kosningarnar 1927 hefði þjóðin lagt grundvöllinn að alhliða framfarastarf- semi og það væri síður en svo að Framsókn hefði svikið loíorð sín við kjósendurna. Raunar hefði ríkið safnað talsverðum skuldum — það var næstum eini sannleikurinn hjá Tryggva — en framfarirnar væru líka stórfeldar á tímabilinu. Búnað- arbankinn, með öllum sínum deild- um, hefði tekið til starfa og þar hafi altaf verið íé fyrir hendi til að fullnægja þörfum landbúnaðarins(l) Stjórnin heíði keypt snjóbíla, sem mikla framtíð ættu fyrir höndum, hún hafi kornið í framkvæmd áburð- arlöggjöfinni og ýmsum öðrum mik- ilsvarðandi nauðsynjamálum land- búnaðarins. Menningarmálunum hefði aldrei fyr verið gefinn slíkur gaum- ur fyr. Iiéraðsskólar, húsmæðra- skólar hefðu risið upp hér og þar og menningin streymt inn í sveit- irnar. Öllu þessu heíði Framsókn áorkað. Llún ein berðist fyrir áhuga- málum landbúnaðarins. Nöldur Sjálf- stæðismanna um eyðslusemi stjórn- arinnar ættu bændur ekki að láta á sig íá, ávöxtur hennar væri marg- íaldur og nú væri ísland betur und- ir það búið að mæta örðugleikum en nokkru sinni áður. — Þingrofið kvað T. f’. hafa verið beina skyldu stjórnarinnar; það hefði orðið að skjóta málum til þjóðardóms, and- stöðuflokkar stjórnarinnar heíðu ætl- að að ofurselja sveitirnar Reykja- víkur-valdinu, með því að breyta kjördæmaskipulaginu og koma kosn- ingunum þannig fyrir, að höfðatalan kærni til að ráða — en ekki þúfna- kollarnir. Pá kvað forsætisráðherra þingmenn Alþýðufloklcsins hafa svik- ið kjósendur sína, þeir hefðu verið kðsnir til þess að »vinna á móti íhaldinu« en nú hefðu þeir gert við það bandalag — þetta væri ein á- stæðan til þingrofsins. Jón Þorláksson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, tók þar næst til máls. Stjórn Tryggva Þórhallssonar kvað hann hafa halið göngu sína með því að brjóta lög landsins —■ varð- skipalögiri — og nú hefði hún fært sig það upp á skaftið að brjóta stjórnarskrá ríkisins og gerast ein- ræðisstjórn, þingbundin konungs- stjórn væri ekki lengur í landinu. — ÍPingrofið, er Tr. í\ hafði fengið konunginn til að fyrirskipa, væri einsdæmi í sögunni. Tryggvi Þór- hallsson hafi þar beinlínis svikist að þinginu; engan hafi órað fyrir að slík ódærni væru í vændum. í stað þess að bera sig karlmannlega og mæta vantraustinu í þinginu, h’afi stjórnin skriðið á náðir kon- ungsins og fengið hann til að reka þingmenn heim frá hálfunnum störí- um. — Með þessu framferði sfnu hafi stjórnin framið þingræðisbrot, þjóðræðisbrot og stjórnarskrárbrot. Áður hafi þingroí aldrei komið til framkvæmda fyr en þingið hafi lok- ið störíum, og í núgildandi stjórnar- skrá sé það tvímælalaust tekið fram, að ekkí megi slíta þinginu fyr en fjárlög hafi verið samþykt, Áður hafi þetta ákvæði ekki verið í stjórn- arskránni en þetta hafi verið ófrá- vikjanleg regla, en ákvæðið sé sett inn í stjórnarskrána frá 1919 og sé svo tekið fram greinargerð frum- varpsins, að þetta ákvæði sé sett inn í stjórnarskrána til þess að IryggÍ-'1 það að þingið sé ekki látið hætta störíum fyr en fjárlög hafi verið samþykt. Hér sé þvt um tví- mælalaust stjórnarskrárbrot að ræða hjá stjórninni. Kvaðst J. Þorl. leggja lítið upp úr því, þó lögfræðingar ^tjórnarinnar kæmu, eftir að verkn- aður heíði verið framinn, og rejmdu með hirtogunum og lögflækjum að skýra stjórnarskrána á annan hátt. — í þingrofsbeiðni sinni til kon- ungs hafi Tr. Þ. fært vantraustið sem einu ástæðuna fyrir þingrofi, en eftir að hafa fengið það, hafi hann fundið upp á því að gera

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.