Íslendingur

Útgáva

Íslendingur - 08.05.1931, Síða 2

Íslendingur - 08.05.1931, Síða 2
2 ÍSLENDINGCR I Margrét Ragúels. | Iiún andaðist að heimili sínu hér í bænum um hádegisbilið á mið- vikudaginn, 6. þ. m. — Var blóð- kreppusótt banamein hennar, Margrét hciún var kjördóttir Jóhanns kaupmanns Ragúels og frú Guðrúnar konu hans. — Hún var fædd á nyársdag 1901 og var því 30 ára og rúmra 4 mánaða er hún lézt. í’riggja ára kom hún til fóst- urforeldra sinna og dvaldi hjá þeim hér á Akureyri jafnan síðan, að undanskildum tveimur árum, er hún dvaldi í Danmörku. Á skrifstofu Síldareinkasölunnar hér vann hún frá því sú skrifstofa var sett á stofn. Flestum konum var Margrát hug- þekkari, þeim, er nokkur kynni höfðu af henni. Hún var stillt og prúð í framkomu og mörgum góðum kostum búin, Hún var vel að sér um margt, sérstaklega unni húu hljómlist og söng og lék prýðisvel á slaghörpu. — Það var ánægja og yndi að vera í návist hennar, þegar vel lá á henni. Umhverlið varð bjartara og fegurra þær stund- irnar. — Nú er hún horfin í dal dauðans á bezta skeiði lífsins. Harmurinn sem kveðinn er fósturforeldrunum við fráfall hennar er þungbær, og fjölmennur vinahópur saknar hennar sárt og lengi. kjördæmaskipulagsbreytingu, er hann kveður andstöðuflokka stjórnarinnar hafa komið sér saman um, sem á- stæðu þingrofsins — Nú hafi ekk- ert slíkt mál legið fyrir þinginu og liggi heldur ekki fyrir þeim kosn- ingum, sem nú f.ira í hönd, stjórn- arskrárbreytiiigin verði að samþykkj- ast fyrst áður en að slíkt mál geti komist að. — Hitt aítur á móti rétt, að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Ak þýðuflokkurinn séu sammála um það, að núverandi kjördæmaskipu- lag sé svo ranglátt, að ekki sé leng- ur viðunandi og að áliti þeirra séu hlutfallskosningar réttlátasta lausnin. —- Sjálfstæðisflokknum hafi aldrei til hugar komið, að taka eitt einasta þingsæti frá sveitunum, en þar sem stjórnarskrárfrumvarp stjórnarinnar hafi farið fram á að leggja niður landkjörnu þingmennina, væri það ætlun Sjálfstæðisflokksins að nota þá þingmannatölu til að bæta úr mis- réttinum, — Benti J. ÍL á, að hlut- fallskosningar hefðu áður legið fyrir þinginu. Hafi Hannes Hafstein borið fram frv. um þær á þinginu 1905 og aftur 1907 og hafi flestir mætustu menn þingsins verið þeim eindregið fylgjandi. — Nefndi J. 1°. þar til, auk H. H., þá Guðlaug Guðmundsson, Pétur Jónsson frá Gautlöndurn, Ólaf Briem og f’órhall biskup Bjarnarson, föður Tr. Þ., er komst m. a. svo að orði: »Þetta er gott og göfugt mál. Fyrir mér eru góð hlutfallskosninga-lög réttlælis- hugsjón.* Nú kvæði við annan tón hjá syninum. — Jónas Jónsson frá Hriflu hefði í riti sínu »Komandi dr*. einnig verið fylgjandi hlutfallskosn- ingum og stórum kjördæmum. Bægslagangur Tr. fk gegn »rétt- lætishugsjón« föðursins væri honum sízt til vegsauka. J, Þorl. fanst fátt til um loforða- efndir Franjsóknar, sem Tr. I3. hefði svo mjög gumað af. Flokkur- inn hefði lofað að forðast skulda- söfnun og grynna á skuldum ríkis- ins, ef þess væri kostur. — Einmuna góðæri hefðu verið mest alt stjórn- artímabil Framsóknar en loforða- efndirnar hafi orðið þær, að meir en tvöfalda ríkisskuldirnar. — Að Framsókn hefðf mest og bezt barist fyrir landbúnaðinum, kvaðst J. f1. ekki viðurkenna, Sjálfstæðisflokkur- inn stæði J<'ramsókn þar sízt að baki, Ftamsókn hefði jafnvcl snúist önd- verð gegn sumum helztu nauðsynja- málum hans, svo sem atvinnu- rekstrarlánafrumvarpinu, er Sjálf- stæðisflokkurinn hefði borið fram og raforkumáli sveitanna. Sýndi sú andstaða sig hvað bezt nú í afstöðu ílokksins gagnvart Sogsvirkjuninni. Jón Bald. tjáði sig sammála Jóni Þorl. í því sem hann hefði sagt um þingroíið. Ástæður þær, sem stjórn- in hefði fært fyrir því, væru yfir- skinsástæður. einar. — Tr. f’órhalls- son kvað dóm pjóðarinnar standa oíar dómi þingsins og til hennar skyti hann máli sínu, og var klökk- ur í þeirri áfrýjun sinni, Ósamræmi kvað hann það hjá Sjálfstæðismönn- um að vera að víta Frarasóknar- stjórnina fyrir eyðslusemi og skulda- söfnun og samtímis gera bandalag við Jafnaðarmenn til að láta ríkið Jtaka á sig nýjar ábyrgðir og lán ijjfyrir 14 milj, kr. Stjórnin liefði V.fengiö aðvörun frá útlöndum um t. aö lála rikiö ekki ganga i ábyrgöir. Íj —- Jón Þorl kvað sér ókunnugt um ilað Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið jfram á nokkrar lántökur í þinginu eða gert bandalag við jafnaðarmenn í því augnamiði. Hitt væri rétt að í frumvarpi Sjálfstæðismanna um rekstrarlán fyrir bátaútveginn og smáiðju hafði verið farið fram á 3 milj. kr. ábyrgð fyrir reikningsláni en því ætti engin hætta að vera samfara, og ábyrgðin fyrir Sogs- virkjuninni, sem heldur ætti ekki að vera áhætta fyrir ríkissjóðinn, en sem væri nauðsynleg til þess að koma þessu mikla nauðsynjamáli f framkvæmd. — Gaspur Tryggva Þórhallssonar um að Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn sætu á svikráðum við sveitirnar og ætl- uðu að oíurselja þær Reykjavíkur- valdinu, væri eintómur hugarburður og mundi það fljótlega sýna sig, ef að þingmönnum Reykjavíkur yrði fjölgað upp í 7, svo að Framsókn kæmi þar að manni, að þá mundi annað hljóð koma í strokkinn. Þriðjudagskvöldið. Eysteinn Jónsson skattstjóri og skjólstæðingur Jónasar frá Hriflu hafði verið fenginn af Framsóknar- höfðingjunum til þess að tala um fjár- málastjórn Framsóknar og lofsyngja hana, er enginn af fyrv, þingmönn- um flokksins var fáanlegur til þess. Talaði svo maður þessi af miklum fjálgleik um það hversu frámunalega vel Framsókn hefði stjórnað fjár- málunum, hún hefði aðeins aukið hinar beinu og ótvíræðu skuldir ríkissjóðs um rúmlega helming, úr rúmum 12 milj, kr. upp í nærféllt 25 miljónir og þetta hefði skeð í þeim mestu góðærum, er komið hefðu yfir þjóðina um langan aldur. Og svo væri »Ihaldið« svo ósvífið að finna að þessu, því væri sæmra að hugsa um þær 32 miljónir sem bankarnir hefðu topað og því væri að kenna, þó töpin hefðu að mestu eða öllu leyti skeð á árunum 191$ — 1919, mörgum árum áður en hinn fyrverandi íhaldsflokkur varð til, og honum og Sjálfstæðisflokknum því með öllu óviðkomandi. — Margt álíka spakmælt mæltl þetta fjármála- ljós Framsóknar, bg var óspar á illyrðum og aðdróttunum, eins og sæmdi góðum og námfúsum la^ri- sveini Hriflu-Jónasar. Ólafur Thors talaði næstur og gekk meiri hluti ræðu hans út á að svara inngangsræðu Tryggva l3ór hallssonar frá því kvöldinu áöur. — Kvað hann Tr. I3. hafa mælt svo um að dæma bæri stjórnina eftir tvennu, og það væri hvernig hún hefði efnt loíorð sín um viðreisn lundbúnaðarins og hvernig henni hcíði farist fjármálastjórnin. Vitan- lcga ætti stjórnin að dæmast eftfr fleiru en að þessu tvennu skyldi þó vikið. M.a. hefði Tr, 3p. talið meðal þeirra afreka, er Framsókn hefði unnið til viðreisnar landbúnað- inum, vegi og brýr, sem ekki væri íarið að byrja á E’annig kvaðst ræðumaður ekki vita til að nýr veg- ur væri komin yfir Hellisheiði eða brú á Tverá, en af þessu hvoru- tveggju hefði 'fr. í3. verið að státa. Mikið hafði Tr. í\ gumað af bráttu og framkvæmdum Framsóknar í áburðarmálinu. Tingsagan sýndi nú hinsvegar að Sjálístæðisflokkurinn hefði veitt þessu máli langtum ein- dregnara fylgi en Framsókn hefði gert, og á síðasta stígi málsins heíði flokkana aðeins greint á um, hvort ríkiseinokun ætti að vera á áburðin- um eða hann seljast í frjásri verzl- un, hefðu Sjálfstæðismenn verið van- trúaðir á að einokun áburðarins yrði bændum happadrýgri og væru það enn. Þá hafi Tr. í\ htósað stjórn sinni og flokki óspart fyrir stofnun Búnaðarbankans og látið svo um mælt, að hann hefði frá stofnun séð fyrir lánsþörf bænda. Freklegri ósannindi gætu menn trauðla hugs- að sér. Fyrsta slarfsárið hefði bank- inn svo að segja verið peningalaus. Stjórnin hafi strax og lögin um stofnun bankans voru komin á pappírinn, skipað bankastjóra og starfsmenn bankans en séð honum fyrir engu fé lengi framan af. Sam- þykkt hafi verið af þinginu heimild til stjórnarinnar að taka allt að 12 milj. kr. lán handa bankanum og hafi Sjálfstæðismenn allir greitt atkvæði með lántökuheimildinni, þótt flokknrinn yfirleitt væri á móti stórfelldum lántökum. Er svo stjórn- inni heíði loks tekist að fá lánið, hafi stjórnin látið aðalblað sitt Tím- ann lýsa því yfir að hver einn einasti eyrir af þessum 12 miljóaum gengi iil bankans og þarfa landbún- aðaiins. En efndirnar hefðu orðið þær að bankinn hafi aðeins fengið 3,6 milj, kr. af lánsupphæðinni og orðið síðan að láta af henni Ó/j milj. kr. Sambandsins, 300 þús. kr. hafi runnið til Kaupfél. Eyfirðinga og 600 þús. kr. f Bygginga- og landnámssjóð. Eftir þá aðeins 1,2 milj. ki. handa bænduin til landbún- aðarframkvæmda af 12 miljónum, sem hefðu átt að ganga til þeirra; væri ekki að undra, þótt Tr. Þ. íéti mikið yfir því, þversu vel stjórn hans hefði séð bankanum qg landbúnað- inum farboða. Prátt fyrir gjatpur Tr. !\ um velferð landbúnaðarins undir Framsóknarstjórninni, væri vafasamt hvort bændur landsins hefðu nokkru sinni staðið hallari fæti fjárhagslega en nú, og aldrei hefði verið meiri f$lksstraumurinn úr JARÐARFÖR Möggu okkar, sein andaðist G. þ.m., fer fram frá lieimili okkar laugardaginn lfl. þ.in kl. 1 e.h, Guðrún og Jóh. Ragúels. Hérineð tilkynnist vinum og vandamönnum að dóttir mín og eiginkona Sigurhanna Jónsdóttir andaðist á Kristnesliæli aðfarar- nótt 4 þ.m. Jarðarförin ákvcðin þriðjudaginn 12. þ m. frá kirkj- unni kl. 1 e. h. Engilráð Jóhannsdóttir. Guðinundur Halldórsson. sveitunuin en einmitt nú, gæfi þetta noltkra bendingu um, hversu mikið mark væri á orðum Tr. I3. takandi. Fjármálstjórn Framsóknar hlyti að verða henni til dómsáfellis hjá þjóð- inni. Árin 1928—1930 hafi hún só- að rúmum 30 milj. kr. utan íjár- lagaheimildar. Áætlaðar tekjur þessi árin hafi samtals verið rúmlega 33Y4 milj, kr., en hali orðið vegna ein dæma góðæris nálega 48 miljónir. Allan tekjuafganginn 14,6 miljónir kr. hafi stjórnin étið upp og auk þess aulcið skuldir ríkisins um 1572 milj, kr. Hafi hún haft á milli handa þessi árin rúmar 60 miljónir og eitt öllu saman svo að nú sé tómhljóð í ríkisfjárhirzlunni og tæp- lega hægt að inna af hendi lögboð- in gjöld. Þannig hefði stjórnin eínt ráðdeildina og sparnaðinn í fjárinál- unutn. Stefán Jóh. Stefánsson hæsta- réttarmálafærslumuður talaði fyrir hönd Alþýðuflokksins. Var ræða hans mest um skatta- og tollmála- stefnu flokksins og hversu hún væri ákjósanleg fyrir verkalýðinn Að ræðu hans lokinni skeðu þau fynrbrigði að hinum ákveðna ræðu- manni Framsóknar, Eysteini Jóns- syni var »varpað út« af lærimeist- ara sínum Hriílu-Jónasi. — l?ótti »meistaranum« lærisveininum hafa farist óhönduglega vopnaviðburður- inn. Fékk þó Eysteinn að segja nokkur orð áður en að Jónas tók af honuin orðið, og þau voru á þá leið, að hann bæði menn að minnast þess að Ólafur Thors héfði ekki hrakið ræðu sína og með það hvarf vesalings miðurinn úr ræðú- stólnum en Jónas tróð þar upp. -r- Helti hans sér þegar yfir Ól. Thors með persónulegum skömmum og ærumeiðandi aðdróttunum en leiddi landsmálin hjá sér. M.a kvað |ónas illa sitja á Ól. Thors að tala um ó- ráðvanda fjármálastjórn hjá Fram- sóknarstjórninni, hann sem hefði gert sig sekan um að hafa haft af bönkunum 300 þús. kr. á óheiðar- legan hátt og nú væru bankarnir farnir í mál við hann til að ná pen- ingunum aftur. — Ólafur kvaðst mnndu lögsækja Jónas fyrir þessi ummæli hans. Kveldúlfsfélagið hefði Keypt fisk fyrir þessa upphæð að einum útgerðarmanni og hefðu þau kattp farið íram samkvæmt öllum venjulegum viðskiptareglum af fé- lagsins hendi og fiskurinn verið borgaður. A5 fiskurinn væri veð- settur bönkunum hafi íélagið ekki vitað, og það yrði dómaranna að skera úr, hvort Kveldúlfur yrði að tvíborga fiskinn, sökin, eins og allir sægju, væri seljandans en ekki kaupandans. En aðdróttun Jónasar sýndi vel hið seyrða innræti manns- ins. Á Jónasi og lagsmönnum hans mundi nú sannast málshátturinn að -sér grefur gröf þógrali*. Fann 12. júní n.k. inyndi þjóðin kve$a upp dautfadóm yfjr stjórp Tryggva Pórhailssonar og óstjórn Jópasar frá ÍJriflu og — á morgun kvaÁst ólafur fara austur í Rangárvalía- sýslu til þess að undirbúa jarðar- förina. — Miðvikudagskvöldið. Magnús Jónsson prófessor hóE utþ.ræður fyrir hcjnd Sjálfstæhi§-

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.