Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 29.05.1931, Blaðsíða 1

Íslendingur - 29.05.1931, Blaðsíða 1
ISLE Talsími 105. XVII. árgangur. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Akureyri, 29. maí 1931. Strandgata 29. 24. tölubl. AKUREYRAR BIO Engar sýningar fyrst um sinn sakir vélabilunar og aðgerða á húsinu. N ý .i a b í ó Föstudagskvöld kl. 81 /2: Ný mynd. Mannaveiðar. Afarspennandi kvikmyndasjónleikur í 6 þáttum. Aðalhlutv. leika: Carlo Aldine og Maly Delschaft. Mynd þessi gerist aðallega í Sviss og er, eins og nafnið bendið til, ærið viðburðank og sérlega vel leikin. Ef ykkur leiðist, þá farið og sjáið þessa mynd, það borgar sig. Laugardags- og sunnudagskvöld kl. 81/2: Ný mytid. Halló! ! Afríka! Halló! Sprenghlægileg gamanmynd í 8 þáttunv Litli og Stóri. Tekin af Pall?díum-film undir stjórn I LAU LAURTZEN. Petta er ein af allra nýjustu myndum Litla og Stóra og jafn- framt dýrasta myndin, sem PalladiumféLagið hefur tekið. Ferð- aðist Lau Lauritzen með heilan leikflokk til Mideira og Canar- isku eyjanna, og í hinu stórkostlega fagra umhverfi þar var myndin tekin, A'drei hafa vinir okkar lent í eins einkennilegum og skemmlilegum æfintýrum og í þessari mynd, enda kunna þeir alt af bezt við sig undir stjórn þess manns, sem gerði þá heims- fræga, en það var Lau Lautitzen. Sunnudaginn kl. 5: Alþýðusýning. Niðursett verð! Stórkostlega spennandi mynd, og skemmtileg fyrir yngri sem eldri. — Sjá götuauglýsingar, — I rramsóknarloforðio. Nokkrar spurningar til Dags. I. Hér í blaðinu birtist nýlega grein um loforðaefndir Framsóknarstjórn- arinnar. Var þar drepið á hin helztu loforð, er foringjar flokksins höfðu gefið fyrir kosningarnar 1927 — loforð, sem Framsókn ætlaði að framkvæma, kæmist hún til valda eftir kosningarnar — og hverjar efndirnar hafi orðið eftir að flokkurinn náði völdunum í sínar hendur. Um grein þessa segir Dagur að hún sé öll »órökstuddur illyrðaaustur um Framsóknarstjórn- ina« og þar hvorki hirt um sann- leika eða réttlæti í garð Framsókn- ar. »Lygin og órétllætið* séu vopnin sem notuð séu. Með einnri undantekningu rökstyður Dagur þessi ummæli sín engu orði og hrekur ekkert af því, sem í greininni stóð. Hér skal því málið tekið að nýju til meðferðar, svo að Degi gefist kostur á að færa sönnur á staðhæfingar sínar. í þessari umræddu íslendings- grein var tekið fram, að Framsókn- arhöfðingjarnir hefðu lofað, kæmist Framsókn til valda 1927, að neyta sparnaðar í fjármálum og greiða skuldir ríkissjóðs; lofað að lækka útlánsvexti bankanna; lofað að lækka skatta og tolla; lofað að uppræta dýrtíðina í landinu; lofað a'ð bæta atkomu sveitanna, svo að fólkið héldist þar við og flyktist ekki í kaupstaðina og sjávarþorpin — og lofað að stjórna landinu rétt- látlega og óhlutdrægt, með alþjóð- hag fyrir augum. Þetta voru lof- orðin, sem drepið var á, og sýnt fram á, að þau hefðu öll verið svikin. Nú vill íslendingur beina eftir farandi spurningum til Dags, sem vonandi er að hann svari undan- bragða- og refjalaust: 1. Vill Dagur halda því fratn, að stjórnin hafi sýnt sparneytni í meðferð sinni á fé ríkissjóðs, eins og foringjar Framsóknar lofuðu fyrir kosningarnar 1927? 2. Vill Dagur neita því, að tekj- ur ríkissjóðs hafi verið meiri stjórn- arár Framsóknar en áður hefur átt sér stað, og aðstaðan til skulda- greiðslu því góð? 3. Vill Dagur halda því fram, að stjórnin hafi notað hina óvenju- lega góðu aðstöðu, sem góðærin veittu henni, til þess að greiða skuldir ríkissjóðs? 4. Vill Dagur halda því fratn, að stjórnin hafi lækkað útlánsvexti bankanna eins og Framsókn lofaði að gera? 5. Vill Dagur halda því frarn, að Framsókn hafi lækkað tolla og skatta á landsmönnum eins og hún lofaði að gera? 6. Vill Dagur halda því fratn, að Framsókn hafi útrýmt dýrtíðinni í landinu eins og hún lofaði að gera? 7. Vill Dagur halda því fram, að Framsókn hafi bætt fjárhagslega afkoinu bænda eins og hún Iofaði, og að henni hafi tekist að bæta svo lítsþægindin í sveitunum að fólkið uni þar hag sínum og sé hætt að streyma í kaupstaðina og sjáfarþorpin? 8. Vill Dagur halda því fram, að stjórn Tryggva Þórhallssonar hafi stjórnað landinu réttlátlega og óhlutdrægt, með alþjóðarhag fyrir augum eins og Iofað var? Er nú annað hvort fyrir Dag að gera, að halda því fram, og sarina með skýlausum rökum, að öll þessi fögtu loforð Framsóknar hafi verið eftid, — eða að játa með þögninni, að þau hati öll verið svikin eins og íslendingur sýndi fram á í greininni *Loforðasvik- ararnin. II. Undantekningin, sem getið er um hér að framan, snertir síðustu spurninguna, sem hér er beint til Dags. Þar reynir blaðið að færa fram rökstudda vörn fyrir stjórnina, en bágborin er hún eins og sýnt skal verða. Blaðið ber ekki við að mótmæla þeim sakarburði á stjórn- ina, að hún hafi lagt heilar stéttir þjóðfélagsins í einelti og ofsótt þær miskunnarlaust og látið níða og rógbera sakiausa og heiðarlega menn — þeim ásökunum sér blað- ið sér ekki fært að mótmæla, al- þjóð er það atferli stjórnarinnar og leigukinda hennar of kunnugt til þess; en ásökunina á stjórnina um hlutdrægni í embætta- og stöðu- veitingum reynir blaðið að hrekja með því að tilfæra nokkur dæmi — sennilega öll sem til eru — er sýna að Sjálfstæðismanni hafi ver- ið veitt embætli, staða eða styrkur af Framsóknarstjórninni, eru tilfell- in 14, sem blaðið fær týnt til, og svo smávægileg eru sum þeirra, að þau koma manni til að brosa, er þau eru færð fram sem sönnun fyrir óhlutdrægni Framóknarstjórn- arinnar í embættaveitingum, má þar til nefna, að af 200 skó/anefnd- armönnum, setti stjórnin hefur skip- að, getur Dagur bennt á 2, segjum og skrifum tvo, Sjálfstœðisrnerm, setn stjórnin hefur veitt þetta virðu- lega og hálaunaða hnoss. — Það er nefnilega launalaust. Um embættaveitingar, sern Dag- ur tilfærir, er það að segja, að stjórnin gat í flestum tilfellum ekki annað en veitt embættin þeim, er hún gerði. Hún veitti Magnúsi Jónssyni prófessorembættið í guð- fræði við Háskólann, sakir þess að hann var settur í embættið; há- skólaráðið mælti einróma með því uð hann fengi það og hann var þess utan eini umsækjandinn. — En það, sem mun þó frekast hafa komið stjórninni til að veita hon- um embættið, en láta hann ekki vera áfram settan, var að einn af vinum hennar var settur í hið fyrra embætti Magnúsar við Háskólann og vildi fá veitingu fyrir því, en það var ekki hægt nema að veita Magriúsi samtímis pröfessors- embættið, og var stjórninni nauð- ugur einn kostur að gera það til þess að geta tryggt vini sínum hina fyrri stöðu Magnúsar. Þá er það, að stjórnin gerði Pétur Magn- ússon að meðbankastjóra við Bún- aðarbankann. Pétur var forstjóri Ræktunarsjóðsins og Byggingar- og landnáinssjóðs, sem urðu aðalviðj- ar Búnaðarbankans, er hann var stofnaður, átti Pétur allra hluta vegna að verða aðalbanka- stjóri, ef nokkuð réttlæti hefði ver- ið sýnt í bankastjóravalinu, en Framsóknarréttlætið úthlutaði Pétri aðra aðstoðarstjórastöðuna en tróð einum sinna manna í hið rættmæta sæti hans. Ætti Dagur sem minnst ^ð gorta af þeirri »óhlutdrægni« Framsóknarstjórnarinnar. — Sjálf- stæðismanninn Sigurð Briem gerði sljórnin að póstmálastjóra, segir Dagur. Jú rétt er nú það, en Sig- urður Briem var aðalpóstmeistari áður og hér var aðeins breytt um nafn á embættinu, og sennilega hefur stjórnin ekki treyst sér til að notfæra sér þessa nafnbreytingu til þess að reka þann mann úr embætti, sem verið hefur yfirmaður póstmálanna hér á landi í hálfan fjórða tug ára, og það með prýði. Þá er skipun Qísla /. Ólafsonar

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.