Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 29.05.1931, Blaðsíða 4

Íslendingur - 29.05.1931, Blaðsíða 4
4 fSLENDINGCR bankanna, ef þá skuld er hægt að leggja nokkrum flokki á herðar. — Annars er það um töp bankanna að segja, að þau stafa mestmegnis af óviöráðanlegum verðbreytingum og að borgað hefur verið meira fyrir framleiðslu landsmanna en fyrir hana fékkst aftur, ogersáhlat- inn ekki tap þegar litið er á þjóð arheildina, lieldur eignatilfærzla innan þjóðfélagsins. Búnaðarbankinn, Þegar Framsóknarmönnum er bent á fjársukk stjórnarinnar og af- glapa mergð hennar, er venjulegasta svarið, sem vega á upp á móti öll- um misgerðunum, þetta; »Við stofn- uðum þó Búnaðarbankann!« — Já, nafnið gáfuð þið honum, Með lög- um um Búnaðarbankann voru sam- einaðar nokkrar stofnanir, sem áður voru komnar • upp. — Merkasta deild þeirrai stofnunar er Ræktunar- sjóðurinn, sem stofnaður 1925 fyrir forgöngu Sjálfstæðismanna. Bygg- ingar- og landnámssjóðurinn kom ekki í frambærilega mynd fyr en Sjálfstæðismenn tóku málið að sér. Rekstrarlánadeildin er með öllu mál Sjálfstæðismanna, og sætti megnri andstöðu Framsóknarmanna, þegar Sjálfstæðismenn báru frumvarpið fram í þinginu. Það sem núver- andi ríkisstjórn átti að gera fyrir Búnaðarbankann, og þingið hafði falið henni að gera, gerði hún ekld. Hún átti að útvega honum nægilega peninga til þarfa landbúnaðarins, en það hefur hún svikið. 12 milj. króna lántakan, sem þangað átti að fara, lenti mest öll annars staðar og nú stendur bankinn uppi pen- ingalaus — og með nafnið eitt að skarta með. Fólksstraumurinn úr sveitunum. Fólksstraumurinn úr sveitunum er orðinn mesti örðugleiki landbún- aðarins. Jarðir leggjast víða í eyði og á mörgum er nú rekinn einyrkju- búskapur, þar sem áður var fjöldi hjúa, sumar og vetur. Hinar miklu framfarir, sem landbúnaðurinn hefur tekið, á ymsum sviðum, hin síðari árin, hafa þó ekki megnað að draga úr útstreyminu úr sveitunum, þvert á móti hefur það verið í algleyin- ingi núna síðustu árin — stjórnar- ár »bændas((órnarinnar.« — Flestum ber saman úm það, að helzta or- sökin fyrir útstreyminu sé skortur á lífsþægindum á sveitaheimilunum. — En svo kynlega hefur samt borið við, að þessi sjálfnefnda »bænda- stjórn* og þingflokkur hennar, hafa brugðist öndvert gegn því að auka lífsþægindi sveitaheimilanna. Fram- sókn hefur snúist gegn raforkumáli sveitanna, en lausn raforkumálsin* er merkasti liðurinn í viðhaldi fólksins í sveitunum. Nú á síðasta þingi lá fyrir úrræði til þess að bændur í tveimur landsfjórðungum gætu á næstu 5—10 árum fengið nægilegt rafmagn til allrar heimilisnotkunar. En »bændastjórnin« snérist öfug gegn þessu mesta velferðarmáli landbúnaðarins, vegna þess að hún átti ekki upptökin að því, og áleit sig þess vegna ekki geta fengið heiðurssveig eða dýrðargloríu af framgangi þéss. Því var sjálfsagt að reyna að fá máiið eyðilagt og gera það tortryggilegt á allan hátt í augum þjóðarinnar. Lífsþægindi sveitaheimilanna voru ekki þyngri á metunum hjá Framsókn en það. Frá sendiiierra Oana i Reykjavík heíir íslendingur með- tekið eftirfarandi bréf, dagsett 10. þ. m. I en i Bladet for 24. f. M. optagen Artikel gives Udseende af, at jeg skulde deltage i Framsókns Möder. I Andledning heraf anmodes Bladet om at optage fölgenne: Den Tanke, at jeg skulde deltage i et islandsk politisk Partis Möder forekom- mer mig saa absurd, at jeg ikkö skulde synes nödrendigt at dementere den, men da delte nu synes at være Tilfældet, be- tegner jeg hermed en saadan Paastand soin fuldstændig opdigtet. Jeg vil samtidig benytte Lejligheden til at fremhæve, at over all i Verden er det en Qesandts Ret og Pligt, naar som helst han önsker det, al faa Adgang til hos vedkommende Lands Försteminister eller Udenrigsminister at skaffe sig de for- nödne Informalioner, baade af adminl- straliv og politisk Art. Denne Pligt har jeg selvfofgelig efter- kommet, ligesom jeg ogsaa i den nær- ineste Tid efter Tingoplösningen daglig fra Oppositionspartierne skaffede mig paalidelig Underretning om disses Hold- ning og Anskuelser. Mere har jeg ikke at sige om dette og betragter yderligere Diskusion fra min Side som unödvendig. Fr. de Fontenay. í sambandi við þetta bréf sendi- herrans þykir ísl. rétt að lilfæra eftirfarandi ummæli úr »Vísi« frá 27. f. m. sem snerta framkomu þessa fulltrúa Dana og eru í sam- ræmi við það sem ísl. sagði áður um hana: »Um afskifti danska sendiherrans hérna, af íslenzkum stjórnmálum, er það kunnugt, að hann sem áheyr- andi á þingi, daginn sem þing var rofið, og eftir að sú athöfn fór fram, óð inn í þingsalinn og lét á áber- andi hátt í Ijós vanþóknun sína á framkorpu stjórnarandstæðinga, Og það er vaíalaust þessi framkoma sendiherrans, -sem hefir valdið heim- sókninni til hans, sem umrædd var í danska þinginu. — Þá er það og kunnugt, að dagana eftir þingroíið var sendiherrann mjög tíður gestur hjá forsætisráðherra, Segja kunnugir menn svo frá, að í hvert sinn, sem þess varð vart, að stjórnarílokks- menn kæmi þar saman á fundi, þá hafi sendiherrann sést skunda þang- að á eftir þeim. Er mönnum óskilj- anlegt, hvaða erindi sendiherrann hafi getað átt heim til forsætisráð- herra, jafnvel oft á dag, einmitt þessa dagana, ef hann hafi engin afskifti viljað haía af islenzkum stjórnmálum.« Ötdráttur úr ársreikningum Vélbátasamtryggingar Eyjafjarðar 1930, TEKJUR: 1. Frá fyrra ári Kr. 28,869,32 2. Iðgjöld bátaeigenda 1930 — 28,998,75 3. Frá bátaábyrgðarféla gi Eyjafjarðar — 1,101,47 4. Frá endurtryggingunni — 9,371,26 5 Vextir - 648,63 Kr. 68,989,43 QJÖLD: 1. Greitt til endurtrygging- arinnar Kr. 19,411,48 2. Bættir skaðar: a. Algert tap 1 bátur Kr. 7,000,00 b. Paitaskað- ar 3 bátar - 4,742,52— 11,742,52 3. Reksturskostnaður 1930 — 2,865,99 4. Tapaðar og eftirgefnar skuldir f. f. árum — 7,497,59 5. Yfirfærist til næsta árs — 27.471,85 ^ Kr. 68,989,43 Akureyri 29. apríl 1931. Jón Kristjánsson formaður. ,Má j?vo litaöa pvotta með Rinso?“ Meó RINSO haldast litirnir hreinir og óbreyttir segir húsmó'Sirin. „Og þaiS held jeg nú ! Rinso þvaer hvaö sem er. Fín lérept, „flonel” og lita'ðir þvottar og stórþvottur, allt er helmingi lioegra a'S þvo me'S Rinso. Þa'S þarf ekki aS núa og nudda svo fín lérept endast lengur, og hvítir þvottar verSa hvítari á meir en hel- mingi styttri tíma.“ Er aSeins selt í pökkum — aldrei umbú'Salaust Lítill pakki—30 aura Stór pakki—55 aura LEVER BROTHER3 LIMITED PORT SUNLIOHT, ENOLAND W-R 23-047A Pólsku kolin koma um hclgina. Axel Kristjánsson. Rakstur ineð R O T B AR T rakvélarblaði fullnægir kröfum ** hinna kröfuhörðustu, Par eð HEIMSINS BEZTA rakvélablaðið. “ i v é 1K „Optatus“-tank. í heildsölu hjá Vald. Thaulow, Khöfn. Ts Biðjið kaupinann yðar uni Rotbart-blöö og „Optatus“-tank. Graf Zeppelin. Um mánaðamótin júní og júlí næstk. er gert ráð fyrir að loftskipið „Qraf Zeppelin" komi til Reykjavikur. Kemur það frá Pýzkalandi og hefir þá meðferð- is póst til íslands. — Loftskipið tekur aftur póst t Reykjavík til Þýzkalands og annara landa, bréf og bréfspjöld. Burð- argjald er sem hér segir: Fyrir bréfspjöld kr. 1,00. Fyrir bréf kr. 2,00. Hvert bréf má ekki vega yfir 20 grömin, þyngri bréf veröa eigi tekin til flutnings. — Til frimerkingar á bréfum þessum verða notuð 1 kr. og 2 kr. frímerki yfir- prentuð „Zeppelin 1931“.— Ef einhverjir vilia senda bréf með loftskipinu héðan úr bænum, verða þau að vera komin svo timanlega i póst, að hægt verði að koma þeim til Reykjavíkur í tæka tið. — Zeppelin frimerki verða til sölu á póst- stofunni hér innan skamms. Húsmæður, á kaffipökkunum, sem þið eigið að kaupa, því þeir eru frá kaffirrensl.it AKUREYRAR. Fást í öllum velbyrgum verslunum. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.