Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 29.05.1931, Blaðsíða 2

Íslendingur - 29.05.1931, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGU* 2 í landssímasljóraembættið. Hann var settur í embættið fyrir stjórnar- skiptin og hafði þá í 20 ár verið stöðvarstjóri við símann, lengst af í Reykjavík. Á móti honum sótti maður, sem starfað hafði við sím- ann í 4 eða 5 ár, en hafði flutt sig stjórnmálalega yfir í Framsókn samhliða stjórnarskiptunum. Að veita honum embættið fyrir þennan skoðanaflutning einan treysti at- vinnumálaráðherrann sér ekki til, þó að Jónas legði hart að honum að gera það, og er þetta í það eina sinn, sem menn vita til þess að Tryggi Þórhallsson hafi ekki látið í minni pokann fyrir Jónasi — en að Jónasi fjarverandi var þó veit- ingin gerð. Að Jón Ólafsson var gerður einn af þremur bankastjór- um Útvegsbankans, stafar af því að samkomulag varð um, að banka- stjórarnir skyldu vera einn af hverjum flokki. Þótti sú ráðstöfun tryggust fyrir bankann. Að Bogi Ólafsson var skipaður fastur kenn- ari við Menntaskólann, eftir að hafa verið settur kennari þar í 10 ár, var ekki nema sjálfsögð skylda er staða losnaði, og hefði skólinn mist einhvern bezta kennara sinn ef Bogi hefði verið beittur því ranglæti að fá ekki siöðuna. Um Jóhann skipherra á Óðni og veit- ingu hans er það að segja, að hann hefur verið skipherra á varðskipum ríkisins frá upphafi vega þeirra og leyst þenn starfa ágætlega af hetidi, og hefði það mátt kallast hið arg- asta gerræði af stjórninni, þótt hún fengi ný varðskipalög til fram- kvæmda — hefði notað þau til að svifta hann stöðunni. Það gleður sýnilega hina hrelldu sál Dagsrilstjórans að geta bent á það, að Jón Þorláksson var feng- inn til þess af stjórninni að rann- saka stofnun og starfseini síldar- bræðsluverksmiðju og Magnús Guðrnundsson til að taka að sér nokkrar innheimtur fyrir landsverzl- unina. Fyrir þessi verk sín munu þeir Jón og Magnús hafa fengið nokkur hundruð krónur. Það er afskaplega átakanlegt veglyndi hjá Framsóknarstjórninni, sem hér kem- ur í Ijós, og verður henni vonandi til sáluhjálpar á efsta degi — því hún gat látið sína menn inna þessi verk einhvern veginn af hendi og mokað í þá þúsundum króna fyrir störfin. Vitanlega hefði það verið óréttlæti og hlutdrægni, en líka í fullkomnu samræmi við flest ann- að, er hún hefur gert í líkum efn- um. — Af öllum þeim aragrúa af embættum og stöðum, sem Fram- sóknarstjórnin hefur veitt, hafa Sjálfstæðimenn fertgið aðeins 5 eða 6 af þeim, sem nokkuð skiphr, og aðeins fyrir þær sakir að stjórnin átti ekki annars úrkosta. í öllum öðruin tilfellum hafa flokksmenn stjórnarinnar og bandamenn henn- ar orðið fyrir valinu. Stjórnin hef- ur ekki litið á verðleikana, heldur á pólitíska litinn, og í sumum til- fellum hefur ranglætið og hlut- drægnin gengið svo langt að stór- hneyksli hefur verið að, nægir þar að benda á veitingu rektorsembætt- isins við Menntaskólann syðra, út- varpsstjórastöðuna og ráðningu nýja læknisins að Kieppi. Engin stjórn á íslandi hefur nokkru sinni sýnt jafn róttækt ger- ræði í veitingum embætta og sýsl- ana sem Framsóknarstjórnin hefur gert, — um það munu ailir sam- mála, sem með sanngirni líta á málin og satt vilja segja — ög af þessu framferði leiðir hina örgustu spillingu út í þjóðlífið, ef kjósend- urnir taka ekki fyrir kverkar henni áður en hún eitrar út frá sér meira en hún hefur þegar gert. Framboðsfundir Frambjóðendur sýslunnar hófu fundarhöld sín í þinghúsinu á Hrafnagili ;i þriðjudaginn. Byrjaði fundurinn kl. 1 og stóð til kl. 7 um kvöldið. Allir írambjóðendurnir — 8 talsins — voru mættir, og sátu fundinn um 60 tilheyrendur. Fund- arstjóri var Davíð Jónsson hrepp- stjóri á Kroppi. Bernharð Stefánsson hóf um- ræður. Kvað hann enga stjórn hér á landi til þessa hafa getað staðist dóm kjósendanna, og var auðséð að hann átti heldur ekki von á því að Framsóknarstjórninni tækist það. Þingrofið kvað hann liafa verið rétt- mætt og væri hvorki um stjórnar- skrárbrot eða þingræðisbrot að ræða í sambandi við það. Var að skilja á honum að aðalástæðan til þing- rofsins hefði verið sú, að jafnaðar- menn hefðu snúist á móti stjórninni, en til þess hefðu þeir ekki haft neina heimild, — en því mótmæltu frambjóðendur Alþ)?ðuflokksins harð- lega. Andvígur kvaðst Bernharð breytingum á kjördæmaskipulaginu, sem rýrði vald sveitanna, en taldi þó kjördæmabreytingu sanngjarna. Vildi að landinu yrði skipt í ein- menningskjördæmi, og svo yrði nokkrum uppbótaþingmönnum bætt við til að jafna misrétti, sem fram kværai í kosningunum. Því fyrir- komuiagi var Einar /ónasson, annar frambjóðandi Sjálístæðisflokks- ins einnig fylgjandi — eða þá að gera landið alt að einu kjördæmi og viðhafa hlutfallskosningar, Þá vítti Einar Framsóknarstjórnina fyrir fjár- bruðl hennar, og kvað það óliygg- inn búskap að nota afkomu góðær- anna þannig, að eyða öllu, sem í ríkissjóðinn kæmi og safna skuldum í ofanálag; ólíkt ráðlegra að saína einhverju í góðærinu í ríkissjóðinn til þess að mæta erfiðu árunum. — Kvað hann nauðsyn á því aö gera atvinnuvegina fjölþættari, því með því móti væri frekast hægt að tryggja atvinnulíiið í landinu. Land- búnaðinum kvað hann bezi henta hægfara framþróun, miðaða við getu bænda, en ekki stór stökk, er reiddu þeim hurðaiás um öxl. Mæltist Ein- ari vel og er hann hið álitlegasta þingmannsefni. Guðm. Skarp- héðinsson kvað aldrei verri stjórn hafa setið að völdum í landinu en Framsóknarstjórnina, og kvað fjár- málastjórn hennar óskaplega. Sér- staklega kvað hann óverjandi, hversu gífurlegn hún hefði farið út fyrir fjárlagaheimildir, slíkt mætti engri stjórn liðast. Halldór Frið Jónsson talaði aðallega úm kjör- dæmaskipunina og óréltlæti hennar og frambjóðendur kommúnista lof- sungu stefnu flokks síns og lofuðu bændum uppgjöf allra skulda og fría læknishjálp og greftrunarkostn- að — en gleymdu að skýra frá því hvaðan peningarnir til alls þessa ættu að koma. Einar Arnason fyrv. fjármála- ráðherra játaði að skuldir ríkissjóðs Framboðsfundur. Framboðsfundur fyrir Akureyrarkjördæmi verður haldinn 31. þ. m. (næstkomandi sunnudag) í Samkomuhúsi bæjarins og hefst kl. 4 e. h. Kjósendur í Akureyrarkjördæmi sitja fyrir húsrúmi. Akureyri 28. Maí 1931. Erl. Friðjónsson. Einar Olgeirsson. Guðbr. Isberg. Kristinn Guðmundsson hefðu aukist að mun í stjórnartíð Framsóknar, og að stjórnin hefði verið mun örari á fé en fyrirrenn- ari hennar, enda væri ekki hægt að komast af með sarna íé og fyrir 10 árum síðan — (þegar dýrtíðin var mest). Stjórnin heíði h'ka gert íjarska mikið, enda hefði líka kaft 15 milj. kr. meira á milli handanna en stjórn J. Þorl. eða 48 milj. kr, rnóti 33 milj. kr, — 15]/o milj. kr. lán tökunnni slept. — Játaði að stjórn j. Þorl. heíði lækkað ríkisskuldirn- ar til rnuna — en svo hefði hún líka fellt undan að telja 4 milj. kr. lán, sem hún hafði tekið (veðdeild- arlánin, sem ríkissjóði eru óviðkom- andi, og sem Landsbankinn stendur að öllu lej'ti straum af), Játaði enn- fremur að erlendir fjármálamenn heíðu varað stjórnina við að láta ríkið taka á sig ábyrgðir, en kvað ósatt að Hambros-banki hefði skip- að svo fyrir, Garðar Porsteins- SOn hæstaréttarlögmaður svaraði þingrofs-hjali Bernharðs. Kvað þing- rolið vera bæði stjórnarskrár- og þingræðisbrot, og færði Ijós og skýr rök fyrir hvort tveggju. Tilvitnan ir þær, sem gerðar hefðu verið í þingrof hjá bðrum þjóðum, væru ekki sambærilegar, og einsdæmi mundi það, að nokkur stjórn færði fram sem ástæðu fyrir þingroíi, frumvarp, sem hún sjálf hefði borið írarn — en stjórnarskrárbreytinga- frumvarp hennar væri af henni tal- in helzta ástæðan til þingrofsins, en túlkað svo, að inn í það hefði verið smelt víðtækri breytingu á kjör- dæmaskipuninni. Þetta væri með öllu ósatt, það eina sem gert hafi verið, væri, að samþykkt heíði ver- ið við 2. umr. Ed. (frumvarpið komst aðeins til 3. umr.), að setja aftur inn i stjórnarskrána heimildina urn að breyta mætti kjördæmaskip- uninni með sérstökum lögum, og heíði sú heimild verið í stjórnar- skránni frá því 1874 fram til þess tíma, að landskjörið hefði verið lögleittt. Nú, er ætti að afnema það, væri sjálfsagt að taka þá heim- ildiaftur upp í stjórnarskrána. — Ekkert hefði getað legið fyrir þing- inu um breylt fyrirkomulag á kjör- dæmaskipuninni, og það mál gæti heldur ekki lcgið fyrir næsta þingi. Þá vítti Garðar harðlega fjármála- stjórn Framsóknar, og gat þar næst um hin fögru kosningaloforð frá 1927, er öll heíðu verið svikin. Vildi Einar Árnason ekki fallast á það, en er Garðar spurði hann hverjar hefðu orðlð efndirnar á loforðunum um lækkun útlánsvaxta, urn íækkun embætta og sparnað á þjóðarbúinu, varð fyrv. ráðherra fár við. Fótti Garöar bera af öðrurn ræðumönn- um hvað mælsku og rökfestu snerti. — Nokkrir hreinræktaðir Framsókn- arbændur urðu til þess að falla fram og votta Framsóknarstjórninni ó- rúfandi traust sitt og hollustu, m. a. fyrir ágæta stjórn fjármálanna (I!) — Slíkir menn hittast nú í Eyjafirði, þótt ótrúlegt sé. Á miðvikudaginn var fundur hald- inn í þinghúsi Glæsibæjarhrepps. — Var aðsókn mun meiri en að Iirafnagilsfundinum, Ræður hnigu í líka átt og fyrri daginn, en Fram- sóknarþingmannaefnin höfðu þar ekki meðbyr sem á Hrafnagilsfund inum, Var fundurinn Sjálfstæðis- mönnutn í vil, og var gerður hinn bezti rótnur að ræðum þeirra. Næsti fundur verður á Siglufirði á morgun. Símskeyti. (Frá Fréttastofu Islands). Rvík 28. maí 1931. Utlend: Frá Róin: Páfaríkið hefir sent spánversku lýðveldisstjórninni orð- sendingu til að mótmæla boðskap lýðveldisstjórnarinnar um trúar- bragðafrelsi á Spáni. Heldur páfinn því frain að trúarbrágðafrelsi sé brot á kirkjulegum sáttmála, sem segi, að kaþólsk trú skuli vera hin eina og æðsta trú manna. Frá París: Briand hefir hætt við að segja af sér utanríkisráðherra- embættinu. Frá Genf: Fundum Fjóðabanda- lagsins heíir verið írestað til 3. sept. í haust. Frá Oslo: VerkíaÚsmenn þeir, sem skotnir voru til bana í Norður-Sví- þjóð, voru jarðsettir 21. þ. m. At- höínin óvanalega hátíðleg og þátt- takan í jarðarförinni fjölmenn. í Stokkhólmi og öðrum borgum fór fram 5 mínútna vinnustöðvun, samkv. áskorun landssambands sænskra verkamanna. Frá Khöfn: Deilur milli Norð- manna og Dana út af Austur-Græn- landi hafa blossað upp að nýju vegna þess að danska stjórnin hefir í hyggju að taka sér lögreglurétt yfir Norðmönnum á Austur-Græn- landi. íslenzkt gulrófufræ fæst í Verzl. „ESJA“.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.