Íslendingur - 13.05.1932, Side 2
2
ISJb..LL-.CUR
þaö ekki heldur nein fyrirmynd, aö
opinberar stoínanir skuldi þannig.«
Ferlugasta athugasemd er sv,o-
hljóðandi:
»í 23. lið 19. gr. er fasrt til út-
gjalda meðal annars:.
a) Útsvar séra Guðrn.
Einarssonar kr. 1,116.67
b) — Markúsar
Jónssonar — 300.00
t>) Bætur til þýzks
togara — 10,889.72
Yfirskoðurarmenn spyrjast fyrir
um, hvernig standi á þessum
greiðslum.
Svar stjórnarinnar hljóöar svo:
a) Útsvarshluti greiddur samkv. lög-
um nr, 59 frá 1928, um friðun
f’ingvalla 3. gr., sbr. 9. og 10.
gr. útsvarslaga frá 1926.
b) Bætur til togarans »Caroline
Spránger* vegna skemmda af
skoti frá islensku varðskipi. Þótti
ráðuneytinu ekki heppilegt að
synja um skaðabætur þessar.«
(Meira).
Símskeyíi.
(Frá Fróttastofu íslands).
Rvík 12. maí 1Q32,
Utlendi
Frá New York: Lík barns Lind-
berghs hefir fundist nálægt heimiii
þeirra hjóna. Var myrt. — Kona
Lindberghs, sem ber líf undir brjósti,
kvað bera sig vel.
Frá París: Doumer forseti frakk-
neska lýðveldisins var skotinn til
bana af rússneskum manni, Gorgu-
loff að nafni, 6. þ. m. Skaut hann
á forsetann þremur skotum og hittu
þau öll. Einnig skaut hann á for-
stjóra lögreglunnar í París og for-
seta rithöfundasambandsins franska
og særðust þeir báðir lítillega.
Talið er að Gorguloff muni vitskert-
ur. — Franska stjórnin ákvað 40
daga þjóðarsorg vegna fráfalls
Doumers og fór útför hans fram á
ríkisins kostnað. — Pjóðþingið kom
saman í Versölum á þriðjudaginn
til þess, að velja eftirmann Doum-
ers og náði kosningu Albert Lebrun,
forseti öldungadeildarinnar.
Frá London: Englandsbanki hef-
ir lækkað forvexti niður í 27s%-
Frá Berlín: Bruning ríkiskanslari
hefir í ræðu í ríkisþinginu sagt að
óhugsandi sé að Pýzkaland geti
hafið skaðabótagreiðslur að nýju.
Vinna verði að samkomulagi um
að allar skuldir stjórnmálalegs eðlis
verði gefnar eftir.
Frá París: Fullnaðarúrslit þing-
kosninganna urðu þau, að vinstri
flokkarnir, sem eru í andstöðu við
núverandi stjórn, fengu 393 þing-
sæti, hægri flokkarnir 198 þingsæti
og kommúnistar 23 þingsæti. Rót-
tæki flokkurinn (radikalir) er fjöl-
mennastur, hefir 158 þingsæti, næst-
ur bandaflokkur hans, sameinaðir
jafnaðarmenn, 131 þingsæti. Búist
er við að Herriot foringi radikala
taki við stjórn af Tardieu.
Frá Tokio: Opinberlega tilkynnt
að Japanar ætli innan mánaðar
að hverfa með landher sinn frá
Shanghai.
Innlend:
Húseignin Holt Garðahreppi
brann á þriðudagskvöldið til kaldra
kola. Húsið stóð autt en f því
voru geymdir ýmsir óvátryggðir
munir. Húsið sjálft vátryggt
■HMHMMMWanBHœ
Okkar alúðar fylsta hjartans þakk-
læti vottum við öllum þeim, er veittu
okkur svo margvíslega hjálp, og
sýndu ckkur samúð við andlát og
jarðarför Jóns Sigurðssonar smiðs,
og heiðruðu minningu hans með nær-
veru sinni við jarðarförina og með
minnin gargj öf um.
Akureyri 10. maí 1932.
Fjölskyldan.
Færeysk skúta »Fugioy« kom
hingað í fyrradag með 15 innflú-
enzusjúklinga. Eru þeir einangraðir
í skipinu.
Útflutningur í apríl nam 2,396,230
kr. og hefir hann yfir fyrstu 4 mán-
uði ársins numið alls 11,989,630 kr.
en innfluttningurinn yfir sama tíma
um 51/* milj. kr. — Aflinn upp til
1. maí 31,985 þurrar smálestir.
Fiskibirgðir í landinu 23,772 þurrar
smálestir.
Gullverð ísi. krónu er nú 61,8C.
Karlakórið Vísir
frá Siglufirði kom hingað með e.s.
Gullfoss í gær, og söng hér í Nýja-
Bíó í gærkveldi. Aðsóknin var slæm,
og bæjarbúum til hinnar mestu van-
sæmdar. Átti flokkurinn það full
komlega skilið að fá húsfyllir áheyr-
enda, bæði sakir þess, hve mikið
hann hefir á sig lagt með aö takast
þessa íerð á hendur, svo og eigi
síður sakir frammistöðunnar, sem
var hin sæmilegasta í alla staði. —
Á söngskránni var margt ágætra
viðfangsefna,. og margt af því söng-
lög, sem ekki hafa heyrst hér fyr,
og farið yfirleitt vel með. Einkum
virtist Fanmarch Wennerbergs tak-
ast mjög vel, sömuleiðis nýtt lag
eftir Sig. Pórðarson. Úrðu þeir aö
endurtaka þau lög og fleiri.
Aage Schiöth lyfsali söng ein-
söng með kórinu í nokkrum lögum,
og tókst það prýðilega. Varð að
endurtaka öll þau lög.
Þormóður Eyólfsson konsúli hefir
söngstjórnina á hendi, og ferst það
mjög vel. Stjórnar einkar látlaust,
og að því er virðist, af nákvæmni
og næmum skilningi á því, sem meö
er farið. —
í kvöld verður söngskemtunin
endurtekin, með þeirri breytingu,
aö nú tekur Geysir þátt í söngnum.
Munu báðir flokkarnir syngja sam-
an nokkur lög, og svo hver um sig,
Er þess að vænta að bæjarbúar
fjölmenni, og láti á sjá, að þeir
kunni að taka á móti jafngóðum
gestum svo sem þeir eiga skilið.
Hafi þeir beztu þökk fyrir komuna.
Meflningarsjúðsbækur 1932
nýkomnar.
Fuglinn í fjörunni, saga eftir
Halldór Kiljan Laxness.
Úrvalsgreinar, þýddar af
Guðm. Finnbogasyni.
í*ýdd ljóö II., eftir
Magnús Ásgeirsson.
Bókaverzl. Kr. Guðmundssonar.
TIL LEIGU.
Herbergi með sérinngangi, ræst-
ing, ljósi vg hita, frá 1. júnf.
Uppl. í síma 127,
rvottapottar
nýkomnir
Tómas Björnsson.
Frá Alþingi.
Fimtardómsfrumvarpið er aftur
komið til neðri deildar. Urðu mikl-
ar umræður um það þar í gærkvöldi.
Bar Héðinn Valdemarsson fram rök-
studda dagskrá svohljóðandi: —
»3?ar sem vitað er að tilgangurinn
með ákvæðum þeim í fimtardóms-
frumvarpinu, sem nú liggur fyrir, er
lúta að veitingu fimtardómsembætta,
er sá einn að lysa vantrausti á nú-
verandi dómsmálaráðherra, en hrein-
lega þykir að það vantraust komi
fram í almennri greinilegri yfirlýs-
ingu, ályktar deildin að lýsa van-
trausti á núverandi dómsmálaráð-
herra og tekur fyrir næsta mál á
dagskrá.« — Forseti frestaði atkv.
greiðslu, og tók málið út af dagskrá.
Guðbrandur ísberg o.fl. fiuttu fyr-
ir nokkru í þinginu frumvarp um
afnám laga um flugmálasjóð, en
samkvæmt þeim lögum skvldi greiða
10 aura gjald af hverri tunnu salt-
síldar og hverju máli bræðslusíldar
og gjaldið renna í flugmálasjóð. —
Gjald þetta hefir numið yfir 50 þús.
kr. á ári, og hefir útgerðarmönnum
þótt þetta þungur skattur, þar sem
þeir töldu að síldarleit meö flugvél-
um kæmi að litlu haldi. Frumvarp-
ið fór til sjávarútvegsnefndar og
klofnaði hún, Vildi meiri lfluti
nefndarinnar, Framsóknarmennirnir,
halda þessum skatti, en minni hlut-
inn (G. ísberg og Jóh. Jós.) vildi
afnema skatt þennan með öilu. —
Hafði ísberg framsögu minni hlut-
ans en Sveinn í Firði meiri hlutans.
Urðu haröar umræður um málið viö
2. umr. en að henni lokinni var
því vísaö til 3. umr. með 13. atkv.
gegn 7 — og nú hefir þaö verið af-
greitt til efri deildar.
Frv. um gjaldfrest bænda og
bátaútvegsmanna hefir verið sam-
þykkt í Nd. og afgreitt til efri deild-
ar. Samþykkt var breytingartillaga
írá Jóhanni Jósefssyni, þess efnis,
að ef lánsstofnanir (þar með talin
verzlunarfyrirtæki svo sem kaup-
menn og kaupfélög) lenda í greiöslu-
örðugleikum, að öllu eða nokkru
leyti vegna ákvæða þessara laga,
skulu bú þeirra ekki verða tekin
til gjaldþrotaskifta að þeim nauðug-
um, meðan lög þessi eru í gildi, ef
skattaframtöl, eða efnahagsreikning-
ar sýna, að þau eða þeir eiga fyrir
skuldum.
Jón Ólafsson óg Einar Arnórsson
bera fram till. til þingsályktunar um
að láta fara fram þjóðaratkvæða-
greiðslu um bannlögin, samfara
næstu þingkosningum, eða í síðasta
lagi 1. október í haust.
Stjórnarskrármálið og fjárlög-
in koma ekki til 3ju umr- i deild-
unum fyr en eftir hátíð.
ÁstrfSnr Runölfsdtittir
nuddlæknir
Viðtalstími kl. 2—4 síðd. á
Hótel Akureyri
Stór dós ..... Kr. i.io
MiÖlungs stæiÖ Kr. o.6o
Lítill pakki . . Kr. 0.25
BSOTHSR9 LUIIIED, fORT SWHUGHT, ENQWAHb
HREIMSAR OG
FAGAR
M*V \ EA'BO IC