Íslendingur - 19.05.1933, Qupperneq 3
3
m
GOTT HVEITI:
HARVEST QUEEN, áerhveiti.
GOLD CREST, hveiti gerlaust.
PRIDE - -
NECTAR ~ -
Fæst í 140 lbs., 110 Ibs., 10 lbs. og 7 lbs.
pokum.
Þessar vinsælu hveitltegundir tást ( Dest-
um verziunum á Norðuriandi.
Heildsölubirgðir hjá:
I. Brynjdlfsson & Kvaran.
Sími: 175. Akureyri. Símn.: Verus.
Reynslan hefir þegar sýnt, að það
er ekki hægt aó framleiða betri
MALNINGU
LÖKK
OG
EN
LEWI8 BERGER’s & 80N8,
sem er stærzta og bezta málningarefna-
verksmiðja Stóra-Bretlands.
Nýkomið mikið úrval at a/lskonar nýjum
má/ningarvörum frá BERGER’s.
SS
Eldur koin upp stðdegis í g*r i hús-
inu Brekkugata 1 hér i bænum, og ger-
eyðilagði það, að heita raá, að innan
áður en tókst að slökkva. Eins urðu
húsgögn fyrir miklum skenimduin og
búðarvamingur á neðstu hæð eyðilagð-
ist. Uúsið var úr steinsteypu en „inn-
r4tting“ úr tré. Húsið var var vátryggt
en innanstókksmuuir ekki nema að litlu
leyti. Voru margir leigjendur í húsinu
auk eigandans sjálfs. Hjá einum leigj-
andanna, Hermanni Jónssyni kaupmanni,
brunnu 400 krónur i seðlum, er hann
hafði i hergergi sinu. Eiganndi hússins
er frú Sigrún Haraldsdóttir. Eldurinn mun
hafa komið upp inn af búð i suðurend-
anum. —
Þjóðerntshreyfingin. Nokkrir Pjóðern-
issinnar bóðuðu til fundar í Akureyrar-
Bió á raiðvikudagskvöldið, i því augna-
miði að gera mönnum kunna stefnu
Þjóðernishreyfingarinnar. Um 130 manns
sóttu fundinn. Töluðu par: Sig. Ein.
Hiiðar, Friðrik Karlsson verkstjóri, Valde-
mar Steffensen læknir, Jón Guðmunds-
son bankaritari, Karl Nikulásson og Fr.
B. Arngrímsson. Að umræðum loknum
innrituðu G0 sig i Pjóðernishreyfinguna.
Axel Andrésson knattspyrnukennari er
kominn hingað til bæjarins. — Er hann
fenginn hingað til að kenna ípróttafélög-
unum hér knattspyrnu.
Lceknaskoðun á ifki Helgu Jónsdóttur
framkvæmdu 1 Reykjavík prófessorarnir
Ouðm Tboroddsen og Niels Dungal og
-var úrskurður peirra sá sami og álit
læknanna hér, að um drukknun væri að
ræða. — Likið kemur aftur norður hing-
að með Dettifossi i fyrramálið.
Frd Amtbókasajninu. Allir, sem hafa
bækur að láni úr Amtbókasafninu, eru
áminntir um að skila peim fyrin 25. þ.
Þeir, sem vilja, geta afhent bækurnar í
ibúðinni niðri í bókasafnshúsinu, hvenær
sera er að deginum.
Steingr. Matthíasson héraðslæknir brá
sér nýverið til útianda. Kemur heim aft-
ur i næsta mánuði.
Ferming fer fram i kirkjunni á sunnu-
daginn. Verða fermd 51 barn, 32 stúlkur
og 19 drengir. — Einnig verður fermt á
uppstigningardag. — Verða pá 25 börn
fermd. —
Útsvörin. Af gjaldendalístánum í næst
sl. blaði féllu niður Jón Steíánsson kaup-
maður með 1200 og Brynleyfur Tobias-
son kennari með 475 kr. útsvar. — Út-
svarsupphæðin 370 átti að vera 375 og
höfðu heir þrír gjaldendur, er stóðu undir
fyrgteindri tölu það útsvar.
Útvegjsbankastjórnin kærö.
Einn fyrv. starfsmaður Útvegs-
bankans, Pétur Magnússon frá Jaðri,
heiir nyverið afhent lögreglustjóran
um í Reykjavík sakamálakæru á
hendur bankastjórn Útvegsbankans.
Er efni hennar á þessa leiö:
1. Aö bankastjórnin heíöi gerst
sek um að hafa ekki sjaldnar en
fimm sinnum á árinu 1931 sett í
umferð talsvert mikla fúlgu seðla
fram yíit þær 4 milj. króna, sem
bankanum var þá lögum samkvæmt
heimilt að hafa í umferð. f’etta
hafi verið gert með þeim hætti, að
teknir hafi verið og settir í umferð
seðlar, sem áður hafi verið inn
dregnir og ógiltir og áttu að brenn-
ast.
2. Að bankastjórnin hafi á önd-
verðu ári 1932 átt óskilað Lands-
bankanum andvirði fiskveðsvíxla, að
upphæð ca. 600 þúsund krónur, er
Landsbankinn hafði endurkeypt af
Útvegsbankanum á árunum 1930 og
1931 — um 300 þús. kr. hvort árið,
— En þá (árið 1932) hafi fiskurinn
(veðin) fyrir löngu verið seldur og
andvirði hans greitt upp í víxlana
til Útvegsbankans, sem þá bljóti að
hafa hagnytt sér andvirðið, í stað
þess að skila því til hins rétta veð-
haia og eiganda vixlanna.
í*essar ákærur, segir kærandi að
hafi verið bornar á bankastjórnina
bæði í blöðum og á opinberum
fundum og þeim hafi ekki verið
hnekkt, hvorki af bankastjórunum
eða nokkrum fyrir þeirra hönd. —
Krefst kærandi því þess að lögreglu-
stjóri höfði þegar sakamálarannsókn
út af nefndum kæruatriðum sem fjalli
um brot á 13. og 26. kapítula hinna
almennu hegningarlaga, og hinir
kærðu, ef sekir reynast, látnir sæta
refsingu að lögum.
Brú yfir Glerd er nú byrjað að byggja.
— Er hún úr steinsteypu og liggur rétt
fyrir austan gömlu brúna. Kommúnistar
gerðu tiiraun tii vinnustöðvunar á mánu-
daginn, — þótti kaupgjaldiö ekki nógu
hátt, — en verkaraennimir ráku þá af
höndum sér, og hafa þeir verið látnir
óáreittir við vinnu sina siðan
I. S. I.
I. S. I.
Iþróttamót
verður haldiö 17. og 18. júní n. k. — Heimil er þátttaká öllum félögum í
Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslu, sem eru í í. S. í. — Keppt verður í eftir-
töldum íþróttagreinum: H/aup; 100 m., 800 m. og 5000 m. — Stökk:
Hástökk, langstökk, þrístökk, stangarstökk. KÖSt beggja handa Kúluvarp,
kringlukast, spjótkast. — Sund, bæði fyrir konur og karla. Boöhlaup
4 X 400 m. — Þátttökutilkynningar séu komnar til stjórnarinnar fyrir 1 ö‘
júní n. k.
. Knattspyrnufélag Akuréyrar.
íbúð o§ herbergi.
Lítil sólrík ibúð með baði og nýtísku
þægindum, er til leigu hjá mér í
sumar eða yfir allt árið, ef þess er
óskað — Einnig sérstök herbergi
Frú Lindal,
Svalbarði.
Vantar tkki einhvern
eins manns rúmstæði, mjög vandað,
með dýnu? (Hægt að koma tveimur
í þaö meé lagi). — Selzt með vægu
verði. — Upplýsingar í síma 24.
Hjúskapur. Þann 26. þ.in. verða gefin
saman i hjónaband í Gautaborg ungfrú
Greta Ásgeirsdóttir, Péturssonar útgerð-
armanns, og P. O. Hanson fulltrúi. —
Heimilisfang Linnégatan 4, Göteborg. —
Þann 13. þ.m. voru gefin saman í hjóna-
band hér í bænum ungfrú Björg Stefáns-
dóttir frá Fjósatungu og Pormóður
Sveinsson bókhaidari hjá Mjólkursam-
laginu. —
K. A. biður alla drengi, sem ætla að
taka þátt i knattsp. námskeiðinu að
mæta út á velli kl. 7,30 í kvöld. —
Dánardœgur. Þann 16. þ.m. lézt hér í
bænum úr lungnabólgu, Ágúst Sigvalda-
son skósiniður, 67 ára gamall. — Hafði
hann dvalið lengst af æfinni hér á Akur-
eyri og var öllum að góðu kunnur. Þá
er látin hér á sjúkrahúsinu ekkjan Helga
Jónatansdóttir, til heimilis í Hafnarstræti
107B, eftir langa legu. I Reykjavik er
nýiéga látinn Jóhannes Sigurjónsson frá
Laxamýri, rúmlega sjðtugor að aldri.
Heröubreið®
café &
restaurant.
Opið frá kl. 9 árd. til kl. 11,30 síðd.
*
Heitur matur.
Kaldur matur.
Smurt brauð
með ailskonar áleggi.
Öl- og' gosdrykkir.
Cigarettur og Vind/ar.
lui! iugið!
Kaffi með brauöi o.f/. sent
tii yöar fyrirvara/aust frá
kí. 3 til kl 5,3o e h.
Mælum sérstaklega með okkar
ágæta eftirmíðdagskaffi með ný-
bökuðum pönnukökum, rjóma. >
og sultutaui - og bezta bakarí-
brauði.
Allt sent með hæfilegum fyrirvara,
Hringið ísírna: Einn, níu, sjö.
197 - /97.
S/ÓNARHÆÐ: Kl. 5 á sunnudag.
Fyrirlestur fluttur af Sæm. G. Jóh:
»Hversvegna líflétu Gyðingar Krist?«