Íslendingur


Íslendingur - 23.06.1933, Blaðsíða 1

Íslendingur - 23.06.1933, Blaðsíða 1
Talsími 105. XIX. árgangur. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Akureyri, 23, júní 1933. Strandgata 29. 27. tölubl. Skuldaforaðið. Á að hleypa öllu í kaf? i. Pegar Alþingi kom saman í febrúarmánuði síðastliðnum, var á- standið þannig, að nýlega var liðið hjá fjórða tekjuhallaárið í röð á ríkisbúskapnum. Tekjuhallinn síð- astliðið ár nam 2 milj. 249 þús kr. En samanlagðir tekjuhallar fjögra síðustu ára nema 10—11 milj. kr. Einnig er á þessa árs fjárlögum ráðgerður tekjuhalli. Verður það fimta lekjuhallaárið. Með þannig lagað ástand fyrir augum hefði mátt vænta þess, að eitt af höfuðverkum þingsins hefði verið það, að koma fjármálunum í viðunanlegt horf, en því var ekkr að heilsa. Meðferð þingsins á fjár- málunum reyndist eins gálausleg og hún hefir verst verið áður og sparnaðarviðleitni komst hvergi að, svo heitið gæti. Fjárlögin fyrir 1934 voru afgreidd þannig, að þau sýna Vs rnilj. króna tekjuhalla — En þetta er ekki hinn raunverulegi tekjuhalli. Stórfeld út- gjöld eru falin í 22. gr. fjárlaganna — sem hvergi koma fram í sam- lagningu þeirra. Pessi útgjöld eru í heimildarformi, en fullvíst er að margar heimildirnar verða notaðar og því er það aðeins blekking að setja þær á þessa grein fjárlaganna, — Heimildir þessar nema um 500 600 þús- kr. og er því raunveru- legur tekjuhalli fjáriaganna yjir miljón króna. Par við bætist svo það, að Al- þingi samþykkti mÖrg lög, sem baka ríkissjóði aukin úfgjöld og sum stórfeld- Pau útgjöld koma hvergi fram í samlagningu fjárlag- anna. Er því bersýnilegt að á árinu 1934 verður enn stórfeldur halli á ríkisbúskapnum, og verður það þá s/ötta tckjuhallaáriö f röð. Ríkisskuldirnar hafa farið hrað- vaxandi undanfarið, meir en tvöfald- ast í stjórnartíð Framsóknarflokks- ins. Og á síðasta þingi var svo komið, að samþykkja varð nýja lán- töku til þess að geta staðið í skil- um með greiðslu afborgana og vaxta af eldri lánum. Pegar svo er komið, er sannarlega tími til kominn að þjóðin grípi í taumana ef hún vill ekki að allt velti fram af glöt- unarbarminum. í landsreikningnum 1931 eru skuldir ríkisins taldar 39,5 milj. króna. Af þeirri fúlgu hvíla 24,5 milj. kr. á skattþegnum landsins■ Við þennan skuldabagga bætist 1 Vs milj. kr., sem eru lán tekin á árinu 1932, og er þá þessi rikisskulda- baggi, sem skattþegnarnir verða að standa straum af, orðinn 26 milj. krónur. Nema áilegir vextir af þeirri fúlgu um lVa milj- króna- — Er það ægileg blóðtaka fyrir fátæka þjóð með atvinnuvegina á heljar- þröminni. Aðal-ábyrgðina á því, hvernig komið er, ber vitanlega ráðandi flokkur þingsins — Framsóknar- flokkurinn. — Sérstaklega hvílir sökin á óreiðustjórninni miklu, sem sat að völdunum á árunum 1928 — 1931, með »hlutleysisstuðningi« Alþýðuflokksins. Sjálfstæðisflokk- urinn skilaði sómasamlega af sér í hendur hennar og væri ríkið nú skuldlaust ef haldið hefði verið á- fram á þeirri braut sem hann hafði farið, þau árin er hann fór með völdin — 1924-1927. II. Á tímabilinu 1928 — 1931 hafði stjórn Tryggva Pórhallsonar um 78 miljónir til ráðstöfunar — og skildu við galtóman ríkissjóðinn er hún hrökklaðist frá völdum. — Um 30 milj. kr. hafði hún haft til umráða umfram áætlun fjárlaga: Tekjur um- fram áætlun námu nærfelt 16Vs milj. kr. og lán voru tekin fyrir rúma I5V4 milj. kr. — ÖIlu var eytt. — Árið 1930 námu gjöldin 23,4 milj. kr., en voru áætluð 11,9. Eru þetta hæstu gjöld, sem nokkru sinni hafa fallið á ríkissjóð. Eyðsl- an og óhófið var gengdarlaust. — Hefði ráðdeildarsöm stjórn setið að völdum á þessu tímabili, þegar tekjur ríkissjóðs fóru svo miljónum skipti fram úr áætlun á hverju ári, hefði öðru vfsi verið ástatt en nú er. Aldrei hafði slíkt tækifæri gefist til þess að verða skuldlaus og fjár- hagslega sjálfstæð þjóð — en öll- um hinum mörgu miljónum var eytt og stórskuldum safnað í of- análag. Og í samræmi við þetta háttalag héldu fjármáiagarpar Fram- sóknar þeirri kenningu á lofti, að skuldum beri að safna í góðærutn en greiða þær aftur á kreppuárun- um. — Aðeins fjármálaóvítar geta haldið slíku fram, enda ber öll fjár- málastjórn Framsóknar Ijósust merki þeirra. Alþýðuflokkurinn getur heldur ekki skotist undan allri ábyrgðinni af hinni óhæfilegu fjármálastjórn, er þeir voru við völd Tryggvi, Hriflu-Jónas og Einar Árnason. — Leiðtogar Alþýðuflokksins veittu þessari stjórn »hlutleysisstuðning« eða »óbeinan stuðning* og voru leiðandi mönnum Framsóknarflokks- ins samábyrgir um það hörmungar- ástand er ríkti hér í fjármálum á þessu tímabili. Nutu þeir og ó- spart feitra bita úr kjötkötlum rík- issjóðs fyrir »stuðninginn« við stjórnina og búa flestír þeirra enn að þeim krásum. N Y J A ■ BIO Laugardags- og Sunnudagskvöld kl. 9. Ný mynd! DRENGURINN MINN Tékknesk tal- og hljómmynd í 10 þáttum. Aðalhlutv. leika: Magda Sonja, undrabarnið Hans Feher og fiðlu- snillingurinn Jar Kocian. Þetta er fyrsta talmynd, sem tekin var í Tékkoslovakiu. Efni hennar er áhrifarík saga um móður, sem fórnar öllu fyrir litla drenginn sinn. — Myndin er á þýzku og er talin ógleym- anlegt meistaraverk, sem hvarvetna hefir hlotið aðdáun fyrir hinn dásamlega leik móðurinnar og litla drengsins, HANS FEHER, sem er undrabarn í fiðluleik, og fyrir hljómleika fiðlusnillingsins JAR KOCIAN. Börn innan 14 ára fá ekki aðgangf Sunnudaginn kl. 5 Alþýðusýning Niðursett verð! KÁTUR PIUTUR Pegar samsteypustjórnin tók við völdum var búist við stefnubreyt- ingu, en þess hafa orðið lítil merki. Pað er þegar sýnt, að meiri hluti samsteypustjórnarinnar hefir ekki hugdirfð og vit til þess að sjá hvað gera ber í þessutn efnum. — Framsóknarráðherrarnir hafa ekki að fullu skilið nauðsyn þess, að létta verður byrðar ríkissjóðs, með því að leiða ómagaherinn, sem Hriflu-Iónas leiddi að ríkissjóðsjöt- unni, frá henni aftur. Pað er ein af höfuð-syndum samsteypustjórn- arinnar, að hafa ekki látið til sín taka í þessum efnum, og það er áreiðanlega gegn vilja Sjálfstæðis- flokksins, að ekkert eða lítið hefir verið aðhafst til þess að spara á þessu sviði. — Menn eru nú farnir að sjá og skilja, að undir fjárhag ríkisins og góðri afkomu iands- manna er í rauninni allt komið. Og á góðum fjárhag hlýtur sjálfstæði landsins að byggjast. — Par sem fjárhagurinn er í ólagi. er í raun og veru allt í voða og það er ekki eyðsluklónum að þakka, þó allt slampist af. En það er ekki nóg, að hægt sé að halda í horfinu, Pað verður að vera unt að sækja fram, en það verður aldrei hægt nema að ijármáiunum sé stjórnað af viti og framsýni. Og leiðin út úr ógöngunum er aðeins ein. Hún er sú að vald- hafarnir, Alþingi og ríkisstjórnin, kunni að sníða ríkissjóði stakk ertir vexti. — Útgjöld ríkissjóðs verða að miðast við gjaldgetu þjóðarinnar. Útgjöld ríkisins eru nú svo mikil, að skattþegnarnir fá ekki undir risiö. Pað verður að fá útgjöidin lækkuð, svo þau verði viðráðanleg. Aðeins einum stjórnmálaflokkanna er treystandi til þess að koma fjár- hag landsins aftur í heilbrigt horf, og það er Sjálfstæðisflokknum. — Hann hefir í verkinu sýnt að hann kann með fjármál að fara- Honum getur þjóðin örugg falið viðreisnar- starfið. Framboðin. 117 frambjóðendur. Framboðsfrestur var útrunninn kl. 12 á hádegi á sunnudaginn og lágu þá fyrir framboð frá 117 mönnum í hinum ýmsu kjördæmum. — Hafa aldrei verið svo margir frambjóð- endur við kosningar til Alþingis — síðast 103. Frambjóðendalistinn, sem birtur var í sfðasta blaði, var ekki alls- kosta réttur, og ekki allir frambjóð- endur taldir, þar sem tveir dagar voru þá eftir af framboðsfrestinum. Fara hér á eftir leiðréttingar og viðaukinn: Sjálfstœðismenn hafa í' kjöri í Suð ur-Ping eyja rsýslu Kára Sigur- jónsson bónda á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi. í Noröur-Pingeyjarsfíslu Júlíus Havsteen s}fslumann. í Norð- ur-Múlasýslu Jón Sveinsson bæjar- stjóra, ásamt Gfsla í Skógargerði, en ekki Árna lækni Vilhjálmssón, og í Suöuv-Múlasýslu, auk Magnúsar Gíslasonar sýslumanns, Jón Pálsson dýralæknir. — Árni Pálsson hætti við að bjóða sig fram. Um önnur

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.