Íslendingur


Íslendingur - 23.06.1933, Blaðsíða 2

Íslendingur - 23.06.1933, Blaðsíða 2
2 rSLJDíDOfGUR framboð Sjálfstæðismanna er eins og skýrt var frá í síðasta blaði. Framsóknarmenti hafa Jón bónda Hannesson í Deildartungu fyrir fram- bjóðanda f Borgarfjaiðarsýslu en ekki Þórir Steingrímsson, og í Suð- ur-Múlasýslu Eystein Jónsson skatt- stjóra en ekki Svein í Friði. Vildi ekki gefa kost á sér að nýju. — Önnur framboð Framsóknar eru eins og skýrt var frá í síðasta blaði. Alþýðuflokkurinn hefir auk þeirra frambjóðenda sem getið var um í síðasta blaði eftirfarandi í kjöri: í Austur-Skaftafellssýslu séra Eirík Helgason í Bjarnarnesi, f Suður- Múlasýslu Árna Ágústsson, aukjón- asar Guðmundssonar. í Borgarfjarð- arsýslu Sigurjón Jónsson. í Mýrar- sýslu Hallbjörn Halldórsson. í Barða- strandarsýslu Pál f’orbjarnarson. í Vestur-ísafjaröarsýslu Gunnar Magn- úss. í Skagafjarðarsýslu Guðjón B. Baldvinsson, einan saman. f Eyja- fjarðarsýslu Felix Guðmundsson kirkjugarðsvörð í Rej’kjavík (Sig- urður fyrv. Flateyjarklerkur vildi ekki) og Jóh. F. Guðmundsson verk- stjóra á Siglufirði. í Rangárvalla- sýslu Jón Guðlaugsson og Jens Páls- son. — Kommúnistar hafa f framboði auk þeirra sem áður var skýrt frá: í Hafnarfirði Björn Bjarnason, f Gull- bringu- og Kjósarsýslu Hjört Helga- son. í Mýrarsýslu Matthías Guð- bjartsson. í Árnessýslu Hauk Björns- son og Magnús Magnússon. í Barðar- strandarsýslu Andrés J. Straumland. í Norður-ísafjarðarsýslu Halldór Ól- afsson, Á ísafirði Jón Rafnsson. í Vestur-Húnavatnssýslu Ingólf Gunn- laugsson. í Austur-Húnavatnssýslu Erling Ellingsen, í Skagafjarðarsýslu Elísabetu Eirfksdóttur og Pétur Lax- dal. í Norður-Múlasýsla séra Gunnar Benediktsson (en ekki í suður-sýsl unni) og Sigurð Árnason og í Suð- ur-Múlasýslu Jens Figved ásamt Arnfinni. Þjóðernissinnar hafa aðeins tvo frambjóðendur: Oscar Clausen í Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýslu og Jón á Laxamýri f S.-Þingeyjarsýslu. — Gísli Bjarnason hætti við að bjóða sig fram í Gullbringu- og Kjósar- sýslu. — Af þessum 115 frambjóðendum eru 35 Sjálfstæðismenn, 28 Fram- sóknarmenn, 25 kommúnistar, 26 Alþýðuflokksmenn, 2 þjóðernissinnar og 1 flokksleysingi. — Sjálfstæöis- flokkurinn hefir frambjóðendur í öll- um kjördæmum nema einu, Stranda- sýslu. Vildi ekki setja mann á móti Tryggva Pórhallssyni, sem er veik- ur og getur ekki tekið þátt í kosn- ingabardaganum, enda honum þar vís kosning. — Hefir hann hlotiö hana að þessu sinni gangsóknar- laust. — Af þeim þingmönnum, er sæti áttu á síðasta þingi, eru það þrír sem ekki bjóða sig fram að þessu sinni. Halldór Steinsson fyrv. þing- maður Snæfellinga, Sveinn í Firði 1. þm. Sunn-Mýlinga og Jónas í’or- bergsson fyrv. þm. Dalamanna, er Halldór Sjálfstæðismaður, hinir báðir Framsóknarmenn. Hafa þeir Hall- dór og Sveinn setið lengi á þingi en Jónas aðeins síðastliðið kjörtíma- bil. — B. S. A. — Sími 9. t Maðurinn minn, Jón Ó. Finnbogason bankaritari, andaðist 20. þ.m. — Jarðarförin er ákveðin, laugardaginu 1. júlí, og hefst kl. 1 e.h. frá heimili okkar, Eyrarlandsveg 27. Björg ísaksdóttir. Sjálfstæðismenn, sem eru kjósendur hér í bæn- um og þurfa að fara í burtu, og verða ekki komnir aftur fyrir kjördag, eru alvarlega áminntir um að kjósa hjá bæj- arfógeta áður en þeir fara úr bænum. Eins eru þeir Sjálf- stæðismenn, sem kosningarrétt eiga utan Akureyrar, en dvelja hér fram yfir kjördag, beðnir að muna eftir að greiða í tíma atkvæði hjá bæjarfógeta. Skrif- stofan opin frá kl. 10—12 árd, og 1- -5 síðd. Enginn Sjált stæðismaður má van- rækja þessa skyldu sína. Hér og þar. Aðalfundur Sambandsins. Honum var slitiö á mánudags- kvöldið. Talsverður urgur var milli Framsóknar-brotanna lengst af fund- arins, en þó skarst ekki verulega í odda fyr en undir fundarlokin að til umræðu kom styrkveiting til Framsóknar-blaðanna. — Vildi Jón- asar-liðiö útiloka »Framsókn< — blað Ásgeirs-manna — frá öllum styrk og talaði Jónas sjálfur fyrir því af miklu kappi og jós úr sér svívirðingum yfir Ásgeirs-menn og blað þeirra. En þeir Jón í Stóradal, Runólfur á Kornsá og Svavar Guð- mundsson o. fl. tóku hraustlega á móti og léku Jónas grátt í ræðum sínum. — Tillaga frá Bergsteini á Leifsstöðum, um að veita 10 þús. kr. til blaðanna, er skiftist á milli þeirra eftir verðleikum, var felld með 11:15 atkv. en 14 fulltrúar sátu hjá og greiddu ekki atkvæði. Voru þeir 15, sem tillöguna íeldu, Jónasar- menn, Aftur var samþykkt tillaga þess efnis, að stjórn Sambandsins skyldi heimilt að styrkja blöðin með fjárframlögum eftir því sem hún áliti bezt henta. Bersýnilegt var að Jónas var í minni hluta á fundinum, og heíir vegur hans aldrei verið jafn lítill á þeirri samkundu og að þessu sinni. — Má hann muna fífil sinn fegri, þegar allt laut þar boöi hans og banni, Kosningin í Eyjafjarðarsýslu. Frambjóðendur Framsóknar hér í sýslunni, eru nú báðir fallnir í ónáð hjá Hriflu-Jónasi. — Hvað hann hafa lagt svo fyrir vini sína að þeir sæju svo um, að sem flestir Framsóknar- kjósendur, er honum væru fylgjandi, sætu heima á kjördegi, svo í ljós kæmi þverrandi fylgi þeirra Bern- harðs og Einars Árnasonar í sýsl- unni. — Ekki munu Sjálfstæðismenn harma þó svo verði, en hvatning ætti þetta, ef satt væri, að vera fyrir þá að sækja sem bezt kjörfund og fylgja frambjóðendum slnum fram til sigurs. Dapurlegt ástand. Alþingiskosningarnar, sem fram- undan eru, hafa komið Alþýðumann- inum — eða gáfnaljósunum, sem í hann skrifa — til þess að sjá suma af stjórnmálaflokkunum í algerlega nýju ljósi, — Hehlur blaðið því fram, að Sjálfstæðisflokkurinn, f’jóðernis- hreyfingin og kommúntstar séu eitt og hið sama og gangi þar ekki hnífurinn á milli. — T.d. hafi hér á Akureyri »verið látin koma upp ó- ánægja milli »hreyfingarinnar« og Sjálfstæðisins um fulltrúa-val,« — og svo eigi »þeir óánægðu að fara yfir á kommúnistann til að koma honum að.< — Að menn, sem taldir eru vera með vitglóru, skuli láta annað eins endemis þvaður frá sér fara, og hér er vitnað til, gegnir furðu og er bágt að sjá hvaöa gagn þeir hyggjast gera frambjóðenda flokks síns með jafn augljósum lygum. — Jafn vel hinum voluðustu einfelding- um er það ljóst, að milli Sjálfstæð- isflokksins og kommúnista er bilið stærzt, og að þar getur aldrei orð- ið neinn tengiliöur á milli. — Það hlýtur því að vera næsta dapurlega ástatt í hugsanabúi þeirra manna, sem í Alþýöumanninn rita um þessi efni. — Þórs-kaupin. Þegar Fórs-kaupin frægu voru gerð haustið 1930 urðu deilur mikl- ar í blöðunum út af þeim. — Gísli Jónsson eftirlitsmaður véla og skipa ritaði m. a. í Morgunblaðið þungar ádeilugreinar til Pálma Loftssonar, forstöðumanns skipaútgeröar ríkis- ins, er kaupin hafði gert, og sann- aði þar að uppgefið kaupverð Þórs hefði verið tugum þúsunda króna hærra en samskonar skip voru boð- in fyrir á sama tíma á opnum mark- aði í Þýzkalandi. Pálmi og aðrir leigusnápar Hriflu-liðsins reyndu að verja Þórs-kaupin og skrifuðu hverja greinina af annari í Tímann til varn- ar þessu athæfi. Meðal annars var gefið út heilt aukablað af Tímanum með myndum um þessi skipakaup og lofi um Pálma útgerðarstjóra. — Nú hefir það komið upp úr kafinu, við rannsókn, sem gerð hefir verið á Þórs-útgerðinni, samkv. fyrirmæl- um núv. dómsmálaráðherra, að Pálmi hefir látið Landhelgissjóð borga út- gáfu þessa aukablaðs Tímans, með 640 kr. — Með því það er einnig komið í ljós, að það, sem þetta TímaMað hafði um Þórs-kaupin að segja, voru að mestu leyti ósann- indi og rangfærslur, — fer fram- ferði Pálma að verða í meira lagi vítavert, Hann hefir leyft sér að taka úr Landhelgissjóði 640 kr. til útgáfu Tíma-blaös, til þess að dreifa út ósannindum um mál, sem almenn- ing varðar. Er þetta gagnstætt öllu því, sem talist getur opinbert vel- sæmi, og á ekki að líðast. Annars munu Þórs-kaupin og Þórs-útgerðin, sem þeir Pálmi og Hriflu-Jónas stjórnuðu, vera ein samhangandi hneyksliskeðja, eftir því, sem heyrst hefir af rannsókn þeirri, er fram hefir farið. Á almenningur heimtingu á þvi, að skýrsla endurskoðandans sé birt svo allt komi ( dagsins ljós, er hefir verið í myrkrunum hulið um kaup og útgerð »Fjöru-Þórs« — og hneykslin afhjúpuð. Tll Cnlll nokkrir barna- 111 OUlli kjólar á 2—12 ára gömul börn, o. fl. Tækifærisverð. Helga Kristjánsdóttir, Oránufélagsgötu 41-A. Það ber eigi oft við, að hér sé kost- ur á að heyra aöra eins hljómlist og í gærkvöldi f Samkomuhúsinu.— Þar léku þau á fiðlur, ungfrú Lilli Poulsen og hr. Einar Sigfússon, ung- frú Elsa Sigfúss sttng, og frú Val- borg Einarsson lék á slaghörpu, Ungfrú Poulsen hefir til að bera mikla leikni, bjartan, hreinan, hlýj- an og blæfagran tón, og leikur hennar er stílhreinn, fagur, göfugur og innilegur. Aðalviðfangsefnið var Sonata í D-dúr eftir Handel. Hr. Einar Sigfússon er enn ung- ur, en hefir þegar náð svo mikilli leikni, að svo er sem fiðlan sé lif- andi og leiki sjálf. Ég held, að varla sé nokkurt viðfangsefni honum of- vaxið. Tónninn er heitur og leikur hans þrunginn eldi ríkra tilfinninga. Viðfangsefnin voru mjög margbreyti- leg, allt frá Aríu á G-streng eftir Bach og að Gavotte eftir Gossec, en öll voru þau flutt meö skilningi og smekkvísi hins menntaða lista- manns. Að endingu léku þau bæði, ásamt frú Valborgu Einarsson, Concert í D-moll fyrir 2 fiðlur og piano eftir Vivaldi, af mikilli snilld. Ungfrú Elsa Sigfúss hefir mjög djúpa, mjúka og dimma rödd (kontra- alt), hlýja og blæfagra. Flutnlngur hennar á lögunum var framúrskar- andi (t.d. hefi ég aldrei heyrt »Ein sit ég úti á steini*, eftir SigfúsEin- arsson, jafn vel sungið), enda hreif hún hjörtu áheyrenda undir eins með fyrsta laginu. Frú Valborg Einarsson lék af mikilli snilld, enda er hún með beztu slaghörpuleikurum, sem hér hafa leikiö. — Viðtökur áheyrenda roru mjög góðar, og urðu þau öll að leika og syngja aukalög. Næsta sunnudag halda þau síðustu hljómleika hér. Þá leikur hr. Einar Sigfússon Sonötu i A-dúr eftir César Franck, — ungfrú Elsa syngur 5 lög, meðal þeirra eru: An die Natur eftir Schulz og Rósin eftir Árna Thor: steinson. — Ungfrú Poulsen leikur meðal annars Sérénade eftir d’Am- brosio og Romance eftir Wieniawski. Að síðustu leika þau Concert í D- moll fyrir 2 fiðlur og piano eftir Bach, eitthvert fegursta fiðlutónverk, sem til er. Áskell Snorrason. Félag verzlunar- og skrlf^ stofufólks efnir til skemmtiferðar í Vaglaskóg um helgina. Leggur fyrri hópurinn af stað á laugardagskvöld kl. 7 frá Ráöhústorgi, seinni hópurinn kl. 8 á sunnudagsmorgun. Farið verður í »body«-bílum. Hefir félagið keypt stórt tjald sem notað verður í slíkum ferðalögum, þó það hvergi nægi til að rúma nema lítinn hluta félags- manna, þaj; sem félagatala er nú orðin nærri 80. — Um leiö og lagt er af stað frá Ráðhústorgi á laugar- dagskvöld, verður settur fundur og teknir inn nýir félagar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.