Íslendingur


Íslendingur - 23.06.1933, Blaðsíða 3

Íslendingur - 23.06.1933, Blaðsíða 3
ISLflHDWGUR 3 Ko sningaskrif stof a Sfá/tstæðisf/okksíns er í Strandgötu 11 — þar sem Elektro Co. áður var. — Allar upplýsingar kosningunum viðvíkjandi til reiðu. — Kjörskrá liggur frammi. TUXHAM Báta- & landmötorar, 8-210 HA., 1 og2cylinðra. Þessir mótorar eru af öllum, sem reynt hafa, viðurkenndir sem þeir sterkustu, sparneytnustu og í alla staði ábyggilegustu mótor- ar, sem til eru. — Þeir eru öruggastir í rekstri, ganga eins liðlega eins og eimvél og viðhaldskostnaðurinn er minnstur. »TUXHAM á sjó og landi « eru.orðin, sem allir verða að muna, því reynslan hefir sýnt og sannað að TUXHAM er BEZTUR. Útgerðarmennl Leitið tilboða hjá okkur áður en þið festið kaup annars staðar. UMBOÐ: Verzlunin „París” Akureyri. (Sigv. E. S. Porsteinsson). Símar 36 og 196. Box 38. Símnefni: Paris. + Þorsteinn Jörundsson trá Hrfsey. (Kveöjustef). Við eigum of fáa ágætismentt með alhvitan, fágaðan skjöld. Vor Sturlungaöld er alþjóðarböl, þegar allflestir berjast um völd, en sannleik er traðkað og réttlæti hrjáð og rök þýðir blekking og tál. En breinskilni og drengskap er hent fyrir borð og hvarvetna tviræðismái. Pvi er það sárara að sjá þeim á bak, er sæmdarmenn voru í raun og viku ei hársbreidd af veginum þeim þó vegsemd þeim byðist og laun. Og þess vegna er minningin, Þorsteinn, svo hlý um þig, og hve sannur þú varst. Sem drengskaparmaður tii æðis og orðs af þinni samtið þú barst. Þitt heimili var það hervigi glæst, sem hretviðri unnu ei mein, þvi hreinleiki og mannvit héldu þar vörð og háttprýði á sérhverja grein. — Sú skapgerð er góð, að hafa ei hátt né hlutast til annara um margt, en taka þá fast ef að halda þarf hlut, og hórfa fram öruggt og djarft. Við kveðjum þig, Þorsteinn, allir sem einn við endaðan samvistardag, með alúðarþökk fyrir allt sem þú varst, þú átt ekkert sólarlag i hugum þeirra, sem þekktu þig bezt. Ef þrætt er af mætti ( þin spór, er ættjörðin ekki horfin að heill, þá mun hamingju upp renna vor. P. H. Jóhannes Sigurðsson. Vegna einangrunar og margvís- legra örðugleika hefir íslenzka þjóð- kirkján orðið eftirbátur systra sinna í nágrannalöndunum, þó að ef til vill megi færa henni margt til gildis jfiram yfir þær. Og þá helzt það, að íslenzka kirkjan hefir á liðnum Öldum verið samgrónari þjóðlífinu og þjóölegri, en hún hefir verið víðast annars Staðar. Á síðustu árum hefir veriö all- mikið talað um deyfð og doða í öllu kirkjulífi hér á landi. Aðfinnslurn- ar í þá átt hafa komið úr tveimur áttum. Annars vegar frá þeim mönn- um, sera viljað hafa kirkjuna feiga, ög bent á gagnleysi hennar og at- hafnaleysi, máli sínu ti! stuðnings en hins vegar frá áhugamönnum um kristindómsmál, sem fundið hafa til þess, að kirkjan hafi ekki unnið eins og henni hafi borið, að þeim málum, er henni liggja næst, og ekki neytt áhrifa sinna, eins og hún átti að gera. Þess vegna hafa ýmsir slíkir áhugamenn um trúar og siðferðismál farið út fyrir kirkj- una, til að starfa þar sjálfstæðir og reyna á þann h*tt, að vekja þann starfshug og áhuga með öðrum, sem þeim finnst að kirkjan láti hjá líða að gera. Á undanförnum áratugum hefir -01.1 kristileg safnaðarstarfsemi tekið miklum vexti í öllum nágrannalönd- um vorum, og ekki síður vestan hafs. í sambandi við kirkjurnar eru þar reknar allskonar starfsgi einar, æskulýðsstarfsemi í kristilega átt, trúboðsstarfsemi, elliheimili og sjúkra- hjálp m. m. Oddvitar þessa eru trú- aðir og áhugasamir leikmenn innan safnaðanna, sem vilja sýna trú sína í verkum sínum og sjá og skilja að gagnslaust er að loka kristindóminn inni í kirkjunum, og vita að kristin- dómurinn er ekki aðeins játning, heldur líka líf og starf í anda Jesú Krists. Nokkur áhrif þessa hafa þeg- ar borist hingað til lands. í Reykja- vík er nú rekin allfjörug safnaðar- starfsemi í sambandi við kirkjurnar. Má þar nefna Kristilegt félag ungra manna og kvenna, trúboðsfélög karla og kvenna, sjómannastofuna, elli- heimilið, matgjafir safnaðanna o. fl. Að þessu öllu standa trúaðir leik- menn, og eiga svo vitanlega að baki sér stuðning presta og kirkju. Hér á Akureyri hefir lítið verið unnið í þessar áttir, enn sem komiö er. Þó eru hér til vísirar til hins sama. Kvenfélagið hér vinnur ötul- lega að fjársöfnun til elliheimils, sem væntanlegt er að allir góðir nienn vilji styðja með þeim. Trúboðsfélög karla og kvenna eru hér tií, en hafa ennþá lítils gaett í meðvitund safn- aðarins, enda eru þau fámenn, og fram að þessu lítils megnandi. — Önnur safnaöarstarfsemi, á kirkju- legum grundvelli, veit ég ekk.i til að sé rekin hér, að undanteknum vísi til sunnudagaskóla. Nú ætlar trúboðsfélag kvenna að færast mikið í fang, og má telja kjark þeirra aðdáanlegan, þegar allir tala um kreppu og vandræði. Kon- urnar eru að byggja hús til sam- komuhalds, stórt og myndarlegt, og hafa ráðið til sín Jóhannes Sigurðs- son, hinn góðkunna formann Sjó- mannastofunnar í Reykjavfk, — Er Jóhannes mörgum hér að góðu kunnur vegna starfsemi sinnar á Siglufirði, síðastliðin sumur. En þess- vegna náðist í hann hingað, að Sjó- mannastofan í Reykjavík varð að hætta í bili, vegna fjárskorts. Nú er ætlunin að Jóhannes starfi hér næstkomandi vetur — í sumar verður hann á Siglufirði -- og vinni hér að kristindómsmálum, á vegum trúboðsfélagsins. Vinnur hann fyrst og fremst að eflingu þess félags og vakningu fyrir málefnum þess, og einnig að kristilegri starfsemi meðal æskulýðsins í bænum. Er þess eng in vanþörf, og vonandi að bæjar- búar skilji og meti þá viðleitni og mæti henni með samúð. Friðrik J. Rafnar. Mótorhjól! Ódýrar ferðir um sveitir landsins geta sportmenn fengið, sem éiga mótorhjól. Nú er 30 % verðtollur þeim. — Af sérstökum ástæðum hefi ég til sölu nýtt 8 ha. mótor- hjól, sem ég sel við tækifærisverði. Axel Kristjánsson. Munið að styrkja lauyaveituna. Prentsmiðia Björns Jónssonar. Úr heimahögnm. I yfirkjörstjórn, með bæjarfógeta, voru kosnir á fundi bæjarstjórnarinnar á þriðju- daginn, Hallgr. Davíðsson og Jakob Karls- son, og til vara Erlingur Friðjónsson og séra Friðrik J. Rafnar. / kjörstjórn voru kosnir á sama fundi Sig. Ein. Hlfðar, Tómas Björnsson og Böðvar Bjarkan, — og i undirkjörstjórn: Axel Kristjánsson, Kristján Árnason, dr. KristinnGuðmundsson, Svanbj. Frimanns- son, Friðrik Magnússon og Halldór Frið- jónsson. — Kosið verður í þremur kjör- deildum. Skemmtanaskatturinn hefir verið hækk- aður um nær því helming. — Hafa því aðgöngumiðar að Bíó hækkað sem hér segir, frá og með deginum á morgun: — Beztu sæti kosta .............kr. 1,75 Betri sæti —....................— 1,50 Almenn sæti — — 1,25 Á alþýðusýningar kosta sætin niðri kr. 1,00 en uppi kr. 1,25. Sextugur varð Einar Gunnarsson kon- súll 16. þessa mánaðar. Sóknarpresturinn er farinn til Reykja- vikur á prestaþing. Prestsverkum hér i fjarveru hans gegna nágrannaprestarnir séra Benjamin Kristjánsson á Tjörnum og séra Sigurður Stefánsson á Möðru- völlum. — Hjúskapur. Ungfrú Halldóra Daviðs- dóttir og Aðalsteinn Bjarnason trósmið- ur. — Ungfrú Guðrún Friðriksdóttir og Þorsteinn Bogason bflstjóri. — öli til heimiiis hér í bænum. Héraðslœknirinn er kominn heim úr utanför sinni. Embœttisprófi i læknisfræði hefir Jón Geirsson, Sæmundssonar vfglubiskups, nýverið Iokið við Háskólann með hárri I. eink., 177 stigum, og Einar Bjarnason, Jónssonar bankastjóra, í Iögfræði, með II. eink. betri. Einnig hefir lokið prófi f læknisfræði Jóhann Þorkelsson frá Siglu- firði með hárri I. eink., 173^/a stigum. Hjdlprœðisherinn. Kommandör Baugh, sem er aðalendurskoðandi „Hersins" og fulltrúi hershöfðingjans, heimsækir Akur- eyri, ásamt Brigader Richards og Major Beckett deildarstj. og talar á opinberri samkomu í kvöld kl. 8,30 í sal Hjálp- ræðisherins. — Pétur A. fónsson óperusöngvari -hefir haldið hér tvo konserta. — Var aðsókn mjög lítil að báðum, og fóru bæjarbúar þar mikils á mis, því söngurinn var hinn piýðilegasti. — Átíi mesti og frægasti söngvari íslands betri viðtökur skilið. Fimleikaflokkur pilta úr Laugaskóla var hér á ferðinni á þriðjudaginn áleiðis til Reykjavíkur til að sýna þar fimleika og keppa í knattspyrnu. — Efndu þeir til sýningar hér, sem féll niður sökum þess, hve hún var illa sótt, og er leið- inlegt til þess að vita, því fiokkur þessi hvað vera mjög vel æfður og liafa marga ágætis fitnleikamenn. — Kepptu þeir í knattspyrnu við I. flokk KA og töpuðu með 1 : 2 málum. Knattspyrnukappleikunum á sunnudag- inn inilli KA og Þórs iauk þannig, að II. fl, KA vann II. fl. Þors með 1 :0, en milli I. flokks varð jafntefii, 1 : 1. Knaitspyrnufél. „Fram“ úr Reykjavik (I. flokkur) kom hingað til bæjaiins í fyrradag með bil að sunnan. — Ætla þeir að keppa við féiögin hér á föstudaginn og sunnudaginn. - „Fram“ var lengi bezta félagið í Reykjavfk og er nú óðum 'að vinna sig nær því marki aftur. — Verður gaman að vita hvernig leikar fara hér. — Dánardœgur. Aðfararnótt 20. þ. m. iézt að heimili sínu hér í bænuin Jón Ó. Finn- bogason bankaritari, 72 ára gamall - Banameinið var krabbi. Jón heitinn var sannur heiðursmaður í hvívetna og ein- stakt Ijúfmenni. - Þá er nýlátinn hér á sjúkrahúsinu öldungurinn Kiemenz Frið- riksson frá Vatnsieysu í Skagafirði - Siðast til heimilis i Hrísey — 82 ára gamall. Banaméin hans var hjartaslag. Tvö Orœnlandsför, GustaV Hoim og Godthaab, úr leiðangri dr. Lauge Kochs, komu hingað á sunnudaginn og lágu hér þar til f gær. Höfðu þau flugvélar með- ferðis, Dr. Koch kom hingað landveg frá Reykjavik og steig hér á skipsfjöl. Séra Bcnjamin Kristjánsson flytur guðs- þjónustu að Hólum, sunnudaginn 2. júli n. k., kl. 12 á hád. og í Saurbæ kl 3 sama dag. SfÓNARHÆÐ: Samkoma kl. I, - --- Allir velkomnir. ———_L

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.