Íslendingur - 27.10.1933, Blaðsíða 1
Talsími 105.
Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson.
Strandgata 29.
“
XIX. árgangur. Akureyrí, 27. okt. 1933. 47. tölubl.
■■■■■I NYJÁ-BIO
Föstudags- og Laugardagskvöld kl. 9
og Sunnudaginn kl. 5 og 9: Ný myndl
Grand Hótel
Tal- og bljómmynd í 12 þíittum. — Aðalhlutverkin leika:
Greta Garbo, Joan Crawford, John Barrymore,
Wallace Beery, Lionel Barrymore, Lewis
Stone og Jean Hersholt.
Frægasta bók þeirrar skáldkonu, sem mest orð hefir iarið af
á síðustu árum, þýzku konunnar VICKI BAUM, er GRAND
HOTEL. —* Virki Baum fór sjálf til Hollywood og fylgdist
með tdku myndarinnar og gerði þær breytingar á sögunni,
er þurfa þóttu til kvikmyndunar. Sjö af frægustu leikurum
heiinsins fengu aðalhlutverkin og miklu fé var varið til þess
að gera myndina að því listaverki sem hún er. — GRAND
HOTEL hefir vakið feikna athygli um allan heim og fengið
ársverðlaun »Akademisins* í Hollywood.
Urslit
bannatkvæðagreiðslunnar.
Atkvæðagreiðslan um bannið hef-
ir fallið þannig í þeim kjördæmutn
sem frést hefir úr:
Já. Nei.
Reykjavík 6972 2762
Hafnarfjörður 552 441
ísafjörður 326 702
Akureyri 564 620
Seyðisfjörður 175 138
Vestmannaeyjar 637 246
Rangárvallasýsla 527 166
Mýrasýsla 233 189
Dalasýsla 143 154
V. ísafjarðarsýsla 178 512
V. Húnavatnssýsla 106 132
N. Þingeyjarsýsla 155 153
V.-Skaftafeilssýsla 215 142
Oullbr. & Kjósars. 886 339
Borgaifjarðarsýsla 311 322
Snæfellsnessýsla 370 349
tlaja fallið 12,350. aíkvœði móti
banninu, en 7367 með )'m, eða
nœrfellt 5 þús. fleiri já cn nei.
í dag fer fiam talning atkvæða í
Eyjafjarðarsýslu og ef fil vill víðar.
Bannið dauðadæmt.
Fullnaðar úrslit atkvæðagreiðsl-
unnar um bannið, er fór fram á
laugardaginn var, verða ekki kunn
fyr en um aðra helgi. Þó er nú
þegar vissa fengin fyrir því, að
langsamlega meiri hluti greiddra
atkvæða hefir fallið á móti bann-
inu — og að sá meirihluti veiður
aldrei mikið undir 5 þús. atkv. af
um 25 þús. atkv. er greidd voru,
Árið 1908 er bannið var sam-
þykkt af þjóðinni voru alls greidd
7827 atkv. og féllu 4645 með banni,
en 3181 gegn því.
Vilji þjóðarinnar kemur því greini-
legar fram nú en hann gerði fyrir
25 árum — og það á hina hlið-
ina. —
Þar sem atkvæðagreiðslan að
þessu sinni fór ekki fram samhliða
kosningum, mátti ganga út frá því
sem gefnu, að þátttakan yrði ekki
eins almenn og ella hefði orðið, ef
þetta tvennt hefði orðið samfara.
Eins var veðráttan ekki sem hag-
stæðust — slyddu-veður hér norð-
anlands — og mun það einnig
hafa dregið nokkuð úr þátttökunni.
En þrátt fyrir þetta hvorutveggja
getur enginn orðið til að draga
vilja þjóðarinnar í efa eða treysta
sér til að standa á móti honum á
löggjafarþingi þjóðarinnar. Þjóðin
krefst afnáms bannsins og það af-
dráttarlaust.
Af kaupstöðum landsins — sem
eru sérstök kjördæmi — hafa 4
lýst sig andvíga banninu en tveir
viljað halda í það. — Annar þess-
ara kaupstaða er Akureyri, Tókst
bann-templurum og bandamönnum
þeirra, kommúnistum og kennara-
liði barnaskólans, með látlausum
blekkingum og víðtækri smala-
mennsku að fá rúmlega 50 atkvæða
meirihluta með banninu af nærfellt
1200 atkvæðum er greidd voru.
Og þennan »sigur« eiga bannmenn
því að þakka, að andbanningar
höfðu engan viðbúnað og gerðu
ekkert til að smala fólki á kjörstað-
inn — en bannmenn höfðu 5 bíla
0g smala í hverri götu. — Ef and-
banningar hefðu farið eins að og
notað lík meðul, hefði útkoman
otðið allt önnur. En þeir stóluðu
á sinn góða málstað og dórrigreind
almennings og létu þar við sitja.
í Reykjavík, þar sein stórskotalið
bannmanna hefir aðsetur — og
ekkert var sparað til að afla bann-
inu sigurs — biðu bannmenn hinn
herfilegasta ósigur. Af nærfellt 10
þús. greiddum atkvæðum fékkst
aðeins rúmlega 7, með banninu.
Snérist alþýða manna öndverð gegn
því — og hið sama geiði hún í
Veslmannaeyjum. Einkum munu
sjómennirnir hafa undantekningar-
lítið verið á móti banninu.
Hvað sýslurnar snertir, verður
ekki sagt um heildarútkomuna þar
ennþá, en það sem af er talningu,
hafa fleiri atkvæði fallið móti bann-
inu, svo að enn er meirihluti
greiddra atkvæða utan Reykjavíkur
gegn banninu, og mun aldrei mikil
breyting verða þar á-
Alstaðar um heim, þar sem þjóðir
hafa greitt atkvæði um bann, eftir
að hafa reynt það, hefir yfirgnæf-
andi meirihluti verið mótfallinn því
að halda lengur áfram á þeirri braut.
— íslenzka þjóðin fyllir nú þann
flokk,
Bannið hefir leikið okkur íslend-
inga illa, og öllum er það Ijóst, sem
satt vilja segja, að það hefir ekki
haldið hlífiskildi yfir neinum drykkju-
manni, heldur beinlínis aukið á
niðurlægingu slíkra manna. —
Landinn, eða ólyfjanin, sem drukkin
hefir verið, hefir oft og tíðum verið
heilsuspillandi og jafnvel bannvæn,
og svo hefir drykkjumaðurinn ekki
ósjaldan verið ofsóttur lögbrjótur
ofan á aðra ógæfu sína.
Á þessu verður nú ráðin bót.
Bannmenn munu enn um stund
halda uppi þeim blekkingum sínum,
að við afnám bannsins muni nýtt
vínflóð steypast yfir landið og
drykkjuskapurinn vaxa að sama
skapi — en þetta gaspur þeirra
mun hver skynbær maður láta sem
vind um eyrun þjóta. — Það hefir
sýnt sig, að hjá þeim þjóðurn, sem
hafa haft bann og afnumið það,
hefir drykkjuskapurinn enganveginn
aukist við afnámið. — Þannig er
það í Noregi, þannig í Finnlandi og
þannig í Kanada. — Ennfremur
hefir það sýnt sig, að þær þjóðir,
sem ekkert bann hafa og aldrei
hafa haft það, svo sem Danir, Eng-
lendingar og Þjóðverjar, að þar fer
drykkjuskapur stórum rénandi. —
Er nokkur ástæða til að ætla að
við íslendingar verðum frábrugðnir
öðrum í þessum efnum. — Það
sem gerist hér við afnám bannsins
er: að löglegt áfengi, hreint og ó-
mengað, kemur í staðinn fyrir
landabruggið, ólyfjanina og smygl-
uðu vínin, og sem svo aftur hefir
það í för með sér að bæði erlendir
og innlendir atvinnusmyglarar og
bruggarar hætla að græða á áfeng-
iskaupum landsmanna og að sá
gróði fer þangað sem hann á að
fara — í ríkissjóðinn,
Þessi skiptum má þjóðin íagna.
Er Kommúnistaflokk'
urinii aö sundrast?
Aðalmálgagn Kommúnistahokks
íslands »Verklýðsblaðtð< í Reykja-
vík, flutti nýlega >Opið bréf« frú
Alþjóðasambandi kommúnista í
Moskva, þar sem það er tekið fram að
flokkurinn eigi að skoða Socialdemó-
kratana, sem höfuð óvini sína, eigi
aðeins innan verklýðsfélaganna held-
ur líka utan þeirra. Hefir formaður
flokksins hér á landi, Brynjólfur
Bjarnason ritstjóri Verklýösblaðsins,
að sögn, pantað bréfið frá Moskva,
vegna ágreinings sem orðið læfir
á milli hans annars vegar og Stefáns
Péturssonar og Einars Olgeirssonar
hins vegar, um afstöðu til Socíal-
demókratanna og annað er að flokks-
starfseminni lítur. — Hafa þeir háu
herrar í Moskva litið sömu augum
og Brynjólfur á málin, og víta Stef-
án og félaga hans fyrir framferði
þeirra.
í bréfinu er því lýst yfir, að »fé-
lagi Stefán Pétursson* og ýmsir
aðrir menn í flokknum hafi »truflað
með afstöðu sinni samtaka baráttu
flokksins og hafið byrjun að ger-
samlega óleyfilegri »fraktions«-starf-
semi«. — Svo er flokkurinn áminnt-
ur um það í bréfinu, að »heyja öfl-
uga baráttu gegn hinum tækifæris-
sinnuðu skoðunum og tryggja ein-
ingu flokksins á grundvelli sam-
þykkta Alþjóðasambands kommún-
ista.« — Það er einnig sagt, að
tryggja þurfi »meirihluta af verka-
lj5ð« í flokknum og öllum leiðandi
stöðum«. \
Ymsir spá því, að pessi úrskurð-
ur kommúnistahöfðingjanna íMoskva,
muni valda sundrung innan flokks-
ins hér, og er haft eftir íylgismönn-
um Brynjólfs, að þeir Einar og
Stefán verði reknir úr flokknum ef
þeir í auðmýkt beygi sig ekki undir
fyrirskipanir frá Moskva, — Hvaö
sem um það verður, skiptir ekki
miklu máli, en hitt varðar meiru,
að nú þarf ekki lengur um það að
deila, að yfirstjórn þessa ílokks er
í Rússlandi, og þaðan á að taka á
móti fyrirskipunum og hlýða þeim í
*