Íslendingur - 27.10.1933, Blaðsíða 6
6
fSLENDINGUR
Áskorun
til Akureyringa frá
Skíðastaðamönnum.
í sumar liefir verið unnið kapp-
samlega að því, að veita heitu vatni
úr laugunum í Glerárgili niður í
sundpollinn hér uppi í gilinu.
Fjöldi manns hefir þar gefið vinnu
eða lagt fé af mörkum og bæjar-
sjóður hefir einnig lagt sinn skerf
til fyrirtækisins. Nú er heita vatnið
komið í þróna.
Akureyringar hafa verið samtaka
um að koma þessu verki í fram-
kvæmd.
En mikið er eftir ógert enn.
Við hugsum ekki svo hútt, að
byggja yfir laugina fyrst um sinn.
En þar þurfa að koma vistlegir
klefar, sem upphitaðir eru með
laugavatni, svo menn geti klæðst
þar og afklæðit. f*ar þarf einnig
að koma heitt og kalt steypubað í
klefa. Pá fyrst má hafa full not af
lauginni allan ársins hring.
Börn og unglingar í skólunum
hérna eiga að læra sund í lauginni.
Viljið þið vita til þess, að þau eigi
að klæðast í köldum klefum, þegar
þau koma upp úr lauginni?
Akureyri á ekkert baðhús og
fjöldi bæjarbúa á erfiðan aðgang
að baði. Laugin er einnig fyrir þá.
Laugin er fyrir alla Akureyr-
inga, unga sem gamla, konur
sem karla.
Við verðum öll að vera samtaka
um að hætta ekki við þetta verk
hálfgert
Skíðastaðafélagið á Akureyri hefir
ákveðið að gangast fyrir samskotum
til frekari framkvæmda á verki
þessu og þannig er
Krónuvelta Skíðastaðafé-
lagsins á Akureyri
til orðin. Hver meðlimur Skíðastaða-
félagsins skorar á þrjá menn að
leggja eina krónu af mörkum til
ofangreindra framkvæmda. — Hr.
kaupm. Björn Björnsson frá Múla
hefir lofað aö veita samskotunum
móttöku í Verzl. Norðurland. Allir
sem borga, skora samtímis á þrjá
kunningja sína hér í. bænum, sem
ekki hafa fengið áskorun áður, að
leggja einnig eina krónu af mörkum.
Við væntum þess, að allir þeir,
jafnt konur sem karlar, sem ráð
hafa á og eru máli þessu hlynntir,
verði við áskorun þessari. Fé þessu
verður vel varið.
Þetta er menningarmál fyrir Ak-
ureyrarkaupstað.
Stjórn Skíðastaðafélagsins.
Vann fyrir
kaupinu sínu.
Listmálari nokkur, sem fenginn
var til þess að gera við og endur-
mála föinaða og máða bletti, á liin-
um miklu olíu málverkum í gamalli
kirkju í Belgíu; lagði fram reilcning
yíir kostnaðinn, sem var að upphæð
67 dollarar og 30 cent.
Kirkjuvörðurinn kraföist að fá
sundurliðaðan reikning, svo hann
gæti séð hvað hvert um sig kostaði.
Lagði þá málarinn fram eftirfar-
andi reikning:
Fyrir að laga tíu boðorðin #5,22
Fyrir að gera bjartari logana
í vfti, setja nýja rófu á
kölska, og aðrar smáviðgerð-
ir á þeim gamla........... 7,17
Fyrir að endurglæða hreins
unareldinn, og lappa upp
á glataðar sálir.......... 3,06
Fyrir að setja nyjan stein í
slönguna hans Ðavíðs og
stækka höfuðið á Goliat . . . 6,13
Fyrir að gera við skyrtu
týnda sonarins, og hreinsa
á honum eyrun............... 3,39
Fyrir að setja nýtt stél, og
kamb á hanan hans Sanktí
Péturs.................... 2 20
Fyrir að skreyta Pontius Píla-
tus, og setja nýjan borða á
húfuna hans................. 3,02
Fyrir að endurfiðra og gylla
vinstri vænginn á varðengl-
inum......................... 5,18
Fyrir að þvo þjón æösta
prestsins, og setja roða í
kinnarnar á honum .... 5,02
Fyrir að taka blettina af syni
Tobíasar................. 1,30
Fyrir að setja nýja hringi í
eyrun á Söru................ 5,25
Fyrir að skreyta örkina hans
Nóa, og setja nýtt höfuð á
Sem.......................... 4,31
Samtals................ #67,30
Hkr.
Þýzku, ensku
og fleiri tungumál — kenni ég í vetur
/ón Sigurgeirssoti.
Sími 274,
Kaupi
sjóvetlinga og sokka fyrst um
sinn gegn vöruúttekt.
Bened. Benediktsson.
Cf|íl|fo óskar eftir árdegisvist nú
OllIIlVll þegar. Uppl. í síma 288.
ar.
P. W. Jacobsen & Son
Timburverzlun
Símnefni Granfuru
New Zebra Code
Stofnsett 1824
Carl Lundsgade
Köbenhavn S.
Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup-
mannahöfn. Eik til skipasmíða. Einnig heila skipsfarma
frá Svíþjóð.
Biðjið um tilboð. — Aðeins heildsala.
Hefir verzlað við /s/and í 90 ár.
undursa
gerir línið
sinni áður
Aðeins
tuttugu
mínútna
suða
mlegt þvottaefni
hvítara en nokkru
Þjer þurfið aldrei oftar að hafa erfiðan
þvottadag. Þjer þurfið aldrei að óttast
það að ljereftið verði ekki blæfa I gt og
hvitt. Radion-hið nýja undursamlega,
súrefnis þvottaduft er hjerii
1 staó Þess, að þjer hafið tímum saman,
þurtt að bleyta og nudda þvottinn, tekur
það aðeins tuttugu mínútna suðu~^7ð
Kadiom® Engin sápa eöa blæefni eru
nauðsynleg. Radion liefir inni að halda
alt sem þjer þarfnist í þvott, fyrir lægra
vero en sápa kostar.
Auk þess að Radion gerir ljereft skjall-
nvitt, er það einnig örugt til þvotta &
ullarfötum og öllu við-
kvæmu efni, ef það er
notað í köldu vatni. Þjer
notið aldrei aftur gömlu
aðferðirnar við þvott, eftir
að hafa reynt Radion.
BLtlDA, - SJÓflfi, - SXOUI, -þaðer alt
M-RAD 1-047A 10
allt af nýtt af strokkn-
um í öllum matvöru-
verzlunum bæjarins.
Sjövátryöpgarfélafl
fslands h.f.
Al-íslenzkt
mgar.
Brunaíryggingar.
Hvergi Iægri iðgjöld.
Umboð á Akureyri:
Axel Kristjánsson.