Íslendingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - 20.04.1934, Qupperneq 1

Íslendingur - 20.04.1934, Qupperneq 1
ÍSLENDINGUR Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Strandgata 29. XX. árgangur. I Akureyri, 20. ajDríl 1934. I 26. tölubl. A Qíedilegt sumar! Þegar litið er á stjórnmálasögu og stjórnmálaþróun menningarþjóð- anna undanfarin ár, er það alveg augljóst, að það eru stéttaflokkar lýðræðislandanna sem mestri trufl- un og mestum vandræðum hafa valdið. Fjölmennir, öflugir flokkar í lýð- stjórnarlöndunum, sem byggt hafa starf sitt og tilveru á einhliða bar- áttu fyrir hagsrnunum einstakrar stéttar, hafa orðið lýðræðinu hættu- legastir og skaðlegastir velfarnaði þjóðanna. Pó fer fjarri því að for- ystumenn slíkra flokka skoði sig sem skaðræðismenn; þvert á móti hafa þeir skoðað sig og skoða sem bjargvætti — þ. e. a. s. stéttar sinnar. Þeir halda því fram, og sennilega í einlægni sumir hverjir, að einmitt stéttabaráttan sé eini rétti grundvöllur þjóðmálanna og stéttaflokkarnir eina eðlilega flokka- skiftingin í hverju þjóðfélagi. En þetta eru álíka öfugmæli og að segja að þjófnaður sé grundvöllur ráðvendninnar eða lygin bezta vopn sannleikans. — Sléttahagsmunir og stéttatogstreitan er andstaða og banamein lýðræðisins, sern stendur á þeim grundvelli að menn hugsi um hag heildarinnar. Petta sézt þegar í stað ef á það er litið. í stað þess að konia sam- an í því skyni að sjá hag allra sem bezt borgið, koma menn þá saman til þess að hrifsa handa sér og sinni stétt. Pað er um að gera að koma sem fiestum á þing, sem hafa hag einnar stéttar að leiðarstjörnu til þess að vera sterkastur í handa- ganginum. Falin löngun manna eftir því, að auðgast á annara kostn- að er gerð að sönnun fyrir því að þetta sé eðlilegt og sjálfsagt, en um útkomuna af slíku er ekki hirt. En auk þess, að slík aðferð er ósæmileg og leiðir til glötunar á hugsun lýðræðisins og jafméttis þegnanna, er þessi aðfeið líka skað- leg þeirri stélt, sem þannig kemur ár sinni fyrir borð. Pví að reynsl an færir mönnum skjótlega heim sanninn um, að niðurdrep armara stétta er dauði þeirrar einu, sem því hefir valdið. — Það er eins og að táka neðan af tveimur fótum á þrífættu borði og bæta því við þriðja fótinn. Pað verður ekki til annars er. þess, að borðið steypist og í því falli lendir langi fólurinn ekki síður en hinir. Mönnum ætti þessvegna að vera það Ijóst, að verkamaðurinn stend- ur uppi allslaus og slyppur, ef hann lætur teyma sig til þess að ofbjóða atvinnufyriitækjunum. Og bóndinn er þrotinn ef hann lælur hafa sig til þess að oíbjóða þeim, sem bæði bera mestar opinberar byrðar og veita beztan markaðinn fyrir afurðir hans. Hér á landi stefnir meira og meira í þá átt, að landbúnaðurinn standi og falli með markaðinum í bæjunum. Velgengni bæjanna er að verða meira og meira undirstaða undir velgengni sveitanna. Milli þessara tveggja meginlíffæra þjóð- arinnar þarf að vera ævarandi og órjúfandi samvinna, ef stefna á að velfarnaði. Sú eina trygging, sem kjósendur geta haft fyrir því, að stjórnmála- flokkur sé á réttri braut í þessum efnum, er sú staðreynd, að hann eigi fulltrúa og fylgi innan allra stétta þjóðfélagsins og í öllum landsins héröðum, að hann byggi framtíðarstarf sitt á því, að sam- eina hagsmuni allra stétta þjóðfé- lagsins og gera allar starfsgreinar þjóðarinnar að samverkandi heild. Pað er aðeins einn einasti stjórn- málaflokkur í landinu sem hefir og gerir allt þetla, og það er Sjálfstæð- isflokkurinn. — Hinir flokkarnir allir eru að mestu eða öllu leyti hreinir sté'taflokkar. Kjörorð þeirra er: Stétt gegn stétt. Kiörorð Sjúlf- stœðismanna: Stétt rneð stétt. Velgengi einnar stéttar þjóðfé- lagsins er velgengni annarar. Petta skiljum vér íslendingar allra manna bezt hér í fámenninu. Pessvegna fer fylgi Sjálfstæðis- flokksins stöðugt vaxandi Frá Bandarík/unurn. Roosevclt íorseli hefir fyrir nokkr- um dögum neitað aö undirrita lög um hækkun á tillögum til uppgjafa hcrmanna og yxnissa starlsmannna þess opinbera, en lögin höfðu verið samþykkt í báðum deildum þingsins. Er þetta í annað skifti sem forset- inn notar forsetarétt sinn til þess að neita að staðfesta lög, er samþykkt hafa verið á þingi. Forsetinn undirrilaði aftur á móti lög, sem heimila stjórninni að auka llota Bandaríkjanna, að því hámarki, sem leyfilegt er, samkvæmt núgild- andi samningum. Forsetinn tók þó frant, f viðtali við blaðamenn, að þalta væru aðeins heiinildarlög, en alls ekki lög er ákvæðu, að það skyldi auka flotann. Kpað hefir ver- ið«, sagði forsetinn, »og er stefna okkar, að styðja að áframhaldandi lakmörkun vígbtínaðar, og ég vona fasllega, að liotamálaráðstefna sú sem koma á saman á næsta ári, sjái st'r fært að ákveða enn írekari takmörkun á herskipasmíðum*. Avísanamálið í Landsbankanum. Dómsmálaráðherra fyrir- skipar sakamálsliöfðun. Fyrir nokkru er lokið rannsókn lögreglustjórans f Reykjavík út af seðlahvarfinu í Landsbankanum og ávísánamáli Mjólkuríélagsins, sem fyr hefir verið írá sagt. — Mu.t ekkert hafa orðið uppvíst um seðla- hvaríið, en í ávísanamálinu upplýst- ist það, að síðan 1931 hefir Mjólk- urfélagið gefið út öðru hvoru ávís- anir á enga innstæðu, er lágu svo hjá gjaldkerum bankans tímunum saman óinnleystar, jafnvel allt að því 6 mánuði, og voru endurnýjaðar hvað eftir annað. — 1. okt. s. 1. námu ávísanir þessar alls 64,500 kr. en voru 31. des. komnar niður f 12 þús. kr. — en sem hafa verið inn- leystar síðan. Gjaldkerar þeir, sern þannig hafa legið með ávísanir félagsins, eru þeir Guðm. Guðmundsson aðalfé- hirðir, Steingrímur Björnsson aðstoð- argjaldkeri — og Sigurður Sigurðs- son aðstoðarféhirðir — að tilhlutun Guömundar, að því er segir í skýrslu rannsóknardómarans. Einnig er upplýst, að þeir Guðm, Guðmundsson og Steingrímur Björns- son hafa fengið ávísanir lánaðar lijá félaginu til að taka út á þær pen- inga úr sínum eigin kássa og dvlja það með því að láta ávísanirnar liggja í kassanum í stað peninganna. Guðmundur Guðmundsson fékk þann- ig snemma árs 1932 ávísun að upp- hæð kr. 5000,00 sem hann lét síðan liggja í kassa hjá sér og var nokkr- um sinnum endurnýjuð af félaginu og stundum innleyst og loks fæið Guöm. til skuldar hjá félaginu í haust. Steingrímur fékk 1932 ávfsun að upphæð kr. 1300,00 er einnig var nokkrum sinnum endurnýjuö og síð- an hækkuð upp í 2500,00 og loks innleyst aí félaginu í nóv. í haust. Ennfrérnur hefir aðalféhirðir íengið ávísanir lánaðar hjá nokkrum öðrum mönnuin til að láta liggja í kassa hjá sér, en þær voru allar greiddar þegar hann skilaði kassnnum af sér — og bíður bankinn því ekkert fjár- hagslegt tjón af verknaði gjaldker- anna eða ávísunum Mjólkurfélagsins. FZr bankaráð og bandastjórnin fengu skýrslu rannsóknardómarans í hendur var sú ákvörðun tekin að svifta Guðmund aðalféhirðir starfi sínu íyrir fulllt og allt og Siguröi Sigurössyni um óákveðinn tíma. Þeii Steingrímur Björnsson og Ing- var Sigurðsson útibústjórinn, er seðl- arnir hurfu frá, sögðu stöðuin sínum lausum. Nýja-Bíó Föstudags, laugardags og sunnudagskvöld kl. 9 Kvenholli Kalli Tal og hljómmynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Charlie Ruggles og Sue Conroy. Petta er óvenjulega hlægileg og viðburðarrík gamanmynd. Char- lie Ruggles er einn af bestu gaman- leikurum í U. S. A. Hér lendir hann í einni flækju af hlægilegum æfintýrum, flestum *ut af kvenfólki. Sunnudaginn kl. 5 Alþýðusýning. Rannsókn málsins var síðan send Magnúsi Guðmundssyni dómsmála- ráðheira, og hefir hann nú ákveðiö sakamálshöfðun gegn þeim Guð- mundi, Steingrími og Sigurði — og íramkvæmdarstjóra Mjólkurfélagsins Eyjólfi jóhannssyni. - Mun því á- lit ráðherrans, að um reísiverðan verknað sé að ræða, þó bankinn hafi ekki beðið fjárhagslegt tap af þassu ávisanabraski. Frá Hiifáliverlinouin. Það ber sjaldan við að okkar ltöfðhverfinga sé getið í blöðum, — Þó heíir það nýlega skeð að fréttir haía verið sagðar héðan opinberlega. I-’að er í blaðinu »Degi« 24. f. m. og er þar skýrt frá stofnun Fram- sóknarfélags hér í sveitinni, auk þess, sem hafðar eru nokkrar setn- ingar eftii ónafngreindum bænd- um hér. — Síðun ég sá Dag með þessum tveimur greinarkornum, sem á okk- ur minnast, hefi ég verið að velta því fyrir mér hvort allar pólitískar fréttir, sem Framsóknarblöðin segja úr »hinum dreifðu byggðum* myndu vera jafn ábyggilegar og þessar. — Pó að cg sé ekki í Framsóknarfé- laginu, er mér töluvert kunnugt um stoínun þess og það, sem gerðizt á stofnfundinum 1 tér í sveit hafa lengi verið marg- ir F'ramsóknarmenn og rnargir af þeim mjög flokksbundnir og auð- sveipir yfirbcðurum sínum ug sf- vinnandi bak við tjöldin eftir sinni getu. — En í vetur þegar Fram- sókn klofnaði, sló á þá talsverðu hiki, og forsprakkarnir munu naum- ast hafa vitað í hvorn fótinn þeir áttu að stíga, þar til búið var að

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.