Íslendingur - 20.04.1934, Side 2
2
fSLENDINGUR
halda héraðsfundinn, sem Framsókn
hélt að Laugum í vetur, þá fengu
forsprakkarnir hér ákveðnar fyrir-
skipanir, sem voru fyrst og fremst
þær að kjósa Jónas, og binda fyrir-
fram svo mörg atkvæði sem mögu-
legt væri.
P& var farið að laumast um sveit-
irnar og safna undirskriftum undir
loforð um kosningafylgi. — Geri ég
ráð fyrir að þeir, sem smöluðu hér
hafi ekki vitað að slíkt varðaði við
lög, samkv, hinum nýju kosninga-
lögum. — Svo var farið að vinna
að því að stofna félagið, til þess að
binda allt sem fastast. — Stofnfund-
urinn var boðaður þeim aðeins, er
tryggt var talið að gengju í félagið.
Höfðust þannig saman á fundinum
eitthvað yfir 20 manns af um 300,
sem á kjörskj-á eru hér í sveitinni.
Þegar á fundinn kom, sögðu þegar
nokkrir menn til sín að þeir myndu
alls ekki ganga í félagið, Var þá
gengið til atkvæða um það, hvort
þeir fengju að vera á fundi, og var
það samþykkt með meiri hluta at-
kvæða. —
Nú vai lagt fram frumvaip til
reglugerðar fyrir félagið, og það
rætt grein fyrir grein, Var þá á-
kveðið tveggja króna árstillag, og
skyldi helmingur gjaldsins greiðast
suður tll miðstjórnar Framsóknar. —
Þegar kom að því ákvæði að allir
félagsmenn yrðu að skuldbinda sig
til þess að kjósa aldrei nokkurn
mann til nokkurs trúnaðarstarfs,
nema hann væri ákveðinn og yfir-
lýstur Framsóknarflokksmaður og
samþykktur af meiri hluta félags-
manna, fór að heyrast hljóð úr
horni. — Kom frám ákveðin tillaga
um að fella þetta ákvæði niður, en
hún var feld með eins eða tveggja
atkvseða mun. — Mun hafa legið
nærri að félagsstofnunin strandaði á
þessu, því að ýms'r voru tregir til
að afsala sér þannig atkvæði sinu
og sannfæringu sinni í hendur þess
meiri hluta, sem mögulegt reyndizt
að knýja fram í hvert sinn.
f*eir, sem létu á sér heyra að
þeir væru tregir til að ganga undir
okið, fengu þung orð að heyra og
jafn vel brigðslyrði frá hinum allra
æstustu. Og þegar þeim var bent
á, að einmitt á svipuðu atriði og
þessu hefði Framsóknarílokkurinn
klofnað, þá ætlaði allt í bál og brand;
og síðan hefi ég heyrt einn af stofn-
endum félagsins fullyrða það, að fé-
lagið muni fljótlega klofna, einmitt
vegna þessa ákvæðis.
Árni litli frá Pálsgerði, sá er skrif-
aði greinina um Fi amsóknarfélags-
stofnunina, hefir þá fullyrðingu eftir
bónda úr Höfðahverfi, að enginn
Framsóknarmaður þar inuni ganga í
Bændaflokkinn. Væri fróðlegt að
vita hver sá er sem treystir sér til
að fullyrða slíkt. — En það er meira
sem Árni þykist hafa eftir öðrum
bónda úr Höfðahverfi, sem sé það
að Bændaflokkurinn sé »aðeins út-
leggjari frá íhaldsflokknum, settur
til höfuðs Framsókn og þar með ís-
lenzkri sveitamenningu*. — Vill nú
ekki Árni litli nefna bóndann, sem
sagði þetta, með nafni. Raunar ættu
bændur hér í Hverfinu kröfu til þess
að hann gerði það, því hér eru
margir bændur, sem ekki vilja láta
kenna sig við svo stór orð og heimsku-
leg. Ef Árni verður ekki krafinn
frekari sagna um þetta, kemur það
einungis til af því, að Höfðhverfing-
ar þekkja hann og vita að hann er
vel fær um að búa til svona sögu
frá rótum, En hinu er heldur ekki
að neita, að vel geta veriö til hér
unglingar, sem búið er að æsa svo
upp, að þeir láti svona vitleysu út
úr sér. —
En hitt er víst, að meiri hluti
Höfðhverfinga er ekki svo skyni
skroppinn, að hann láti sér koma
til hugar að þeir Tryggvi Þórhalls-
son, Þorsteinn Briem, Jón í Stóra-
dal, Lárus á Klaustri, Sigurður bún-
aöarmálastjóri og ýmsir fleiri séu
þannig gerðir, að þeir láti hafa sig
að flugumönnum til þess að vega að
íslenzkri sveitamenningu. Nei, að
Árna litla líðst að fleipra þetta og
þykjast hafa ábyrgð Höfðhverfinga
fyrir, kemur eingöngu til af því að
þeir þekkja hann, og vita hvað hann
er óendanlega smár samanborið við
hvern einn af forgöngumönnum
Bændaflokksins.
Eitt er það enn. Árni litli er að
gorta af því að í Frzmsóknarfélagi
Höfðhverfinga séu ekki aöeins bænd-
ur, heldur og daglaunamenn og út-
gerðarmenn. Ég held að útgerðar-
menn hér kæri sig ekkert um að
láta kenna sig við Framsóknarfé-
lagið En sannleikurinn er sá, að f
því er einn, segi og skrifa einn út-
gerðarmaður, og hann það stór, að
hann keypti í haust yg (hálfan)
»trillubát«, sem hann er ekki farinn
að gera út enn. Einn bóndi, sem er
í félaginu, á árabát. Éá eru taldir
útgerðarmennirnir í Framsóknarfé-
lagi Höfðhverfinga.
Ég hefi sagt svo nákvæmlega frá
þessu af því, að ég hygg að eitthvað
svipað þessu hafi gerzí og gerizt í
í öðrum sveitum, og svo er altaf
hægt að fá einhvern gortara til að
setja saman fréttirnar.
8. apríl 1934.
Höföhverfingur.
Heilsuverndarstgð
í Revkjavík.
Stórmerkileg
framtíðarstofnun.
Heilbrigðisskýrslur heitir ársrit
það, sem landlæknir sernur upp úr
skýrslum héraðslækna, og er nýlega
komið út ársritið fyrir 1932. —
Éessar skýrslur um heilsufarið f
landinu eru lítið þekktar og enn
minna lesnar af alþýðu manna. En
við læknar, sem allir höfum eitthvað
lagt til efnisins 1 þessum skýrslum,
við gleypum þær í okkur eins og
reyfara, enda eru þær að mörgu
leyti skemmtilegar og girnilegar til
fróðleiks.
Vilmundur landlæknir á skilið að
honum sé þakkað, hve fljótt og
myndarlega honum hefir farizt við
útgáfu fjögra árganga af skýrslum
síðari ára (1929—1932). Jafnframt
verður þó ekki síður að þakka próf.
Guðmundi Ilannessyni, sem gaf hon-
um ágætt fordæmi og fyrirmynd
meö þeim fádæma dugnaði og vand-
virkni, er hann sýndi við útgáfu á
18 skýrslu-árgöngum þar á undan.
Guðm. kom nýju og hentugu sniði
á alla skýrslugerðina og skýrslur
hans vöktu fljótt athygli meðal vís-
indamanna víðsvegar erlendis.
Vilmundur hefir haldið skýrslun-
um í þessu sama horfi og tekst
honum engu síður en Guðmundi,
að gjöra þær um leið fróðlegar og
skemmtilegar. Ég kann seinna að
taka efni skýrslanna. nánar til at-
hugunar hér í blaðinu, því þar er
um margt að ræða, sem alþýðu varö-
ar miklu að þekkja. — í þetta skifti
vil ég aðeins minnast á það, sem
mér þótti athyglisverðast í seinast
útkomnum skýrslum, en það var
opið bréf eöa erindi, samiö af land-
lækni og sent nýlega bæjarráði
Reykjavíkur. Fyrirsögn þess er:
Heilsuvernd í Reykjavík.
Hér er rösklega vakið máls á
afarmerkilegri og nýstárlegri aöferð,
sem landlæknir vill að höfuðstaður
vor taki upp til að koma í veg fyrir
og draga úr margskonar sjúkdóms-
böli og slysum íbúanna. Og hugs-
ar hann sér áð smám saman megi
sama aðferðin verða tekin upp víös-
vegar um land.
Aðferðin er í stuttu máli sú, að
bærinn starfræki Heilsuverndunar-
stöð eftir erlendum fyrirmyndum,
en þó að tiltölu fullkomnari og marg-
þættari en slíkar stöðvar hafa áður
tíökast. Við þessa stöð eiga nokkr-
ir valdir, sérfróðir læknar og hjúkr-
unarkonur að starfa. Og starfið
verður í því fólgið, að vaka yfir
heilsufari bæjarbúa, leita uppi sjúk-
dómsorsakir og finna ráð við þeim
og leiðbeina fólki eftir beztu föng-
um í því að koma í veg fyrir veik-
indi og slys.
í Reykjavík starfa um 40 læknar
og liafa flestir allan tíma sinn upp-
tekinn í því einu, að sinna þeim,
sem sjúkir eru. Nú finnst landlækni,
að ekki sé farið fram á neina fjar-
stæðu, að Reyiqavíkurbær réði yfir
svo sem svaraði helming þessara
lærðu manna til að sinna þeim, sem
enn eru heilbrigðir og hjálpa þeim
til að halda heilsunni slyndrulítið.
f*etta er fyrst og fremst fjárhags-
spursmál. Nógir læknar, og þeir
vel til starfsins fallnir, mundu fást
til þessa heiisuverndunarstarfs, ef
þeim væri sæmilega launað fyrir
þaö. — En, eins og kunnugt er,
hefir læknum ekki fram að þessu
staðið annar aúðnuvegur opinn en
sá, að fást við lækningar eingöngu.
— Vísir til heilsuverndarstöðvar er
þegar til í lar.dinu, þar sem eru
Hjálparstöð »Líknar« í Reykjavík og
Hjálparstöð Rauða Krossins hér á
Akureyri. Báðar þessar stöðvar eru
fyrst og fremst ætlaðar til leiðbein-
ingar fyrir berklaveika á byrjunar-
stigi, og þá, sem fengið bafa bata
á hælunum og þurfa að læra að
fara rétt með sig til að veikjast
ekki á ný. Ennfremur eru þær ætl-
aðar til þess að kenna mæðrum að
fara með börn sín. — fessar litlu
hjálparstöðvar hafa þegar náð mikl-
um vinsælduin vegna þess, að fólk
hefir fundið, hve gagnlegar þær eru.
— En læknarnir, sem við þær hafa
starfað, hafa gjört það af fórnfýsi
svo að segja endurgjaldslaust, í hjá-
verkum sínum, en í góðri trú á
vissan árangur.
í líkingu viö þessar litlu stöðvar
en í margfalt stærri stll, vill land-
læknir að Reykjavíkurbær reisi veg-
lega byggingu — heilsuverndarstöð
ineð mörgum viðfangsefnum, þar
sem margir læknar og hjúkrunar-
konur vinni saman að þ\í, að fræða
almenning um heilsuvernd og þar
sem skrifstofur og rannsóknarstofur
greiði úr ýmsum vandamálum.
Þar yrðu t.d. þessar deildir: mæðra-
vernd, ungbarnavernd og barna-
vernd (sem meðal annars sæi um
allt skólaeftirlitið í bænum); þá væru
deildir, sem sæu um berklavarnir,
alm. sóttvarnir, kynsjúkdómavarnir,
slysavarnir, varnir gegn krabba-
meinum, gegn blindu o. s. frv.
Hér - má að auki sérstakléga
benda á, hve þýðingarmikið það
væri, að hver sem vildi, gæti feng-
ið þarna sérfróða lækna til að at-
huga vandlega heilsufar sitt, líkt og
þegar menn sækja um líftryggingu
(en þó miklu ítarlegar).
í Bandarlkjunum hafa nú um all-
langt skeið sum vátryggingarfélög
starfrækt rannsóknarstöðvar, þar sem
öllum vátryggðum meðlimum er
heimil skoöun með vissum millibil-
um, til þess aö þeir gætu fengiö ráð
f tæka tíð, ef hjá þeim fyndust ein-
hverjir sjúkdómar í byijun. —
Vátryggingarfélögin hafa grætt á
þessari tilhögun — Éví þó að þess-
ar rannsóknarstöðvar hafi kojtað all-
rnikið fé, hefir það marg endurgold-
izt í iðgjöldum margra manna, sem
fyrir skoðunina fengu aövörun í
tæka tíö og lækningu þeirra meina,
sem annars hefðu orðið þeim að
bana fyrir örlög fram, (Um þetta
mál hefi ég undirritaöur skrifað ítar-
legar í Læknablaðinu, árg. 1928).
En vissulega mun Heilsuverndar-
stöð af því tagi, sem hér hefir verið
bent á, kosta allmikið fé.
Landlæknir minnir bæjarráð
Reykjavíkur á, að um langt skeið
hafi bærinn ekki lagv fram nema
sáralítið fé til sjúkrahúsa og heil-
brigðismála. Bærinn heiir notið og
nýtur framvegis góðs af stofnunum
ríkisins. Kleppi, Vífilstöðum og Land-
spítala og ekki að gleyma Katólska
spítalanum f Landakoti.
Aðrir bæir landsins hafa lagt á
sig þungar byrgðar til bygginga og
reksturs vandaðra sjúkrahúsa eins
og t. d. ísafjörður, Vestmannaeyjar
og Siglufjörður; og Akureyri ætlar
nú að gera slíkt hiö sama. »Þetta
svarar til þess« — segir landlæknir
— »aö Reykjavíkurbær reisti sjúkra-
hús fyrir miljónir króna og ræki
það með rausn«. Og honum finnst
Reykjayík standa vel að vígi til
þess, að sýna nú rögg á sér og
verða öllum heimi til fyrirmyndar
með því að reisa vandaða Heilsu-
verndarstöð fyrir bæinn, sem einnig
kæmi öllu landinu aö gagni.
Um þörfina þarf ekki að þrátta,
og gagnið mun brátt sýna sig, Það
má fara hægt á stað og auka við
stöðina eftir þvf sem tíminn krefur
og hve gagnið reynist mikið. —
Hér er sannarlega gott mál á ferð-
inni — og mættu allir óska þess
einhuga, aö bæjarráð Reykjavíkur
brygðist nú vel við, og bæri giftu
til að taka þetta mál föstum tökum
án alls flokkarígs og bera það fram
til sigurs undir forustu landlæknis
(sem er einkar sýnt um allt skipu-
lagsstarf) bænum og öllu landinu til
gagns og sóma.
Steingrtmur Matthíasson.
íbúðatjölgun í Þýzkalandi.
Samkvæmt skýrslum þýzku hag-
stotunnar hafa á árinu 1933 verið
byggðar alls 200.000 nýjar íbúöir í
fyzkalandi, og er það fjórðungi
meira en árið á undan, Hérumbil
helmingur þessara íbúða hefir verið
úyggður með ríkisstyrk að meira
eða minna leyti.
4