Íslendingur - 04.01.1935, Blaðsíða 1
Talsími 105.
Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson.
Strandgata 29.
XXI. árgangur.
t
Láras H. Ojarnason, 1
fyrv. hæstaréttardómari,
andaðist að heimili sínu í Reykja-
vík að morgni þess 30. f. m. —
Hann var fæddur 27. marz 1866 og
var því tæpra 69 ára gamall. Hann
var einn af helztu Iögfræðingum
landsins og gegndi ýmsum lög-
fræðilegum embættum um dagana.
Var mllafærslumaður við yfirréttinn,
síðan sýslumaður í 15 ár, þá skóla-
stjóri Iagaskólans, þá prófessor í
lögum og síðast hæstaréttardómari.
— Lét stjórnmál sig miklu skipta
um langt skeið og var þá einn af
helztu og áhrifamestu mönnum
Heimastjórnarflokksins.
Kvæntur var Lárus Elínu, systir
Hannesar Hafsteins, en misti hana
26. ágúst 1900. Tvö börn þeirra
eru á Iífi, frú Jóhanna, ekkja Páls
J. Ólafsonar tannlæknis í Rvík, og
Pétur, kaupmaður hér á Akureyri.
Rauða þingið.
Alþingi var slitið laugardaginn
22. f. m. og hafði það þá staðið
samtals 83 daga- Vakti það sérstak-
lega eftirtekt við þinglausnir, að
allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins,
Bændaflokksþingmennirnir Porst.
Briem og Hannes Jónsson og Ás-
geir Ásgeirsson, mættu ekki. Munu
þessir þingmenn hafa litið svo á,
að bezt færi á því að rauða samfylk-
ingin væri ein viðstödd þá athöfn,
hennar væri heiðurinn og dýrðin
af þeirri »framleiðs!u«, er eftir þingið
lægi að þessu sinni.
AIIs voru lögð fyrir þingið 145
frumvörp, þar af 37 stjórnarfrum-
vörp. Af þeim voru 79 afgreidd
sem lög, þar af 33 stjórnarfrumvörp.
— 38 þingsályktunartillögur voru
bornar fram og 22 þeirra sam-
þykktar.
Jafnaðarmenn réðu lögum og
lofum á þinginu; höfðu Fram-
sóknarþingmennina gersamlega í
vasa sínum. Hlýddu þeir í einu
og öllu fyrirskipunum kratabrodd-
anna og létu þá leiða sig sem vilja-
laus og skoðanalaus verkfæri gegn
um þingstörfin. Hafa aldrei brjóst-
umkennanlegri þingfulltrúar setið á
alþingi en Framsóknarfulltrúarnir að
þessu sinni og aldrei heldur vesalli
fulltrúar en þeir. — Öll löggjöf
þingsins ber stimpil og lit jafn-
aðarmanna og er því þingið af
flestum kallað þingið rauða.
Akureyri, 4. jan. 1935. I 1. tölubl.
Meginið af löggjöf þingsins
hnígur í ofbeldis- og einokunar-
áttina og að skattakúgun og eyðslu-
semi. Slík eru bjargráðin sem rauða
samfylkingin rétlir að þjóðinni, nú
þegar atvinnuvegirnir eru á heljar-
þröminni og þjóðin stynur undir
drápsklifjum skatta og skulda.
Fjarlðgin, sem rauða samfylk-
ingin knýr með flokkseinræði í gegn
um þingið, eru langhœstu fjárlögin
sem nokkru sinni liafa verið afgreidd
á Alþingi. Munu útgjöld fjárlag-
anna, þegar með eru taldar greiðslu-
heimildir í 22. gr., nema urn 15
milfónum króna. — Eru það um
700 krónur á hvert 5 manna heim-
ili í landinn.
í hæstu fjárlögum, sem áður hafa
verið afgreidd á Alþingi, voru út-
gjöldin um 12 milj, kr., og þó voru
meðtaldir í þeim rekstursreikningar
ýmsra ríkisstofnana, eins og pósts,
síma og útvarps, o. fl„ sem nú
koma ekki í heildarsamlagningu
fjárlaganna. Við þetta Iækkar heild-
arútkoman um a. m. k. l7a miljón
kr. Miðað við þetta, eru útgjöldin
á fjárlögum rauðu flokkanna utn
16XU mili. kr., eða 4l/2 milj, króna
hœrri en hæstu fjárlög sem áður
hafa þekkst.
Rauðu flokkarnir réðu öllu um
afgreiðslu fjárlaganna, svo að engu
var þar um þokað frá því sem þeir
höfðu ákveðið að vera skyldi. Og
voru stjórnarandstæðingar og kjör-
dæmi þeirra beitt fullkomnu ger-
ræði, allsstaðar sem því var við
komið. Er það í fyrsta sinn í sögu
Alþingis að þannig er ráðstafað fé
úr sameiginiegum sjóði landsmanna,
að flokkshagsmunir ráði öllu-
Til þess nú að mæta þessari gíf-
urlegu útgjaldaaukningu, leggja rauð-
liðar nýja skatta og tolla á þjóðina.
Tekju- og eignaskattúrinn er tvö-
faldaður, en sá skattur var áður
hærri en í nokkru ööru landi álf-
unnar. Má því rnarka hvað Iangt
er gengið í skattakúguninni.
Hér f blaðinu hefir áður verið
drepið á hamfarir rauðu flokkanna
gegn frjálsum atvinnurekstri í land-
inu, og þau lagafrumvörp, er þeir
báru fram á þinginu honum til
hnekkis. — Rúm tylft slíkra frum-
varpa var samþykkt og afgreidd
sem lög, þar af 7 eða 8 einkasölu-
eða einokunarfrumvörp.
Eitt þessara frumvarpa, og sem
ekki hefir áður verið skýrt frá, er
frumvarp stjórnarinnar um síldar-
útvegsnefnd, útflutning á síld, hag-
nýtingu markaða o. fl„ er samþykkt
var í þinglokin. Meö þessum lögum
er stefnt að nýrri síldareinkasölu.
Sýnir þetta hvað bezt frekju og ó-
skamfeilni rauðliða, að þeir skitrast
ekki við að fylgja fram nýrri síldar-
einkasölu áður en dánar- og þrota-
bú hinnar fyrri er gert upp, er
rændi sjómenn og útgerðarmenn
öllum arði af vinnu þeirra vertíð
eftir vertíð og eyðilagði að miklu
leyti síldarmarkað landsmanna og
kom lVs rnilj. kr. skuldabagga yfir
á ríkissjóðinn, Er engin ástæða til
að ætla að nýja einkasalan gefist
betur, komist hún á laggirnar, og
má þá vænta að annar miljónabaggi
bættist á ríkissjóðinn.
Pjóðnýtingarstefna jafnaðarmanna
á ekki lengur neina andstöðu hjá
Framsókn, jafnvel eru Framsóknar-
þingmennirnir því ekki lengur mót
fallnir að jarðirnar verði teknar af
bændum og gerðar að ríkiseign.
Að sönnu dagaði upp á þinginu
frumvarp, er fór í þessa átt, en
Framsóknarleiðtogarnir höfðu lýst
yfir því blessun sinni. Og vitanlegt
er öllum það, að skipulagsnefnd-
inni, eða »Rauðku«, er ætlað að
undirbúa allsherjar þjóðnýting, þó
þetta kunni að reynast tafsamt, fyrst
Sjálfstæðismönnum er gefinn kostur
á að vera í nefndinni.
En þó nú að hugur rauðu flokk-
anna stefni allur að þjóðnýtingu, er
þeim það ekki geðfellt að fá álit
þjóðarinnar í þeim efnum. — Einn
af þingmönnum Sjálfsta:ðisflokks-
ins, Sigurður Kristjánsson, bar fram
i sameinuðu þingi þingsályktunar-
tiliögu um þjóðaratkvœði um ríkis-
rekstur átvinnuvega og ríkiseign
jarða, en rauðliðar þorðu ekki að
taka tillöguna fyrir í þinginu og
létu hana daga uppi. Ætti það þó
að sýnast sjálfsagt mál, áður en að
þingið gengur lengra inn á þjóð-
nýtingarbrautina að þjóðin sé um
það spurð, hvoit hún vilii að svo
verði gert. *
En rauðu flokkarnir þorðu ekki
að leita þjóðarviljans, hefir eílaust
grunað að hann yrði þeim and-
stæður.
Og sá grunur er eflaust réttur.
Mikiíl meiri hluti þjóðarinnar mun
ekki taka því með þökkum að vera
sviftur sjálfræði um atvinnurekstur
sinn og viðskipti, frekar en hann
er rauðu flokkunum þakklátur fyrir
skattabyrðarnar, sem þeir hafa lagt
á þjóðina á þinginu nýafstaðna.
Dánardægur.
Nýlátinn er á Landsspítalanum í
Reykjavík séra Guðmundur Guð
mundsson frá Gufudal, 75 ára gam-
all. Hann var kvæntur Rebekku
Jónsdóttur, Sigurössonar alþrn. frá
Gautlöndum og faðir Haraldar Guð-
mundssonar ráðherra og þeirra
systkina, Annálaöur gáfumaður. —
Á nýársdag lézt hér á sjúkrahúsinu
Stefán Stefánsson, útvegsbóndi að
Miðgörðum í Grenivík, 65 ára gam-
all, mesti atorku- og dugnaðarmaður.
Banamein hans var lungnabólga,
NÝJA-BIO —
Laugardags- og
Sunnudagskvöld kl. 9:
RAUÐI
BÍULINN
Talmynd í 10 þáttum. Aðal-
hlutverkin leika:
Edmund Lowe, Wynne
Gibson og Dickie Moore,
Ákaflega spennandi leynilög-
reglusaga, sem segir frá viður-
eign við bílaþjófafélag í New
York. Inn í myndina er ofið
ástaræfintýri. Myndin er mjög
vel leikin af hinum karlmann-
lega og slcemmtilega leikara
EDMUND LOWE og undra-
barninu, drengnum DICKIE
MOORE, sem sézt hér í mynd
í fyrsta sinn.
Bönnuð fyrir börn.
Sunnudaginn kl. 5:
Alþýðusýning Niðursett verð. I
| Dói lisÉiannsins |
Skuldaskilasjðður
útgerðarmanna.
Stjórnarliðar lofa að >am-
þyltkjahann á næstaþingi.
Þaö var ekki langt liðið á þingiö
nýafstaðna, er það var sýnilegt, að
stjórnarflokkarnir voru ráðnir í því
að hefta framgang hinna stóru um-
bóta- og viðreisnarmála sjávarút-
vegsins, sem komu frá milliþinga-
nefndinni í sjávarútvegsmálum, og
Sjálístæðismenn fluttu inn á Alþingi.
Frumvarpið um skuldaskilasjóð út-
gerðarmanna var mest rætt í þing-
inu. Stjórnarliðar risu f fyrstu önd-
vegis gegn því, en svo háværar
raddir bárust hvaðanæla að, er
kröíðust bráðrar úrlausnar þessa
mikla velferðamáls útvegsmanna, að
stjórnarliðar gugnuðu og sáu sér
færast að skora á stjórnina aö leggja
frumvarpið fyrir næsta þing. — í*ar
sem Sjálfstæðismönnum var ljóst,
aö ekki voru tiltök aö fá málið sam-
þykkt á þessu þingi, gegn vilja
stjórnarflokkanna, en hinsvegar mik-
ilsvert út af fyrir sig, aö fengist
hafði yfirlýsing bankanna um það,
að eigi þyrfti að óttast stöðvun út-
geröarinnar eða eigendaskiíti umfram
venju vegna skulda, fyrir næstu
vertíð, þá gátu Sjálfstæðismenn eftir
atvikum fallist á aö afgreiöa málið