Íslendingur


Íslendingur - 04.01.1935, Side 2

Íslendingur - 04.01.1935, Side 2
2 ÍSLENDÍNGUR Miðstððvartæki I er hagkvæmast að kaupa hjá Tómasi Björnssyni, Akureyri. til stjórnarinnar með svohljóðandi dagskrártillögu: >hareð umsagnir frá bankastjórum Landsbanka íslands og Útvegsbankn íslands h.f., um að tigi þurfi að ótt- ast stöðvun á útgerð landsmanna eða eigendaskifti umfram venju, vegna skulda, fyrir næstu vertíð, og ennfremur að skuldaskil kæmu eigi heldur til framkvæmda fyrir vertíð- ina, þó frv. næði íram að ganga og í trausti þess, að ríkisstjórnin leggi fyrir næsta þing framhaldandi til- lögur um viðreisn sjávarútvegsins, þar á meðal tillögur um aðstoð rík- isins til skuldaskila vélbátaútvegsins, er fram fari á næsta ári, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.* Dagskrártillagan var samþykkt. Með samþykkt hennar hafa stjórn- arflokkarnir gefið skjalfest fyiirheit um það, að málið nái fram að ganga eftir 2 — 3 mánuði og munu Sjálf- stæðismenn fylgja því fast eftir að þau loforð verði efnd: Y firlýsing Ásgeirs Ásgeirssonar. Dagur, 29, f. m. hyggst að sanna þau fyrri ummæli sín, að þeir Rich- ard Thors og Sveinn Björnsson hafi óskað eítir að löggleidd yröi einka- sala á saltfiski, með því aö birta yfirlýsing Ásgeirs Ásgeirssonar, — en íorðast að geta um skýringar, þær sem Ásgeir lét fylgja. Sýnir það bezt hversu ráðvandlega er haldið á málunum, Yfirlýsing Ásgeirs hljóðar svo: »Ef tvær breytingartillögur mínar við 12, grein, a og c, verða sam- þykktar, þá er hér um að ræða möguleika fyrir einkasölu fiskfram- leiðenda, sem er samskonar og sú, sem Rieharður Thors og Sveinn Björnsson sendiherra óskuðu eftir, þegar þeir voru á Spáni. — Þeir sendu mér skeyti um að þeir teldu einkaútflutning æskilegan. í þessari einkasöluheimild 12. greinar, er, ef brtt, mínar verða samþykktar, ekki fólgin meiri hætta en í tillögu þeirra um einkasölu fiskframleiðenda.« Síðan segir Ásgeir: »Á þessari yfirlýsingu minni þarf ég að gefa nokkura skýringu. — Frá því að fiskisölusamlagið var stofnað var þvf allt af haldið fram við mig, af þeim framkvæmdastjór- um samlagsins, sem oftast áttu tal viö mig um málefni samlagsins, að mjög æskilegt væri að samlagið gæti haft einkaútflutning á saltfiski frá íslandi og' þegar til þess lcorn, að Spánverjar takmörkuðu innílutn- inginn, varð sú nauðsyn auðvitað enn sterkari. Um þetta fékk ég í maímánuði síðastliðinn bréf frá Spáni (ekki skeyti), sem var undirritað af Helga Briem, Helga Guðmundssyni og Magnúsi Sigurðssyni, auk þeirra R. Th. og Sv. Bj., og segir þar m. a,: — »l?ar sem það virðist mjög óhag- kvæmt, að hægt sé að nota íslenzk útflutningsleyfi til verðlækkunar, og eiga saintímis á hættu, að vegna hamlana verði óseljanlegur nokkur hluti ársframleiðslunnar eða að tak- marka þurfi framleiðsluna að sama skapi, teljum vér æskilegt, að rlkisstjórnin og aðrir, sem hlut eiga aö máli, hvetji til þess, á þann hátt sem framkvæmanlegt þykir, að fiskútflutningurinn geti orðið sem mest, helzt allur, gegnum Fiskisölu- samlagið.* Auk þess segir f bréfinu: >Vér teljum sennilegt, enda heppi- legast fyrirkomulag, að þeir útflytj- endur, sem enn standa utan við Fiskisölusamlagið, geti unnizt til þess að ganga í það, án þvingunar- Iöggjafar.* Það sem liér er farið fram á, er að efla sölusamtök fiskframleiðenda og er það sitthvað annað eða lög- boðin einkasala á saltfiski, en því hélt Nýja dagblaðið og Dagur fram, að hefði verið ósk þeirra Richardar Thors og Sveins lijörnssonar, eftir því sem Ásgeiri hefði farist orð í þinginu. Út af þeim ummælum Nýja dag- blaðsins hefir Richard Thors birt yfirlýsingu í Morgunblaðinu, þar sem segir m. a.: — — »Enda þótt Ásg. Ásgeirs- son hafi f þessu sama blaði (Nýja dagbalðinu) opinberlega afsannað ummæli þess, þá vil ég samt í eitt skipti fyrir öll lýsa því yfir: 1. Að ég hefi hvorki fyr né síðar átt beinan þátt né óbeinan í því að tekin yröi ríkiseinkasala á saltfiski eða lögleidd nokkur önnur saltfiskseinkala, 2. Að ég hefi enga yfirlýsingu gef- ið í þeim efnum aðra en þá, sem samninganefndin — þeir Sveinn Björnsson, Magnús Sigurðsson, Helgi Guðmundsson, Helgi Briem og ég — gaf fyrv. forsætisráð- herra, Ásg. Ásg., í bréfi, dags. 5. maí sfðastl. í þeirri yfirlýs- ingu var bollalagt um hvernig ráöið skyldi fram úr væntanleg- um örðugleikum á fisksölunni í sambandi við takmarkanir á innflutningi salfisks til Spánar, og gerð þessi tillaga: »Vér teljum sennilegt, enda heppi- legast ývrirkomulag, að þeir út- flytjendur, sem enn standa utan við Fisksölusamlagið, geti unnizt til þess að ganga í það án þ ving unarlöggjafar«. Vænti ég að öllum sé ljós mun- urinn á þvf að efla sölusamtök út- vegsmanna, án þvingunarlöggjafar, eins og við leggjum til, og hinu, að ráðstafa allri fiskisölu lands- manna með löggjöf, eins og Alþingi nú heíir gert.t Nýja-Bíú biður þess getið að hin ágæta mynd »Hvíta nunnan* verði sýnd í kvöld í síðasta sinn — með lækkuðu verði. Kosningar í sameinuðu þingi. í þinglokin fóru fram kosningar í sameinuðu þingi u ýmsra starfa, bæði samkvæmt eldri og nýsettum lögum, og íéllu þær kosningar þannig: Menntamálaráð: Árni Pálsson, Kr. Albertson, Jónas Jónsson, Barði Guðmundsson, Pálrni Hannesson. Þingvallanefnd: Magnús Guð- mundsson, Jónas Jónsson, Jón Bald- vinsson. — Landskjörstjórn: Jón Ásbjörnsson, Þorst. Þorsteinsson hagst.stj., Magn- ús Sigurðsson, Vilmundur Jónsson, Ragnar Ólafsson lögfr. Til vara: Eggert Claessen, Einar B. Guð- mundsson, Gissur Bergsteinsson, Finnbogi R. Valdimarsson, Úórður Eyjólfsson. Landsbankanefnd: Magnús Guð- mundsson, Gísli Sveinsson, Ingvar Pálmason, Jónas Guðmundsson, Sveinbjörn Högnason. — Til vara: Pétur Halldórsson, Pétur Ottesen, Bjarni Ásgeirsson, Jón A. Pétursson, Gísli Guðmundsson. Stjórn byggingarsjóðs (ny lög): Jakob Möller, Jóhann Ólafsson, Stefán Jóh. Stefánsson, Úorlákur Ottesen,— Atvinnumálaráðherra kvaðst mundu skipa Magnús Sigurðsson bankastj. formann stjórnarinnar. Endurskoðendur sjóðsins voru kosnir: Jón Úorláksson borgarstjóri og Ágúst Jósefsson heilbrigðisfull- trúi. — Útvarpsráð (ný skipan): Valtýr Stefánsson, Sigurður Baldvinsson, Pctur G. Guðmundsson: Til vara: Jón Ófeigsson, Hallgrímur Jónasson kennari, Guðjón Guðjónsson kennari, Stjórn Síldarverksmiðju ríkisins: Sveinn Benediktsson, Jón Úórðarson, Páll Þorbjörnsson, Jón Sigurðsson. Atvinnumálaráðherra kvaðst mundu skipa Þormóö Eyjólfsson formann.— Endurskoðendur voru kosnir: Hann- es Jónsson alþingismaður og Sophus Blöndal. Síldarátvegsnefnd (ný lög): Sig- urður Kristjánsson útgerðarmaður, Siglufirði, Jakob Frímannsson, Ak- Faðir rninn, Stefán Steíánsson, útvegsbóndi, Miðgörðum í Grenivík, andaðist á Sjúkrahúsinu hér á ný- ársdag. — Kveðjuathöfn fer fram á heimili mínu, Hrafnagilsstræti 6, laugardaginn 5. þ, m., kl. 11 f. h. Akureyri 2. janúar 1935. Hermann Stefánsson. Alúðarþakkir votta eg hérmeð öllum þeim, sem aðstoðuðu Halldóru systir mína í veikindum og við jarö- arför móður minnar, Margrétar Hálfdánardóttur, er fór fram 4, des. síðastliðinn og sýndu okkur þar með vinarhug, Kaupmannahöfn 12. des, 1934. Eggert Kristjánsson. ureyri, Finnur Jónsson. — Til vara: Loftur Bjarnason, Björn Kristjáns- son, Kópaskeri, Jón Jóhannsson, sjó- maður, Siglufirði. Eftirlitsmenn opinberra sjóða (ný lög); Jakob Möller, Andrés Eyjólfs- son, Sigurjón Á. Ólafsson, Eftirlits-ráð (ný lög): Samkvæmt þessum lögum á að skipa þriggja manna ráö tif eftirlits með opinber- um rekstri. Ráðunum er skipt í 3 flokka: 1. flokkur: Póstur, sími, útvarp og skipaútgerð; þar voru kosnir: Sig- urður Kristjánsson, Sigurvin Einars- son, Sigurður Ólafsson, gjatdkeri Sjórnannafélagsins. 2. flokkur: Tóbakseinkasala, á- fengisvarzlun.viðtækjaverzlun, áburð- areinkasala; þessir kosnir: Jakob Möller, Guðm. Kr. Guðmundsson skrifstofustjóri, Guðmundur Péturs- son símritari. 3. flokkur: Vegamál, vitamál, húsa- meistari, ríkisprentsmiðjan og lands- smiðjan. Kosnir voru: Halldór Steins- son, Magnús Stefánsson verzlunarm,, Jón Guðlaugsson bílsstjóri. Endurskoðendur landsreikninganna voru kosnir nokkru áður: Magnús Jónsson alþm., Hannes Jónsson dýra- læknir og Sigfús Sigurhjartarson kennari. LjðsmagniO er aðalatriðið. Pví meira ljós,þvíbetra. hinn Ijósskæri. Notið ekki Ijósdaufa lampa, heldur gasfyllta OSRAM Iampst

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.