Íslendingur


Íslendingur - 15.03.1935, Blaðsíða 2

Íslendingur - 15.03.1935, Blaðsíða 2
2 tSLENDlNGUR Hverjir ern yfirhurflir samvinnufélaganna? ^ Samanburður á skattgreiðslum KEA og hlutafélags með sama félagafjölda. Þeir, sem fylgst hafa með í þeim umræðum, sem farið hafa fram milli þessa blaðs og málgagns rauðu sam- fylkingarinnar, >Dagst, um skatt- frelsi samvinnufélaganna og fram- ferði þeirra í verzlun og viðskiptum nú undanfarið, hafa eigi getað gengið fram hjá því, hversu málgagn þessa félagsskapar er gersamlega rökþrota í vörn sinni. >Dagur< hefir ekkert fram að færa í málinu, annað en illgirnislegar aðdróttanir, uppnéfni og brigslyrði. Hér í blaðinu hefir verið sýnt fram á, hversu gersamlega ó- þolandi ranglætið í skattgreiðslum þessa félagsskapar er, í hlutfalli við aðra skattþeg.na þjóðfélagsins, og siðuðu þjóðfélagi og þjóð, sem vill byggja stjórnskipulag sitt á lyðræð- isgrundvelli, ósæmandi. f’að hefir einnig verið sagt frá, hvaða tökum mestu menningarþjóðir heimsins og öndvegisþjóð þingræðisins, Englend- ingar, hafa tekið þessi mál. En þrátt fyrir þetta yeður »Dagur« í villu sinnar eigin skammsýni og hártogar og snýr út úr. Afslaða hans til þessa réttlætis- og grund- vallarmáls atvinnulífsins, er sama og afstaða Framsóknarflokksins var til kjördæmamálsins. Blaðið vill nú samt enn einu sinni sýna fram á, hvernig þetta lítur út og hver hætta stafar af misréttinu. Samanburður á skattgreiðsl- um K.E.A. til ríkis og sveit- ar og hlutafélags með saina félagafjölda. — Skráðir meðlimir K.E.A. munu vera um 5000. Samkvæmt opinbcrum' skýrslum taldi K.E.A. fram l. jan. 1934 hreina eign kr. 687 þús. en næsta ár á undan kr. 313 þús. Eigna aukning K.E.A. er því á þessu eina ári 374 þúsundir króna. I-Ireinar tekjur eftir opinberum skýrslum sama ár kr. 160 þúsundir, Mismunur á tekjum og cignaaukningu kr. 214 þús. Raunverulegur gróði K.E.A. er þetta ár þrjú hundruð sjötíu og fjórar þúsundir króna. VTerzlunarvelta fé- lagsins þetta sama ár er 472 miljón samkvæmt línuriti, er lagt var fyrir aðalfund félagsins. 5?á má gera ráð fyrir að ca. 20X af gróða félagsins staíi af verzlun við utanfélagsmenn eða um 74 þús. í>á er eftir kr, 300 þús. Eftir samvinnulögunum verður fé- lagið að leggja minst \% af við- skiptaveltu í varasjóð, í þessu til- felli kr. 45 þús , þar af er helming- ur skattfrjáls, eða 22500 kr., eftii er þá af gróða, er ætti að vera skatt- skyldur, 278,500 kr. Það skal tekið fram að félagið tekur til sín sem stofnsjóðstillag féíagsmanna minnst 3% af andvirði erlendrar vöru er félagsmenn. kaupa, annais helming úthiutaðs arðSi Retta gjald telst ekki til skattskyldra tekna íélagsins og heldur eigi vextir af þessu fé. Er aukning þessa sjóðs árið 1933- —34, kr. 62,920,45. Hér eru þá dregin fram helztu atriðin, sem taka ber tillit til við ákvörðun skattsins. Kaupjélag Eyfirðinga greiöir skatt til tíkis og bæjar af þessari fjár- hagsafkomu sem hcr er sýnt fram á: Eignarskatt kr. 5123,00 Tekjuskatt — 12800,00 Samtals til ríkisins kr. 17923,00 Útsvar af utanfélags- viðskiptum kr. 47,000,00 Samvinnuskatt 2% af fasteignum— 8,865,60 Önnnur gjöld til bæjar- ins, vatnssk. o.fl. — 6,895,19 Samtals til bæjarins kr. 62,790,79 Samanlagður skattur KEA til rík- is og bæjar kr. 80,683,79. Hlutafélag. Nú skal sýnt hváð hlutafélag með sömu íjárhagsafkomu verður að greiða í skatt til ríkis og bæjar. Skráðir hluthaíar' eru 5000 og leggja fram 200 kr. hlutafé hver, það getur mæzt við stofnsjóð kaup- íélagsins og telst sem skuld á íélag- inu. Illutafélagið á 313 þús. í ársbyrj- un 1933 og eykur eignir sínar um kr, 374 þúsundir. Það telur ekki fram nema- 160 þúsundir í tekjur og hefir viöskiptaveltu hina sömu og Kaupfélagið eða 4Vs miljón. Hlutafélagið greiðir hluthöíum 5%” arð af hlutabréfunum og dregur það frá tekjunum. f>að er rétt að láta það mætast við úthlutaðann arð af félagsmannaviðskiptum í kaupfélag- inu. — Hlutafélagið leggur \% af viðskiptaveltu sinDÍ í varasjóð eða 45 þús. krónur. Helmingur þess telzt skattskyldar tekjur samk\ æmt lögum um tekju- og eignarskatt. — Raunverulegur gróði hlutafélagsins er 374 þús. Eignaaukning umfram tekjur er 214 þús. og 20% af hagn- aði félagsins stafar af verzlun við aðra en hluthafa, eða ca, 70 þús. krónur. Hvað þarf nú þetta félag að greiða í skatt til ríkis og bæjar? Eignarskatt kr. 5123,00 Tekjuskatt — 57200,00 Samtals til ríkisins kr, 62323,00 Útsvar til bæjarins af 160 þús. kr. tekjum og 687 þúsund króna eign með tilliti til eignaaukningar umfram framtaldar tekjur, sem er 214 þús.kr., en varlega áætlað kr. 120,000,00 Önnur gjöld til öæjarins — 6,895,19 Samtals útsvar og önnur gjöld bæjarins kr. 126,895,19 Samanlögð gjöld til ríkis og bæj- arins kr. 189,218,19. Eitt hundrað áttatíu og níu þús- und, tvö hundruð og átján krónur 19/100 eða kr. 29,218,19 meiri en tekjurnar. Mismunurinn á skatt- greiðslum þcssara félaga er lir. 108,434,40. Engin sjáanlegur munur er á þessum félögum og getur enginn sæmilega greindur maður, sem vill þjóð sinni vel, haldið fram þeirri íjarstæðu, að sanngirni sé í þeirri löggjöf., er slíkt misrétti helgar. Ilver á svo að bæta bæjarfélaginu upp mismuninn á greiðslum þessara ' stofnana eða tjónið af því, að lög- helgun þessa ranglætis skuli vera haldiö áfram ? f*að liggur beint við eftir skrifum »Dags*, að svara því, að meðlimir kaupfélagsins eigi að greiða mismuninn Vilja þeir gera það, og geta þeir gert það ? Það vet ður að draga í efa, þar til annað er sannað. Yfirburðir samvinnufélagsins eru engir, þegar flett er ofan aí rang- læti skattalöggjafarinnar: Hvernig á aö innheimta út- svörin, þegar allir eru komnir í lraupfélögin ? Nú er það stefna og markmið Kaupfélaganna að allir verði kaup- félagsmenn og útrýma öllum atvinnu- rekendum og kaupmönnum. Mverjir eiga að greiða þær 260 þúsundir króna, sem Akureyrarbær krefst með útsvörum árlega, þegar engir atvinnurekendur eru orðnir eftir í bænum, nema Kaupfélagið og allir eru komnir í samábyrgðina og ekki verður hægt að leggj.1 á viðsklpti við utanfélagsmenn? Hver á að greiða útsvörin, sem lögð hafa verið á verzlanir þessa bæjar undan- farið, þegar búið er að setja þær á vonar völ. Munar bæjarfélagið ekkert um þau? Eða mun bærinn geta haldið áfram malbikun, gatna- og holræsagerð, haldið uppi dýrum skólum, staðið við skuldbindingar sínar við lánardrottna sína o. s. frv. ef allt legst í rústir og ekkert verð- ur eftir nema Kaupfélagiö, og komm- únistarnir. Sér ekki hver heilvita maður, hver endirinn verður, ef ekki er þegar stöðvað þetta öfug- streymi ? Borgarar bæjarins, undir forustu bæjarstjórnar, verða þegar að taka m^l þelta föstum tökum og leiöa það til sigurs bæjarfélaginu til við- reisnar. >Dagur< vill koina sökinni á húsmæður. Út af því, sem sagt hefir verið um vöruvöndun KEA í ísl. í sambandi við pólskt rúgmjöl, vill blaðið taka það fram, að það var ekki þetta blað, sem byrjaði að tala um mis- tök í innkaupum á vörum, 'nvorki hjá kaupmönnum né kaupfélögum. Úað var gert að umtalsefni í »Degi« 63. tbl. f. á. Kaupfélögunum átti ekki að geta skjátlast í vali á góðum og ódýrum vörum að sögn »Dags«. Úrátt fyrir það að >Dagur< birtir efnagreining rúgmjöls frá Efnarannsóknarstofu ríkisins, verður ekkert af því, sem sagt hefir verið hér í blaðinu um þetta mál, tekið til baka. — Úað er sannað, að þetta umrædda mjöl hefir skemmt slátrið og sumir af belri viðskiþtamönnum KEA hafa keypt mjöl í sitt slátur annarstaðar, af því þeir voru búnir að reyna þetta pólska mjöl og húsmæðurnar töldu það eigi svara þeim kröfum, sem til þess voru gerðar. Reynsla húsmœðranna hefir sannað, að mjölið var galiað og slátrið var ekki hœgt að geyma. Úaö heíir áður verið sagt f þessu blaði, af hverju þetta stafar, þótt vörufræðingar KEA vilji ekki trúa því. í>að er mölunin, sem orsakar það, að slátrið verður laust í sér. Með því að nota allt að þriðjungi meira af þessu mjöli, má nota það í slátur. En það er lítil hagsýni í þesskonar vörukaupup-i. Rúgmjöl þella verður að geyma á köldum stað, svo get jun komist ekki í sekk- ina. Blaðið hefir átt tal við einn stærzta matvörukaupmann landsins um þetta mál og 'nann sagðist alls ekki vilja hætta á að hafa þetta pólska rúgmjöl í sinni verzlun. Úað má bæta því við, aö sé pólskt rúg- mjöl blandað til þriðjunga, með amerískum rúgi, er það ágætt og geymist vel. »Dagur« gleymdi að segja frá því hvaða löggilt stofnun tók sýnishorn það, sem sent var Efnarannsóknarstofunni, og ef ekki löggilt, þá hver gerði það, mun það ekki hafa lítið að segja. »Dagur« gæti fræöst talsvert um fleiri vörur, ef hann spyrði bændur, hvernig þeim líkuðu rísgrjón og baunir frá KliA. Ráðvendni »Dags* íineðferð á opinberum heimildum. »Dagur« reynir að afsaka fram- ferði KEA gagnvart bæjarfélaginu, með stórorðum skömmum um niður- jöfnunarnefnd. Hann birtir í því sambandi sundurslitna kafla úr úr- skurði ríkisskattanefncar, dags. 25. júlí 1933, til stuðnings máli sínu, en setur punkta og stryk inn í úrskurð inn þar sem rætt er um þau atriði, er máli skiptir. »Dagur< gáir ekki að því að hann er að fara með heimild frá opinberri neínd, sem er síðasti að- ili, sem hægt er að leita til. Þessi umrædda kæra var búin að fara undir úrskurð yfirskattanefndar Eyja- fjarðarsýslu og Akureyrar. Yfir- skattanefn fann ekki ástæðu til að breyta úrskurði niðurjöfnunarnefndar um útsvar KEA þelta umrædda ár. í yfirskatlanefnd voru þá Steingr. Jónsson fyrv. bæjarfógeti Júlíus Ólafs- son bóndi og Jakob Karlsson afgrm. Allir þessir menn eru viðurkendir drengskapar- og gáfumenn. Tveir þeir fyrst nefndu eru auk þess mjög framarlegaí samvinnumálum og eng- inn bregður þeim um skilningsskort á hag og aíkomu KEA. Þessir menn fundu enga ástæðu til að breyta út- svari félagsins. Þá vill »Dagur« koma því inn hjá lesendum sínum að yfirskattanefndin hafi fallist á skilning KEA um útsvar þess og tekið kiöfur félagsins til greina. Þetta ,er ekki rétt, nema að nokkru leyti. »Dagur« birtir máli sínu til sönnunar fyrri hlutan af úrskurði yfirskattanefndar og auðsjáanlega ætlar hann lesendum sínum að halda að meö honum hafi hann sannað réttmæti skýrslunnar um tapið aí utanfélagsviðskiptuin, sem fram- kvæmdarstjórinn gaf til niðurjöfn- unarnefndar. Þarna kemur fram hin sama óráðvendni og lftt forsvaran-v lega meðferð”áopinberum heimildum. é Yíirskattanefndin lagði úrskurð á þessa deilu og gerði KEA að greiða kr. 25 þús. í útsvar. Má af því ráða, hversu sem »Degi« þykir úr- skurðurinn sanngjarn og réttur, aö yíirskattanefndin hefir ekki viljað fallast á að tvö þúsund króna tap hafi orðið á viðskiptum við utanfé- lágsmenn á því ári sem umrætt út- svar var lagt á félagið. Úaö væri hægt að upplýsa fleira þessu máli viðkomandi, en þar sem sá, sem þetta rhar, álítur að það geti veriö álita mál, hvort það ekki kemur í bága við þagnarskyldu opinberra starfsmanna, þá verður það ekki gert. Fróðlegt væri að vita, hvort »Dagur« ekki treysti sér til að birta opinbera úrskuiði, eða að minnsta kosti niðurstöður þeirra, viðkomandi KEA, framvegis, þegar liann á annað borð notar slíkar heimildir. Óneitan- lega væri það betur viöeigandi, en háttalag hans í þess.u máli, /\

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.