Íslendingur


Íslendingur - 15.03.1935, Blaðsíða 3

Íslendingur - 15.03.1935, Blaðsíða 3
tSLENDINGUR 3 Paö tilkynnist hér meö vinum og vandamönnum, aö Gunnlaug Gunnlaugsdóttir andaöist þ. 14. þ. m. aö heimili í'oreldra sinna, Noröurgötu 13. — Jarðar- förin auglýst síöar. Aöstandendur. Innilegt hjartans þakklæti vottum við öllum þeim er auösýndu okkur hjálp og samúð við fráfall og jarð- arEör okkar ástrílca eiginmanns. föð- ur. sonar og btóður, 1-Ialldórs G. Aspar. — Eiginkona, tiörn, faðir og systkini. Enska lánið. Yfirlýsing ijármála- ráöherra. — Út af orðrómi þeim, sem gengið hefir í sambandi við síðustu lántöku rikisstjórnarinnar í Englandi, og um var getið hér í blaðinu á dögunum, hefir Eysteinn fjármálaráðherra skrif- að langt mál í Nýja dagblaðið til þess að færa mönnum heim sanninn um, að orðrómurinn sé tilefnislaus. — Lætur ráðherrann svo ummælt, að íslenzka stjórnin hafi enga yfir- lýsingu gefíð ensku stjórninni í sam- bandi við lántökuna. Aftur hafi Eng- landsbanki spurzt fyrir um það, hver væri stefna íslenzku stjórnarinnar í gjaldeyrismálum og hafi hann (ráð- herrann) svarað því með svohljóð- andi símskeyti; *Það er stefna mín og áður yfirlýstað, koma lagi á innflutning og útflutning Islands í því skyni að gjaldeyrisástand komist á örugg- an grundvöll, og á meðan forðast frekari lántökur, eða að hjálpa til við erlendar lántökur íslenskra þegna, með því að veita ríkisábyrgð«. Englandsbanki, hefir eins og ráð- herran tekur réttilega fram, afskifti og eftirlit með öllum lánum, sem boðin eru út á enskum peninga- markaði; hann er fulJtrúi ensku stjórnarinnar í þeim efnum, Með orðum og jdirlýsingu Eysteins ráð- herra er þvf slegið föstu, að þessi fulltrúi ensku ríkisstjórnarinnar hefir gert kröfu til að fá að vita hvernig að íslenzka stjórnin ætlaði að. haga fjármálastefnu sinni í framtíðinni og blandað sér þar með inn í stjórnar- málefni hins íslenzka ríkis. Fjármál íslenzku þjóðarinnar eru þarmeð komin undir enskt eftirlit. — Svo langt taefir fjármálaóstjórn Framsóknar komið þjóðinni í niöur- lægingn. — Kvðldskemmínn verður í Samkomuhúsinu sunnudaginn 17. þ m. Til skemmtunar verður: Upplesíur og tveir gamanleikir, ('Trína í stofufangelsic og »Betzy«). Aðgangur kr- 1,00. Húsið opnað kl. 8,30. — Skemmtunin hefst kl. 9. — DANS á eftir, lóhann Guðjónsson spilar, — Aðgöngumiðar seldir hjá Gunnari Sigurgeirssyni og í Sam- komuhúsinu á sunnudaginn frá kl. 2 og við innganginn. Uppreist á Grikklandi. — Snemma í þessum mánuði braust út uppreist í Grikklandi og var það Venizelos, stjórnmálaþjarkurinn gamli sem þar var potturinn og pannan. — Fyrst í stað veitti uppreistar- mönnum betur. Náöu þeir nokkrum hluta flotans á vald sitt og tóku Krít, Samos og nokkrar aðrar eyjar í Grikklandshafi lierskildi og lögðu undir sig, en þungamiðja uppreist- arinnar vat þó í Makedóníu. [Voru þar háðar mannskæðar orustur og höfðu uppreistarmenn betur í fyrstu en stjórnarhernum barst stöðugt liðs- auki og fór svo eftir viku styrjöld að uppreistarhernum var gersundrað og foringjarnir flestir flúnir úr landi: Venizelos hafði hafst við á Krít, sem er fæðingarstaður hans, meðan uppreistin stóð yfir, en gekk á her- skip, er hann sá hvaö verða vildi og flutti það hann til eyjar einnar í Grikklandshafi er ítalir eiga. — Hefir ítalska stjórnin boðið Venizelos landvist, eða greiða götu hans eftir því, sem hann óskar og gerlegt er. Stjórnin á Grikklandi sem r.ú situr er hervaldsstjórn og tók hún við er Venizelos lagði niður völd fyrir tveim árum síðan. Heitir stjórnar- formaðurinn Tsaldaris en hermála- ráðherran Kóndylis og er hann meginstyrkur stjórnarinnar. Hann er lýðveldissinni en Tsaldaris konungs- sinni, en það er sameiginleg and- staða þerra gegn Venizelos sem hefir gert þá að samverkamönnum. Stjórnin heíir látið taka fasta fjölda manna fyrir þáttöku í upp- reistinni og skipað sérstakan her- dóm til að dæma mál þeirra: söng í samkoinuhúsi bæjarins, fimmtu- daginn 7, þ. m. Á söngskránni voru íslenzk, norsk, þýzk og frönsk lög. Strax á fyrstu lögunum leyndi sér ekki, aö hin fagra rödd ungfrúar- innar — sem enganveginn var laus við óstyrk, er þó minkaði eftir því sem ungfrúin söng lengur — hafði snortið áheyrendur. Sérstaklega kom vel fram í laginu eftir Sigfús Ein- arsson, »Ein sit ég á steini«, hin látlausi flutningur hennar, samfara óvenjulega miklum næmleik, til að fihna hinn sanna kjarna viðfangs- efnanna. Er slíkt engum gefið, nema þeim, sem hafa hlotið góða hæfileika að vöggugjöf og fengiö tækifæri til að þioska þá og fullkomna. f*að má jafnframt benda á, að æskilegt væri, að söngkonan heföi haít meiri einurð og skapfestu í söng sínum og framkomu, en það kemur með æfingu og þroska. — Gunnar Sigurgeirsson aðstoðaði söngkonuna af mestu prýði. • — Úr heimahögum. I. 0. 0. F. 1163158‘/2 □ Rúu 59353168 — Frl.n Kirkjail. — Messað á sunnudaginn á Akureyri kl. 2 síðd. Silfurlirúðkaup áttu 12. þ.m. dýralæknis- lijónin frú Guðrún og Sig. Ein. Hlíðar. llöfðu þau fjölmennt gestaboð um kvöld- ið á Hótel Gullfoss. Var þar glatt á hjalla og inargar ræður haldnar. — Mesti fjöldi heillaskeyta barst þeim hjónum víðsvegar að af landinu. BæjarfÚBetaembættið í Hafnarfirði og sýslumannsembættið i Gullbringu- og Kjósarsýslu hefir nýlega verið veitt Bergi Jónssyni sýslumanni Barðstrendinga. Frú Iugibjurg Steinsflöttir leikkona sýn- ir næstkomandi sunnudagskyöld tvo gamanleiki í Sainkomusúsinu með aðstoð Skjaldar lllíðar og Sigurjóns Sæmunds- sonar. Eru það leikirnir „Trina i stofu- fangelsi" sem margir hér inunu kannast við og enskur gamanleikur sprenghlægi- legur er „Betzy“ heitir. — Að Ioknum Ieiksýningunum verður stiginn danz. — Aðgangur að skeinintuninni 1 króna. = Frú lngibjörg er á förutn úr bænum. — Ársskemmtun skólabarnanna verður haldin í Samkomuhúsinu i dag og hefst kl. 5 síðdegis og veður endurtekin annað- kvöld og hefst þá kl. 8. — Skemmtunin verður fjölbreytt: Sjónleikir, kórsöngur, upplestrar, hringleikir, skrautsýning, danz o fl. — Ágóðinn rennur í ferðasjóð barnaskólans. Skiustrand. Á þriðjudaginn strandaði þrimastrað seglskip fyrir Meðallandi, þar sem Sviafjara heitir. — Skipið ;var franskt fiskiskip og voru á þvf 30 manns. Drukknuðu 6 en 24 björguðust við illan leÍK og voru sumir þeirra aðframkomnir, er þeir komust til bæjar. Oiiinberunarbökin. Ungfrú Eiín Einars- dóttir (Einars heitins Methúsalemssonar) og Jónas Pórðarson, skrifstofumaður hjá KEA, opinberuðu í gær trúlofun sína. seljast næstu daga með sérstöku tækifærisveröi lijá Baldvin Ryel. Bréísefnakassar, framúrskarandi fallegir og ódýrir, tilvalin tækifærisgjöf Bréfsefnamöppur allsk., Krep-pappír f ótal litum, Stílabækur, Teiknibækur, Glósubækur o. m. fl. pappírsvörur, NÝKOMÍÐ. Þorst. Þ. Thorlacius. Bóka- og ritíangaverzlun. Hyggin ftúsmóðir liringdi í síma 36 og íekk heimsent: V. kg. Molasykur á 25 aura 1 — Strausykur - 43 — 5 — »Alexandra«- hveiti á 0,33 - 165 -- V4 — Gerduft 63 — 1 — Haframjöl - 34 — 1 — Kaffi RÍÓ I. - 235 — 7. — Kaífibætir Ludv. David - 148 — Alls 713 - -5- 5% afsláttur 36 — Hún greiddi þvf kr. 6,77 fyrir allar þessar vörur. Munið aö þessi góðu kaup gerast í Verzl. París. Ibúð til leigu frá 14. niaí n. k. í Hafnarstr. 35. Guðbj. Björnsson. Ibúð tll lelgu, ljóóðræna túlkunargáfa hennar, jafn- framt því, sem hinn hreimfagri og mjúki blær raddarinnar naut sín mjög vel í því lagi. Eftirtekt vakti einnig lag Karls O. Runólfssonar, »Borte«, er sungið var hér í fyrsta skipti. »Etsk« eftir Grieg og »Mondnacht« eftir Schumann, voru bæöi mjög vel sungin, einkum hið síðarnefnda. »Sappische Ode« eftir Brahms var ekki sem ákjósan- legast flutt, skorti á að hinar breiðu og jöfnu línur væru nægilega sterkt bornar uppi, og gætti jafnvel lítils- háttar óhreinleika í röddinni. Lög eins og »Sappische Ode< liggja vel fyrir ungfiú Guðrúnu að flytja,. en til að gera það vel, þarf mikið and- legt og líkamlegt þrek. — Óefað býr ungfrú Guðrún yfir góðum gáf- um á sviði óperutónlistar, og kom það sérstaklega vel í Ijos á ifekkii þú land«, eftir Thomas, sem var borið uppi og flutt með skýrum lín- um, samfara mjög íullkomnum skiln- ingi á efni ljóðs, og lags. — Það sem sérstaklega einkennir söng þessarar ungu söngkonu, er hinn Dánardægur. Ólafur Ólafsson, fyrrum prófastur I Dölum, lézt 13. þ in. að heim- ih sinu í Reykjavik. 74 ára gamall. — í gær Iézt að heimili foreldra sinna, Norð- urgötu 13 hér i bænum, frú Gunnlaug Gunnlaugsdóttir, kona Óskars Ósvalds, sjómanns úr Hafnarfirði, 32 ára götnul. „JÓlaleyfifl“, sjónleikur í 5 þáttum, verð- ur sýndur í þinghúsi Öngulstaðahrepps að Pverá, n. k. laugardags- og sunnu- dagskvökl kl. 9 e h. Dans á eftir. Sýslumannaæfir, Tímarit Bókmenntafélagsins, Iðunn (Á. H. B. og fl.) ], Þorláksson Gram: Lægebog for Hjemmet St. Ólafsson og 11. bækur til sölu. ’Pétur H. Lárusson (Verzlunin) Smókingföt, vönduð, lítið notuð, til sölu með tækifærisverði Jón Sigurðsson, Brekkugötu 3. Sóirík íbúð til leigu frá 14. maí n.k, Jóh. Ragúels. í Evottahúsi Akureyrar, frá 14. maí n.k. Sigurbjörg Pálsdóttir. Sjóvetling*a kaupir hæsta verði Verzl. Ara & Helga. K. F. U. M. U-D fundur mánud, 18. kl. 8,30 — Allir piltar 14 — 18 ára velkomnir.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.