Íslendingur


Íslendingur - 15.03.1935, Blaðsíða 4

Íslendingur - 15.03.1935, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Ljóðfregn. Guðm. Guðmundsson: Ljóða- safn, Utgefandi: Isafoldar- prentsmiðja h.f. Rvík 1934, INiðurlag]. II. »Mjúkt er og stillt um strengi dregið.* Guðm. Guðmundsson skáld kemur til lesandans, blæmjúkur, fagur og fágaður. Hann kemur ekki erindis- leysi. Hann flytur háleitan, göíugan boðskap, sem stafar ljóma: Boðskap kærleika, fegurðarhugsjónar og' — ef til vill — um fram allt íriðarboð- skap. — Hér er eigi um að ræða hversdagslegan flutning. Hér eru snillingshugur og meistaratök. Grétar Fells getur þess í formáls- orðum sínum, að Guðmundur hafi — — »oröið að taka að sér mörg og margvísleg störf á sinni stuttu ív;fi, til þess að fleyta fram lífinu«, Er þetta marg-endurtekin saga flestra listamanna vorra. I?að eru aðeins tómstundir, oft af skornum skammti, sem listinni eru helgaðar. Oft verð- ur nauðsynlegum hvíldartíma fórnað. Þessa sjást víða merki í kvæðum Guð- mundar. Legar dýrlegúr dagur hné að skauti hóglátrar nætur, greip hann gtgju sína og fór um gullna strengi hennar mjúkum snillings-mundum. Sál hans leitaði styrks í ljúíri til- beiðslu: „Ljóðhöfgu kvöld, ég leita á náðir yðarl Lyftið mér hátt frá dægurstritsins þröng! Baðið mig lífdögg Ijóssins, vonar, friðar, — laugið minn hug i skærum aftansöng! Hvildin í veldi himíns ljóðakliðar hreimglaðri sál er þægust dægur löng“. í kvöldkyrrð og lágnættislogni skynjaði hann óma, fjarlæga, dul- ræna, unaðsþýða og töfrandi. Hann hlýddi hugfanginn á hljómbrögð þau öll og þráði að samstillast þeim. Lau lyítu hug hans til hæða og gáfu þrám hans lausan taum og byr undir vængi: „Mig Iangar eitthvað svo eilifhátt út, út I Ijósvakans strauma“. Og andi hans leið á svifléttum vængjum til yndisfagurra drauma- landa, hátt ofar dægurþrasi og þok- um mannlegs lífs. Hér var dvölin unaðsleg: . „Setið hef ég í söluin Huldu sumarnótt, þegar dauðaþögn bjóða frá himni beilög rögn, — fundið þar leika laus hin duidu ljóðheims míns vakin töframögn". Hugur skáldsins sveif hærra og hærra: „----lengra og hærra en augað sér af hálsi mér hrökkva klafar, I himinsins ljósöldum sál min kafar“. Hér sá andi þess glampa á fyll- ingu vona sinna og trúar: „----að allt verði ljóst fyrir æðri mátt og alheimur bjartari sýnum“. Hér skapaðist hinn dýrlegasti óð- ur, er sunginn hefir verið friðarliug- sjóninni á móðurmáli voru. Sá óður myndi einn endast skáldinu til ódauð- legrar frægðar. Héðan bar gígja skáldsins órrfa mörgu jólakvæðanna, dásamlegu og trúarríkd. Pví að nú var létt uin strengjaleikinn. Hljóm- brigðín urðu rík og unaðsfögur. Mörgum oss verður að undrast þá fegurð og töfra. En skýringin er nálæg: Hér lék á hörpu sína ljóð- rænn snillingur, sem leitað hafði styrks hins æðsta dýrðarveldis og hrifist á yfirnáttúrlegan hátt. Sú hrifning var »runnin frá ómlindupi guðdómsvakans*. En hjarta hrifins manns er hæft til að veita viðtöku öllu því bezta og dýrlegasta, sem almættið býður. Finnst mér hér sannast hið spaklega erindi Matt- híasar Jochumssonar: „öll helgisvör heilags anda, öll tilbeiðsla I tónum lifir. Hrifið hjarta hæstri bifan væri hæst harpa, ef heyrasi inætti". Hver fagur draumur á sér endi. — Pað næddi um skáldið, er það varð að leggja frá sér gígjuna og hverfa frá friðsælum draumlönd- um sínum til háværra hversdags- anna: „----Eg kvíðahroll finn, er eg kem inn — í hversdags álagahaminn mitm“. Guðm. Guðmundsson var einna ljóðrænastur og mestur formsnilling- ur allia íslenzkra skálda. Hann var söngvarinn meðal þeirra. Pessa hafa þeir báðir réttilega minnzt í íormál- um sínúm, Grétar Fells og dr'. Alexander Jóhannesson. — Ljóð Guðmundar eru frábærlega vel söng- hæf. Pau biðja um tóna. Hefir þetta eðlilega eigi íarið fram hjá ísl. tón- skáldum. Fjöldi laga hefir þegar verið felldur við ljóð hans. Sumir tónsmiðir hafa augsæjar mætur á honum. — Pó er enn mikið land ónumið. — En mörg. fegurstu og ljóðrænustu kvæöi skáldsins berast oss sjálf að eyrum í titrandi tónuin, Ijúfum, þrungnum unaði og löfrum, sem eiga sér hljómgrunn úti í óra- víðum heiðbláma ljósvakans, — Þeir tónar verða þó torleystir úr læðingi, svo að ljómi þeirra fölni ekki á leiðinni til nótnablaðsins. III. Einhverjar fyrstu og um Ieið fegurstu bernskuminningar mínar eru tengdar skáldinu Guðm. Guð- mundssyni. — Ég haíði, sem smá- drengur, lært nokkur ljóð hans undir sönglögum, — Skal ég fús- lega viðurkenna, að lögin muni hafa átt allverulegan þátt í eítirlæti því, er ég hafði þá þegar á skáldinu. Pó man ég glöggt, að ljóðin höföu gripið barnssál mína íöstum, inni- legum tökum. — Eg minnist, hve hugur minn var heiður og léttur, er ég söng hið leikandi lipra og ljúfa ljóð, »Vorgyðjan kemur*! Pá man ég, hve kvæðið, »Kivkjuhvoll«, seiddi hug minn með dulmætti sínu og brá upp skýrri, ógleymanlegri mynd. Og þótt mér væri eigi sorg í hug á þeim tímum, olli kvæðið, »Taktu sorg mina«, djúptækum á- hrifum í sál minni. Vænst þótti mér þó alltaf um erindið »Taktu sorg mína, vinfast vor«. Ef til vill haía þó »Sólsetursljóð« heillað hug minn mest. Par birtast glöggt einkenni skáldsins: Óvenjurík fegurðarlilfinn- ing, látlaus innileiki Og friður. — Ég finn enn, hve birti, ef mér varð hugsað til Guðmundar skálds, og hve um mig fóru hlýir straumar, er ég heyrði nafn hans nefnt. Ég var snortinn, gagntekinn, — barnslega lirifinn! Sú hrifning þvarr eigi. Hún óx og efldist, jafnt þroska mínum, og krefst sífellt fyllra og óskoraðra rúmS í sál minni. Par á Guðmundur Verzl. LIVERPOOL er vel byrg af allskonar matvörum, hreinlætisvörum, sælgætisr vörum, tóbaksvörum, öli- og gosdrykkjum, og mörgu fleira, sem hér yrði oflangt upp aö telja. — Vörur sendar heim til kl. 5 e, 'n. hvern dag. — Hringið í síma 219, (— Mutliö; SÍmi 219. Virðingarfyllst. Ragnheiður Söebech. ATHUGIÐ: Verðlag á matvöru, gegn staðgreiðslu, er sem hér segir: Hvar erhetra að verzla? Allt sent hcioa. Hringiö í síina 197. Fljót afgreiðsla. p.p. Verzl. „RÚMA“. Páll A, Pálsson. Molasykur pr. ‘/2 kg. 0,24 Strausykur 0,20 Hveiti — - - Ojlð'/o Hafragrjón — 0,16 Baunir 0,32‘/2 Hrísgrjón — - — 0,16 Sagó 0,28V„ Hrísgrjón — 0,287» Sjðvátryggingarfélag / íslands h.f. / @ • AMslenzkt / Sjovátrysginsar. félag. > ' Brunatryggingar. • / Hvergi lægri iðgjöld. /m Umboö á Akureyri: Axel Kristjánsson. Hflseignin nr. 2 við Hamarstíg (tvær íbúðir) er til leigu frá 14. ■ maí n.k. — Allar nauðsynlegar upp- lýsingar gefur undirritaður. Bjarni HalUdrsson. Sími 267 og 134. Guðmundsson ómgrunn, traustari og innilega fegurri en orð min fái greint. — Vegna þess uni ég því ekki, að blettur eða hrukka finníst á útgáfum ritverka hans. — Og er mér mjög hugleikið, að svo muni fleirum farið. Skal hér svo staðar nema. — En þö að lokum: — Meðan hjörtu ljóð- elskra íslendinga geta hrifist og hraðað æðaslögum, mun hvergi bera skugga á heiðbjarta, anganríka minningu ljóðhörpuleikarans inn- dæla, — boðbera kærleika, feg- urðarþrár og friðarhugsjónar, — sem bað svo dýrlega — og hlaut bænheyrslu: „Friöarins guð, in hæsta hugsjón rafn, böndunutn lyfti ég I bæn til þín! Kraftarins faðir, kraftaverkið gjörðu: Gefðu mér dýrðar þinnar sólarsýn, sigrandi mætti gæddu ljóðin rnín, — sendu mér kraft að syngja frið á jörðu" 1 n J. Ó. H. i< Segldúkurinn, sem margir hafa beðið eftir, er kominn í Verzl. París. Vefnaðarvörudeildin. Til sölu er ný »sjekta« (léttbátur). — Fylgt getur ný uppsett fyrirdráttarnót. — — — Upplýsingar hjá Ha.llgrími Stefánssyni, Gránufélagsgötu 5, Nýkomið; Kartöflur, prima danskar. Hænsnafóður, altar mögulegar tegundir, þar á meðal þetta ágæta varpfóður, sem aðeins fæst í »ESJU«. Allar nauðsynjavörur lyrirliggjandi. Vestfirzkur harðfiskur b a r i n n . — Egg oítast nær til. Verið ekki að hlaupa eða hringja um allan bæinn, þegar þið vitið að þið getiö íengið það, sem ykkur vantar, í Verzl. „ESJA”. Sími 238. Herbergí til Ieigu frá 14. maí. Jón Sigurðsson, Brekkugötu 3.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.