Íslendingur


Íslendingur - 17.04.1936, Síða 2

Íslendingur - 17.04.1936, Síða 2
3 ISLENDINGUR Skráning gengisins. Er ný hreyfing í vændum á því máli? Menn munu hafa tekið eftir þvf við nyafstaðnar eldhúsumræður á Alþingi að all-mikið var þar talað um gengismálið. Enn áheyrendur munu einnig hafa veitt því athygli, að þó það væru nokkrir menn, sem vildu ákveðið sfetja þetta mál á oddinn, þá voru aðrir, sem sneiddu eins mikið fram hjá því og þeir gátu, og vöruöust að fara inn á þá braut að gera spurninguna um skráningu gjaldeyrisins að nokkru aðalatriöi. Hér mun þaö liggja til grundvallar, að þetta mál mun vera eitt hið erfiðasta og flóknasta, sem fyrir löggjafarþingi getur legið. Það er viðkvæmt mál og þarf þar mörg tillit að taka. Núverandi stjórnar- flokkar synast hafa tekið þá stefnu, aö setja enga frekari löggjöf um gengisskráningu og vílja komast hjá því svo sem verða má, að rök- ræða þetta vandamál. Ákveðnustu raddir, sem komið hafa um stefnu- breytingu í gengismálinu er frá bændum. Sjávarútvegsmenn hafa lítið látið á sór bæra í þær áttir, en á hinn bóginn hafa heldur eng- in ákveðin mótmæli komið fram, t d. hvorki frá verzlunarmönnum né verkamönnum. Hér veldur auðvitað, að það er naumast hægt að segja, að spurning um gengisskráningu hafi enn verið tekin upp til full komlega alvarlegrar íhugunar. Að vísu hafa Bændaflokksmenn bc^rið fram frv. f þinginu um gengisskrán- ingu, en þetta frv. komst aðeins í nefnd og hefir verið hljóit um þaö í opinberum umræðum nema hvað telja má þessar raddir í »eld- húsinu* um daginn og svo einstöku blaðaskrif. En stjórnarflokkarnir hafa ekki viljað taka undir um- ræður um gengið og er kaíli úr ræðu, sem Jónas Jónsson form. Framsóknarfl. hélt í eldhúsdeilunum um daginn nokkuð Ijóst dæmi þess. J. J. lét í ljósi andúð sína gegn því að fara út í rökræður um gengis- málið, en kvaðst þó vilja tilfæra orð Jóns heitins forlákssonar í þá átt að ekki væri hagkvæmt að lækka gengi vegna erlenda skulda, en þetta sagði J.J. að Jón Þorlákss. hefði sagt við sig og fleiri, eitt sinn er þeir voru staddir saman í Út- varpshúsinu í Reykjavfk og biðu eftir því að röðin kæmi að þeim til aö tala. J. J. bætti því við, að hann ætlaði ekki með þessari tilfærslu, að gera orð J. Úorlákssonar að sínum orðum, en hann hefði þau nú bara eftir si svona!!! — Meira var það ekki. Formaður annars stjórnarflokksins gengur ekki lengra en að tilfæra margra ára gömul orð eftir látnum manni, sem hann átti að hafa sagt einhverntíman þeg- ar þeir J. J. og fleiri voru að labba fram og aítur um gólf í húsi einu suður í Reykjavík. Aðalefni frumvarps þess um geng- isskráningu, sem Bændaflokksmenn flytja á þingi, er þess efnis, að sérstaklega skipuð gengisnefnd, skal skrá gengi hins erlenda gjaldeyris með tilliti til þess að höfuðatvinnu vegir þjóðarinnar, landbúnaður og sjávarútvegur, fái endurgreitt til kostnaðarverð fyrir útflutningsvörur sínnr. í þe-;su sambandi er bent á, að báðir þessir atvinnuvegir hafi verið reknir árum saman með stór- töpum, framleiðsluverð hafi hækkað en erlent söluverð lækkað. Ennfrem- ur að vaxtabyrði aukist sífellt, þar sam standa þurfi straum af sífelld- um rekstrarlánum. Hvað viðvíkur afstöðunni til rfkisskuldanna, þá benti flm, frv. á, að þau auknu út- gjöld, sem væntanleg gengislækkun hefði í för með sér, næðust inn aft- ur með auknum verðtolli, og enn- fremur er lögð áherzla á, að at- vinnuleysi fylgi nákvæmlega breyti legri gengisskráningu, þannig að atvinnurekstur sé meiri, þegar at- vinnuvegunum sé íþyngt með óeðli- legri gengisskráningú, en minki þegar gengi sé í samræmi við kaupmátt krónunnar. Úað er sérstaklega tilfært af þeim, sem ennþá hafa aðallega beitt sér fyrir því, að gengisskráningarmál, okkar yrðu tekin til athugunar, að sænskur hagfræðingur, sem er socialisti og fenginn var hingað til skrafs og ráðagerða fyrir nokkru, lét það skýrt í ljósi að gengi ísl. krónu væri nú um A-0% of hátt Eftir síðari fregnum' að dæma af afdrifum þessa frv., þá sVnist líkleg- ast að það verði svæft, og við fyrstu umræöu málsins fékkst fjár- málaráðþerrann sjálfur ekki til að segja eitt einasta orð, og er það í samræmi við það, se.n að íraman' er sagt um_ óvilja stjórnarflokkarina gegn því að taka málið upp til um- ræðu. — Það mun ekki vera fjarri sanni, að mjög margir bændur hneigist nú til ákveðins fylgis við lækkun krónunnar. Ef til vill eru sjávarútvegsmenn ekki eins ákveðnir í þi átt og munu þeir þá líta til þeirrar miklu skuldasöfnunar, sem átt hefir sér stað hin seinni ár. Verzlunarstéttin hefir ætíð verið mjög einbeitt gegn gengislækkun, en það munu nú vera ýmsir menn innan þeirrar stéttar, sem ekki líta þá stefnu eins óhýru auga og áður og vona að hún geti ef til vill haft það í för með sér, að viðskifti al- mennt liðkist. Úótt ekki muni verða neinar umræður á þingi út af gengis- málinu, ef að líkindum lætur, þá er þó sennilegt, að talsvert verði rætt um þaö meðal almennings og eins á fundum Hitt er annað mál hvort það kemur til þess, að nokkurrar löggjafarúrlausnar þurfi um skrán- ingu gengis okkar, það mætti eins búast við, ef líkt árferði heldur áfram í landsstjórn og atvinnu, að þá taki rás viðburðanna ómakið af stjórmálamönnunum og felli krón- una. En þá er aftur athugandi, hvort ekki gæti átt sér stað. að skriðan yrði þvf meiri og óviði áð- aniegri, sem lengur er dregið að ganga að því með alvöru, að koma fjármálum okkar í það horf, sem hæfir atvinnuvegum landsins. Tvær stárar stofur og eldhús til leigu í Hafn- arstræti 93 niðri. Sigurjón Oddsson. mmmmmmmmmmmmmmwm^mwammmmmammmmmmm Jarðarför okkar hjartkæra eiginmanns og föður Ingólfs Bjarnarsonar fer fram frá Illugastaðakirkju, miðvikudaginn þann 22. þ.m. og h;fst með húskveðju að heimili okkar kl. 1 e. hád. Fjósatungu, 16. apríl 1936. Guðbjörg Guðmundsdóttir og börn. Þakkir öllum þeim tnörgu, sem á einn eða annan hátt, sýndu samúð við audlát og jarðarför mannsins míns Júlíusar Sigurðssonar, fyrv. útbússtjóra. Ragnheiður Benediktsdóttir. Tvö þingmál, sem ekki fáafgreiðslu. Endurskoðun kjötsölu- laganna. Sigurður Kristjánsson ber nú fram, eins og á síðasta þingi, frv. um bieytingar á kjötsöluiögunum, og vill hann að þau séu leiðrétt í mörgum atriðum. Skv frv, S. K. skyldi kjötverðlagsnefnd skipuð þann- ig, að Búnaðarfélagið tilnefni mann í stað Alþýðusambandsins og bæjar- og sveitarstjórn í stað Landssam bands iðnaðarmanna. Falla skyldi niður bannið við frjálsri slátrun og beinni sölu kjötsins. Ennfremur skyldi bændum tryggð markaðs- vernd innan síns verðjöfnunarsva ðis og verðjöfnunaigjaldið takmarkað á Vestur Norður og Austurlandi, — Landbúnaðardeild n. d. er klofin í málinu. Þeir P Zoph. fortnaður kjötverðlagsnefndar, og Emil /óns- son vilja að frumv. sé afgreitt með rökstuddri dagskrá, þess efnis að með því aö »ekkert nýtt hafi komiö fram, sem gefi ástæðu til að breyta lögunum, og þar sem þau hafi yfir- leitt reynst vel í framkvæmdum* þá sé ekki ástæða til að samþykkja frv. Sig. Kr. Aðrir tveir nefndar- menn þeir Bjarni Ásgeirsson og Pétur Ottesen leggja til að breyt- ing trnar á lögunum verði svo sem hér greinir. 1. Heimilt að lækka allt að helm- ingi, verðjöfnunargjald af 3 flokks lambakjöti. 2. Endurgreiðsla verðjöfnunar- gjalds af útfluttu kjöti má aldrei vera svo mikil að verðið á útflutta kjötinu verði hennar vegna hærra en ha;sta verð á innlendum markaði. 3. Á tímabilinu frá 15. júlí til 1. okt. má aldrei flytja kindakjöt af öðium verðlagsvæðum, inn á 1, verðlagssvæði eins og það er nú ákveöið. Jón Pálmason hefir gefið út sér- stakt álit og leggur til að frv. S. Kr. verði samþykkt sem mest óbreytt. Afnám einkasölu á bíl- um og ratfœkjum. Sjö sjálfstæðismenn sem sæti eiga í n. d , þeir Gísli Sveinsson. Ólafur Thors, Jakob Möller, Pétur Hall dórsson, Guðbrandur ísberg, Sig. Kristjánsson og Garðar t'orsteins- son flytja frumvarp um afnám laga Steiifímur Matthíasson kemur heim um nœstu mánuðamót. Steingrímur læknir varð sexiugur þann 31. marz s 1. Hefði hann ver- ið heima, hefðu Akureyringar ekki látið þann dag líða hjá öðru vísi en þakka honum á rausnarlegan hátt langt og stórvel unnið starf hér í bænum. En hann var þá enn þá suður í Tönder — þar sem hann hefir verið spítalalæknir í veiur í forföllum annars læknis. En eftir því, sem frétzt hetir, er hans nú von heim bráðlega. nr. 39 frá 1935 um ríkiseinkasölu á bílum og raftækjum. Flm. halda því fram. eins og al- menningur veit, að einokun þessi er raunverulega ekkert annað en skattur á þjóðina, þar sem verðlag hefir hækkað óhóflega á öllum vörum einokunarinnar. .Enn- fremur benda þeir á að framkvæmd laganna hafi á ýmsa aðra grein verið með þeim firnum, að það sé ekki réttlætanlegt að þessi löggjöf standi lengur og beri sem fyrst að íella hana niður.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.