Íslendingur


Íslendingur - 26.06.1936, Síða 1

Íslendingur - 26.06.1936, Síða 1
Ritstjóri. Einar Ásmundsson. — Sími 359. XXII. árgangur. I Akureyri, 26. júní 1936. Afgreiðslumaður: Hallgr. Valdimarsson. | 25. tölubl. Fyrst3 mál, sem tekið var fyrir, ar skipulag flokksins, og haíði íísli Sveinsson fram'sögu- Sk pu- gsmálið var mjög vel undirbúið : þíngnefnd frá í vetur og svo ;tur nú af sérstakii landsfundar- efnd. — Uppkast nefndanna var rmþykkt síðar á fundinum eftir lmiklar umræður. Frá Lands- fundinum. V elkomin til Norðurlands! Hans hdtign konungur Islands og Danmerkur og drottning hans. Konungshjónin komu hingað kl. 11,30 í gæikvöldí með konungsskipinu >Dannebrog«, sjóleiðis frá Sauðár- króki. — Urðu að hætta við landferðina í Skagafirði vegna vatnavaxta, er gerði bifreiðum ófært að komast bingað- — í fylgd með konungsskipinu var eftirlits- skipið »Hvidbjörnen«. — Höfðust konungshjónin og föruneyti þeirra við í skipunum yfir nóttina en stigu á land kl. 8,30 í morgun. Hafnarbryggjan hafði verið smekklega prýdd og beið þar mannfjöldi mikill til að fagna hinum tignu gestum. — Við lendingarstaðinn beið móttökunefndin og flestir hinir æðri embættismenn bæjarins til þess að bjóða konungshjónin velkomin. — Er komið var upp á bryggjuna, gekk Steinsen bæjarstjóri fyrir kon ungshjónin og bauð þau velkomin og föruneyti þeirra og var síðan hrópað nííallt húrra. — Talaði konungur síðan nokkur orð á íslenzku og þakkaði viðtökurnar. Er konungshjónin og fylgdarlið þeirra höfðu heilsað móttökunefndinni og hinum konunglegu em- bættismönnum o.fl., var stigið upp í bifreiðar og haldið áleiðis til Goðafoss og Mývatns. — Dögurður snæddur við Goðafoss og síðan haldið áfram til Mý- vatns. — Ráðgert að halda þaðan til baka undir kvöldið og gista að Laugaskóla í nótt. — í fyrramálið verður svo haldið þaðan aftur til Akureyrar og annað kvöld haldið með skipunum til Austfjarða og þaðan til Danmerkur. — Þetta er í fjórða sinnið, sem konungshjónin heim- sækja ísland — og í annað skiptið, sem þau heim- sækja Akureyri og Norðurland. Frá Landsfundi Sjáltstæðismanna Landsfundur Sjálfstæðismanna var settur í Reykjavík miðvikudaginn 17. júní, af formanni flokksins, Ólafi Thors. Nokkur erindi voru flutt þann dag, en meginhluti fund- arins var þó haldinn á Þingvöllum tvo næstu daga. — Lengst af voru á fundinum um 300 manns og þar af 200 fulitrúar utan Reykj rvíkur. í blöðum Siálfstæðismanna í Reykjavík, þ.á.m. ísafold, hafa birzt mjög ýtarlegar frá^agnir af fundin- um, og verður eigi skýrt nánar frá honum hér, þareð allfle.tir hafa aðgang að einhveiju af þeim biöð- um. — Magnús Guðmundsson flutti er- indi um fjármál ríkisins og rakti fjármálaferil undanfarandi ára- — Þeir Pétur Magnússon og Jón Pálmason fluttu erindi um lanbún- aðarmál, Hallgrímur Benediktsson talaði um verzlunina, Ólafur Thors um utanríkismál og H. J. Hólmjárn um iðnaðarmál. — Að erindunum loknum voru frjálsar umræður og tóku margir til máls. Að erindum og umræðum loknum voru bornar fram margar ályktanir í hófuðstefnu- Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins Á landsfundinum voru kosnir 4 menn í miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins og voru jjað þeir ÓlafurThorsog Magnús Guðmundsson, sem báðir voru endurkosnir, og Árni Jónsson frá Múla og Bjarni Benediktsson. Af hálfu ungra Sjálfstæðismanna- var kosinn Kristján Guðlaugsson Fyrir voru í stjórninni þeir Magn- ús Jónsson, Jón Ólafsson, Jakob Möller, Sigurður Kristjánsson og Valtýr Stefánsson. I__________________________ málum flokksins og voru þær sam- þykktar, — í fundarlok ávarpaði formaður flokksins samkomuna. — Þakkaði hann öllum fyrir komuna á fundinn og þá einum þeim mörgu, sem lagt höfðu á sig kostnað og fyrir- höfn til að komast hingað úr fjar- lægum héruðum. Fór hann þeim orðum um fundinn, að hann hefði borið þess vott að þar voru saman- komnir menn með þekkingu og áhuga á þjóðmálefnum og þessir menn gengu að því með alvöru að greina sundur hina ýmsu þætti hins opinbera lífs og sýna hvert stefndi og hvert ætti að stefna. — Við berjumst fyrir sjálfstæði þjóðar vorrar, en tapi Sjálfstæðisflokkurinn í þeirri baráttu, er það tap þjóðar- innar, sagði Ólafur Thors. Að síðustu var sezt að sameigin- legu borðhaldi og voru þar margar snjallar og skemmtilegar ræður haldnar. — Bar öllum saman um að fundurinn hefði verið með af- brigðum fróðlegur og skemmtilegur og munu menn eiga frá honum margar góðar endurminningar. — Það eina sem á skyggði var að báða dagana var dumbungsveður og rigningarsúld.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.