Íslendingur


Íslendingur - 20.11.1936, Blaðsíða 3

Íslendingur - 20.11.1936, Blaðsíða 3
t ISLENDtNGUR 3 Emil Petersen í r á Q i 1 i. Fæddur 29. apríl 1865. — Dáinn 11. nóv. 1936. Nú hvílir hinn oröslyngi fölur á fjölum, — og ferskeytlu boginn er lagður til síðu — frá lang þreyttu dagstríðsins kuli og kvölum, — frá kvöldskuggum döprum og árskini blíðu Hann átti ei samleið við fjöldann við fjörðinn, og fjall-lendis öngvegu þræddi hann vanda. — Fá sannfæring átti hann, að allra sé jörðin, og af henni lífsnautnin beggja til hán'da. Hann stundafti gagn sitt með einyrkjans efnum, var ötull til starfa, en þungur til hlaupa, — og trauður hann samsinnti tálvonum gefnum, til tvísýnnar þátt töku lét sig ei kaupa. Frá andstreymi dagsins við arninn hann settist og auðgaði hús sitt að fræði og ljóði, Við bragi og spekigrein brúnirnar léttust, er brosleitur jós hann af gjaid tryggum sjóði. Hann fræddi og gladdi með fróðhugans mildi, — þeir finnast of margir, sem vantar hans glampa. Nú leitar hann friðar und frelsisins skildi frá fölnuðum skræðum og útbrunnum lampa. Nú fær hann að dagkaupi líkhjúp og leiði, — oss líka vér kjósum þann síöasta búnað — og vörmustu þa'kkir sem vordögg úr heiði frá vinu og dóttur, er sýndi hann trúnað. Fó skipt sé ei eftir hann skildirg né seðli, og skekki ei hljómsveitir stef hans né bögu, mun saga hans lifa í íslenzku eðli, — í ylnum frá Ijóði og styrknum frá sögu. K. V. NYJA-BIÓ 6RÍMA 11. Tímarit fyrir íslenzk, þjóðleg fræði. Ritstjórar: Jónas Rafnar og Horsteinn M. Jónsson. Ak. MCMXXXVI. Eins og kaldavermslulindin sprett- ur upp undan berginu úaflátanlega, svo myndast frá því vér fyrst vit- um og enn í dag ógrynni alþýðu sagna og þjóðfræða um liðna við- burði í þjóðarsál íslendinga. — Þjóð vor er fræða þjóð og hefir margur góður maður fyrr og síðar lagt drjúgan skerf til verndar og viðbalds þessarar ómetanlegu þjóð- ernis-lindar. Á þessum vettvangi er nú meðal, annars unnið þjóðnýtt starf með útgáfu ofannefnds rits, »Orímu*. Af henni eru nú út komin alls 11 hefti. Er það orðið eigulegt safn fyrir alla þá, sem unna þjóð- legum fræðum, því að öll geyma heftin meira og minna af táknandi og upplýsandi þjóðlífs-lýsingum, sem án útgáfunnar hefðu annað hvort lýnzt með fráfalli þeirra, er kunnu og sögðu frá, eða legið í handritum og blaðahrúgum tvist og bast um sve'tir landsins. Útgefandinn, Þorsteinn M. Jóns son skólastjóri, á hér mesta þökk skilda, og sjálfur hefir hann ritað meira og minna í flest eða öll heftin. í þetta hefti hefir hann lagt til tvær góðar frásagnir, sem báðar hafa þjóðfræðilega þýðingu: Ferð yfir Fjarðarheiði og Eiríkur Þorst- einsson verður útí. Kann Þorsteinn prýðilega íslenzkan þjóðsagnastíl og beitir honum hæfilega á nútíðar- ir.áli. Jónas læknir Raínar er og ekki síður kunnur að fræðimennsku, en hann hefir jafnan búið ritið úr garði, og ber það allt Ijósan vott urn fræðimannlega meðferð hans Saga Erlends. Árnasonar, sem hefti þetta byrjar á, er merkilegur þáttur og sýnir mæta vel þjóðtrúar- hugmyndir síns tíma um þann vofeiflega atburð, sem þar er lýst- — Ennfremur eru skemmtilegir þættir og vel sagðir: Viðureign við bjarridýr, Skildingahóll, Reimleik- inn á Kvíabekk, Frá Sigfúsi Þor lákssyni, Sögur Þórdísar Björns- dóltur o fl. o. fl. Að þjóðfræðilegu gildi mun mega taka »Grímu« nálega til jafns við »Huld«, —og er þá mikið sagt. Bók þessi er furðulega ódýr, — tvær kr. hvert hefti; enda munu flestir, sem þjóðfræðum unna, finna löngun að leggja sér hana til. Er bún góður styrkur í fallegan bókaskáp. Stefano Islandi hefir sungið á grammofón plötur 4 lög (2 ítölsk og 2 íslenzk) hjá »His Master’s voice*. — Plötur þessar fæ ég meö næstu ferð frá útlöndum. Afgreiddar beint frá undirrituðum gegn póst kröíu. — Skr ilið eða símiö sem fyr st, Guitnar Sigurgeirsson, Bankastræti 12. Sími 2626. Reykjavik hélt aukafund í bæjarstjórnarsalnum á Akureyri, sunnud. 15. þ. m. til þess, samkvæmt ósk í hréíi frá Búnaðaríél. íslands dags. c/10 1936, að taka afstöðu til aðal-ágreinings- atriðanna í hinum nýju jarðræktar- lögum. Fundinn sóttu 59 félags- menn, og fóru fram allmiklar um- ræður. — Fessar þrjár álj'ktanir voru samþykktar á fundinum: 1. Frá form. fél. Ármanni Dal- mannssyni: »Fundurinn lítur svo á, að eigi séu til bóta þær breytingar á lögum og skipulagi Búnaðarfélags Islands, er jarðræktarfélögin nýju ákveða sem skilyrði fyrir því, að félagið annist framkvæmd þeirra. Telur fundurinn því, að slík skilyrði eigi ekki fullan rétt á sér og getur ekki mælt með, að Búnaðarfélagið gangi að þeim óbreyttum. — Hins- vegar telur fundurinn illa farið, að Búnaðarfélag Islands hætti fram- kvæmd jarðræktarlaganna, og vænt- ir þess, að næsta Alþingi breyti svo I. kafla þeirra, að aðgengilegt sé fyrir félagið. — Mælir fundutinn með breytingatillögum meiri hluta laganefndar síðasta Búnaðarþings«. Sa:nþ. með 44, atkv. gegn 5. 2. Frá Ólafi Jónssyni framkv.stj : »Fundurinn lílur svo á, að þegar sett er hámark á styrk til jarðabóta, beri að taka tillit til þess, hverrar tegundar jarðabótin er, og svo hve mismunandi þörf og aðstaða hinna ýmsu jarða er til jarðabótanna, og skorar því á Alþingi að breyta á- kvæðum jarðræktarlaganna hér að lútandi með tilliti til þessac. — Samþ. með 34 atkv. gegn 1. 3 Frá sama manni: »Fundurinn lítur svo á, að höfuðtilgangur jarða- bótastyrksins sé sá, að mæta óhjá- kvæmilegum afskriftum á kostnaðar- verði umbótanna og geri mönnum þannig kleift, að leggja fé sitt og vinnu I jaiðabætur, og meðan svo er, sé algerlega óréttmætt að gera hann að óseljanlegu fylgifé jarð anna. Skorar þvf fundurinn á Al- þingi, að nema' þetta ákvæði burtu úr lögunum«. — Samþykkt með 32 atkvæðum gegn 2 Tillögur þessar fengu ekki mikla mótspyrnu á fundinum af stjórnar- liöum, enda virtust þeir þar fá- mennir. — 11 ÁKLÆÐi 5 nýkomið — sel efni í D(VANTEPPI JÓN HALLUR. j í Sandgerðisbot ( Glerár þcæpi fæst til leigu á vori komanda. — Semja ber við Oddvita Glæsibæjarlirepps NÆTURVÖRÐUR er í Stjörnu Apó- teki þessa viku. (Frá n. k. mánud. er næturvörður í Akureyrar Apóteki). Föstudags-, Laugardags- og Sunnudagskvöld kl. 9: Vanessa Tal- og hljómmynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Helen Hayes, Robert Montgomery, Lewis Stone ogMay Robson »Vanessa« heitit fjórða og síð asta bindið aí skáldsögu enska ritsnillingsins Hugh Walpolés »Saga Herriesættarinnar*. Hún gerist um aldamótin í Englandi og er sjálfstæð saga, ástarsaga fögur og viðbúrðarík. Hugh Walpole hefir sjálfur haft eftirlit með töku »Vaness*< og »David Copperfield* og er honura þakk- að hversu vel þessar myndir tókust. »Vanessa er leikin af hinni fögru, Helen Hayes en Robert Mentgomery leikur Benjéé Herries »vandræðagrip ættarinnar,* en þaö er Zigöjner- blóð í Herriesættinni og það kemur altaf fram öðru hvoru. Af öðrum ágætis leikurum má nefna May Robson, Lewis Stone, Otto Kruger og llenry Step- henson. Sunnudaginn kl 5. B R I M Niðursett verð. Síðasta sinn. Silkiléreftin eru komin. Brauns verzlun, Páll Sigurgcirsson. Grammofon-nálar »Fiis master’s woice« til sölu. Páll Sigurgeirsson. Undirrituð tek að ■ mér nýsaum og alls- konar viðgerð á fatnaði, einkum bama og unalinga, bæði heima hjá rré í Ránarpötu 6 og í húsum. — ___________Jóbanna /ónsdóttir. Pientsmiðja Bjöms Jonssonar. V

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.