Íslendingur - 16.04.1937, Qupperneq 1
ÍSLENDINGUR
Ritstjóri: Sig. Ein. Hlíðar, — Sími 67.
XXIII. árgangur.J
Afgreiðslum.:
Akureyri, 16. Apríl 1937.
Lárus Thorarensen, Strandg. 39.
■
15. tölubl.
FRÁ ALÞINGl.
REYKJA VÍK i GÆR.
Santbandsmálið.
Pingsályktunartillaga um sam-
bandsmálið var samþykkt í sam-
einuðu Alþingi í dag. Gengið var
inn á kröfur Sjálfstæðisflokksins
að efni til, n. I. þ., að íslendingar
takí öll sín mál í sínar hendur.
Kveldúlfsfrumvarpið
hefir ekki enn komið fram, en hitt
þykjast menn vita bezt, að því
eigi að vísa frá með rökstuddri
dagskrá, þó þannig, að Haraldur
Guðmundsson.atvinnumálaráðherra,
fái að lafa áfram í landssljórn-
inni. —
Hefir Haraldur neitað að gefa
leyfi til byggingar síldarbræðslu-
verksmiðjunnar á Hjalteyri, en ]afn-
aðarmenn ganga nú á milli manna
til þess að fá leyfið knýtt aftan í
rökstuddu dagskrána. Með því
móti verður ráðherra að gefa leyfið
eftir skipun þingsins og komast
þannig hjá frekari óþægindum
vegna fyrri afstöðu sinnar til máls-
ins. —
Bráðabirgðalögin.
Flestir minnast þess, að milli
þinga, hafa tvenn hráðabirgðalög
verið gefin út. 2 dögum eftir síð-
ustu þinglausnir gaf atvinnumála-
ráðherra, Haraldur Guðmundsson,
út bráðabirgðalög um skipun stjórn
ar síldarverksmiðja ríkisins, er vöktu
almenna undrun landsmanna og
þótti með öllu óverjandi, að þau
væri út gefin, þegar ekki voru
meiri ástæður fyrir hendi, en raun
var á. Ftin bráðabirgðalögin gaf
landbúnaðarráðherra, Hermann Jón
asson, út um að taka mjólkur-
vinnslustöð Mjólkursambands Kjal-
nessinga leigunámi. — Vöktu þessi
bráðabirgðalög einnig undrun og
megna óánægju. Því eins og efni
stóðu t:\ þóttust bændur á Kjalar-
nesi hart leiknir með lögum þess-
um. —*
Pegar ósamlyndi stjórnar flokk-
anna kom upp, var búist við að
þessi bráðabirgðalög yrðu einnig
sundrungarefni ilokkanna. En þar
var of mikið í húfi, því samþykkt
þeirra á þessu þingi tryggði ráð
herrunum stjórnarsessinn, en hefðu
auðvitað orðið að vlkja, ef þau
hefðu ekki náð samþykki þingsins.
Nú urðu hrossakaupin opinber
í dag, því lögin voru samþykkt í
dag sitt í hvorri deild með atkvæð
um stjórnarflokkanna. Stóðu stjórn
arsinnar sem einn maður um lög-
in. Að vísu voru þetta ekki endan-
legar atkvæðagreiðslur um lög
þessi, en eftir atkvæðagreiðslunni
I dag, má ráða, hvernig fara muni
um síðari atkvæðagreiðslur um
málin. — Og þar með er frumvarp
Eyfirðinganna um stjórn síldarverk-
smiðjanna úr sögunni.
Bendir nú flest til þess, að
Framsóknarflokkurinn á þingi sé nú
algerlega kominn aftur undir hæl-
inn á Jafnaðarmönnum. Má í því
sambandi á það benda, að í dag
fór fram atkvæðagreiðsla um frurn-
varp stjórnarliða til viðaukalaga við
fiskimálanefnd.
Höfðu Sjálfstæðismenn í sjávar-
útvegsnefnd neðri-deildar borið
fram svofellda breytingartillögu við
frumvarpið: »Við úthlutun útflutn-
ingsleyfa er fiskimálanefnd skylt að
gæta hins fyllsta iéttlætis*.
Pessa breytingartillögu felldu
stjórnarliðar sameiginlega.
Rafveitumál Akureyrar.
Frumvarp ísbergs er hjá fjárhags-
nefnd neðri deildar. Er nú víst,
að nefndin öll muni ætla að leggja
til, að frumvarpið nái fram að
ganga. Sjálfstæðismennirnir í nefnd-
inni leggja til, að frumvarpið verði
samþykkt ó'oreytt, en hinir nefndar-
menn áskilja sér rétt að koma fram
með breytingarlillögur. — Hverjar
þær muni verða, vita menn ekki,
en það þykir þó líklegt, að þær
hafi í sér úrfellingu ábyrgðarheim-
ildarinnar á láni til virkjunarinnar
og að þannig muni frumvarpið ná
fram að ganga.
Heíir nú þingmaður Akureyrar,
Guðbr. ísberg, borið fram þings-
ályktunartillögu í sameinuðu þíngi
um ríkisábyrgð á láni til virkjunar-
innar á Laxárfossum.
Halda sumir þvf fram, að með
þessu móti fengist þó það, að við
atkvæðagreiðslu um tillöguna
kærni greinilega í Ijós hverjir væiu
með henni og hverjir móti. — En
mestar líkur eru till þess, að ekkert
verði af atkvæðagreiðslunni ráðið,
þvf að, þegar ákveðið hefir verið,
hvort ein eða tvær umræður eigi
að fara fram um tillöguna verður
henni vitanlega vísað til fjárhags-
nefndar, og geta sennilega allir
verið með því, en hvenær kemur
svo tillagan frá neftidinni aftur? —
Ringrof
verður sennilegast á miðvikudag
— síðasta vetrardag.
Húsbruni. í tyrri nótt kviknaði i húsi
Einars Einarssonar við Hjalteyrargötu.
Varð barn f húsinu eldsins vart og vakti
foreldra sina. Komst allt fólk út úr hús-
inu. Húsið brann að innan eða stór
skemdist af vatni. Sumir leigjendanna
gátu litlu eða engu bjargað af búshlut-
urn slnutn, sem voru óvátryggðir, og eru
pvl mjög nauðuglega staddir.
Borpraíundur.
Að tilhlutun rafmagnsnefndar
var almennur borgarafundur haldinn
hér í Samkomuhúsi bæjarins á
sunnudaginn var kl. 4 síðd.
Tilefni íundarins var það, að upp-
lýst var, að einhver tregöa mundi á
því að ábyrgöarheimild ríkissjóðs á
láni til væntanlegrar rafveitu Akur-
eyrar næði fram að ganga á Al-
þingi.
Bæjarstjóri setti fundinn og stakk
upp á Steingr. Jónssyni, fyrv. bæjar-
fógeta, sem iundarstjóra, og var
hann samþykktur, en hann tilnefndi
sem fundarskrifara þá: Sig. Ein.
Hlíðar, dýralæknir og Þorst. Þor-
steinsson, bæjarfulltrúa.
Bæjarstjóri, Steinn Steinsen,. tók
fyrstur til múls. Rakti hann máliö
og útskýrði áætlun Árna Pálssonar,
verkfræðings, yíir rafvirkjun viö
Laxá f Suður-Þingeyjarsýslu og
gerði samanburð á virkjun þar og
við Goöafoss, Lagði hann fram og
las upp tillögu rafmagsneíndar svo-
hljóöandi:
»Með því að telja rná víst, að
hagstætt lán til virkjunar Laxúrfoss*
fáist ekki án ríkisábyrgðar, og með
því að undirbúningi málsins er svo
langt komið, að hægt er nú þess
vegna aö byrja á virkjuninni, ef
fé væri fyrir hendi, þá skorar al-
mennur borgarafundur á Akureyri
á Alþingi, að veita ríkisábyrgð fyrir
1,500,000 króna láni til virkjunar-
innar nú þegar, áður en þingi verð-
ur slitiö*.
Pá tóku til máls: Sig Eggerz,
bæjarfógeti, Þorst, Þorsteinssou,
bæjarfulltrúi og Sig. Ein. Hlíðar,
dýralæknir, Voru þeir allir tillög-
unni samþykkir og mjög hvetjandi
að ntál þetta næöi fram að ganga á
Alþingi. Sig. Eggerz lagði fram
síinskeyti á fundinum frá formanni
Sjálfstæðisfiokksins, þar sem hann
lýsir yíir óskiptu fylgi flokksins með
málinu á Alþingi.
\rar tillaga rafmagnsnefndar sam*
þykkt af öllum fundarmönuum, er
töldust vera 384.
Jsland strandað.
E. S. »ísland«, eign Sameinaða
gufuskipafélagsins strandaði á þriðju-
dagsmorguninn á skeri í Forthfirði
á Skotlandi. Er sagt, að þoka og
sterkur straumur hafi valdir strand-
inu. Farþegum og bréf- og bögla-
pósti varð bjargað. Talið er óltklegt,
að skipið náist út aftur, enda orðið
stór skemmt. Farþegar munu taka
sér far frá Leith 21. þ. m. meö
»Brúarfoss«,
Kristín Sæmunds trúboði hefir
samkomur í Verzlunarmannahúsinu
sunnudaginn 18. þ. m. kl. 5 e. h,
og þriðjudaginn 20. þ. m. kl. 8 e.h
Allir velkomnir.
Um ,,Stefi“ og
„StrengjaXök“.
Ljóðabækur F. H. Berg
og Konráðs Vilhjálmssonar.
Frið og unað fundið hef
hjd fögrum óðar lindum.
Frumleg eru Friðgeirs Stef
fjölauðug af myndum.
Bragasvans frd bldrri vök
berzt oss kyngi-rómur.
Stór eru Konrdðs Strengjatök,
sterkur kvœðahl/ómur.
O. S H.
Hitt og þetta.
Kirkjan. Messað n. k. sunnudag í
Glerárþorpi kl. 12 á hádegi og á Akur-
eyri kl. 2 e. h.
I. O. O. F. 1184168Ya
Mannslút. Ekkjan Maria Jóhannsdóttir,
Aðalstræti 76, lézt að heiiníli sínu 9. p.
m. 79 ára gömul. Hún var ættuð úr
Hörgárdal, en hafði dvalið hér i bæ
síðustu 50 árin. Var seinni kona Sölva
Ólafssonar, skipstjóra, og varð þeim 4
sona auðið. Tveir þeirra eru enn á ltfi:
Sigurður, snikkari og Ólafur, verkamaður,
báðir til heimilis i Aðalstræti 76. Maria
sál. var vel gefin og einkar vel kynnt
kona. —
jónas, sonur Stefáns Jónassonar út-
gerðarmanns, andaðist að Vífilstöðuin
þann 8. þ. m. — Hafa foreldrar hans
dvalið um tlma fyrir sunnan, en komu
með „Goðafossi“ með llk hans hingað
til greftrunar. Jónas sál. var 18 ára gamall,
mjög vel gefinn, prúður og reglusamur
í hvivetna, hvers manns hugljúfi, og
mjög til fyrirmyndar öðrum ungum mönn-
uin. Er þungur harinur kveðinn að for-
eldrum og systkinum við fráfall hans,
Einnig er hans sárt saknað af öðrum,
sem kynntust honum.
Skátafélagið .Fálkar. efnir til sumar-
fagnaðar, eins og venja er til, fyrsta
sumardag. Seinnipart dags verður fjöi-
breytt skemmtiskrá og merkjasala til
ágóða fyrir starfsemi félagsins. Um
kvöldið verður dansleikur. Er oft hress-
andi og skemintilegt á sumarfagnaði
skátanna, og félagið á það skiiið, að
þvi sé gaumur gefinnog stuðningur veittur
meðþvi, að þessi fagnaður þeirra sé vel
sóttur.
„Bændablaðiö* heitir nýtt vikublað,
sem hóf göngu sfna hér á miðvikudag-
inn. Eru það Bændaflokksmenn f Eyja-
fjarðarsýslu, sem að því standa. For-
maður flokksins i sýslunni, Stefán, hrepp-
stjóri, Stefánsson á Varðgjá, skrifar for-
spjallið, en Stefán Stefánsson, hrepp-.
stjóri i Fagraskógi er ábyrgðarmaður
blaðsins. Hinn eiginiegi ritstjóri blaðsins
mun vera Gísli Brynjólfsson, cand. theol,
pótt hans sé hvergi getið.
Árshátíð slna heldur Félag verzlunar-
og skrifstofufólks á Hótel Akureyri ann-
að kvöld. Aðgöngumiðar í bókaverzlun
Gunnl. Tr. Jónssonar.
Basar heidur kvenfélagið Hlif eins og
venja er til fyrsta sumardag í Skjald-
borg til ágóða fyrir barnahælissjóðinn.