Íslendingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - 21.10.1938, Qupperneq 2

Íslendingur - 21.10.1938, Qupperneq 2
rSLENDINGUR margs ber þó að gæia f því sam- bandi, ef ábyggilegur árangur á að fást, Eins og að framan er sagt, er Paratuberkulose erlendis talinn alveg sérstakur nautgripasjúkdómur, en á öðrum skepnum svo sjaldgæfur. að lítið tjón er að. Hér aftur á móti er nú verið að reyna að færa sönnur á, að þessi sami sjúkdómur sé gosinn upp á nokkrum stöðum í sauðfé með stórfeldum fjárfelli, en sýking nautgripa er ekki nefnd á nafn í sambandi við þessa >nýju illkynjuðu pest í sauðfénu«, éins og Morgunblaðið kemst að orði um hana. Virðist hér óneitanlega skjóta nokkuð skökku við reynsiu anna: jó' : sem um 40 ára skeið hafa átt að búa við þessa sýki. Fyr en þessi stórkostlega breyting á háttum sýkinnar hér og erlendis verður með rökum skýrð, finnst mér furðu óvarlega af stað farið í þessu máli; heppilegra hefði verið að rannsaka allar aðstæður betur áður en gífurlegar fullyrðingar voru fram settar. Sig, Eitu Hlíðar. Skólar eru nú allir teknir til starfa Menntaskólinn var settur 2. októ- ber. Skólann sækja 280 nemendur, þar af 105 í lærdómsdeild, Fleiri sóttu um skólavist í gagnfræðadeild en hægt var að veita viðtöku. Fast- ur aukakennari við skólann hefir verið ráðinn Halldór Halldórsson magister. Guðm. Arnlaugsson, er nú kennir við skólann fer utan um áramót að ljúka námi, en við störf- um hans tekur þá dr. Sveinn Þórð- arson (Sveinssonar læknis). Gagnfrœðaskólinn var settur 15. okt. Sækja hann 90 — 100 nemend- ur. Vegna rúmleysis hefir orðið að leigja húsnæöi fyrir 3. bekk í funda- sal Verzlunarmannahússins, Fyrsti bekkur starfar i tveimur deildum. Nýir kennarar við skólann eru Ár- mann Helgason student, Bragi Sig- urjónsson stúdent og Jóhann Por- kelsson héraðslæknir, er kennir heilsufræði. Iðnskólinn var settur 15. okt. Nemendur eru þar rúml, 80, þar af um helmingur iðnnemar. Nýir kennarar eru Ármann Helgason og Bragi Sigurjónsson. Barnaskólinn var settur 11. okt. Sækja hann um 630 börn. Sú breyting heíir orðið á kennaraliöi skólans, að Ingimar Eydal lét af störfum á þessu ári eftir 30 ára starf, en nýr kennari hefir verið ráðinn, Hans jörgensen frá Akra- nesi. Sú þýðingarmikla ráðstöfun hefir verið gerð við skólann, að þar er verið að koma fyrir ljósbaðastöð fyrir börnin. Hjónaetni. Ungfrú Karla Þor- steinsdóttir og Jón Rögnvaldsson garðyrkjumaður Fífilgerði. 15. ping Alþýöusambands íslands og 5. þing Kommúnistafiokks íslands hófust í Reykjavik í gær, Brennisteinsvinnsla í Náraafjalli. Nýlega hefir veriö boðin út bygg- ing verksmiðjuhúss við Námaskarð í Mývatnssveit, þar sem á að fram- leiöa brennistein til útflutnings. Verður brennisteinninn fluttur til Englands og notaður þar í brenni- steinskolefni til upplausnar á trjá- efni, er síðan er spunnið úr silki, Einnig er brennisteinninn notaöur til sótthreinsunar á vínviöi og gúmmívinnslu. Í’rír menn hafa stofnað til brenni- steinsvinnslunnar, þeir Ragnar Jónsson og Þorvaldur Thorodd- sen forstjórar smjörlíkisgerðarinnar »Smári«, og dr. Jón Vestdal. Ætlun þeirra er, að verksmiðju- húsið verði tilbúið fyrir næstu ára- mót, og að hægt verði að framleiða um 1500 kg. af brennisteini dag- lega fyrsc í stað. Verðið á brenni- steininum veröur um 7 sterl, pd. hver smálest (145 kr.) og yrði þá verðmæti ársframleiðslunnar til að byrja með 75-80 þús. kr. En gangi vinnslan vel, gera þeir ráð fyrir að auka framleiðsluna til muna, svo að unnt verði áður en langt llð- ur að flytja út brennistein fyrir ca, Va milj. króna á ári. Áætlað hefir verið, að í Náma- fjalli séu um 6 þús. smálestir af hreinum brennisteini. En þar er hann í smáhaugum kringum holur, er lofttegund sú, er hann myndast af, streymir upp um Brennisteinn- inn, sem þannig hrúgast upp, er þó blandaður öðrum efnum og verður í verksmiðjuhúsinu komið fyrir vél- um, er hreinsa brennisteininn frá, en liann er um af hráefn- inu. Nokkur atvinna skapast við að koma brennisteininum í verksmiðj- una og hreinsa hann. Vinnuskóli. Eins og sjá má af auglýsingu á öðrum stað í blaðinu í dag, hefir Sjálfstæðiskvennafélagið »Vörn« á- kveðið að koma á fót verklegu námskeiði eða vianuskóla fyrir pilta og stúlkur á aldrinum 14—20 ára. Er öll kennsla ókeypis, og ættu því margir unglingar að geta sætt þessu góða tækifæri til að afla sér nokkurrar kunnáttu í ýmis- konar bandiðn. Á þeim atvinnu- leysistímum, sem nú eru, hafa slík námskeið mikla þýðingu. Margir unglingar á þessum aldri hafa iítið fyrir stafni á vetrum, og er þá tímanum betur varið til að leggja stund á hagnýtt, verkiegt nám, þegar ekki er völ ájaunaðri vinnu, en að leita sér dægradvalar á ann- an hátt. — Tómas Björnsson kaupmaður kom heim úr utanför nú í víkunni. Hérmeð íilkynnist að maður- inn minn Jón jónsson, andað- ist að heimili okkar Brekkugötu 19 Akureyri, 15. þ. m. Jarðarförin fer frarn þriðju- daginn 25. þ. m. frá Akureyr- arkirkju kl. 1 e. h. Helga Sigurðardóftir. Guðrún Ólöf Bergman ekkja séra Friðriks J. Bergman, and- aðist í Winnipeg 10, sept. Hún var fædd að Botni í Hrafnagilshreppi 29. sept. 1855 og var því nær 83 ára að aldri. Hún var dóttir séra Magnúsar Thorlacius; prests aö Reynistaðaklaustri. Hún flutti vest- ur árið 1887 og ári síðar giftist htin séra Friðriki, sem þá þjónaði einn öllu prestakallinu í (slenzku byggð- inni í Norður-Dakota. Var heimili þeirra hjóna ( Garðarbyggð fram yíir aldamótin er þau fluttust og settust að í Winnipeg. Séra Frið- rik andaðist 11. apríl 1918. Var hún síðan hjá dætrum sínum þar í borg. Þau séra Friðrik og frú Guðrún voru bæði höfðingjar heim að sækja og var ætíð eins og foreldrafaðmur væri þar opinn með kærleika til þess sem að garði bar, enda fengu íslend- ingar þar þau beztu ráð og leið- beiningar, sem nýkomnir voru að heiman, er urðu til þess, að framtíð þeirra varð þeim og þeirra til gæfu og gleði, sem aðhyltust þeirra ráð, þótt vegir skyldu víða um alla Ame- ríku. Allir vinir hennar nær og fjær, senda að legstað hennar þakk- læti fyrir samveruna og ógleyman- lega kærleiksþelið, sem hún sýndi öllum. Vinahópurinn er því stór, er syrgir hana, sem bæöi nær yiir íslenzkar byggðir í Ameríku og eins hér heima á íslandi, er hafa orðið ltærleika hennar aðnjótandi. /• S. Th. Sektir. Undanfarna daga hefir lögreglan tekið 20 manns og sektað fyrir brot á utnferðareglum, aðallega hjólreiða- menn. Auk þess hafa margir ung- lingar fengið aðvörun fyrir sams- konar brot, sem einkum hefir verið vöntun Ijóskers á reiðhjólum, eða að tvímennt hefir verið á hjólunum. poSyfotor.k,sr4 I Kosfir SUPER-SKANDIA fram yfir diesel og há- þrýstimótora: Enginn dýr og margbrotinn loft- þjappari, engir nálarlokar í innspýtings- tækinu, einföld gerð, auðveld gæzla, lítill viðhaldskostnaður, lítill viðgerðarkostnaður, lítillbrunaþrýstingur íbrunahylkinu lítill þrýstingur á eldsneytisolíunni ekki viðkvæmur á hitastig svala- vatns, ræsing jafn auðveld í köldu veðri. Kostir SUPER-SKANDIA fram yfir glóðarhauss- og flatkveikju- mótora: Þægileg kaldræsing, fullkomin brennsla eldsneytisins, h'til eldsnejúiseyðsla, lítil smurningsolíueyðsla, reyklaust afgas. léttur hljóðlaus gangur, mikil aflsframleiðsla. SUPER-SKANDlA getur gengið með ódýruslu hráol(u. SUPER- SKANDIA er að öllu leyti búinn til úr allra bezta efni. Bullu- hylkið er Mæypt úr sérstakri járnsamsetningu, sem er einstæð að endingu. SUPER-SKANDIA er lítil! fyrirferðar, samanborið við aíl það, sem hann framleiðir. SUPER SKANDIA er sérstaklega endingargóður, SVPER-SKANDIA er hlutfallslega mjö^ ódýr. Greiðsluskilmálar mjög aðgengilegir. Leitið upplýsinga, — þær kosta ekkert. Tómas Björnsson, Akureyri.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.