Íslendingur


Íslendingur - 21.10.1938, Page 3

Íslendingur - 21.10.1938, Page 3
tSLENDÍNGLft 3 Vinnustofa Pann 1. nóv. n.k. opnar S/'álfstæðískvennafélagið > Vörn« á Akureyri VINNUSTOFU fyrir unglinga á aldrinum 14—20 ára, bæði pilta og stúlkur, í Hafnarstræti 20 (Höepfners-verzlun). Kennt verður: Fatasaumur, viðgerðir, tóvinna, prjón, hekl, útsaumur, skinnavinna, smíðar og út- skurður. ÖLL KENNSLA ÓKEYPIS. — Nemendur leggi sér til áhöld og efni. Kennslutímar á dag frá kl. 3—7 og 8—10. Umsóknum um þátt- töku sé skilað fyrir 30. okt. til Gunnhildar Ryel, Mariu Guðmundsdóttur Hafnarstræti 45 eða til formanns fé- Iagsins Arnfinnu Björnsdóttur. Akureyrarbær. Dráttarvextir falla á síðari hluta útsvara í Akureyrarkaupstað, ef eigi er greitt fyrir 1. nóvember næstkomandi. Dráttarvextirnir eru \% á mánuði og reiknast frá 1. september s. 1. Akureyri, 21. oktober 1938. Bæjargjaldkerinn. Fýtufðr stjórnarblaðanna Fyrir skömmu síðan hóf blaðið »Tíminn« árás á kaupmenn í Reykja- vík fyrir háa álagningu á ýmsar vörutegundir- Birti það töflu eina, þar sem sýna skyldi innkaupsverð vörunnar, upphæð þá sem greidd var í tollum og útsöluverð. Síðan var álagningin leiknuð út frá inn- kaupsverði og lókst blaðinu með því móti að fá út háar prósenttöl- ur, er áttu að tala skýru máli um okur kaupmanna. Álagning þeirra var hvorki meira né minna en 254%" á einni tegund vefnaðarvöru! Blaðinu var þá bent á það, að slíkur útreikningur á vöruálagningu væri ærið villandi, og birti það þá töfluna aftur, þar sem álagningin var reiknuð út fiá kostnaðarverði. Um sama leyti birtist í blaðinu leiðrétt- ing frá skóverzlun í Reykjavík, þar sem talið var að í fyrri töflu »Tím- ans« hefði tollur á strigaskóm ver- ið vanreiknaður, og viðurkenndi blaðið, að svo hefði verið. LMorgunblaðið og Vísir öfluðu sér nú upplýsinga um verðlag hjá KRON á 3 vörulegundum, er Tím- inn hafði reiknað út að kaupmenn legðu á fiá 164-218%", og reikn- uðu álagningu kaupfélagsins með sömu aðferð og Tíminn. Og hvað skeður? Með sama útreikningi varð álagning KRON á þessutn þremur vörutegundum frá 185 — 238%! Pað er eftirtektaverðast við þessa árás »Tímans«, sem aðallega er stefnt að vefnaðarvörukaupmönn- um, að húii virðist hafa verið fyrir- fram skipulögð. Hin stjórnarblöð- in, Alþýðublaðið og Pjóð viljinn taka þegar undir viö Tímann, og Pjóðviljinn tekur það fram, að »eina le.iðin til þess að skapa heilbrigt verðlag á vefnaðarvöru sé að veita sem mestu af leyfum fyrir hana til KRON«. Þetta verzlunarfyrir- tæki, sem kommúnistar ráða mestu b hefir dafnað mjög upp á síðkast- ið, síðan fjármálaráðherrann gekk því svo að segja í föður stað og lét »hjálpa því um innflutning, sem vel hefði mátt ráðstafa öðru- vísi«. Og þólt félag þetta hafi fengið rneiri vefnaðarvöruleyfi á yfirstandandi ári en nokkur önnur verzlun í Reykjavík, heimta komm- únistar enn meira. Og þá er her- ferðin haíin. En uppskeran fer jafnan eftir sáningunni. Herferð þessi hefir orðið til þess, að samanburður hef- ir verið gerður á vefnaðarvöruálagn- ingu hjá kaupmönnum og kaupfé- lagi kommúnisfa í Reykjavík. Sá samanburður hefir leitf í Ijós, að lítilla úrbóta má vænta á dýrtíðinni, þó orðið sé við kröfum Þjóðvilj- ans um að veita sem mestu af leyf- um fyrir vefnaðarvöru til KRON. Með árásum sínum á veizlunar- sléltina í blöðum stjórnarflokkanna undanfaiið hafa forsprakkarnir löðr- ungað sjálfa sig eftinninnilega. Og tiigangurinn með þeim, sem nú er orðinn auðsær, vekur viðurstyggð aimennings- Félagar Ferðatélags Akur- eyrar eru beðnir aö vitja Árbókar Ferðafét. íslands fyrir árið 1938 til Björns Björnssonar frá Múla. I.O.O.F. = 12010219 = Ff?ÉTTIR Sjúkrahúsbygging. Nýlega var boðin úf bygging á hluta af hinu fyrirhugaöa sjúkrahúsi. í þeim ’liluta á að koma fyrir skurðarstofu, ljóslækningastofu og Röntgendeild. Alls bárust spítalanefnd 4 tilboð í bygginguna. Lægsta tilboðinu var tekið, Var það frá Óskari Gíslasyni, að upphæö 24200 krónur. Búið er að grafa fyrir hinni nýju byggingu og veiður byrjað að vinna viö hana næstu daga. BoIIi K Eggertsson (Einars- sonar kaupmanns) fór með *Dr. Al- exandrine* í morgun áleiðis til Dan- merkur. Ætlar hann að dvelja um 6 mánaða skeið á ölgerðarhúsi í Slagelse og kynna sér nýjustu að- ferðir við öl- og gosdrykkjagerö, Frumsýning verðar á sjónleikn- um Fróðá eftir jóhann Frímann, annað kvöld — laugardag. — Næsta sýning á sunnudaginn. Börnum verður ekki leyíður aðgangur að frumsýningunni. og ekki innan 12 ára aldurs að seinni sýningunum. Hjónaband Ungfrú Jónína jó- hannesdóttir frá Miðhúsum og Krist- inn Jakobsson Espigrund Hrafnagils- hreppi. Sigurjón P. Árnason sem verið hefir prestur í Vestmannaeyj- um, er nýlega tekinn við aukaprests- embætti við dómkirkjusöfnuðinn í Reykjavík. Frægur leikari dáinn. Jó- hannes Paulsen, hinn frægi danski leikari, er nýlega látinn af afleið- ingum uppskurðar við fgerð f heila. Dánarfregn. 17. þ. m. lézt úr bléðeitrun hér á sjúkrahúsinu Svein- björn Sigtryggsson bóndi í Saurbæ í Eyjaíirði, 56 ára að aldri. Svein- björn heitinn var hinn mesti dugn- aðarmaður, mjög vinsæll meðal sveit- unga sinna, hjálpsamur og greiö- vikinn svo að orð fór af. 15. þ. m. lézt að htimili slnu Brekkugötu 19 hér í bænurn Jón Jónsson verkamaður. Barnastúkan Sakleysið heldur fund kl. 1,30 n. k. sunnudag. Rætt um vetrarstarlið, hlutaveltu o. fl. Félagar beðnir að fjölmenna. Meðal tarþega á »Dronning Alexandrine« til útlanda fóru héðan í morgun: Jón Kristjánsson útgerð- armaður og frú, ungfrúrnar Ragnh. Bjarnadóttir, Lára Halldórsdóttir, Jónína Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Marzelía Aðólfsdóttir, Húsnæði. Barnlaus hjón óska eftir 1 eða 2 herbergjum og eld- húsi frá 1. nóvember n. k. Upplýsingar í síma 305. Einhleypan stúlku til að þvo þvott og gera hreina litla fbúð. R. v. á, „V esta“ Saumavélar eru viður- kenndar fyrir gæði, fást í Brauns Verzlu n Páll Sigurgeirsson. Bliíssur úr stormtaui, með rennilás fást í BRADNS-VERZLUN Páll Sigurgeirsson. Þankabrot Jóns í Grófinni. AlÞM. 18. þ. m, minnist á blaðá- deilur syðra um verzlunarálagning- una. Segir hann, að þar sé á ferð* inni »grmall draugur*, sem sé »ofsókn Irá hendi kaupmannavalds- ins« (I) Ekki fylgjast þeir nú illa með hlutunum, bræðurnir! Draugurinn, sem »Tíminn« vakti upp og sendi kaupmönnum í Rvík, en var sendur aftur til föðurhús- anna, er óskilgetið afkvæmi Fram- sóknar og kommúnista. Ef riturum Alþ.m. er þetta ekki ljóst, ættu þeir að kynna sér upphaf deilunnar, því slík endaskipti á sannleikanum og gei ð eru í klausu Alþ.m. um þetta mál, hafa aldrei verið sýnd norölenzkum lesendum áður. Hinar langvinnu árásir stjórnar blaðanna á verzlunarstéttina undanfarið hafa komið mér á þá skoðun, að hér sé um KRONfska ofsóknasýki að ræða. Dansleik heldur Lestrarfél. Kaup- angssóknar að uverá annað kvöld kl. 9,30. Laukur kom með .Deftifossi’ Verzl. Esja. Veggfóður mikið úrval. Hallgrímur Kristjánsson. KIRKJAN: Messað á Akureyri n. k. sunnudag kl. 2 e. h.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.