Íslendingur


Íslendingur - 25.11.1938, Blaðsíða 2

Íslendingur - 25.11.1938, Blaðsíða 2
ISLENDlNGUfc 2 Höfðatölureglan Pegar fundið er að þeirri mis- beitingu innflutningshaftanna að auka innflutning kaupfélaganna á kostn- að annarra verzlana, svara blöð Framsóknarflokksins venjulega með þvf, að slíkt sé gert vegna neytend- anna, sem vilji ráða, hvar þeir , verzla. - Og því hafi verið fundin upp hin svo nefnda höfðatöluregla, ! þar sem kaupfélögunum sé veittur ; innflutningur meö hliðsjón af félaga- fjölda þeirra og á þann hátt fáist i hin eina réttmæta skipting innflutn- . ingsins. ! Höfðatölureglan er þannig fram- í kvæmd, að kaupfélögin gefa upp félagajölu sína, Síðan er gengið út frá, að þver.félagsmaður hafi 4—5' í manna fj.ölskyldu fram að færa, í'Með þessu móti fá kaupfélögin rétt i til miklu meiri innflutnings en nægja . mundi félagsmönnum, því meöal þessara félaga er fjöldi einhleypra mánna, sem aðeins hafa sjálfa sig á framfæri og eru jafnvel margir úr fjölskyldum, þar sem heimilisfaðirinn er einnig skráður félagsmaður. f*á munu allmargir vera meðlimirtveggja eða jafnvel fleiri kaupfélaga, og getur því þessi »höfðatöluregla« haft þaú áhrif, að' tveim feðgum, sem báðir eru í tveim kaupfélögum, sé reiknað 16—20 manna heimili, þótt eigi sé um nema þriggja til fjögurra manna heimili að ræðu. Af þessu er ljóst, að ekki þarf nema annarhver fulltíða maður í landinu aö vera skráður meðlimur L samvinnufélagi til þess að regla þessi geti komið allri verzluninni í hendur kaupfélaga og pöntunar- félaga, þó að hinn helmingurinn kjósi að hafa frjálsar hendur um þaö, hvar hann verzlar. Þessi regla um úthlutun innfiutningsins er það »verzlunarfrelsi neytendanna« í landinu, sem Framsóknarflokkurinn miklast af að hafa fundið úpp, En eins og sú regla er og heíir verið framkvæmd, veitir hún kaupfélögum miklu meiri innflutning en þarfir félaganna kreíjast, en að sama skapi minnkar innflutningur kaup- manna Neytendur, sem utan fé- laganna standa, verða þyí oft að gera innkaup sín hjá félögunum alveg án tillits til þess, hvar þeir helzt óska að verzla. Þetta kalla Framsóknarmenn »rétt neytandans*. Þannig er það verzlunarlrelsi, er »höfðatöluregla« þeirra hefir skap- aö. — Þó að höfðatölareglan sé fram- kvæmd á mjög ósanngjarnan hátt við úthlutun innfiutningsins eins og bent hefir verið á hér að framan, getur hún ofi' átt fullan rétt á sér og verið auðveld og réttlát í iram- kvæmd. Það væri til dæmis mjög sanngjarnt og eðlilegt, að hún réði um skiþún löggjafarþings og ríkis- stjórhar. Að hlutföllin milli þing- márina hirina einstöku flokka væri híð' sani'á og hlutföllin milli kjósenda- fjölda þéirra: Að atkvæði eins kjós- ahdá sé ékki fjórum eða sex sinn- uWi þýngra á metunum en annars, hélduf- að atkvæðisréttur allra kjós- ehdá á landínú vaéri jafn, hvort sem þeir búa í Reykjavfk eða Re.ykjadal, Seyðisfirði eða Sauðár- krók. Hvergi á höfðatölureglan sjálfsagðari rétt á sér en í kosn- ingalöggjöfinni, og hvergi er auð- veldara aö framkvæma hana. Með henni væri tryggt, að meirihluta- ítjórn færi jafnan með völd, en ekki stjórn með aðeins 30—35% kjósenda að baki, eins og nú mun vera ástatt. í*á mundi þjóð vor fá lýðrœliislegt stjórnarfar í stað þess níðrœðis, er vér höfum haft, meðan hlutdræg og sfngjörn minnihluta- stjórn situr á valdastólum og safn- ar í kringum sig óseðjandi bitlingalýð á kostnað alls almennings í landinu, en daufheyrist við óskum aðþrengdra framleiðenda. Slík umbót á kosningalöggjöíinni, sem höfðatölureglan mundi verið hafa, hefir jafnan strandað á and- stöðu Framsóknarmanna. Ef ein- hver hreyfir slíku máli, verða blöð þeirra æf og uppvæg. En hvað veldur því, að Framsóknarmenn hafa tvennskonar viðhorf til höfða- tölureglunnar? Þaö er fljótlegt að ganga úr skugga um það. Með því að láta höfðaiöluregluna ráða á þann hátt, sem gert er við úthlutun innflutningsins geta þau verzlunar- fyrirtæki, sem standa undir útgáfu Framsóknarblaðanna og veita Fram- sóknarmönnum öðrum fremur at- vinnu, eflst og vaxið, og er það flokknum mikill fjárhagslegur styrk- ur, beint og óbeint. En um kosn- ingalöggjöíina gegnir öðru máli. Væri hún færð í réttlátt horf og höfðatala kjósenda látin ráða skipun Alþingis, mundi þingflokkur Fram- sóknar eitthvað þynnast, þar sem sá fiokkur hefir jafnan veríð allmiklu stærri í hlutfalli við aðra flokka, en kjósendafylgið í landinu benti til. A.f þessum ástæðum vilja Fram- sóknarmenn hvorki sjá né heyra höfðatöluregluna þar sem hún á mestan rétt á sér og auðveldast er að framkvæma hana í réttu formi. En fyrr eða síðar verður hún lögð til gmndvallar í kosningalöggjöfinni, hvaö sem andstöðu Framsóknar- flokksins líður. Þeir, sem standa á rétti annarra, verða jafnan að stíga af honum aö lokum, því hinn rétti málstaöur á sigur fólginn í sjálfum sér. — Nobelsverðlaun Bókmenntaverðlaun Nobels hlaut að þessu sinni skáldkonan ameríska Pearl S, Buck, sern hér á landi er kunnust fyrir í-öguna »Gott land«. Meðal þeirra, sem áður höfðu verið tilnefndir, sem líklegir Nobelsverð- launahöfundar á þeSsu ári, voru danska skáldið Jóh. V. Jensen og finnska skáldið Sillilripaa. Nobelsverðlaunin í eðlisfræði hlaut Einrico Fermi prófessor í Rómaborg, Thor Thors alþm. og Jónas Jónsson alþm. komu heim frá Ame- ríku með Gullfossi nú í vikunni. Næsta blað verður ekki borið til kaupenda ( bænum fyrr en á laugardagsmorgun 3. des., vegna lokunar á prentsmiðjunni 1, des. Innilegt, hjartans þakklæti fyrir þá miklu hluttekningu og vinsemd, sem okkur hefir verið auðsýnd við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður, Böðvars Bjarkan. Kristín Bjarkan, Skúli Bjarkan Sigrún Bjarkan. Ragnar Bjarkan BÆKUR OG RIT Th Bögeluná: Foreldrar og upp- e/d/. — Akureyri 1938. Prentverk Odds Björns- sonar. Eins og heiti bókarinnar ber með sér, fjallar hún um eitt mesta vanda- mál okkar mannanna: Uppeldi barn- anna, Höf. ér yfirkennari í Fredricia og þekktur skólamaður í Danmörku, Bókina hefir Jón N. Jónasson kenn- ari í Reykjavík þýtt, og er hann einnig útgefandi hennar. Pótt við höfum fengið bækur um uppeldis- mál áður, svo sem Uppeldið í þýð- ingu Ármanns Halldórssonar og Boðorðin sjö um barnauppeldi, er ekki hægt annað að segja, en að bók þessi eigi erindi til okkar. Hún hefir þann kost að vera stutt °g gagnorð, og því mjög handhaig handbók fyrir foreldra. Hún gefur í senn góðar leiðbeiningar um and- legt og líkamlegt uppeldi barna, þ. e. um heilsufræðileg efni engu síður en sálfræðileg. Etiginn hefir full not af bókinni við fljótan yftr- lestur, en hún getur orðið þeim að góðu gagni, sem haía hana við hend- ina og leita úrlausnar í lienni á ýmsum vandamálum er fyrir hvern uppalanda koma. Of mikið gerir þýðandi að því að skjóta inn athugasemdum og skýr- ingum frá sjálum sér, innan sviga eða neðanmáls. Hefði hann víða getað sparað sér það ómak, t. <1, meö þvi að benda á þaö í eitt skipti fyrir öll, að bókin væri rituð í Dan- mörku og miðuö við danska stað- hætti og slíkt yrði lesandinrt alltaf að hafa í huga. Meö því hefði hann getað sparað sér allmargar athugasemdir. En þrárt fyrir þenna galla, sem mörgum kann aö finnast smávægi- legur, er í bók þessari að finna svör við mörgum spurningum, sem for- eldrar barna óska að fá leyst úr. Og hún hefir þann höfuðkost að vera stutt, en ná þó yfir alla þætti uppeldisins. Eimretðin XLIV ár. 3. hefti, er nýkomin út. Heíti þetta hefst með greinaflokki utn hina marg um- töluðu atburð' í Evrópu, er ófrið.ir- blikan var svörtust í sumar. Eru þeir skrifaðir af ritstjóranum. Helgi Briem ritar um Ullarmálið og Stefán Einarsson um skáldrit Einars H, Kvaran. Smásögur eru þar eftir Sigurð Helgason, Árna Jónsson og Þórodd frá Sandi. Pá eru þar þýddar greinar, smákvæði, rilfregnir, raddir frá lesendum o. fl. Jarðarför Guðrúnar Odds- dóttur Norðurgötu 9 hér í bænum fer fram trá Akureyrar- kirkju laugard. 26. þ.tn. kl 1,30 síðdegis. Þjóðin I árg. IV, hefti, er nýlega komin út. Efni hermar er fjölbrcytt og má þar nefna: Stjórnmálaþælti. eftir Gunnar Thoroddsen, grein um Pól- land eftir Finnboga Kjartansson, Heilsuvernd, útvarpsræða Sig. Sig- urðssonar berklayíirlæknis, Horft heim að íslenzkum sveitabæ, eftir Hörð Bjarnason arkitekt, Þýzkaland — stórveldi, eftir Pétur Ólafsson blaðamann, Bókaþátt, þýddar sögur og síðast en ekki sízt kvæðið »And- vaka* eftir Jón Magnússon skáld, Fjöldi góðra tnynda er í ritinu. All- ir Sjálfstæðismenn ættu að kaupa þetta tímarit. Báifaratélag Is/ands Áisskýrsla 1937. hefir blaðinu borizt. Hefir ritið inni aö halda skýrslu aðalfundar félags- ins 1938 ásamt ársreikningi fyrra árs, en auk þess er þar skýrt frá Bálfarannálum erlendis. Árið sem leið annaðist íélagið um bálför tveggja íslendinga á bálstofu í Dan- mörku. í árslok var meðlimatala félagsins 550. Formaður þess er Dr. Gunnl. Claessen, I.O.O.F. = 12011259 = Mótornámskeið hófst hér í bænum um síðustu helgi og mun standa fram 1 febrúar, Nemendur eru 29. Aðalkennari er Jón Sigurðs- son Hrísey. EGILS (") I, I. BRYNJÓLFSSON * KVABAN Drekkið Egi/s-e/.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.