Íslendingur - 10.11.1939, Qupperneq 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugötu 1. Sími 375. Pósthólf 118.
XXV. árgangur.j Akureyri, 10. nóv. 1939
Verða skattarnir
enn hækkaðir?
1.
Nokkrar umræður hafa orðið í
stjórnatblöðunum um það, hverja
leið skuli fara til að mæta tekju-
rýrnun ríkissjóðs, sem óhjákvæmi-
Iega verður allmikil á næsta ári
sakir takmarkaðs innflutnings á
ýmsum tollvörum, banni við notk-
un einkabifreiða o. s. frv.
Hafa blöð Sjálfstæðisflokksins
eindregið fylgt þeirri stefnu, að
lækka þurfi útgjöld ríkisins til að
mæta íýrnun teknanna, en blöð
Framsóknarmanna tekið því harla
óvinsamlega. Að vísu hafa þau
ekki beinlínis mælt á móti sparnaði
á ríkisfé, heldur hafa þau eytt rúmi
sínu í það að predika þá kenningu,
að ekki sitji á Sjálfstæðismönnum
að tala um sparnað, því þeir séu
engu minni eyðslumenn en aðrir,
Pótt slíkar röksenu’ir séu ekki á
marga fiska, verður helzt dtegin af
þeim sú ályktun, að Framsóknar-
menn í höfuðstaðnum þoli fremur
illu að á sparnað sé minnst, eða
a. m. k. þeir unglingar, sem mestu
ráða uin afstöðu Tímans til fjár-
málanna, og stendur þá ekki á rit-
stjóra Tímadilksins hérna í bænum
að taka undir, þótt hann eigi nú
að teljast kominn af gelgjuskeiðinu.
II.
Ástæður þær. sem Sjálfstæðis*
menn færa fyrir sínu áliti, eru þær,
að skattaáþjánin sé komin upp úr
öllu valdi hér á landi, svo að þar
sé ekki lengra fært, Á því fjár-
lagafrumvarpi, sem Eysteinn Jóns-
son fyrrv. fjármálaráðherra lagði
fyrir Alþingi á öndverðum s- I.
vetri, voru útgjöld ríkissjóðs áætl-
uð 16,7 milj. krónur eða 708
krðnur á hverja 5 manna fjölskyldu.
Til samanburðar má geta þess, að
á fjárlagafrumvatpinu fyrir árið 1925
voru gjöldin áætluð 7,2 miljónir
króna eða ca. 367 krónur á hverja
5 tnanna fjölskyldu. Á 15 árum
hafa því útgjöld ríkisins aukist um
9,5 milj. krónur, eða um fullar
600 þús. krónur á ári til jafnaðar,
og sá gjaldabaggi, sem hver 5
manna fjölskylda ber af ríkisút-
gjöldunum hefir nálega tvöfaldast.
Nú nema skattarnir á hvert 5
manna heimili 103 krónum en fyrir
15 árum 52 krónum, eða heltningi
minni upphæö. Pannig er nú
komið, eftir náiega ó litna 12 ára
stjórn þeirra tiokka, er náðu meiii-
• hluta valdi á Alþingi sumarið 1927 á
; loforðum um lœkkun tolla ogskatta.
p Ef ofan á þessar álögur setn
l. tekist hefir að tvöfalda á hálfum
mannsaldri, ætti nú enn að bæta
nýrri hækkun, samtímis vaxandi
dýrtíð og hækkun á verði allra
nauðsynja, mundi slfkt verða hin
argasta rányrkja. Skattakúgunin
hefir þegar unnið nægilega mikið í
þá áttina að slæva sjálfsbjargarvið-
leitni og framtak þegnanna.
III.
Peir tekjuliðir fjárlaganna, sem
tilfinnanlegast munu rýrna, eru
vörutollur, verötollur og viðskipta-
gjald, gjald af innlenduni tollvörum,
kaffi- og sykurtollur, áfengis- og
tóbakstollur, benzinskattur og bif-
reiðaskattur, tekju- og eignaskattur
o fl Er ekki óliklegt að rýrnun
þessi geti numið miljónurn króna.
Pað er því óumílýjanleg nauðsyn,
sem öll ábyrg stjórnaib'öð ættu
að sjá sóma sinn í að viðurkenra,
að lækka verður útgjöld ríkisins,
því tekjuöflunaiIeiðir, sem jafnað
gæiu hallann, verða aldrei fundnar.
En hvaða útgjaldaliði fjárlaganna er
unnt að lækka?
Pað et þá fyrst að athuga, í
hverju hin mikla útgjaldaaukning
ríkisins er aðallega fólgin. En þar
ber rnest á launagreiðslum ríkis-
búsins. Starfsmannalaun ríkisins
hafa margfaldast á hálfum manns-
aldri og eru nú samkv. fjáilaga-
frumvarpinu síðasta meira en hálf
sjötta miljón króna. Margar af
þeim ríkisstofnunum, sem upp hafa
þotið undaníarin ár eins og gor-
kúlur á haug, eru meira og iriinna
ónauðsynlegar, og hefir nú verið
ákveðið að leggja eina þeirra nið
ur, Raftækjaverzlunina, er gjalda
skyldi 82 þús. kr. í starfsmanna-
laun. Þá mundu Bifreiðaeinkasal
an og Landssmiðj3n mega fara
sömu leið, er greiða unt 50 þús.
kr. í laun. Meðan bifreiðaakstur
er takmaikaður og háður eftirliti
laga, virðist einkasala bifreiða þarf-
laus með ö!lu. Áfengisverzlun
tíkisins greiðir 143 þús, kr. í
staifslaun. Sýnist þar mega draga
nokkuð úr, meðan hinir erfiðu
tímar standa yfir. því að sjálfsögðu
vetður dregíð úr innflutningi á-
fengis um þessar muudir eins og
öðium innflufningi. Pá greið-
ir Ferðaskrifstofa ríkisins 22000
kr. í laun, og ætti ifkið að geta
komist alveg af án hennar. Auk
þessa eru stofnanir, sem ekki eru
á Ijárlögunum, sem leggja mætti
niður. Meðal þeirra eru Fiskirnála-
nefnd með 52500 krónur og Qjald-
eyrisnefnd með 88100 krónur. Og
enda þótt slikar stofnanir væru
ekki la^ðar niður, mætti nokkuð
draga úr launagreiðslum þeirra
Biskup landsins hefir 7 þús. kr.
laun og prófessorar Háskólans
5—6 þús. kr. En formaður Gjald-
eyrisnefndar hefir 10 þús. krónur,
skrifstofustjóri Fiskimálanefndar
10800 krónur, Framkvæmdastjóri
Síldarverksmiðja ríkisins 12000 kr.,
Skrifstofustjóri S. R. á Siglufirði
8000 krónur, framkvæmdastjóri
Skipaútgerðar ríkisins 11160 krónur,
forstjóri Tóbakseinkasölunnar 10000
krónur o. s. frv.
Það sýnist ekki vera nauðsyn-
legt, að störf þau, sem hér hafa
verið upp talin, séu betur launuð
en biskups- og prófessorsembætti.
Mun ólíku samati að jafna um
undirbúning til slíkra starfa, svo
sem kostnað við nám.
IV.
Hér að fiaman hefir verið bent á
ýms útgjöld ríkissjóðs, sem nema
mætti burtu eða lækka. Fiest
þessi útgjöld eru ónauðsynleg. En
varla mun þó samt verða hjá því
komist að draga eitthvað úr fram-
lögum tii þeirra mála, er allir ttlja
góð og nauðsynleg, meðan við
erum að komast yfir erfiðleika
styrjaldarinnar.
F.ysteinn Jónsson fyrrv. fjármála-
ráðherra viðurkenndi í umræðunum
um lækkun krónunnar í aprílmán.
s. I. að skattar væru hér orðnir
miklu hærri en annars staðar á
Norðurlöndum og væru nú orðnir
svo háir, að hærra væri ekki far-
andi. Voru ummæli hans þamiig
alveg í samræmi við skoðun Sjálf-
stæðismanna. Prátt fyrir þessa
játningu hans er Tíminn 31. okt.
s. I. að vekji máls á því, að Danir
hafi hækkað tekju* og eignaskatt-
inn slóilega til að mæta vaxandi
útgjödu.n líkisins vegna styijaldar-
innar. Og í sömu grein telur blað-
ið sjálfsagt að hækka enn skatt-
stigann. Hvort þetta er áiit meiri-
hluta Framsóknarflokkiins á Al-
þing', eftir játníngu Eysteins, er
hér að framan er getið, eða það er
aðeins álit Tímaritstjó'anna, fæst
ekki úr skorið fyir en þessi mál
koma til umræðu á Alþingi, sem
nýlega hefir veiið kallað saman að
nýju, m. a. til að ganga frá fjár
lögum fyrir næsta ár. En svo
munu flestir íslenzkir skattþegnar
líta á, að ef Alþingi skoðar það
ekki beinlínis hlutveik sitt, að
koma öllum þeim íslendingutn á
vonarvöi, sem enn eiga að teljast
bjargálna, þá verði það að hverfa
frá frekari skattakúgun en otðir, er.
Pví svo er nú komið, að á almæli
er, að betra sé að láta sér hægt
um aliar framkvæmdir, því ef mað-
ur hagnist á einhverju Uomi ríkis-
valdið til skjalanna og hirði hagn-
aðinn. Pví sé bezt að eiga ekki
neití og láta hverjum degi nægja
sína þjáning.
Pegar svona er komið hugsunar-
NYJA-BIO
Föstudags- laugardags- og I
sunnudagskvöld kl. 9:
Come on and hear,
Come on and hear.
Alexanders
Ragtime Band
Stórfengleg og hrífandi
skemmtileg músikmynd
Aðalhlutverkin leika hinir frægu
og vinsælu leikendur;
Tyrone Power,
Alice Fay og
Don Ameche. —
Söngvar og músik eftir hinn
heimsfræga tónsnilling
Irving Berlin
sem þegar árið 1911 varð
frægur í Ameríku fyrir gjör-
breytingu á dans og dægur-
laga músik með fyrsta lagi sínu
»Alexanders Ragtime Band'.
Síðan hafa komið nýjar og
nýjar hljóms veitir svo sem
Swing og Hot hljómsveitir og
flytur myndin það bezta, sem
til er af Rig- Swing- og Hot-
músik frá Ameríku ásamt svo
fjöiugum og skrautlegum dans-
sýningum, að vart má nokkur
kyrr sitja er heyrir og sér þær
Sunnudaginn kl. 5:
Söngur
mððurinnar
I.O.O.F. = 12111109 =
hætti íslendinga, er illa farið, og
þeir stjórnmálaflokkar, sem tneð
völd hafa farið undanfarin ár og
átt sinn sfóra þáft í að ala þann
hugsunarhátt upp með verkum
sfnum, eru sízí öfundsverðir. En
hér verður að nema staðar. Úi-
gjaldaliði íjárlagafrumvarpsins verð-
ur að skera niður, hvort sem það
kemur betur eða ver við einstaka
menn eða flokka.
Urn það verða Sjálfstæðismenn
á þingi að hafa forgöngu, því til
þess vetða ekki aðrir. Hitt er þó
von manna, að hinir vítrari menn
Framsóknarflokksins, sem saman
eiu komnir á þeim stað, veiti þeim
til þess fylgi sitt og fulltingi.