Íslendingur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - 10.11.1939, Qupperneq 2

Íslendingur - 10.11.1939, Qupperneq 2
íslendíngúr 2 Ásetningsregl- nrnar nýju. Hinn 8. okt. s. 1. hélt syslum. Eyjafjaröarsyslu fund meö forða- gæslumönnum og stjórnendum fóö- urbirgðafél, sýslunnar. Á fundi þess- um voru gerðar ýmsar samþykktir og sumar fáránlegri en miðaldra- menn vita dæmi til. Verkefni tundarins átti að vera það, aö gera ráöstafanir til þess að búfénaður sýslubúa yrði sem bezt tryggður gegn fóöurskorti á kom- andi vetri. Um það getur enginn heilbrigður maður efast, að slíkt sé á öllum tímum nauösynlegt og sjálfsagt og ekki sízt nú, vegna þess ástands, sem rlkjandi er í heiminum. En einmitt vegna þess sama ástands er þess aldrei meiri þörf en nú, aö skynsemi og skilnings sé gætt í þessum málum, aö þeim sé stjórnað af mönnum, sem eru því starfi vaxnir og að ekki séu, aö óþörfu gerðar, á hendur neinum einstakl- ingi þær kröfur, sem honum er um megn að risa undir. En svo virð- ist nú sem hinn umræddi fundur hafi virt aö vettugi þaö, sem mestu máli skipti á starfssviði hans og meö vafasömu meiiihlutavaldi gert samþykkt, sem óhjákvæmilega verkar í öfuga átt við það, sem til var ætlast, — verður góðu málefni til tjóns, eins og oft vill veröa, þegar unniö er af kappi, án íorsjár. Og skal ég nú rökstyðja mái mitt með frekari skýringum, Með því að samþ. fundarins voru prentaðar og þeim útbýtt meðal al- mennings eru þær öllum kunnar og því óþarft að taka þær upp hér, í hvaða hluta sýslunnar ásetnings- krafa fundarins kann að vera við- eigandi læt ég ósagt í þetta sinn, því vel getur verið að það sé ein- hversstaðar, þótt naumast geti það verið á stóru svæði, Paö atriði samþykktarinnar. að hverri skepnu skuli ætlað jafn mik- ið fóður, hvar sem er í sýslumni er svo barnalegt, að ekkert annað en bláköld staðreyndin getur komið heilbrigðum manni til að trúa því, að hér hafi verið að verki fulltíða- menn, sem ættu að ráða yfir dálítilli þekkingu á þessu sviöi. Ég er ekki kunnugur staðháttum nema í nokkrum hluta sýslunnar, en það nægir til aö framleiða þá staðreynd, að fóðurþörfin er mjög mismunandi á ýmsum stöðum. Mun- ar það allt að helmingi á sauðfé og það jafnvel í einum og sama hreppi í venjulegu árferði. í þessari grein tek ég aðeins til meðferðar ásetning sauðfjár. — Hver myndi treysta sér til aö fóöra kindur sæmilega að norðan til í öngulstaða- og Hrafna- gilshreppi og í Kræklingahlíð á jafn litJu eins og eytt er venjulega fram- antil í Saurbæjarhreppi og Öxnadal, og er þá Grímsey ótalin. Éar (í Grímsey) mun fóðureyðsla minni en í nokkrum öðrum hreppi sýslunnar. Eftir þeim upplýsingum, sem ég hefi fengið þaðan, veit eng- inn maður dæmi til þess að þar hafi eyðst fullir 2 baggar á kind í versta vetri. Er venjuleg eyðsla þar 1 — 1 Va baggi (1 baggi telst 50 kg. miðaö við meðal úthey), Á 3 —4 bæjum fremst í Hrafna- gilshreppi hefir eyöslan venjulega verið 3—4 baggar. Á 4 — 5 bæjum í Saurbæjarhr. hefir fóöureyöslan aJdrei farið yfir 3 bagga í þeirra tíð, sem þar búa nú. Á mörgum bæjum í Saurbæjarhreppi hefir fóð- ureyðslan ekki farið yfir 4 bagga, f manna minnum. Seint á vetri 1938 kom ég á nokkra bæi í Öxnadal. Ég skoöaði nákyæmlega lé og hey hjá einum bónda þar. fað hagaöi þannig til, að hægt var að meta jafn vel það hey, sem búiö var að eyða, eins og það, sem eftir var, ef rétt var sagt til, og um það hefi ég ekki ástæðu til að efast Enda hlaut heyið, sem búið var, að hafa veriö minna, en ekki meira, ef nokkru munaði. Bóndi þessi var þá búinn að eyða sem næst 45 kg, af heyi í kind, og taldi ég að hann myndi ekki eyöa meiru en 15 kg. eítir það, þó tiö yrði stirð. (Hann eyddi 'heldur ekki svo miklu). Éess skal getiö, að meira en helmingur heysins var taða, en ekki ákjósanlega verkuð. Þennan vetur gaí bóndi þessi síld- armél fyrir, sem næst, l,oo krónu á kind. Fé hans var svo vel útlítandi, að ég er ekki viss um að það hafi verið síöra en þar, sem ég hefi séð fé f norðanverðum Öngulstaða- hreppi, og er langt til jafnað, því þar hefi ég séð fé bezt fóðrað í sveit, ef ég man rétt Enda mun fóðurkostnaður þar, að jafnaði, meira en tvöfaldur við það, sem hann er sumstaðar f 0xnadal og víðar, — Ég sá fé á nokkum fleiri bæjum í dalnum og var útlit þess víðast svipað því, sem ég hefi þegar lýst, Fóðureyðslu rannsakaði ég ekki annarsstaðar, en mér var sagt að hún væri svipuð víðast, eöa lítið meiri, og er ekki annað trú- legra. Auk þess, sem ég hefi þegar bent á, er það vitanlegt, að einn þarf meira fóður handa fé sínu en annar, þó staðhættir séu hinir sömu, Og til þess eru 2 höfuöástæður: Mismunandi fé og mismunatidi menn. En þessa þarf einnig að gæta við ásetninginn, Af framanrituðurn dæmum er það ljóst, hve fjarri því fer, að allir sýslubúar þurfi jafn mikiö fóður handa sauðíé sínu. Nú vil ég með fáum oröum benda á, hvaða árangri má búast við af samþykkt þeirri, sem hér er um að ræða. Bændur í nokkrum hluta sýslunn- ar, telja þenna fóðurforöa, sem sam- þykktin ákveður, ekki nægilegan í slæmu árferði, þar sem vetrariíki er mikið og beitiland létt. Par þurfti að slá af þeim kröfum, sem hyggnir búmenn höfðu gert tiJ sjálfra sín og nágrannanna tiJ þess að koma öllum undir eina allsherj- arreglu Þó ekki sé líklegt að þetta atriði verði að tjóni, er sennilegt að það auki örðugleika þeirra, sem gangast fyrir því að nágrenni þeirra sé vel trj'ggt gegn fóðurskorti. En þar sem margra ára reynsla er fyrir því að féð þarí í meðalár- ferði - og þó nokkru verra sé — þriöjungi til helmingi minna fóöur, en ákveðiö er með samþykktinni, þar er þó öllu verra viðureignar. Ég býst naumast við að nokkrum þeirra bænda, sem þannig eiga hlut að málinu, komi til hugar að slátra af fé sínu svo aö kröfunni sé náð, enda væri sllkt meira óvit en ætla niá að hyggnir bændur, með margra ára — eða áratuga — reynslu að baki sér, láti sig henda, þar eð nú er, af áðurnefndum ástæðum, meiri þörf en nokkru sinni fyrr, að efla innlenda framleiðslu og tryggja fjár- hagsafkomu einstaklinga og þar með afkomu þjóöarinnar i heild. Eins og ég hefi þegar sýnt, er þannig frá samþykktinni gengiö, að hún er ekki framkvæmanleg og verkar því fyrst og fremst til þess að þroska tilhneiginguna til þess að virða að vettugi lög og reglur, og er það illa farið, ekki síður á þessu sviði en öðrum, því fátt er nauðsynlegra til endurbóta íslenzkum landbúnaði, en aukiö eft- irlit með fóöurforða búfjárins, En kröfur um það eíni þurfa að vera á viti byggðar, sniðnar eftir staöháttum og reynslu athugulla manna á hverju svæði eða hverju heimili. Ég lít svo á, aö þess væri full þörf fyrir okkur Evfiröinga að hafa reglugerð um fóðurforða búfjár. En til þess að hægt yrði að framkvæma ákvæöi hennar, þyríti hún að öðlast staðfestingu stjórnarráðs íslands, næst á eftir samþykki héraösbúa. Ég vil benda þeim, sem næst kunna að taka að sér að semja reglur um búfjárásetning hér í sýslu, á það aö hyggilsgra muni að leita fj'rirmynda urn grundvallaratriöin hjá stjórnum fóöuibirgöafélaga en aö hugsa sér að vinna þær úr loftinu á dálítilli stund. Veí má geta þess, að í einu slíku félagi í Éingeyjarsýslu munar fast aö því helmingi á fóðuráætlun á kind, þar sem hún er mest og þar sem hún er minnst í sama fé- laginu. Pegar einn dalabóndinn hafði athug- að hinar nýju ásetningsreglur og hlustað á gagnorðan fyrirlestur, sem að mestu var tekinn upp úr göml um annálum, um haröindi, hafís og hordauða, varð honum að orði: »Viö skulum segja að það sé hugs anlegt að þessu líkt geti komið fyrir, En eí einhver dalabóndi eða Gríms- eyingur drepur hálfan bústofn sinn af hræðslu við slíkt, hlýtur sálará- stand hans aö vera líkt sálarástandi þess manns, sem fremur sjálfsmorð af því, að hann er hræddur um að skeð geti að hann missi iífiö hvort sem er«. — — En, sem betur fer, geri ég ekki ráð fyrir að þeir, sem hér eiga hlut að máli, grípi til neinna óyndisúr- ræöa. vegna þessara mála. Gilsá, 5. nóv. '39. Ólafur Tr. Sigurösson, ,,Porlákur þreytti“. Næst verður leikið á laugardag- inn kemur og sunnudag og þann dag verða 2 sýningar, sú fyrri kl. 4 e. h. og hin kl. 8V2 og þá er það sem hinn vinsæli gestur Leikfé- lagsins, Haraldur Á. Sigurðsson, leikur Þorlák í 50. sinn. Er svo gert ráð fyrir að þetta verði í síð- asta sinn sem leikurinn verður sýndur hér. Á þriðjudaginn fór leikflokkurinn til Húsavíkur og hafði þar tvær sýningar við hina ágætustu aðsókn. Vilhj.Steíánsson landkönnuíur sextugur. Hinn 3. nóvember s. 1. varð hinn heimsfrægi íslendingur, Vilhjálmur Stefánsson lar.dkönnuður, 60 ára gamall. Hann á nú heima í heims- borginni New — York. Vilhjálmur er fæddur í Ameríku, en er ættaður af Svalbarðsströnd viö Eyjafjörð. Haðan var faðir nans. Og Vilhjálmur drtgur enga dul á það, að hann sé íslendingur, enda hefir hann gott vald á íslenzku máli og les mikið íslenzkar bókmenntir, Enginn íslendingur hefir náð slíkri frægö um heim allan sem Vilhjálmur Stefánsson. Frægð sína hefir hann hlotiö fyrir könnunarferðir sínar um heimskautslöndin og rit sín um rannsóknir þær, er hann hefir gert á þeim ferðalögum. Að menntun er V. Stefánss. mannfræðingur rg hefir hann notið mikils álits sem vísindamaður. Ýmsar eldri kenningar vísindanna hefir hann hrakið og komiö fram með aörar nýjar, er jafnan hafa sigrað. Vilhjálmur er þó meira en vísindamaöur, Hann er hið mesta karlmenni til líkama og sálar, sem ekkert bítur á, hertur í frostbyljum og ægiveðrum heims- skautalandanna, Háskóli íslands hefir kjörið hann að heiðursdoktor sínum. Litlu fyrir sextugsafmæli Vilhj. Stefánssonar haföi Ársæll Árnason bóksali í Reykjavík lokið útgáfu á ritum hans; Veiöimenn á hjara heims, Meðal Eskimóa og Heims- skautslöndin unaðslegu. Eru Ferða- bækur þessar alls í 21 bindi, samtals 105 arkir og myndum prýddar. Á engan hátt gefsl okkur íslendingum betri kostur á aö kynnast þessum fræga landa vorum en í gegnum þessar Ferðabækur hans, og ættu þær því aö vera lesnar á hverju heimili, Á útgefandi þeirra lof skilið fyrir að ráðast í það stórræði, sem útgáfa bókanna verður að teljast, Kommúnistar heill- um horfnir Kommúnistar auglýstu nýlega ( Rlkisútvarpinu almennan umræðu- fund hér í Samkomuhúsinu um raf- magnsverðið, atvinnumál o. fl. Fór fundur þessi fram í fyrrakvöld, ef fund skyldi kalla. Slæddust þangað 40 — 50 manns og hlýddu á fram- söguræður um nef.id mál, en um- ræður uröu engar. Mun þetta vera sá ómerkilegasti fundur, sem komm- úr.istar hafa haldið ’nér um mörg ár, enda fælir nafnið á flokki þeirra hvern heiðvirðan mann frá allri um- gengni við þá í seinni tíð, — eða •íðan þeir gerðust formælendur fyr- ir yfirgangi og kúgunaraðferðum Sovét-stjórnarinnar. H/úskapur Ungfrú Pálina Tryggvadóttir og Tryggvi Hallgríms son skipstjóri. H/á/præðisher/nn föstudagskv. stjórna flokkskadettarnir samkom- unni kl, 8,30. — Sunnudaginn kl 11 Helgunarsamkoma, kl 2 Sunnndaga- skóli, börn muniö eftir að koraa. Kl. 8,30 Hjálpræöissamkoma.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.