Íslendingur


Íslendingur - 10.11.1939, Blaðsíða 3

Íslendingur - 10.11.1939, Blaðsíða 3
ÍSLENDINGUR 3 Verður vinnulðggjöímni breytt? Bjarni Snæbjörnsson þingmaður Hafnfitöinga flytur á Alþingi frum- varp um breytingu á vinnulöggjöf- inni. Aðalbreytingar eiga að vera þessar: 1. Að aðeins eitt félag í sömu starfsgrein megi vera starfandi í hverju einstöku bæjar- eða sveitarfélagi, 2. Aö einungis verkamenn geti verið meðlimir verkamannafé- laga. 2. Hlutfallskosningar séu við hafð- ar til allra trúnaðarstarfa í fé- lögunum. Eins og menn muna kom upp á- greiningur meðal hafnfirzkra verka- manna í fyrra, er ieiddi til þess, að nytt félag var stofnað þar á staön- um. Urðu málaferli út af þessum klofningi, er Félagsdómur fékk til úrlausnar. Pá gilda þau lög um kosningar f stjórnir verklýðsfélaga, aö sá listi, er flest atkvæöi fær viö stjórnarkosningu, fær alla stjórnina kosna. Þannig er nú t. d. öll stjórn Dagsbrúnar í Reykjavík skipuð komm- únislum. enda þótt meira en helm- ingur félagsmanna sé í Sjálfstæðis- flokknum og Alþýðuflokknum og formaöur þess félags er ekki og hefir aldrei verkamaður verið, P&ð er þvi ekki að ástæöulausu að breytingartillögur þessar koma fram á Alþingi. Eru þær allar nauðsynlegar og vonandi að þær komist gegn um þingið í þeirri mynd, er þær liggja fvrir. Vegaféð og skipting þess. Ritstjóri Ðags hefir fundið hjá sér köllun til að svara forustugrein ís- lendings 17. f. m. um þörfina á sparnaði af hálíu hins opirbera. í svari sínu tönnlast hann enn á því sama og áöur, að'Sjálfstæöismenn séu svo örir á fé, þar sem þeir komi því við, að þeir megi ekki minnast á sparnað. Tilfærir hann m. a. sem dæmi. að þrír af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins hafi greitt atkvæði á þingi með tillögu, er gerði ráð fyrir auknum útgjöldum fyrir ríkissjóð! Einnig talar hann um, að allt, sem í greininni er sagt um hlutdrægni fyrv. stjórnar í úthlutun vegafjár og brúa- séu »tómar staðleysur eða heimaunnin rógmæli*. Þessi ummæli ritstj. Dags eru »tóm staðleysa*. Það eru ekki Sjálfstæð- ismenn einir, sem fundið hata hlut drægnina heldur og gamlir samherjar hans sjálfs, Einn þeirra kemst svo að orði á Alþingi fyrir 2 árum : » . . . . En þó tekur út yfir hve þessu vegafé er ranglátlega og af hróplegri hlutdrægni niður skipt. Má þar lesa úr þau héruöin, sem hafa sýnt pólitískt sjálfstæði gagnvart núverandi líkisstjórn, hvernig þau eru gersamlega afskipt um öll vega- fjáríramlög. Væri freistandi að minna á um- mæli frambjóðenda Frams.fl. á s. 1. vori um vegaþörfina í sumum þess- um héruðum, til samanburöar við þær efndir, sem nú er að fá hjá ráðherrum þessa sama flokks .... * Þannig farast þessum gamla Fram- sóknarmanni orð, og má af því sjá, að ummæli ísl, eru engin »heimatil- búin rógmæli*, eins og ritstj. Dags segir. Þaö mun hafa verið um tniðjan vetur 1936—37, að ritstjóri eins stjórnarblaðsins lét í ljósi i blaöi sínu það álit, að Akureyri ætti eng- in íramlög skilið af almannafé, þar sem kjósendur í bænum sendu stjórn arandstæðing á Alþingi. Þannig hugaifar má því víöar sjá en við vegafjárúthlutun. Framsóknarmenn hafa ekki ætíð sýnt forsjálni eða sparnaö í sam- göngumálum. Krtsuvíkurvegurinn, eða Abyssiníuvegurinn eins og haim er oft nefndur, er sérstakt ástfóstur Jónasar Jónssonar, knúið fram af honum, þvert ofan í tillögur vega- málastjóra. Vegur þessi liggur um óbyggðar auðnir c>g brunahraun á löngum köflum. Mun hann fáum að gagni verða en kosta uppkominn miljónir króna. Slík meðferð á rík- isfé er óhæfa, en þó ekkert einstakt fyrirbæri í athöfnum þingmeirihlut- ans á undanförnum árum. Ef út í það væri ítarlega farið, mundi ritstj. Dags komast að raun um, að gler- veggirnir á skotbyrgi hans eru ekk> óbrjótandi. Banatilræði við Hi11 e r. í fyrrakvöld gerðist sá atburður í MUnchen í Rýzkalandi er vakið hef- ir miklar æsingar þar í landi og umtal um alla Evrópu og víðar, Hitler ríkiskanzlari var staddur í borginni, þar sem hann hafði flutt ræðu í bjórstofu einni- Aö ræð- uani lokinni hélt hann á járnbraut- arstöðina ásamt ýmsum nazistafor- íngjum er voru í fylgd meö honum. Regar þangað er komið verður ægileg sprenging í húsi þvf, er hann var nýkomínn frá, þar sem hann hafði flutt ræðuna. Hrundi það í rústir, og fórust við spreng- inguna 7 menn en 60 særðust, þar af 25 hæitulega. Ilitler hafði flutt ræðuna lítið eitt fyrr, en til haföi verið ætlazt, og þykir því auðsætt, aö átt hefir að fyrirfara honum með sprengingunni. Öllum er ráðgáta, hvernig vítisvél hefir verið komið fyrir í húsinu, því öll hús eru vandlega rannsökuö áður en Hitler gengur um þau. Verðfaunutn hefir verið heitið fyrir að koma upp um þá, sem spreng- ingur.a gerðu. Silturrefaskinn (uppsett) og b/árefa- skinn (óuppsett) til sölu. Uppl. á Hótel Gullfoss, herbergi nr. 3 á laugar- dag kl. 2—4. « Ijafnan og tek til sölu notað- ar bækur, nýlegar og gamlar G. S. HAFDAL, Hafnarstræti 37. P O T T A R á rafeldavélar nýkomnir. — SAMÚEL, Þankabrot Jóns í Grófinni. VERKAMAÐUR einn skriíar í »Verkam« s. I. laugardag, þar sem hann kallar það »ósv(fni gagnvart verkamönnnm og réltind- um þeirra til sæmilegra lífsskoðana* aö vísa þeim á vetrarvistir í sveit. Það er ekki lfklegt, að fljótt verði ráðin bót á fólkseklu sveitanna, ef verkalýöur bæjanna. hefir þær hug- myndir um landbúnaðarstörfin og aðra framleiðsluvinnu sveitanna, sem þessi verkamaður vjröist hafa- En því miöur verður þeirra skoðana stundum vart meðal vinnandi fólks í sjávarþorpum og bæjum, að vist í sveit sé einskonar þrælkun eða svifting mannréttinda. í*á er það víst, aö nú í vetur hækkar ekki kaupgjald manna, nema peina, sem eru f vist í sveit. Þeir munu eftir sem áöur hafa frítt fæði, ljós og hita, auk einhvers kaups, meira eöa minna, og allir þeir liöir munu mjög hækka í verði. En afkoma hinna atvinnulausu f bæjunum verö- ur þeim mun verri en áður, að þeir þurfa nú að kaupa þær nauðsynjar hækkuðu verði. Einhleypur verka- maður, sem kost á veturvistar, en kýs heldur iðjuleysið á mölinni, breytir rangt, bæði gagnvart sjálfum sér og þjóöfélaginu Báðum aðilum er það nauðsyn, að haun vinni þar, sem vinnu er að fá og hennar er þörf. DAGUR segir nýlega, að enginn vafi sé á því, aö kolaverð hér í bæ væri nú mun hærra en það er, »ef KEA hefði ekki notið við.« — En hið sanna er, að síöan stríöið skall á, er það verðlagsnefnd. sem ræður kolaverði hvarvetna á land- inu, en ekki KEA. Annars segja »gárungarnir«, að starfsfólkið í sölu- búðum KEA hafi orðið aö hækka vöruveröið þrisvar sinnum allveru lega síðan f apríl s. 1. »En það er nú svo sem ekki allt satt, sem menn henda á milli sín« segir Dagur, Ritstjorar Þióöviljans dæmdir. Nýlega var uppkveðinn í Bæjar- þingi Reykjavíkur dómur í máli því, er ráðherrarnir: Eysteinn lónsson, Hermann Jónasson og Stefán Jóh, Stefánsson höfðuðu gegn ritstjórum Rjóöviljans, Einari Olgeirssyni og Sigfúsi Sigurhjartarsyni fyrir grein í iPjóðviljanum undir fyrirsögninni; »Kolin í kjöllurum hinna ríku.* í méli Eysteins voru ritstjórarnir dæmdir í 400 kr, sekt hvor, í máli Hermanns 350 kr. og máli Stefáns Jóh. 300 kr., eða alls í 1050 kr. sekt hvor auk greiðslu málskostnaðar til ráðherranna. Til vara, ef sektin yrði ekki greidd, voru þeir dæmdir í LeOnrvOrur Hanzkar— Lúffur Kventöskur, Peningaveski, Peningabuddur, Tóbaksveski Lyklaveski, Belti o. m. fl. í smekklegu og fjölbreyttu úrvali. BRA UNS- VERZL UN PÁLL SIGURGEIRSSON. Kolatarm fékk Kaupfélag Ey- firöinga nú í vikunni, og eru þá til í kolaverzlunum bæjarins um 2700 tonn, Væntanleg eru um eöa úr næstu mánaðamótum rúml. 2000 tonn til kolaverzlana Axels Krist- jánssonar h, f. og Ragnars Ól- afssonar. Mun þá vanta um 1000 tonn, til þess að Akureyri og nálæg héruð séu birgð fram á vorið, Verð á kolum hjá KEA hefir verölags- nefnd ákveðið frá og með deginum í dag 81 krónu tonnið. Verðið helst hinsvegar óbreytt hjá hinum kola- verzlununurn þar til næsti farmur kemur. Bindindismálafnndur var haldinn í Nýja Bíó s. 1. sunu- dag að tilhlutun Umdæmisstúkunnar nr. 5. Ræðumenn voru Brynleifur Tobíasson og Árni Jóhannsson. — Samþykkti fundurinn í einu hljóði áskorun til Alþingis um að sam- þykkja frumvarp um béraðabönn, sem liggur fyrir þinginu. Aðra á- skorun samþykkti fundurinn til rik- isstjórnarinnar um að flytja ekki inn áfengi meðan á ófriðnum stend- ur. Fundinn sóttu full 3 hundruð bæjarbúa. 20, 18 og 15 daga fangelsi. Um- stefnd ummæli voru dæmd dauð og ómerk.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.