Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 16.02.1940, Blaðsíða 1

Íslendingur - 16.02.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugöiu 1. Sími 375. Pósthólf 118. XXVI. árgangur.l Akureyri, 16. febrúar 1940 7. tölubl. Kosningadraumar Tímamanna Pað hefir borið óvenju mikið á því undanfatnar vikur, að Jónas Jónsson og aðrir Tímamenn væru að ympra á því, að kosningar gætu orðið í vor. Þeir hafa þó jafnan látið það fylgja, að ef svo faeri, væri það að kenna kröfum frá Sjálfstæðisflokknum, sem ó- mögulegt væri að verða við, og yrðu því samvinnuslit í stjórninni alls ekki Framsókn að kenna, ef til hennar kæmi. Hafa þeir jafn- framt lagt ríka áherzlu á það, að þjóðstjórnarmyndunin væri Fram- sókn að þakka, og væri mjög leitt til þess að hugsa, ef Sjálfstæðis- menn færu nú að eyðileggja þetta samstarf, sem hún hefði lagt svo mikið á sig til að byggji upp! I'að er öllum kunnugt, að þegar Sjálfstæðismenn tóku sæti í rfkis- stjórninni, var það með þeim skil- yrðum, að eitthvað yrði bætt úr stærstu misfellunum, er verið höfðu undanfarin ár á framkvæmd nokk- urra mála, þar á rneðal gjaldeyris- málunum, og unnið að því að koma á meira léttlæti í meðfeið þeitra. Það var líka vitað, að ekkert skilyrði rnundi . Framsóknar- flokknum falla þyngra að uppfylla en einmitt þetta, — að koma gjald- eyrismálunum í réttlátara horf, því þar hafði óiéttlætið verið honum flokkslegur styrkur, En áður en þessu skilyrði væri fullnægt skall Evrópustyijöldin yfir, og verkefni ríkisstjórnarinnar jukust og margfölduðust. Allir valdamenn hinna ábyrgu fiokka stóðu þétt saman um þær ófriðarráðstafanir, er gerðar voru og lögðu áður ó- þekktar kvaðir og hömlur á þegn- ana, Var þessum ráðstöfunum tek- ið af skilningi og þegnskap í öllum flokkum og ölium stéttum, eins og kunnugt er, En þessir viðsjár- verðu tímar leiddu í Ijós, að sam starf flokkanna f ríkisstjórninni hafði verið nauðsynlegt til að koma fram ýmsum nýmælum, er leiddi af ófriðnum og til þess að tryggja Það samstarf enn betur, lagði Sjálfstæðisflokkurinn hin ó- uppfylltu skilyrði á hiliuna og hefir ekki hreyft við þeim enn. Það væri því í hæsta máta óheið- ailegur málflutningur að saka Sjálf- stæöisflokkinn um, að gera sam- starfið erfiðara í þjóðstjórninni. Ýmsir hafa furðað sig á því, hve heiftarlega hefir verið ráðist á Sjálfstæðisflokkinn í Tímanum und- anfarna dsga. Tilefni þessara á- rása viröist vera það, að Sjálfstæð- isblöðin í Reykjavík hafa fundið að þvfj aðTverðlagi á kjöti oá mjólk- urvörum skyldi vera sleppt alger- lega lausu á innlendum markaði meðan kaupgjald neytenda þessara vara er lögbundið, en í gengislög- unum var gert ráð fyrir að hvort- tveggja hækkaði í jöfnu hlutfalli- Hafa Sjálfstæðisblöðin sýnt fram á, að með því að sieppa öllum tök- um á verðlagi innlendra framleiðslu- vara hafi ríkisvaldið gefist upp við að halda í við dýttíðina. Því meira, sem innlend neyzluvara hækkar í verði, þvf meira hækkar kaupið, þ. e. því hærri verður verðvísitalan, sem lögð er til grund- vallar fyrir kaupinu. Tíminn hefir tekið þessum at- hugasemdum eins og hans er von og vísa. Hann hefir engu öðru svarað en þvf, að Sjálfstæðismenn sjái ofsjónum yfir því, að bænd- urnir fái bætt kjör. Hitt hefir Tíminn ekki enn sýnt með tölum, að hve miklu Ieyti verðhækkun kjölsins, sem nema mun 30 aurum á hvert kg. í Reykjavík, kemur bændum til góða. Aftur á móti hefir það upplýstst, að af 4 aura hækkun á hverjum miólkutlítra þar hafa framleiðendurnir fengið 1 eyri. Meðan því Tíminn nefnir ekki töl- ur, sem sýna, hve mikið framleið- endur fá af þessari miklu verðhækk- un kjötsins, hljóta menn að líta svo á, að verulegur hluti hækkun- arinnar komi öðrum tii góða. Alþýðublaðið hefir borið fram samskonar athugasemdir við verð- hækkun þessa og Sjálístæðisblöðin, Tíminn víkur vatla otði að því. Þar mun ekki vera um að ræða ofsjónir yfir hlut bændanna! Fn þegar siíkar athugasemdir koma fram í Sjálfstæðisb!öðunum, þá fer kvötnin í gang. Og nú er Þórav- inn Þórarinsson ritstj láíinn mala gamla róginn og nfðið um Sjálf- stæðisflokkinn, sem nokkurn und- anfarinn tíma hefir aðeins sézt í rússnesku blöðunum, sem gefin eru út hér á landi. í grein hans : »Siálfstæðisflokkurinn kru?inn». sem birtist í Tímanum 3. þ. m. eru hin gömlu stótyrði um Sjálístæðismenn tínd saman með þeim hætf', að eigi þarf um að villast, hvað »til- stendur* fyrii Framsókn. Sjálfstæð- isilokknum er þannig lýst, að hann sé boiinn uppi af mönnum, sem græði á dýrtíðinni, en það séu knypmenn, húsaleigubraskarar og peningamenn, sem láni fé sitt út með okutvöxtum. Aukin liýr- tíð þýði aukinn gróði fyrir þá. Mukmið þessara manna »sé að hyggja sem bezt efnahagslega af- stöðu sína og gróðamöguleika* á kostnað vinnandi stéttanna. Flokk- urinn lofar einni stéttinni þvf, sem annari kemur illa. Málflutningur- inn er blekkingar og lýðskrum, en aldrei yrði hirt um að efna annað af lofotðum hans en það, sem gróðamönnunum kemur ve! o. s. frv. Og »b!ekkingaskvaldur Sjáif- stæðisflokksins< hafði »nýlega bor- ið þann árangur*. að flokkurinn fékk »meirihluta í stjórnum tveggja stærstu verklýðsfélaga landsins«(!) Eftir þessu er öll greinin. Þann- ig er Sjálfstæðisfiokkurinn krufinn. Þórarirm ritstjóri brettir upp fyrir olnboga, »fer innan í« Sjálfstæðis- flokkinn og kemur út með þessar niðurstöður, sem flestar eru gamal- tuggnar, — nema ein, — sú, að vegna »blekkingaskvaldurs Sjálfstæð- ismanna* hafa kommúnistar tapað yfirráðunum í Dagsbrún, stærsta verklýðsfélaginu á landinu! Von að manninum sárni! En Þjóðviljinn verður svo hrifinn af hinum óvænta liðsmanni, að hann endutprenfar mikið af greininni. Þeir eru margir, sem furða sig á þessu óvænta áhlaupi í Tíman- um eítir hin mörgu skrif J. J. um nauðsyn flokkasamvinnunnar, F.n aðrir skilja, hvað fyrir þeim vakir. Þegar Rússar gerðu bandalag við naz'sta og réðust skömmu síð- ar á Finna, var vitað, að flokkur kommúnista hér á landi mundi gjalda hið hesta afhroð. Alþýðu- flokkurinn hdfði góða von um að geta innbyrt eitthvað af flótta- mönnunum úr Komnuinistaflokkn- um og náð sínu gamla genyi. Framsóknarflokkurinn hefir öðlast samskonar von, og báða þessa flokka farið að dreyma stóra drauma um að geta endurnýjað samvistir sínar ftá árunum 1934 — 1Q38, að atstöðnum nýjum ko;n ingum. f sambandi við umræður um hækkun kjötverðsins væri á- gælt tækifæri til að sýna bændum fram á, hvernig Sjálfstæðismenn brygðust við öllum »kjarabóíum» þeim til handa. Og með því að hafa orðbragðið eitthvað líkt því, sem kommúnistar nota venjulega, væii ekki ósennilegt að kommar myr.du hjá'.pa Framsókn eitthvað til í tvísýnum kjötdæmum, eins og 1937. Og ekki dygði að svara Alþýðublaðinu, þótt það héldi fram sömu kenningum og Sjálfstæðis- böðin, því að það gæti gert örð ugra fyrir með málefnasamninga síðar. Og ef utmt væii að hella svo miklum svív'nðingum yfit Sjálf- stæðismenr, að þeir fengju nóg af og biysti þoiinmæðin, þá vat bara eftir að finna út líklega skýringu á því, að Sjálfstæðismenn hefðu rof- ið stjórnarsamvinnuna! Þannig liggja spilin, nú þegar NÝJA-BÍÓ Föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: Áttunda elfj- inkona Blá- skegp Tal- og hliómmynci í 10 þátt- um. Aðalhlutverkin leika af frábærri snilld: C/audette Colbert og Qary Cooper ásamt skop!ciksrar>um Edward Everett Horton. — I Myndin gerist að mesfu í París og segir frá viðskiptum í ttundu konu í hjónsbandi við mann sem á sjö konur fráskildar, allar á 50000 doliara «eítirlaun- um«; — Myrdn er alburða skctr.nit.íeg og niciut'yndin og af öllum útlendum blaðaum- mælum talin bezta skemmti- mynd ársins. Sunnudaginn kl. 5: Ast ötj neyð arlending I O.O.F, — 1212169 = Aiþingi kemur saman- Ritstjóti Tímans hefir lagt sinn skerf fram til að tryggja samstarf flokkanna í ríkisstjórninni. Kannske hann eigi eftir að fá friðarverðlaun Nobels? Leikfélag Akureyrar sýnir leik- ina „Apaloppan" og „Hin hvíta skelfing" n. k. laugardag og sunnudag með lækkuðu verði. Að- göngumiðar verða seldir í leik- húsinu á föstudaginn kl. 4—7 e. h. og báða dagana sem leikið er frá kl. 1 e. h. og kosta þeir kr. 1.00, 1.50 og 2.00 fyrir fullorðna, en kr. 0.75 f. börn. Þetta verður síðasta tækifæri til að sjá þessa ágætu leiksýningu, Sparið kolin! Ríkisstjórnin hefir gefið út bækling.'sem hefir að geyira leiðbeiningar um kolasparnað. Geta menn fengið hann ókeypis á úthlutunarskrifstolunni.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.