Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 01.03.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 01.03.1940, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR f'að iilkynnist hér með vinum og vandamönnum, að maðurinn ininn ástkæri, Porva.ldur J. Vestmann, bankagjaldkeri, verður jarðsunginn laugard. 9 marz n. k. Athöfnin liefst með húskveðju að heiinili okkar, Hafnarstræti 3, kl. 1 e, li. Fyrir mína hönd, móður og barna hins látna Margtét Vestmann. piltar 12—15 ára, drengir 8 — 12 ára og stúlkur 16 ára og eldri. Priðja daginn fara svo stökk- in fram. F.r þar keppt í einum flokki. — Eiga Akureyringar enga stökk- menn? — Jú, ég held það nú; þeir eru bara æfingarlausir f vetur vegna snjóleysis. Peir hafa stokkið einn dag í nýju stökkbrekkunni við Miðhúsaklappir, (sunnan við Lund, búgarð Jak. Karlssonar), sem gerð var í hausf, og var það þó ekki mögulegt fyrr en staðið hafði verið í. 4 kiukkustundir við að moka snjó á hana- Daginn eftir var svo brekkan auð á ný vegna hláku. — En svigmennirnir? Hafa þeir ekki getað æft? — Ekki get ég nú sagt, að svo sé. Við höfum elt snjóinn upp um fjöll og firnindi á sunnudögum og svo ekki getað stigið á skíði heilar vlkur og mánuði, þangað til snjóinn gerði á dögunum og við gátum farið að æfa í Brekkugöt- unni. — Má þá ekki Akureyri gera sér vonir um að vinna svigkeppnina eins og í fyrra? — Pað má hamingjan vita. En við munum gera okkar bezta. — Verður ekkert rnót hér á und- an landsmótinu? — Jú. Skíðanefnd í. R. A. hefir ákveðið fyrri hluta Akureyrarmóts á sunnudaginn kemur. Þar fer fram skíðaganga fyrir 16 ára og eldri, og hefst hún sennilega við sundlaugina kl 10,30 f. h., en kl. 2 e. h. keppa drengjaflokkar í svigi úti í Brekkugötu. Seinni hluti Akureyrarmótsins fer svo fram sunnu l 10 marz. Keppa þá A og B-flokkar karla í svigi og kvenna- flokkur í sömu íþrótt. Pá er ætl- unin að hefja næstu daga mokstur á stökkæfingabrekkuna við Mið- húsaklappir og fer þar svo fram stökkkeppni sama dag. — Keppið þið þá ekki í stökki á landsmótinu? — Jú. Ef við gætum æft nokkra daga áður, vonum við að Akureyr- ingar sýni góðan stíl (stökklag), hvað sem lengdinni líður. — Hvar fara hinir einstöku kappleikar landsmótsins frain? — Pað fer nú allt eftir snjólag- inu, þegar þar að kemur. Búist er við, að gangan hefjist og endi á túni Jakobs Karlssonar ef snjór leyfir, og verður þá lýsingu á göngunni og úrslitum útvarpað símleiðis. En komi ekki meiri snjór en nú er, er sennilegt að svigkeppnin verði háð austur í Vaðlaheiði í nánd við veginn og bílar gangi þá á staðinn, en stökk- in færu þá sennilega fram uppi í Hlíðaifjalli, í nánd við Útgarð. — Hvað um undiibúning lands- mótsins? — Skíðanefnd í. R. A. sér um landsmólið. Hún er skipuð 2 mönn- um frá Þór, 2 frá K A. 2 frá M. A. 1 frá Gretli og 1 frá Golfkiúbb- num. Loks skipar f. R. A, 1 mann í nefndina, og er hann formaður, Nefnd þessi skipar svo íeikstjórn fyrir rnótin og alla starfsmenn þeirra- Hefir hún fyrir nokkru valið alla starfsmenn landsmótsins, og er nú verið að setja þá inn í starfið, æfa þá og undiibúa. Pá gefur nefndin út leikskrá, sem koma mun út 2- 3 dögum áður en mótið hefst. Verður þar grein um Akur- eyri sem vetraríþróttabæ, upplýsing- ar fyrir keppendur og áhorfendur, nöfn þátttakenda o. s. frv. — Hvaða utanbæjarfélög taka þátt í mólinu? — Félögin á ísafirði og Siglufirði hafa tilkynnt þátttökuf en kepp- endafjöldi verður ekki endanlega ákveðinn fyrri en nokkrum dögum fyrir mót. Einnig er fastiega búist við keppendum úr Reykjavík. — Að síðustu ein spurning. — Hvernig gengur með Happdrættið fyrir íþróttahúsið? — Jí, það er annars gott að fá tækifæri til að minna á það. Það hafa verið gefnir út 10 þús. miðar. Vinningana vita víst allir bæjarbúar um. Ællun okkar er að selja hvem einasta miða og drættinum verður alls ekki frestað. Það verður (regið 17. júní í sumar. — Hvernig gengur salan? — Fyrsta hálfa mánuðinn seldum við 900 miða innan bæjar, og verður það að teljast góður árang- ur. — Lengra varð samtalið ekki. Þess er að vænta, að bæjarbúar sýni þess vott á hinu fyrirhugaða landsmcti, að þeir kunni að meta vetraríþróttastarfsemi þá, sem hér hefir verið talað um, og fjölmenni til að horfa á skíðakeppni þá, er þar mun fara fram. Hinir áhuga- sömu skíðamenn og skíðameyjar bæjarins hafa lagt fram mikla sjálf- boðavinnu við að gera skíðastökk- braut f Miðhúsaklöppum, slétta landið og hlaða upp torfgarð í aðrennslinu o. s. frv. Aðra stökk- braut hefir Menntaskólinn gert við Sel^il í Hlíðarfjalli, þar sem uunt á að vera að ná 40—45 m. stökki. Öll þessi vinna hefir verið lögð fram af áhuga á skíðaíþróttinni en pkki arðsvon og væri hún ekki of- Iaunuð með því að bæjarbúar hjálpuðu til að gera landsmótið sem hátíðlegast og myndarlegast, og sýndu áhuga sinn fyrir því að skíðafólkið á Akureyri næði góðum árangri í íþrótt sinni. Álþm. nöldrar. Alþýðumaðurinn 27. f, m. minnist á samþykktir landsfundar Sjálfslæð- ismanna í verkalýðsmálum, með sínu alkunna nöldurshljóði. Segir hariri, að á landsfundinum hafi •eingöngu* verið mætt »burgeisalið Sjálfstæðisflokksins.« Á fundi þess- um voru bændur úr flestum sýslum landsins, úívegsbændur og verka- menn frá málfundafélögum Sjálf- stæðisverkamanna í meirihluta, og geta menn á því séð óskammfeil- nina í staðhæfingu Alþ.m. Pá segir hann einnig, að Alþýðuflokkurinn hafi hvergi neina »stjórnmálaklíku- starfsemi* innan verklýðsfélag- anna(!) Þar tókst blaðinu nú fyrst upp. Klofningur sá sem orðið hef- ir í mörgum verklýðsfélögum, stafar einmitt af því, að Alþýðuflokkurinn hefir gert sjálfan sig að fonéttinda- flokki innan verklýðssamtakanna, og gengur þetta svo Iangt, að til þess að hafa rétt til þingsetu á sam- bandsþingi veiklýðssamtakanna, þarf verkamaðurinn að vera í Alþýðuflokknum. Það er þetta for- dæmalausa ástand í verklýðsmálum, sem Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki þola, meðan teljast á lýðræði í þessu landi, og af því stafar svo nöldrið f málgögnum þess flokks, er situr sem fastast á sjálfsögðustu réttar- kröfum verklýðsstéttarinnar. Það lílur nú út fyrir, að þetta öngþveiti í verklýðsrnálum verði ekki langlífþ og að aðstaða allra vetkamanna til áhrifa á sín eigin stéttarmál verði jöfn, hvar sem þeir skipa sér í flokk um Iandsmálin. Að því mun Sjálfstæðisflokkurinn virina, ur.z sigur er fenginn- Leibrétting. í kvæðinu »S(ldir.,« er birtist í síðasta blaði vantaði orð í 5 vísu, 3. Ijóðltnu. Línan á að lesast: »hún er von pess er velmeg- un þráir,« IÞorvaldur Vestmann I — bankagjaldkerl — Forvaldur Vestmann var sonur hjónanna Jóns Kristins Sigurössonar úr Svarfaöardal og Snjólaugar Bald- vindóttur frá Böggvisstöðum í sömu sveit. — Jón Kr. Sigurðsson og Snjólaug Baldvinsdóttir giftust áriö 1887, og fluttu á næsta ári (1888) vestur um haf og settust að í bænum Keewatin í Ontario í Canada, og bjuggu þar til 1892 að þau fluttu til Lögbergs- nýlendu l Vestur- Canada og þár fæddist Þorvaldur Vestmann 12. jan. 1896, og ólst þar upp með foreldrum sínum og fluttist með þeim heim til íslands áriö 1906. Settust þau þá aö á Akureyri og bjuggu þar eftir það. Jón Kristinn Sigurðsson andaðist á heimili sonar síns 25. nóvember 1939, þá fullra 80 ára, þvi fæddur var hann 23. sept, 1858; en Snjó- laug ekkja hans er enn á lííi 77 ára að aldri. Forvaldur Vestmann ólst upp með foreldrum sínum á Akureyri eftir heimkomu þeirra, en gekk á æsku- aldri í þjónustu Útibús Landsbanka íslands á Akureyri, og tók þar við gjaldkerastörfum árið 1918, oggegndi þeim til síðustu stundar. Ilann var kvæntur Margréti Aðal- steinsdóttur ættaðri úr Svart'aöardal. Þeim varð fjögurra barna auðið og eru þau öll á lífi, en auk þess ólu þau upp fósturdóttur sem sitt eigið barn. Þorvaldur Vestmann var snvrti- maður hinn mesti, dagfarsprúður og vinfastur, og laus við alla yfirborðs- rnennsku. Hann naut hins fyllsta trausts í stöðu sinni og ávann sér hylli allra er honum kynntust. Með hinni skyndilegu kvaöningu hans til annarra umhverfa og starfa, er mikill harmur kveðinn að hans nánustu; háaldraöri móður, eigin- konu og börnum og einnig öllum, er kynni höfðu af honum haft. »En það er huggun harmi gegn, að hann var bezti drengur.« F. h. B. KIRKJAN: Messað n. k. sunnu- dag í Lögmannshlíð kl. 12 á hád. og sama dag í Akureyrarkirkju kl. 5 e. h.. — Fermingarbörn á Ak- ureyri mæti í kirkjunni. m - ■ Sparið kaffið! Notið Lu ■ dvig-David Kaffibæti. ■ 1 1 JRAFHA — rafmagnseldavélarnar — fást nú með hagkvæmum af- borgunarskilmálum. Leitið upp’ýsinga hjá raftækjasölun- um eða umboðsmanni verksmiðjunnar Tómasi Björnssyni, Akureyri.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.