Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 19.04.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 19.04.1940, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR Jarðarför Páls Jónssonar Vatnsleysu Glæsibæjarhreppi, sem andaðist 16. þ. m. fer fram föstudaginn 26. þ m. og hefst með húskveðju að heimili hins Iátna kl. 12 á hádegi. — Jarðað verður að Glæsibæ. Aðstandendur. Slysfarir. S. 1. föstudagskvötd voru 4 menn úr utanverðum Glæsibæjarhreppi á heímleið frá Akureyri á trillubát. Vildi þaö slys til á leiöinni, aö einn mannanna, Kristján Kristjánsson bóndi Gæsutn, lenti meö fótinn í vélinni, svo tær og ristarbein möl- brotnuöu. Tón Geirsson læknir fór út aö Gæsum og tók manninn meö sér f bílnum inn á sjúkrahús, þar sem fóturinn var tekinn af honum framan viö hælbein. A laugardaginn vildi það slys til við Húsavíkurbryggju, að bát hvolfdi þar f sjögangi. Maður aö nafni Hall- dor Ármannsson var f bátnum og drukknaði hann. Lætur hann eftir sig konu og barn. M/ó/kurverðfð hækkar. Sam- kvæmt auglýsingu frá Mjólkurverð- lagsnelnd Akureyrar hækkaði útsölu- verö á mjólk 15. þ. m. úr 34 aur- um í 36 aura lftrinn. Þessi hækkun er þó eingöngu miðuð við þá mjólk, sem flutt er heim til neytenda í flöskum eða öðrum ílátum sem taka minna en 10 ltr. Mjólk, sem seld er 1 10 ltr. brúsum eöa stærri og mjólk, sem neytendur sækja sjálfir heim til framleiöenda í Akureyrarbæ eða til MjólkursamlagsÍÐS skal öll seld á 34 aura lítrinn. Neytendur eiga því ennþá kost á aö kaupa mjólkina fyrir 34 aura lítrann, ef þeir vilja eða geta sótt hana sjálfir. Að gefnu tilefni skal almenningi bent á, að ákvæði Mjólkurverðlagsnefndar eru bindandi fyrir alla aðila, sem selja mjólk á Akureyri. Blátt Cheviot Hvítt Silki í fermingarklæðnaði nýkomið. BraunsVerzlún Pá!I Sigurgeirsson. Uppskipunarbátar 09 setningsspil 2—3 stórir uppskipunarbátar ca. 5—6 tonn að stærð og tvöfalt setningsspil (handspil) er til sölu á Sauðárkróki. — Upplýsingar gefa: Kristján Gíslason eða Sigurður Þóröarson Sauðárkróki. Aðalfundur í Nautgriparæktarfélagi Akureyrar verður haldinn n.k. sunnudag þ. 21. þ.m. kl. 2 siðd. í Skjaldborg. D A G SKRÁ: 1. Jóbann Þorkelsson héraðslæknir, erindi. 2. Eyvindur Jónsson ráðunautur, erindi. 3. Venjuleg aðalfundarsförí, svo sem reikningar félagsins. um starfsemina o.fl 4. Önnur mál er fram kunna að koma. óskað er að kúaeigendur í bænum og konur þeirra fjölsæki fund- inn og mæti stundvislega. S T J Ó R N I N. Tilkynniná um útsöluverð á mjólk á Akureyri. Mjólk, sem seld er í tilluktum flöskum eða smærri ílátum og flutt er heim til neytenda, einnig mjólk, sem seld er á flösk- uin í mjólkurbúðum, skal kosta kr, 0,36 Itr. — Mjóik, sem send er kaupendum í brúsum, 10 ltr. eða stærri og mjólk, sem afhent er kaupendum í lausu máli há mjólkurvinnslustöö eða ein- stökum framleiðendum innan lögsagnarumdæmis Akureyrar, sem leyfi bafa til beinnar sölu til neytenda, skal kosta kr. 0,34 Itr. Ofangreind verðlagsákvæöi bkulu gilda frá 15, apríl þ. á, og þar til öðruvísi verður ákveðið. Akureyri 12. apríl 1940. Mjólkurverðlagsnefnd. Saltað dilkakjöt fæst nú í Verzlun Eyjafjörður. Til sölu (með tækifærisverði) fatn- aðir á fermingardrengi og f ullorðna, notaðir og nýir hjá V a 11 ý, klæðskera. Til leigu stofa með suðursól. Ritstjóri vísar á. — Oott herbergi til leigu í nýlegu húsi við Fjólugötu. Aðgangur að baði og síma R. v. á. Herbergi Fiupódeispmg. Fyrir nokkrum vikum skoðaði ég flugmódelsyningu í Þjóðleikhúsinu í Reykjavík, og varð stórhrifinn af, hvað hinum ungu Reykvíkingum hafði áunnist með dugnaði og ósér- hlífni. Nú eru nokkrir þessir Reyk- vikingar komnir hingað til Akureyr- ar og syna listir sínar í Samkomu- húsinu þessa dagana. Ég vil hvetja bæjarbúa að skoða þessa syningu, sérstaklega að foreldrar gefi börnum sínum inngangseyri, sem ég tel bet- ur varið en til >sleikipinna« kaupa. Kr, Rristjdtissofi. Stórhríð af norðaustri var hér s. 1. mánudag og um allt land var þá hið versta veður. Hlóð niður all miklum snjó, svo að tók fyrir bifreiðasamgöngur. Síðan hefir veður farið hægt batnandi. Hafíijakar sáust í vikunni á reki norður af Horni. Fitnmtugur veröur á morgnn Brynleifur Tobíasson menntaskóla- kennari. Bazar og kaffisölu hefir kven- félagið >Hlíf« f Skjaldborg á sumar- daginn fyrsta frá kl. 2 e. h. Ágóð- anum varið til sumardvalar (í sveit) fyrir veikluð börn. Bæjarbúar! Styðjið gott málefni. Hiálpræðishevina. Á sunnu- dag. kl. 11 Helgunarsamkoma allir velkomnir. Kl. 2 sunnudagaskóli. Kl. 8,30 Hjálpræðissamkoma. Kl. 4 & mánudag fundur í Heimilaíam- bandinu. Vini og velunnara viljum viö minna & hina árlegu vorsöfnun sem byrjar nú næstu daga. Samkomur í Zíon næstkom- andi sunnudag kl. 10,30 f. h, barna- samkoma, kl. 8,30 almenn sam- koma. Allir velkomnirl Snmargjaíir í úrvali. Hannyrðaverzl. Ragnh. O. Björnsson. til leigu á góðum stað í bænum. Uppl. síma 317. Lyklakippa hefir tapast. Skilist gegn góðum fundarlaunum til Jóns Benediktssonar lögregluþjóns. PreBtemiðja Ejöms Jbsxmcmw. FLIK-FLAK gerir þvottinn fannhvítan.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.