Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 31.05.1940, Blaðsíða 4

Íslendingur - 31.05.1940, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDÍNGUK I í. R. A. Sundfél. Greítir SUNDMEISTARAMÓT fyrir Norðlendingafjórðung, verður haldið í sundlaug Akureyrar dagana 27., 28. júlí, og 4. ágúst. Keppt verður í eftlrtöldum vegalengdum: KARLAR: 100 metr. sund frjáls aðferð. 400 metr. sund frjáls aðferð. 50 metr. baksund. 200 metr. bringusund. 400 metr. bringusund. 4X50 metr. boðsund. DRENGIR: 100 metr. sund frj. aðf. (Drengir 16 ára og yngri). 50 metr. sund frj. aöf. (Drengir), 25 metr. sund frj. aðf. (Drengir 12 ára og yngri). KONUR: 100 metr. bringusund. 200 metr. bringusund. 50 metr. sund frjáls aöferö. 4X50 metr. boðsund, TELPuR. 50 metr. sund frj. aöf. (Telpur 14 ára og yngri). 25 metr, sund frj. aöf. (Telpur 12 ára og yngri). Öllum félögum innan bandalags I. S. I. er heimil þátttaka. — Pátttökubeiðni verður að vera komin fyrir 18. júlí. Akureyri 31. maí 1940. Sundfélagið ,Grettir£ Jónas Einarsson, formaöur. Húsavíkurferðir hófust í vikunni, verða framvegis hvern mánu- dag, miðvikudag og föstudag. Bifreiða stöð A kureyra r. Dalvíkuríerðir hefjast laugardag^ inn 1. júni. Bifreiðastöð Akureyrar. O/at/r til nýja sjúkrahússins: Frá Kvenfél. Hjálp í Saurbæjarhr. kr. 200,00, frá fél veizlunar- og skrifstofufólks Ak. kr. 150,00 — — Þakkir. — Kvenfél. Framtíðin. Lystigaröurinn verður opnað- ur fyrir almenning á sunnudaginn. Verður hann framvegis opinn 9 — 12 árd 1,30-6 síðd. og þegar gott er veöur kl 8 —10 á kvöldin. S/ys A sunnudagskvöldið datt 8 ára drengur frá Brekku í Glerár- þorpi af reiðhjóli og gekk úr liði um mjöömina. Var Jóns Geirssonar læknis Titjaö, og kippti hanníliðinn, en drengurinn var íluttur heim til sín. Líður honum vel síðan. Bruna/iðið gabbað Seint á sunnudagskvöldið barst brunahring- ing frá brunaboða á mótum Norður- götu og Gránufélagsgötu Fór slökkviliðið á vettvang, en enginn eldsvoði var á ferðinni Höfðu piltar nokkrir verið að fikta við brunaboöann, líklega meira af hugs- unarleysi en strákskap Askorun frá Fiskifélagi íslands til fiski- manna og vélbátaeigenda. Vegna ástands þess, sem skap- ast hefir á Norðurlöndum, er nú algerlega ókleift orðið að afla nauðsynlegra varahluta í mótor- vélar þær, sem eru frá þessum löndum og notaðar eru í íslenzk- um fiskibátum, en áður var loku fyrir það skotið, að varahlutar fengjust hingað í þýzkar vélar. Hvílík hætta bátaflotanum get- ur stafað af þessu ástandi, sézt bezt á því, að af hverju hundraði mótorvéla í fiskibátum hér á landi eru að tölu til 90 frá Norð- I urlöndum og Þýzkalandi, en 95 af 1Ú0 hvað hestaflatölu snertir, þar eð nær eingöngu smæstu bátarnir hafa vélar smíðaðar í Bandaríkj- unum og Englandi. Styrjöldin hefir ennfremur gei't allan aðdrátt á eldsneyti til mót- orvéla mjög erfiðan og orsakað hækkandi verðlag á því og er þó óhætt að gera ráð fyrir enn meiri hækkun, ef styrjöldin verður langvinn. Vélbátaeigendur og þeir, sem með mótorvélar fara, verða svo sem þeim er unnt, að koma í veg fyrir, að þetta verði til verulegs tjóns fyrir bátaútveginn, og skorar Fiskifélag íslands því á þá: 1. Að keyra vélarnar gætilega og hindra þannig óeðlilegt véla- slit. 2. Að hirða vélarnar svo vel sem frekast er unnt. 3. Að spara eldsneyti svo sem hægt er. Mun félagið góðfúslega veita mönnum allar upplýsingar, er að þessu lúta, og þá aðstoð, sem það getur í té látið og að gagni má koma. Fiskijélag íslands. AÐALFUNDUE Ræktunarfélags Norðurlands verður haldinn i Gróðrarstöðinni á Akureyri laugardaginn 22. júní n. k. Hefst kl. 10 t. h. STJÓRNIN- M.s. „Jökul" fer, ef næg þátttaka fæst, og veður leyfir, skemmtiför til Grímseyjar " n.k. sunnud., 2 júní, kl. 7 f.h. stundvíslega. Farmiðar á kr. 7 00, báðar leiðir, verða seldir í Bókaverzl. Porst. Thorlacius, föstudag allan og laugardag til kl. 3 e. m. Komið við í Hrísey á út- og innleið. Veitingar fást um borð, eftir því sem hægt verður að koma þeim við. S k r á yfir niðurjöfnun aukaútsvara í Akureyrarkaupstað fyrir árið 1940 liggur frammi — almenningi til sýnis — á skrifstofu bæjargjaldkera dagana 30. maí til 12. júní n. k, að báðum dögum meðtöldum. Kærum yfir niðurjöfnuninni ber að skila á skrifstofu bæjarstjóra innan loka framlagningarfrestsins. Bæjarstjórinn á Akureyri 28. maí 1940. Steinn Steinsen. Skfá yfir gjaldendur tekju- og eignaskatts í Akureyrarkaupstað árið 1940 liggur frammi — almenningi til sýnis — á skrifstofu bæj- arfógeta dagana 30. maí til 12. júní að báðum dögum meðtöldum. Skrá yfir gjaldendur í Akureyrarkaupstað til lífeyrissjóðs íslands árið 1940, samkv. lögum um alþýðutryggingar, liggur frammi — almenningi til sýnis — á sama stað dagana 31. maí til 13. júní n.k. að báðum dögum meðtöldum. Kærum út af skrám þessum ber að skila á skrifstofu bæjarstjóra fyrir fimmtudagskvöld 13. júní n. k. Akureyri, 29. maí 1910. Skaitanefndiii. um ver Verðlagsnefnd hefir ákveðið að útsöluverð á eplum í smásölu megi ekki vera hærra í Reykja- vík en kr. 2,50 hvert kilógram, en annarsstaðar á landinu má verðið vera þeim mun hærra er nemur flutningsgjaldinu frá Reykjavík. Þetta tilkynnist hér með. Viðskiftamálaráðuneytið, 21. maí 1940. OPINBERAR SAMKOMUR í Verzlunarroannahúsinu alla sunnu- daga kl. 5 e. h, og fimmlud. kl. 8,30 e. h, — Prentsmiðja Björna Jóanosu. j brotagull og gullpeninga Guð/ón, gullsmiður. Islensk frímerki kaupir hæsta verði J. S, KVARAN. Umboðsmenn óskast út um land.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.