Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 19.07.1940, Blaðsíða 3

Íslendingur - 19.07.1940, Blaðsíða 3
ISLENDINGUR 3 Brezka stjórnin hefir undanfarið gert ráðstafanir til að ná franska flotanum á vald sitt með góðum árangri. Hjá Oran í Norður-Afríku kom til átaka milli franskra og brezkra flotadeilda og sigraði hin brezka. Telja Bretar, að næst liggi fyrir aö eyðileggja ítalska flotann. Brezka flotamálaráöuneytið hefir tilkynnt tundurduflalagnir frá Orkn- eyjum til íslands og íslandi til Grænlands. Einræðisstjórn hefir veriö mynduð í Frakklandi undir forystu Petains marskálks, þess er tók viö forsætis- ráöherraembætinu af Reynaud, þeg- ar uppgjöf landsins stóö fyrir dyr- um. Verður Petain bæði ríkisfor- seti og forsætisráðherra. Meðal ráðherra hans eru Pierre Laval (nú varaforsætisráðherra) og Weygand (landvarnaráöherra). Þjóðverjar hafa haldið uppi loft- árásum á brezkar borgir undanfarið og Bretar á þýzkar. Fer stríðiö milli þessara þjóða aö mestu fram í lofti, síöan Frakkland gafst upp. Útvarpið í Rómaborg hefir haldiö því fram, að Hitler hyggi til inn rásar í England 19. júlí (í dag). í Bretlandi og Ameríku er því hinsvegar haldið fram, að hann muni hyggja á innrás einhvers ann- ars staðar, því ekki mundi hann tilkynna slíkt fyrirfram. Ping demokrata í Bandaríkjunum heíir kjörið Roosevelt fyrir forseta- efni flokksins viö forsetakjörið í haust, með yfirgnæfandi atkvæða- fjölda. Fékk liann á 10. hundraö at- kvæði, en það var um 86%^ allra greiddra atkvæða. Norska stjórnin í Londoti hefir lagt fram mótmæli við þvf, að Svíar hafa leyft Rjóðverjum herilutninga eftir sænskum járnbrautum til Nor- egs> °g telja þessa afstöðu stinga í stúf við það, er Svfar neituðu Norð- mönnum aö flytja hermenn og her- gögn um sænskt land er þeir vörð- ust innrás Þjóðverja í aprfl s. 1. Brezka stjórnin hefir einnig mótmælt þessu leyfi og telur það hlutleysisbrot af Svía hálfu. Per Albin Hanson rökstyður leyfið með því, aö ófnöi Norðmanna og Þjóðverja sé lokið, en því mótmælti norska stjórnin. Sykurneyz/a á Islandi. Samkvæmt verzlunarskyrslum hef ir sykurneyzla íslendinga aukist úr 7,6 kg. á mann árlega árin 1881 til 85. upp í 42,kg. 1938, en hæst komst hún árið 1937 í 47,4 kg. á hvert mannsbain. Lætur því nærri að sykurneyzlan hafi 5—6 faldast á þessu tímabili. Lítil íbúð óskast frá 1. október. — Ingibjörg /ónsdóttir Skipagötu 4 Sími 316- Auglýsið í Isl Thor Thors alþm. er á förurn vestur til Bandaríkjanna með fjöl- skyldu sína. Veröur hann fulltrúi fslands í Bandaríkjunum. Tekur Thors fyrst um sinn viö starfi Vilhjálms Þór, - en hann mun koma heim og taka viö stöðu sinni við Landsbankann Dánardægur. Nyiega er látinn í Reykjavík Snæbjörn Arnljótsson fyrrum bankaeftirlitsmaður, Hann var sonur síra Arnljóts Olafsson prests að Ytri Bægisá, hins þjóðkunna stjórnmálaskörungs. Siys á Sigiufiröi Úað slys varð á Siglufirði í fyrradag, að Jens Porkelsson Túngötu 10, 15 ára gamall, féll niður af 5 metra háum palli í mjölgeymsluhúsi SRN verk- smiöjunnar, þar sem hann var að leika sér. Brotnaði hann á báðum handleggjum og skaddaðist á höfði. Hiúskapur; Ungfrú Ólöf Friö- riksdóttir (frá Selabóli V. ísafj.syslu) og Aðalsteinn Einarsson (Árnasonar alþ.m ) gjaldkeri hjá KEA. 75 ára aimæli átti í gær Oddur Björnsson prentmeistari. KIRKJAN: Messað í Akureyr- arkirkju næstk. sunnud. kl. 2 e. h. Ounnar B. B/örnsson ritsijóri frá Minaesota og frú hans komu hingað til Akureyrar fyrir skömmu. Gekkst Stúdentafélag Akureyrar fyrir kaffisamsæti að Hótel Gullfoss fyrra sunnudag til að fagna hingaðkomu þeirra. Draumland Alþýðumannsins, I fjarska sjmist maður jafnan meiri, þótt markað geti engin spor í sand. Hann lifði sína æfi á Akureyri, — en ísafjörður var hans Drauma- land. S C. J ö r ð, 1. árg 2. hefd er ny'lega út kom- in. Flytur hún margar merkilegar greinar, og má m. a. nefna: Sumar fetðalög eftir f’orst. Jósefsson, Amerísk viðhorf e, Sigfús Halldórs, Yfirlit um heimsviðburöi, e. Sig. Einarsson, Ávarp til ísl. æsau, eftir Ludvig Guðmundsson, Brjóstið eða pelinn, e. Alexis Carrel, auk margra greina eftir ritstjórann. I vö kvæði eru í þessu hefti, eftir Jón Magnús- son og Pál V. G. Kolka. Rá er heftíð einnig prýtt fjölda ágætra mynda. Litla íbúð vantar frá 1. okt. n. k. R. v, á. Sætaferðir í Vaglaskóg á morgun og sunnudag. Bitreiðastöð Oddeyrar. Nýjar vömr ■ ■ Dúnhelt /érett. Laka/éreft. Laka stout. Hvit lérett. Mislit /éreft. Silkilércíí. Flónel. Sængurveraefni, Morgunkjólaefni. Handklæði. Karlmannatataetni tvíbreitt á kr. 14,20 m. BBAUN S-V ERZLIJN Páll Sigurgeirsson Húseignin Brekkngata 33 er til sölu. Nánari uppl. gefa Jón G. So/nes og Magnús Gís/ason múrari Hamingjan hjálpi w q þér! ef ekkert w l\ Y l\ er á borðinu. Sportskyrtur úr prjónasilki, sérlega hentugar sumarskyrtur. Stört úrval. BRAUNS VERZLUN Páll Sigurgeirsson. Essolube 0(j Standard bilaoliur viðurkenndar fyrir gæði. — Ódýrar. Birgðir fyrirliggjandi TÓMAS STEl NG R1M SSON UMBOÐS- OG HEILD VERZL UN, AKUREVRi. I

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.