Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 26.07.1940, Blaðsíða 2

Íslendingur - 26.07.1940, Blaðsíða 2
2 ISLENDINGUR Borgari einn hefir sent blaðinu eftirfarandi grein til birtingar: Akureyri heíir orð á sér fyrir að vera einn með fegurstu kaupstöðum landsins, jafnvel sá fallegasti, einkanlega í sumarbúningi, og veld- ur þar miklu um trjágróður bæjar- ins og- hinir mörgu og vel hirtu trjágarðar kringum húsin, Einn af þessum fögru blettum, og sá eini, sem almenningur hefir aðgang að, er lystigaröurinn sunnan undir Menntaskólanum. Lystigarð- urinn verður fegurri ár frá ári, enda eykst aðsókn mjög að honum. Sérstaklega faia margir þangaö á sunnudögum, þegar heiðskírt veður er, til að njóta þar sólar og hvíldar. fó hafgolan næði um bæinn þarf ekki að óttast hana þar. Þar getur maðut' sungið; »Hér er laut og hér er skjól hér er fagurt móti sól«. Síðast liðinn sunnudag var ég, með konu og börnum, einn meðal hinna mörgu, sem leituöu til lysti garðsins, úr ryKinu og ysnum niðri í bænum. Við vorum með þeim fyrstu og bjuggum um okkut í grænni laut undir laufþaki trjánna. Ég hallaöi mér á bakið og horföi upp í gegnum laufþakið, á dimm- blátt himinhvolfið, sem virtist svo óendanlega langl í burtu. Blátt og grænt, grænt og blátt í ótal aíbrigð- um, eítir því sem sólargeislarnir féllu á blöðin; hér var ríki friðar og fegurðar, og hugur minn fylltist lotningu fyrir þeim mikla meistara, sem er upphaf allrar fegurðar. Ég hlakkaöi til aö njóta dagsins. Adam var ekki lengi í paradís. Mér var litið til hliðar og sé 3 brezka hermenn koma labbandi, með byssur á öxlinni og búnir ann- ari tilheyrandi herneskju. Tilfinning friðar og samræmis við það fagra í náttúrunni viöraöist burt úr huga mínum á augabragði, Sennilega og sjálfsagt er þessum mönnum algerlega óljóst, að í þess- um búningi eru þeir ímynd þess, sem ég vona að flestum íslending- um sé andstyggð, þess: að láta vopnin skera úr deilum miili ein- staklinga og þjóða. Og þeir kæra sig ekkert um, að hörnin sín verði aðdáendur hermennskunnar, Væri ósanngjarnt. þó hernuminn bær ætti einn lítinn blett — t. d. lystigarðinn — þar sem bæjarbúar þyrftu ekki að hafa vígbúna menn fyrir augunum, þó ekki væri nema pait úr einum degi vikunnar? Hermenniroir gengu fram hjá og ég hrökk upp aí þessum hugleið ingum, við það. að ég heyrði í hljóðfærastreng. Ég leit f kringum mig og sá þá hóp af fólki, sem var að búa sig undir að halda einskonar bænasamkomu. Það voru sungnir sálmar og haldnar ræður á bjagaðri lslenzku, um forgengileik lífsins, og hvort við værum viö því búin að skipta um bústaði, þeir væru til tveir hinu megin, það var nú svo sem ekki að efa — og ræðumaður var nú svo heppinn að þekkja leið ina, og hafa lyklavöldin aö hliðinu því, þar sem betra var inni fyrir, og sem sumir kalla þrönga hliðið. Éegar ég lít upp í dirnmblátt himinhvolíið, finnst mér vegurinn til skaparans ekkert þ öngur. Hjá mér vaknar nú þessi spurn- ing: Hvaða rétt hefir þctta fólk til aö gera náunganum andlegan átroðn- ing hér? Lystigaröurinn er fyrir alla bæjarbúa. Allir, hvaða trú, sem þeir hafa eða hvaða »söfnuöi«, sem þeir tilheyra, hafa jafnan rétt til að leita hingað án þess að óttast áróður frá öðrum. Éenna rétt verða allir að virða, annars verður lysti- garöurinn ekki það sem hann á að vera og veröskuldar að vera. Af- drep. sem hver og einn bæjarbúi eða gestur, getur leitaö til hálfa eða heila dagstund til að vera í ró og næði, með sínar eigin hugsanir. Éegar bænag;erðarhópurinn var nýfarinn, kom einn predikarinn enn, Alþekktur fyrir það að nefna myrkra- höfðingjann og bústað hans, nokkuð oft og ákveðið í ræöum sinum. Hélt hann nú eina af þessum þrum- andi íæðum sínum. Hvort nokkurt samband er milli ræðu hans og þess, aö yngsti sonur minn hefir verið staðinn að Ijótum munnsöfnuði siðustu dagana, skal ósagt látiö, — en þvi læra börnin málið, að það er fyrir þeim haft. Pað rifjaðist upp fyrir mér atvik nokkurra ára gamalt. — Ég gekk fram hjá þar sem þessi sami maður var að tala. Kom þar að gamall maður, sem lílra hafði orð fyrir að vera blótsamur, tekur tvö börn úr áheyrendaþyrpingunni og segir um leið: »Hvern andsk .... eruð þið að standa hér, og hlusta á þetta helv .... ragn, ég. held þið getið lært aö bölva heima djöf .... orm- arnir*. Nú var gefið til kynna, að garð- inum yrði lokað. Fólkiö fór að tínast í hurtu, og ég get hugsað að fleirum en mér hafi fundist hafgol- an óvenju nöpur á heimleiðinni. Skrílmenning. Skrílsháttur þess fólks, sem virð- ist hafa ánægju af aö vinna skemmd- arverk að næturþeli, kemur mér til að rita þessar línur, Pað hefir borið mikið á því und- an farandi sumur, að fólk hefir sótt að gróðrarreit og sundlaug ung- mennafélagsins «Framtíð« við Hrafna- gil og ekki hirt um að ganga þrif- lega um eða hlífa girðingunum um- hverfis blettina. Eru þær allar slig- aðar og slitnar á stórum pörtum, og troðningarnir liggja þar um, sem sýna, að ekki muni heimsóknir á þessa staði vera sjaldgæfar. Mér finnst að slík framkoma beri vott um, að viðkomandi fólk hafi ekki nokkra minnstu sómatilfinningu, og að því standi alveg á sama um, hve miklum skemmdura og skaða það veldur með þessu hátterni. Að gróðr- arreit félagsins er öllum óviðkom- andi óheimill aðgangur nema að fengnu leyfi, og aö sundlauginni nema þann tíma, sem hún hefir veriö auglyst opin fyrir almenning. Pví fólki, sem þarna hefur verið að verki og hagað sér eins og raun ber vitni, hæfa ekki jafn fagrir staðir og gróörarreitur U. M. F. F. Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að Ásgrímur Jóhannesson andaðist að heimili sínu, miðvikudaginn 24. þ.m. Jarðarförin hefst með húskveðju að heimili hins látna Aðalstræti 74, laugardaginn 3. ágúst kl. 1 e. h. Aðstandendur. Viðtal við loft- varnaneínd. Blaðið átti i morgun tal við loft- varnanefnd um ráðsfafanir hennar og sagðist henni svo frá: í útvarpinu í gær birtum vér samskonar auglýsingu og vér höf- um sent blaði yðar í dag, um það á hvern hátt baejarbúum yrði gert aðvart um loftárásir, sem yfirvof- andi væru- Vér höfum ennfremur rætt þann möguleika, ef árás yrði gerð á landi eða af sjó á bæinn, og vitað yrði um það nokkru áður, hvernig greiða ætti fyrir flótta þeirra, sem fara vilja úr bænum, og flesíir munu kjósa það. Áður höfum vér bent á hvaða leið skyldi farin úr bænum. í þessu sambandi er Ijóst, að nauðsyn er að sjá fyrir nokkrum matarforða utanbæjar. Þetta hefir þegar verið gert. Jakob Frímanns- son hefir þegar flutt vistir úr bæn- um í þessu skyni, og er nefndin honum mjög þakklát fyrir það. Er það hin mesta nauðsyn, að nefndin í ráðstöfunuin þeim, sem hún er að gera geti notið samúðar og aðstoðar bæjarbúa. Vonandi ér að ekki komi til að skelfingar stríðsins komi yfir bæinn, en allur er varinn góður, og enginn þarf að sjá eftir því, þó allt verði gert, sem hægt er til að tryggja Iff og limi bæjaibúa, enda þó aldrei komi til alvörunnar. Loks skýrir nefndin frá því, að hún hafi í gærátt fund með Iækna- félaginu. Hafi Rauði Krossinn gert ýmsan undirbúning til sjúkraráð- stafana, og hafi læknarnir nú tekið þá hlið alla til alvarlegrar yfirveg- unar. Síldveiðin. • Óhemju síldveiði hefir verið und- anfarið og má heita, að sjór hafi verið »svartur« af síld úti fyrir öllu Norðurlandi. Hefir slík veiði ekki þekkst áður. — Hafa skipin mest haldiö sig út af Siglufirði og á Grímseyjarsundi, Síldarafli á öllu landinu var s. 1. laugardagskvöld 619.160 hl. á móti 646.379 hl. í fyrra, en þá höfðu togararnir veitt 100 þús. mál á móti 4 þús. málum nú. — Hæstu skipin höfðu fengið nál. 7 þús. mál síldar. eða sundlaugar, sem almenningur notar, heldur mun því hæfa bert að flatmaga í flagholtum og forarpollum. Fdlagsmaúur. Hjartanlega pakka ég öll- um þeim, sem glöddu mig d 70 dra afmœli minu með skeytum, blómum og öðrum SJöfum. Guð blessi þd og gleðji. Sigríður Ólatsdöttir, Oilsbakkaveg 1 Vafasamiir hagnaður. í síðasta blaði auglýsti garðeig- andi nokkur, að menn gætu fengið keyptan rabarbara úr garði sínum á 12 aura kílóið. ef þeir vildu sjálfir taka hann upp. Ástæðan til þessa verðfalls á slíkri nytjajurt er sjáanlega engin önnur en sú, að þeir, sem rækta hana að nokkru ráði, geta ekki hagnýtt hana nema að mjög litlu leyti vegna sykur- skorts. Það eru aðeins 2 kíló af sykri á hvert mannsbarn, sem út- hlutað er til sultunar á rabarbara og berjum og er auðsætt, að slíkt er mikils til of lítið. Undanfarin sumur hafa menn verið hvattir til að hagnýta sér íslenzk ber og safna þeim til vetrarins, og nýlega er út komin bók um meðferð þess- ara heimafengnu verðmæta En með núverandi sykurskömmtun er hætt við, að fáir geti safnað sér berjum og geymt þau til vefrar. Það er áreiðanlega vafasamur hagnaður af sykursparnaðinum nú og harla ó- hyggileg ráðstöfun að úthluta kaffi handa hvítvoðungum en skera syk- urinn svo við nögl, að mikil næring- ar- og hollustu-verðmæfi fara for- görðum. Krossanesverksmiðja starfrækt. Ríkisverksmiðjurnar hafa tekið síldarverksmiöjuna í Krossanesi á leigu og starfrækja hana yfir verttðina. Tók verksmiðjan til starfa í byrjun vikunnar. Pessi ákvöröun kom nokkuö á óvænt, en hinn geysimikli Iandburður af síld mun hafa valdið henni. Er mjög bætt úr atvinnuþörf manna í núgrenni verksmiðjunnar með þessu. Priú tótbrot á einutn degi Nýlega bar svo við í Skagafiröi, að þrjú fótbrot urðu á elnum sólarhiing. Margeir Jónsson frá Ögmundarstöð- um féll at hlöðuvegg og fótbi otnaði. Jakobína Sveinsdóttir á Sveinsstöðum féll af hestbaki en María Guðmunds- dóttir á Álfgeirsvöllum hra^aði á göngu. Voru þau öll flutt í sjúkra- húsið á Sauðárkróki,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.