Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 01.11.1940, Blaðsíða 3

Íslendingur - 01.11.1940, Blaðsíða 3
tSLENDÍNGUR 3 1 FYRIRLIGGIANDI Á LAGER: ■ Vinnuföt: Samfestingar á börn og fulloröna Smekkbuxur - — — — Blússur - — — — S uðusúkku/a ði: »Konsum«, »Fáni« og >3444« Karamellur m. teg. Brjóstsykur m. teg, Konfekt Orange töflur Sælgæti m. teg. Átsúkkulaði fl. teg. Smávörur: Nælur Stoppgarn Skæri Hárnet m. teg, Leggingabönd Rennilásar Hárgreiöur m, teg. Vasaklútaj hvítir og mislitir Stuttbuxur á drengi Kvensokkar Herrabindi Dömu- og herrabelfi allsk. o. m. m. fl. KEX og KÖKUR m. teg. FEG URÐA R VÖR UR HREINLÆTIS VÖR UR KAFFI, EXPORT, CACAO, TE KRYDDV0RUR LEIKFÖNG K E R T I margar tegundir stór og smá. — TÓMAS STEINGRIMSSO N SÍMI: 3 33 HRI’LDVEHZLUN SÍMI: 3 33 AKUREYRI SvikamiOill Nýlega hefir komið upp við lög- reglurannsókn, að Lára Ágústsdóttir miðill hefir haft stórkostleg svik í frammi í starfsemi sinni, og hafa þrír menn átt þátt í að aðstoða hana við svikin. Hefir hún haft svikin í frammi við svo nefnd líkamninga- fyrirbrigði og notað til þeirra grím- ur og »gaze«slæöur. Það var Sig- urður Magnússon löggæzlumaður, sem kom svikunum upp, eftir að hafa setið á nokkrum fundum með grun um, að eigi væri allt með felldu. Lára hefir starfað yfir 20 ár sem miðil) og haldið fjölda mið ilsfunda í Reykjavik og víðar hér á landi, m. a, hér á Akureyri, og selt aðgang að fundunum á 2 — 3 krónur fyrir manninn. Einnig heíir hún farið til London, þar sem mið- ilshæfileikar hennar voru rannsakað- ir, en einnig þar hafði hún haft svik í frammi. Er mál þetta allt hið ljótasta. Bersögli kommúnista. Aðalmálgagn Rússa hér á landi, ^Þjóðviljinn*, segir 22. okt. — » . . . Enginn sósialisti óskar Þjóöverjum sigurs, ekki heldur Bret- um, því öftin, sem berjast eru brezkt og þýzkt auövald, og sósialistar vilja að auövald beggja þessara ríkja fái banasár í þessum ófriði, því sú leið ein er fær til friöar . . . « Þeir eru ekki að verða myrkir í máli núna með haustinu, þjónar Stalins hér á landi. Þeir gefa það feimnislaust í skyn, að þeir óski innilega eftir því, að Þýzkaland og Bretland eyðileggi hvort annað t þessari styrjöld. Til hvers? Kannske til þess, að hin Asíuættaða þjóö, sem byggir alla Austur Evrópu frá Svartahafi til Hvítahafs geti gengið í valinn til fjár og fanga? Og. í beinu framhaldi af ummælum Þjóð- viljans er ekki nema sanngjarnt að hann svari þeirri spurningu, hvaða tryggtng sé fyrir þvf, að »auðvaldiðc í Rúsolandi hætti að gera árásarstríð á varnarlitlar smáþjóðir (eins og Finna s. 1. vetur), þótt »auövaldiö« í Vestur Evrópu »fái banasár*? Eða e. t. v getur Verkamaðurinn svarað þessu fjmir Þjóðviljann? Norskt flóttafólk í viðbót við það er kom hingað í s.l. maí af norsku flóttafólki, er nýlega komið til viðbótar rúmlega 20 konur og börn. Flest af þessu fólki hefir fengið húsnæði; m. a. eru 4 húsfreyjurnar með 12 börn sín á Svalbarði. Hér í bænum hafa 2 fengið húsnæði, en vegna hús- næðiseklunnar ■ í bænum hefir ekki tekist að útvega sérstakar íbúðir fyrir tvær konur með tvö börn og eina einhleypa eldri konu, Norska konsúlatið hefir óskað þess, að það yrði látið vita um, ef mögulegt væri að fá leigt, þó ekki væri nema eitt . herbergi í stað með aðgangi að eldhúsi, handa fólki þessu. Afmæ/isrit Pórs. Um helgina kemur út 25 ára af- mælisrit íþróttafélagsins Þór hér á Akureyri, og verður það til sýn- is, ásamt verðlaunagripum félags- ins, í glugga Polyfoto, Strandg. 1. Rit þetta er 64 blaðsíður í stóru broti með fjölda mynda, og er pappír og allur frágangur þess mjög vandaður. í það skrifa marg- ir menn um íþróttamál og er það því gott heimildarrit um þróun íþróttahreyfingarinnar hér á Ak- ureyri síðastliðin 25 ár. Á sunnudaginn verður gengið með ritið um bæinn, en þar sem upplag þess er mjög takmarkað, er mönnum ráðlagt að tryggja sér það í tíma. Nýjustu bækurnar: Davíð Stefánsson : Sðlon Islandus /.—//. Ól. Jóh Sigurðsson: Liggur vegurinn þangað. H. Mc. Cov: Hollywood heillar. Halla frá Laugabóli: Kyceð 'l II. Sigfús Sigfússon: Islenzkar þjóðsögur og sagnir X. Gunnar Benediktsson ; Sóknin tnikla■ Sigui bj. Einarsson: Kjrkja Krists í ríki Hitlers. Harry Boddington; Miðilsdá og andastjórri. Jóhanna Sigurðsson: Höndin mín og höndin þín. Orð í tíma töluð (gamansagnir). ]örð, 3. hefti. Amma, 3 heíti. Barnabækur: Dísin bjarta og blökkustúlkan. Trítill. Sagan af litla, svarta Sambó, Bókaverzl. Þorst. Thorlacius. Dúnhelt léreft Fiðurhelt léreft Kápufóður Ermafóður VasafóÖur Millifóður Vatt fæst í BRAUNS-VERZLUN PÁLL SÍGURGEIRSSON Skákfélag Akureyrar er nú um það bil að hefja vetrarstarf sitt. Hefir’félagið ný húsakynni til um- ráða í Verzlunarmannahúsinu og verða fundir þar á mánudags- og föstudagskvöldum. Er mikill áhugi ríkjandi innan félagsins um það að hafá starfið mikið og gott í vet- ur. Innan skamms mun félagið ætla að gangast fyrir keppni milli út- bæinga og innbæinga. Er sagt að útbæingar vilji ólmir hefna ófar- anna í fyrra, er þeir töpuðu 7 ; 21. Þá munu verðlaunakappskákir hefjast fljótlega í I. og II. flokki. Er þar tækifæri til æfinga fyrir alla þá sem hafa í hyggju að sækja íslandsþingið, sem að öllu forfallalausu verður háð hér á Ak- ureyri í vetur. Hér er gott tækifæri til þess að nema holla íþrótt og verja tóm- stundunum á nytsaman hátt. — Nú er mikið talað um miklar inni- setur í vetur og litlar skemmtanii. Góðir skákmenn eru aldrei í vand- ræðum með frístundirnar. — Þvi ætti að mega vænta þess að marg- ir nýir félagar bætist Skákfélag- inu í vetur. O. Barnastúkan Samúð heldur fund næstkomandi sunnudag í Skjaldborg kl. 1.30 e. h. — A- flokkur sér um fræðslu- og skemmtiatriði. Rúmstæði með fjaöradýnu, lengd 1,50 m,, til sölu Páll Sigurgeirsson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.