Íslendingur

Eksemplar

Íslendingur - 13.12.1940, Side 2

Íslendingur - 13.12.1940, Side 2
2 ISLENDINGUR Fjárhagsáætlun Akureyrarkaupstað- ar fyrir árið 1941 kom til 1. umræðu á bæjarstjórn- arfundi s, I. þriðjudag. Niðurstöðu- tölur tekju- og gjaldamegin eru samkv. frumvarpinu 934650 krónur en var i fyrra 1047200 krónur. Lækkun niðurstöðutölunnar stafar af því að liðurinn: F.ftirstöðvar frá fyrra ári teknamegin og eftir- stöðvar við árslok gjaldamegin hefir nú verið felldur úr frumvarp- inu, en sá liður nam í fyrra 200 þúsund krónum- Niðurjafnað eftir efnum og ástæðum 573650 krónur og er það rétt um 100 þúsund krónum meira en í fyrra. Gjaldamegin hafa margir liðir hækkað að nokkru ráði og ber þar hvorttveggja til, vöxtur bæjarins og aukin dýrtíð. Nýr liður: Framlag til byggingarsjóðs Akureyrarbæjar hefir verið upp tekinn að upphæð 25 þús. krónur. Frá fjárhagsnefnd fylgir lið þessum svohljóðandi greinargerð: »Par sem bygginga- framkvæmdir eru nú, vegna slríðs- ins, alveg stöðvaðar, Ieggur nefnd- in til, að á næsta ári verði mynd- aður varasjóður til síðari bygginga- framkvæmda, því að fyrirsjáanlegt er, að hjá því verður eigi komist að verja miklu fé til slíks í náinni framtíð, Má þar nefna t. d. íþrótta- hús, samskólabyggingu og spítala, Nefndin ætlast til, að sjóður þessi beri nafnið Byggingasjóður Akur- eyrarbæjar og verði lagt f hann fé úr bæjarsjóði eftir því sem ástæð- ur ieyfa á ári hverju og sé það á- vaxtað í banka eða tryggum verðbréfum, sem fljótlegt sé að breyta í peninga. Bæjarstjórn ráð- stafar eftir tiilögum fjárhagsnefndar fé úr sjóðnum til bygginga þeirra, sem mest nauðsyn þykir fyrir bæ- inn að koma upp á hverjum tíma«, Blaðið mun nánar skýra frá frár- hagsáætluninni sfðar, þegar bæjar- stjórn hefir afgreitt hana. Dánardægur. F S, I. laugardag lézt að heimili sínu Gránufélagsgötu ^ll hér í bæ Eggert Guöniundsson trésmíðameist- ari, eftir langa vanheilsu, Hann var 62 ára að aldri, fæddur að Siglunesi 20. ág. 1878. Til Akur- eyrar fluttist hann ungur að aldri, nam trésmíði og stundaði hana jafn- an síöan. Var hann elju- og atbafna- maður, vinsæll og vel metinn, Har.n lætur eftir sig konu og 5 börn. Pá eru og nýlega látnar 3 aldr- aðar konur hér í bæ: Ingibjörg Jónsdótlir Fjólugötu 8, 84 ára’gömul, Guðriin Vigfúsdóttir, Fjólugötu 11 og Guörún Daviðsdóttir, Brekku- götu 5 B. Hvöt, blað Sambands bindindis- félaga í skólum VIII árg. 2. tbl. hefir blaðinu borist. Hefir það að geima þinggerö S B S frá 9. þingi sambandsins, höldnu snemma í vet- ur, ávarp frá forseta Helga Sæmunds- syni o. fl. í sambandinu eru nú 27 félög. Grikkir sækja frarn. Framsókn Grikkja heldur áfram í Albaníu. Borgina Argyrocastro, sem er einna þýðingarmest hern- aðarlega af albönskum borgum, tóku þeir fyrir viku síðan. Her- fanga og hergögn taka þeir í stór- um stfl. Ófarir ítala hafa valdið ólgu heima á ftalfu. Hefir Badoglio marskálkur beðist lausnar og ýmsar breytingar orðið á embættaskipan innan hersins. • Pá hafa Bretar unnið mikla sigra á ítalska hernum í Norður-Afríku undanfarna daga. Er giskað á, að þeir hafi tekið þar um 20 þúsund fanga og ógrynni af hergögnum. BÆKUR OG RIT Islenzk tyndni VIII er nýlega út komin. Hefir ritið inni að halda eins og áður 150 skopsagnir og skopkveðlinga með nokkrum viöeigandi teikningurn. —- Sumar skopsagnirnar eru af þekkt- um samtfðarmönnum, en aðrar frá fyrri tfmum, misjafnlega fyndnar eins og vonlegt er. fað er ekki laust við, að þess sjáist nú nokkur vottur, að farið sé að fækka hinum snjöllustu skopsögnum í safni skrá- setjarans Gunnars Sigurðssonar frá Selalæk, enda er varla við öðru að búast, Sá brunnur er vart ótæm- andi, fremur en aðrir. — Útgefandi íslenzkrar fyndni er Þorsteinn M. Jónsson, en Prentverk Odds Björns- sonar hefir prentað. Eimreiðin XLVI. árg. 4. helti er nýkomin út. Aðaleíni hennar er sem hér segii: Bjarni M, Gíslason: Edda Finnlands, Steingr. Matthfasson: Um Nýfundnaland og skuldabaslið þar, Lárus Sigurbjörns- son: Brynjólfur Jóhannesson leikari Dagbók frá styrjöldinni 1939 —1940 Sögur eru þar eftir Stefán Jónsson (verðlannasaga), Helga Valtýsson og M Andersen Nexö, kvæði eftir Kol- brúnu o.fl. Raddir, ritsjá o. m. fl. Æfintýri Lawrence i Airíku eftir Thomas Lawell og Að utan og- sunnan eftir Guðbrand Jónsson nefnast tvær bækur, er blaöinu bárust í gær. Mun þeirra verða nánar getið síðar. Fyrir 60 árum. í Norðanfara 10. des. 1880 er eftir farandi fregn undir fyrirsögn- inni Hitt og þetta: »Næstliðinn 13. júlí var sá heitasti dagur er komið hafði í sumar í New York í Bandaríkjunum, var þá 30 stiga hiti í forsælunni (en þann dag 18° á Akureyri). Um daginn dóu af sólarhitanum 20 manns; bráða sótt þessi nefnist »Solstik« og kvað orsakast helzt af því þá sólin nær að skína á bert höfuðið«. Q Rún 594012187 Jólafundur. Þankabrot Jóns í Grófinni. HLUTAVELTUR hafa verið haldn- ar hér í bænum í sumar æði margar. Hafa þær verið vandlega auglýstar, og í auglýsingunum talað um marga ágæta muni, sem þar sé að fá. Meðal þessara muna sem upp eru taldir, eru svo ælíð bílferöir, hdrliðanir, klippingar, myndatökur, og stundum múrara- eða mdlara■ dagsvcrk\ l’að væri ekki leiðinlegt aö fá alla þessa muni (!) og raða þeim upp í stofunni hjá sér. 0VENJU mikið nefir borið á því undanfaxiö, að drengir á aldr- inum 6—10 ára hlaupi aftan í bíla, er fara um göturnar á Oddej’ri og hangi aftan í þeim, Var þessi hættulegi leikur mikið aö leggjast niður, en viröist nú aftur færast í vöxt. Sennilega lítur nýja lögregl- an frá 1. október eftir þessu, þeg- ar tekist hefir að koma henni á laggirnar, og varla mun hana verk- efni skorta í eftirliti með umferö og hegöun fólks á almannafæri. fóla- og nýárskveðiur frá verzlunum og iönfyrirtækjum veröa teknar til birtingar í jólablað íslend- ings, er borið verður út um bæinn á aöfangadag. Þurfa þær að koma til ritstjóra eða í prentsmiðjuna fyrir 22. des. I tiletni af athugasemdum um lögreglumál bæjarins í síðustu blöð- um Alþýðumannsins og Dags, óskar lögreglustjóri þess getiö, að hann muni á næstunni skrifa grein um lögreglumálin, ■---------------------B Jól^-drykkir! SIRIUS^GOSDRYKKIR: CITRON, APPELSIN GRAPE FRUIT, SODAVATN eru sann- kallaðir jóladrykkir. H. f. BlgerSin Egill Skallagrfmsson HERPINÆTUR. THE LINEN THREAD CO. INC. BOSTON og NEW YORK framleiða nótabálka í snurpinætur úr hinu alþekkta GOLD MEDAL-garni, sem tekur öllu öðru frani að gæðum Leitið nánari upplysinga hjá undirrituðum umboðsinönnum verksmiðj- unnar. Synishorn af garninu er hér á staðnum. I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN SÍMI 175 AKUREYRI.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.